Færsluflokkur: Bloggar
29.8.2008 | 11:33
Skipulag!
Nú förum við bráðum að telja niður fram að fermingu og nú ætla ég að vera tímanlega í ýmsu sem hægt er að gera með góðum fyrirvara. T.d. að búa til myndasjóv fyrir skottuna
Ég er svo lánsöm að eiga systir sem er mega skipulögð og bý ég að hennar reynslu, þar sem hún fermdi sinn elsta í vor sem leið
Afhverju er ég að spá í þetta núna? Jú, vegna þess að prentarinn okkar er bilaður og okkur vantar nýjan og þá kom upp spurningin hvort það þyrfti skanna...eða Einar kom með spurninguna...!!! Og AUÐVITAÐ þurfum við skanna! Kommon!!
En ég skil svo sem vel að hann spyrji því við höfum lengi verið með prentara með skanna...en hann hefur ekki verið mikið notaður undanfarin ár...en nú verður sem sagt breyting á...amk. tímabundið...
Af öðru get ég sagt ykkur að ég léttist um 10 kg áðan...fór sko í klippingu...!!! Og er alsæl með það. Ég er svoooo ánægð með klippikonuna mína, hana Önnu Júlíu. Hún veit nákvæmlega hvernig ég vil hafa hárið og það er náttúrlega bara snilllllld!
Jæja, best að ráðast út í rokið og sækja Jón Ingva í skólann...ekki viljum við að hann fjúki til fjalla... eða á haf út (veit ekki hvaða átt er....)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.8.2008 | 19:30
Eintóm hamingja
Þannig er líka best að lifa, með gleði og þakklæti í ´nu
Ég hef svo mikið af allskonar til að vera þakklát fyrir, svo ég ætla t.d. ekki að æsa mig núna þegar drengirnir okkar koma inn úr fótbolta...urrandi út í hvorn annan
--
Við héldum fjölskyldufund áðan og ákváðum matseðilinn fyrir næstu viku. Alger snillllld þegar við gerum þetta! Þá er svo miklu skemmtilegra að elda, þegar ég þarf ekki að brjóta heilann um of...gæti brætt úr honum...hohoho...
En vitiði...nú er ég að hugsa um að narra eldri son okkar til að dratta sér í sturtu...ótrúlegt hvað börnum getur þótt leiðinlegt að fara í sturtu, eins og það er næææææse!!!
---
Svo verð ég að monta mig, ég eignaðist yndislega frænku í fyrradag! Þar eiginlega bara að lokka mynd út úr mæðrunum til að sýna ykkur. Hún er alger draumur! Mikið hlakka ég til að knúsa hana og finna lyktina af henni...elllllska lyktina af brjóstabörnum
Jamm, það var það sem ég hafði að segja ykkur í dag.
Knús...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.8.2008 | 17:05
Lífið er yndislegt...
...lalalala...
Jamm, er lífið bara ekki dásamlegt? Ég er búin að eyða stærstum hluta dagsins með mínum heittelskaða og það er bara ljúúúft Hann er svo beeeestur! Lánsöm ég að vera gift bestasta vininum mínum
--
Jón Ingvi krútt lenti í smá leiðindum í gær, hjólinu hans var stolið fyrir utan skólann en gleðin var stór í dag þegar hjólið kom í leitirnar. Einhver (óprúttinn) hafði tekið það að láni en greinilega skilað því, því það fannst á skólalóðinni, þeirri sömu og var margskoðuð í gær! Svo nú er búið að kaupa nýjan lás, svo það er bara lukkan.
--
Ég brá mér í borgina, með Einari, og keypti mér m.a. efni í 3 pils! Hlakka til að ráðast í það verkefni! Ódýr pils...keypti efni og rennilása fyrir um 4000 kr!!!
Jæja, best að klára að ganga frá...var sko að versla...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.8.2008 | 22:46
Bloggleti
Stundum finnst mér að ég VERRRRÐI að blogga, og blogga eitthvað ægilega gáfulegt...En svo man ég að ég blogga fyrir mig, af því að mér finnst það gaman...svo er auðvitað stóóóór plús að einhverjir nenni að lesa...og jafnvel kommenta.
Ég ætla samt ekki að detta í þá gryfju að fá samviskubit ef ég blogga "ekki nógu oft", sem er auðvitað líka heimskulegt. Ef þetta er kvöð þá verður þetta leiðinlegt!
Í gær fór ég í borgarferð. Fór að hitta Lilju sys. sem þar var stödd í námsferð. Stúlkan sú er komin í mastersnám í íslensku. Hún er svo námsfús, þessi elska. Fær ekki nóg. En eins og hún orðaði það sjálf í gær að þá er hún löngu hætt að prjóna eða sauma eða neitt slíkt, þar sem kennslan og námið er hennar allra stærsta áhugamál.
Við systur þvældumst um í Smáralindinni, ég keypti mér tösku, geðveikt flotta, rauða. Set kannski inn mynd af henni við tækifæri!
Á eftir fórum við á Vegamót að borða...slafffr...mikið góður matur og svo þetta líka svakalega góða latte á eftir. Mikið spjallað og bara yndælt í alla staði. Takk sys (ef þú lest).
Reyndar drakk ég MIKIÐ kaffi í gær, var bara í heimsóknum og þess háttar þvælingi allan daginn...fyrir utan æfinguna í hádeginu...
Í dag var svo alvara lífsins...nefninlega vinnan. Eftir vinnu fórum við Jóhannes í heimsókn til leikskólavinar Jóhannesar og mömmu hans. Og hvað haldiði?!! Við komumst að því að við erum svona líka slatta mikið skildar. Eða sko afi minn (Gunnar) og langamma hennar voru systkini. Nú er ég búin að týna aðgangnum mínum að íslendingabók svo ég get ekki skýrt þennan skyldleika nánar...man ekki alveg...
...ansans...var að finna lykilorðið mitt en nú er ég búin að biðja um nýtt og þá gildir hitt ekki lengur...o jæja, ætli þetta bjargist ekki?!!!
Jæja, best að skríða undir sængina mjúku...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.8.2008 | 10:13
Gleðilegan sunnudag!
Jæja, við sem heima sitjum létum klukkuna vekja okkur kl. 7.40 og fórum upp og horfðum á úrslitaleikinn - eins og eflaust stærstur hluti íslendinga!
Og vitiði, nú lá ég ekki 12 tíma í bælinu, heldur eitthvað um 8½ tíma og það er allt annað líf, bakið mitt er greinilega ekki í stuði fyrir 12 tíma rúmliggingu!
--
Hurru, ég setti inn myndir á heimasíðu íslensku víkinganna í gær. M.a. myndir úr afmæli drengjanna.
Hér er ein af Jóhannesi, tekin að morgni 5 ára afmælisdagsins
Annars er ekki margt nýtt.
Endilega sendið mér uppskrftir...netfangið mitt er: sigrun[at]dengule.dk
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.8.2008 | 16:55
Uppskriftir óskast!
Hæ elskurnar mínar, all-a-round! Ég ætla að smella hér inn textanum sem var í tölvupóstinum sem fór frá mér áðan. Sum ykkar (sem eruð á netfangalistanum mínum) fengu þennan póst, en það eru þónokkrir sem ekki eru þar og fengu þennan póst því ekki.
Ég biðla hér með til ykkar allra, og get líka sagt ykkur strax hvað ég verð með í matinn í kvöld; Ég keypti kjúklingabaunabuff frá Grími kokk og ætla að snæða það. Ólöf Ósk bjó til grjónagraut handa sér og lilla bró!
Tölvupósturinn:
Mæli með svona máltíð, tala nú ekki um ef andleysið er að drepa fólk úr hungri
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.8.2008 | 12:34
Ellikelling?!
Skyldi það vera ellikelling sem er að banka upp á? Ég get ómögulega legið í rúminu í 12 tíma án þess að vera að kálast í bakinu!! EKki gott!!!
Finn fyrir því núna, þar sem ég fór í bælið kl 23 og lá þar eins og skata til kl 11...
--
Ég og Jóhannes keyrðum Einar og Jón Ingva í Vatnaskóg í gærkveldi. Brunuðum svo heim og fengum okkur smá kvöldmat og svo var lagst í gláp...Jóhannes tók íþróttaálfinn í nefið á meðan við mæðgur lágum yfir Friends... Mjög nice.
Svo vorum við að spá í að kíkja í borgina...ef það væri þurrt...en nennum ekki út í rigninguna. Mig langaði svo að kíkja á prjónaríið í Hallargarðinum...en það eru örugglega ekki margir sem sitja úti í rigningunni og prjóna...eða hvað haldið þið? Mig langaði að kaupa mér svona bleika nælu...flott næla fyrir prjónafólk og styrkir gott málefni.
Og eftir auglýsingunni að dæma þá verða þau bara til sölu í Hallargarðinum :( Annars hefði ég getað pantað mér...það er nefninlega líka dýrt að keyra alla leið í borgina bara til að kaupa eitt merki...!
Jæja, ég er hætt í bili, tölvan mín er komin með hita...brenni mig á henni...eða næsum því...
Knúúúús....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2008 | 14:11
Áströlsk bomba
Hellúúú...!!
Ég lofaði vinnufélögum mínum að setja hér inn uppskrift að kökunni sem ég tók með í vinnuna í fyrrakvöld:
Áströlsk bomba með heitri sósu
235 gr döðlur
1 tsk matarsódi
120 gr mjúkt smör
5 msk agaves
2 egg
3 dl hveiti
½ tsk salt
½ tsk vanilludropar
2 msk lyftiduft
Setjið döðlurnar í pott og látið vatn fljóta yfir. látið suðuna koma upp, slökkvið á hitanum og látið döðlumaukið standa í pottinum í 3 mínútur. Bætið matarsódanum út í.
Þeytið smjör og sykur vel saman og bætið eggjunum í einu í senn. Þeytið vel og blandið síðan hveitinu, saltinu og vanilludropunum saman við. Bætið lyftiduftinu út í ásamt ½ dl af döðlusoðinu og hrærið varlega (deigið á að vera eins og vöffludeig). Hellið döðlunum í sigti go bætið þeim út í að lokum.
Smyrjið u.þ.b. 8 cm hátt lausbotna fóm sem er 24 cm í þvermál vel með smjöri og setjið deigið í formið, hitið ofninn í 180° og bakið í 30-40 mín. eða þangað til miðjan er orðin bökuð. Hvolfið kökunni á tertudisk og berið hana fram volga með sósunni og þeyttum rjóma eða ís.
sósa:
100 gr smjör
115 gr agave
½ tsk vanilludropar
¼ bolli rjómi
Setjið allt saman í pott, látið suðuna koma upp. Lækkið hitann og látið sósuna krauma í u.þ.b. 3 mín.
Hrærið stöðugt í á meðan.
Berið sósuna fram með bombunni.
Það verður að segjast eins og er, þetta er alveg svakalega gott...þó svo að sósan hafi verið einum (ef ekki tveimur...eða tíu) of sæt fyrir mig. Því ég er svoooo sæt að...ok, stoppa hér
Jæja, búin að skila múttu minni túttu í flug, hún er væntanlega lent á Egilsstöðum og á leið heim á Nobbó. Á eftir að sakna þess að hafa hana ekki nær mér. Búin að eiga yndislegar stundir með henni undanfarnar 2 vikur. Eeeeen, ég kaus mér líf 700 km í burtu frá æskustöðvunum svo ég get ekki verið í kaffi hjá henni oft í viku...that´s life!
Jæja, best að hjálpa feðgunum að pakka...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.8.2008 | 14:29
Kræst!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.8.2008 | 11:41
Jæja,
best að blogga smá...læt ekki spyrjast út að ég sé dottin í facebook...
Í gær var Einar að fara á fundi í borginni svo við (ég og börnin) fórum með og hittum mömmu, sem þar er stödd. Við fórum í Grasagarðinn. Hugsið ykkur, ég hef ALDREI áður komið í Grasagarðinn!! Aldrei áður séð þvottalaugarnar eða neitt! Skammarlegt!
Við röltum þarna um, í sólinni (og blæstrinum) og nutum útivistarinnar og samverunnar. Krakkarnir voru með bolta með sér svo þau hlupu um og spiluðu. Gaman gaman. Við fórum svo á kaffihúsið þarna; Café Flóra og fengum okkur hressingu. Alveg snilld! Mæli með svona kvöldstund!
--
Nú fer sumarfríinu hjá börnunum að ljúka...við misjafnar undirtektir...þeim finnst ósanngjarnt að ég hafi verið í fríi frá 15. maí - 1. okt. þegar ég var í barnaskóla!!! En það er heldur ekki reiknað með þeim í sauðburð og réttir...
Svo get ég sagt ykkur að nú eru vinnuskiptin orðin endanleg, það er komin dagsetning! Ég hætti á Höfða 1. okt. og byrja strax á 32A á Lsp. Reyndar reiknast mér til að síðasta vaktin mín sé 29. sept. svo ég fæ dags frí!
Ég hlakka til að takast á við ný verkefni. Þó margs verði að sakna frá Höfða, og verð ég þá sérstaklega að nefna frábært samstarfsfólk.
--
Um helgina eru Einar og Jón Ingvi að fara á svokallaða feðgahelgi hjá KFUM&K í Vatnaskógi. Vinir okkar í Danmörku (feðgarnir Dóri og Martin) fóru í fyrra og fannst svo gaman, og seldu okkur þessa hugmynd á staðnum. Svo nú á að láta á þetta reyna. Jón Ingvi er mjög spenntur, það verður æðislegt fyrir þá að eiga svona helgi bara tveir. Gott fyrir Jón Ingva að eiga pabba út af fyrir sig í smá stund. Það getur stundum verið erfitt að vera hluti af systkinahóp og vera sjaldan einn um athyglina.
Jóhannes er strax farinn að tala um að næsta sumar fari hann og pabbi saman
--
Já, þetta var sem sagt í fréttum helst hjá okkur hérna á Skaganum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar