Leita í fréttum mbl.is

Föstudagur 10. október 2008

Jæja, hvað segiði þá? 

Ég er bara nokkuð kát. Nýkomin heim (tiltölulega) úr borginni, var að vinna. Líka í gærkvöldi. Gisti hjá tengdamúttunni minni yndislegu. Gaman í vinnunni, eins og vanalega. 

Strákarnir stukku út nánast um leið og ég kom heim. Jóhannes fór að leika við vin sinn og Jón Ingvi fór í afmæli. Svo ég dólaði mér ein í Bónus að versla. Snerist þar í MARGA hringi því ég get ómögulega ákveðið hvað ég á að elda fyrir frændsystkinahitting sem við hjónakornin erum að fara í fljótlega... Jamm, komst bara ekki að neinni niðurstöðu! Einhver góður "saumaklúbbsréttur" kannski?!! Einhverjar hugmyndir?????? Plííííís....!!

Mig langar að láta fylgja smá vináttu-gullkorn, sem ég fékk sent frá vinkonu minni í dag:

Gulli og perlum að safna sér,
sumir endalaust reyna,
vita ekki að vináttan er,
verðmætust eðalsteina.

Gull á ég ekki að gefa þér

og gimsteina ekki neina.

En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.

------

Held ég hafi bara ekki meira að segja. Knús til ykkar allra sem lesið (og sjaldnast kvittið...).

Ég er að hugsa um að taka upp aftur gamla "hefð" og smella inn gullkorni dagsins.

Hverjar sextíu sekúndur sem þú eyðir í reiði eða pirring eru HEIL mínúta af hamingju sem þú færð ALDREI aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fallegt vináttugullkornið...... og hitt líka! Líst vel á að þú takir upp gamla hefð!

Ég á fullt í fangi með að láta mér detta eitthvað í hug að elda í kvöld - hvað þá að mér detti eitthvað í hug fyrir svona hitting! En hefurðu skoðað uppskriftirnar sem þú sendir á alla um daginn? Kannski leynist eitthvað þar sem þú getur notað....

Knús á þig sæta

Hrönn Sigurðardóttir, 10.10.2008 kl. 18:51

2 identicon

knús inn í helgina til þín sæta!!  Þú veist það er alltaf heitt á könnunni í gott latte ef þú átt lausa stund í Hafnarfirði :)

ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 21:01

3 Smámynd: SigrúnSveitó

úff Hrönn...ég er búin að "skanna" allar uppskriftir sem ég á...held ég...og ég finn ekkert. Kannski líka af því að við hjónin höfum stundum ólíkan matarsmekk...en ég finn eitthvað. Datt í hug að gera skyrköku en ætla samt að bera það undir bóndann...

Ragnhildur, ég dett inn einn daginn. Þarf eiginlega að koma með krakkana og leyfa þeim að sjá litla frænkukrúttið...

SigrúnSveitó, 10.10.2008 kl. 21:17

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hæ skvís! Hér kemur uppskriftin af paellu

1 stór kjúklingur

olífuolía

100 gr. beikon

1 laukur

1 rauð og 1 græn paprika

2 hvítlauksgeirar

1/2 sítróna

1/4-1/2 tsk. saffran eða gurkemeie

1 lárviðarlauf, salt, svartur pipar

2 1/2 dl. hrísgrjón

6-7 dl. hænsnakjötsoð - ég set bara 7 dl. af vatni og kjúklingakraft.

200 gr. frystar baunir

1 smádós kræklingur - má sleppa

200-300 gr. rækjur

1. Sjóða heilan kjúkling

2. steikja beikon á pönnu

3. skola og hreina paprikur og skera í strimla. Flysja lauk og sneiða í þunna hringi. Setja grænmetið á pönnuna ásamt hvítlauk og láta krauma uns þetta tekur lit.

4. Bætið í sítrónusafa, saffran, muldu lárviðarlaufi, salti, pipar og hrísgrjónum. Rífa kjúklinginn í bitum út í. Hræra varlega í þar til hrísgrjónin verða hvít og ógagnsæ. Bætið í krafti og látið réttinn krauma í 15-20 mín. þar til kjötið og hrísgrjónin eru soðin.

5. Bæta við þíddum baunum, velsíuðum rækjum og kræklingi en skilja eftir nokkuð til skreytingar.

Hita varlega án þess að sjóða, annars verða skeldýring seig.

Paella er borin fram beint af pönnunni, skreytt paprikustrimlum, skeldýrum og sítrónubátum.

Stökkt heitt brauð með smjöri bragðast vel með.

Hrönn Sigurðardóttir, 10.10.2008 kl. 21:46

5 Smámynd: Tína

Mikið svakalega er vináttuljóðið fallegt og svo sönn líka. Einnig er molinn þarna í lokin frábær. Annars finnst mér gott að heyra að þú sért ánægð í vinnunni. Það skiptir svo hrikalega miklu máli. En hvernig er þetta annars með þig................. áttu aldrei leið um Selfoss? *einvoðabjartsýn*

Knúskreistingur inn í helgina þína Sigrún mín.

Tína, 11.10.2008 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband