Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Allt á uppleið

Heilsan er á uppleið, Jóhannes er búinn að vera hress, kátur og hitalaus síðan á sunnudag.  Sem er æði.  Mikið er ég fegin.  Þetta var "en værre omgang" sem tók á taugarnar.

Á mánudagskvöldið hrundi reyndar heimurinn hjá honum...hann vildi fara heim, heim á Akranes og heim til PABBA!!!  Grét og grét.  Við ræddum þetta fram og tilbaka og urðum sammála um að fara til Idu sem fyrst.

Sem við gerðum í gær, þar sem barnapössunin í Hillerød klikkaði.  Svo við erum í Græsted.  Jóhannes fór í leikskólann í dag og var þvílíkt ánægður.  Hann er búinn að tala um það í nokkra daga að hann vildi fara þangað.  Svo í morgun þá var þetta bara ekkert mál, hann bara kvaddi mig og hafði reyndar varla tíma til að kveðja!!  

Ég fer ekki í skólann aftur fyrr en á þriðjudag og þá fer hann í leikskólann aftur.  Svo er aftur skóli hjá mér á fimmtudag og þá er Tinna í fríi og hún ætlar að passa Jóhannes.  Svo síðustu skólavikuna má hann koma í leikskólann alla dagana ef við viljum...og ég ætla að þiggja það með "kosshönd" (eins og danirnir segja...).  

Svo allt gekk þetta upp.  

Annars er lítið að frétta.  Ég sakna manns og barna og hlakka mikið til að fara heim, þó ég njóti þess líka að vera hérna.  Er að fara í heimsóknir og matarboð föstudag og laugardag...er að reyna að ná í eina vinkonu upp á morgundaginn...svo er plönuð heimsókn í næstu viku...og þarnæstu...og já, það er nóg að gera...ég þarf víst að lesa líka...LoL


HELLÚ

Allt gengur vel hérna hjá okkkur núna.  Pensilínið virðist hafa góða virkni því drengurinn er hitalaus og hress og kátur Grin

Annemarie, sem ég ætla að skrifa með, kom í dag og við ræddum fram og tilbaka um verkefnið okkar.  Við erum spenntar að takast á við þetta og finnst við náttúrlega vera með spennandi viðfangsefni.  Meira um það síðar.

Svo skruppum við mæðginin í bæinn og versluðum slatta.  Náði að strika slatta út af listanum sem ég kom með að heiman...sokkar, sokkar, sokkar, brækur, skólataska...og fleira...og ekki er allt búið enn, það vantar ýmislegt fleira.

media

Hérna er ein af Jóni Ingva, tekin í sveitinni um helgina Smile


Doktor, doktor...

Jamm, við fórum í síðdegiskaffi og mat hjá vinum okkar Hjálmari og Janne i Græsted.  Dejligt.  Jóhannes var þreyttur og sofnaði í fanginu á mér kl. 19.30, alveg búinn á því eftir daginn.

Þannig að við ákváðum að þyggja boð um að gista hjá þeim...eða ég ákvað það.  Hann var jú sofandi Sleeping

kl 23 vaknaði snúðurinn litli, brennheitur og þyrstur.

Ég mældi hann og þá var hitinn orðinn 40,7 og það fannst okkur einum og mikið af hinu góða.

Ég hringdi í vaktlækninn og þegar ég loks komst í samband, fékk ég að vita að næturbíllinn kæmi út til okkar "i løbet af et par timer...".  Sem getur verið ansi teygjanlegt...

Janne fór og hitaði meira kaffi og skar niður ávexti og við sátum og höfðum það huggó meðan við biðum eftir lækninum.

Kl. rúml. hálf 2 kom doktorinn, hlustaði hann, kíkti í eyru og háls.  Hún heyrði ekkert á lungunum, en fannst líklegast að lungnabólgan væri að koma aftur...svo hann fékk pensilín aftur.

Í morgun var gaurinn hress, þreyttur á að vera veikur!!  

Við erum í Hillerød hjá Kåre og Pippi núna.  Skúffukakan (a la Sigrún) komin úr ofninum og bara sunnudagshygge.  

Okkur líður vel og erum glöð yfir að hitinn er "fallinn" og aftur orðið fært um götur og þjóðvegi Danmerkur!! Smile


Sjúkrabíll og læti

Jóhannes lasinnJóhannes fékk hitakrampa í dag.  Honum var kalt og við fórum inn í rúm að kúra og hlýja honum, og allt í einu fann ég að hann krampaði.  Oooohhh, ég var að vona að ég myndi aldrei upplifa þetta aftur.

Ég fór fram og Tinna hringdi í 112 og Kim hjálpaði mér að taka hann úr fötunum og svo fór ég með hann út í hurð til að kæla hann.

Mikið svakalega finnst mér óþægilegt að upplifa þetta.  Hann er gjörsamlega án meðvitundar meðan hann er í krampanum, verður stífur, blár um munninn og augun galopin...

Ég mældi hann, 39,9° og ég gaf honum stíl. 

Þegar sjúkrabíllinn kom var hann kominn úr krampanum og var bara alveg búinn að vera.  Hann sofnaði eiginlega strax.  

Svo var hann náttúrlega vakinn og fékk mædan blóðþrýsting, súrefnismettun og svo mældi ég hitann aftur.  Þá var hann 40°. 

Eftir að annar sjúkramaðurinn hafði haft samband við vagthafandi barnalækni urðum við sammála um að það væri ekki ástæða til að fara með hann á sjúkrahúsið, þar sem það yrði staðfest að þetta hafi verið hitakrampi og svo hefðum við verið send heim...og hefðum getað dúsað lengi eftir að komast heim...þar sem það er ennþá ástand á vegum úti!!

Jóhannes er orðinn ansi hress, eins og þessi mynd sýnir.jóhannes hress aftur

þökk sé panodil-stikkpillunni... 

Sjúkramennirnir skildu svo eftir eina túpu af stezolid sem hann getur fengið ef hann krampar aftur.  Við eigum heilan pakka heima en erum löngu hætt að taka það með þar sem það eru tæp 2½ ár síðan hann fékk hitakrampa síðast... 


Ælupest...

...vaknaði kl 00.53 við að Jóhannes þurfti að æla.  Við vorum vaknandi ca klukkutíma, ég náði að æla líka og svo sofnuðum við og síðan ekki söguna meir.  

Vona að þetta sé búið hjá okkur og þykir mér það vel sloppið.  Kim ældi reyndar bara einu sinni en bæði Anton og Ida ældu mikið og oft...

Annars stefnum við á heimsókn seinnipartinn, vonandi komumst við...það er innanbæjar Wink það er ennþá mælst til þess að fólk haldi sig heima nema nauðsyn reki fólk út...en það má alltaf deila um hvað er nauðsyn og hvað ekki...!!

Jóhannes var í klippingu hjá Tinnu, það eru myndir af því hér ef þið vijið sjá breytinguna!!  Hann er yfir sig ánægður með útkomuna.  Helst vill hann vera sköllóttur eins og pabbi sinn...en ég er eitthvað að frekjast...!!!  Mér finnst nógur tími til að vera sköllóttur!!!  Það kemur örugglega, kannski í sumar...hver veit?!


Meira um snjó...snestorm...skafrenning...!!

Hérna inni fann ég skilgreiningu á því sem danir kalla "snestorm":

Når der falder 10 mm nedbør svarende til 10 cm sne på 6 timer og vindhastigheden overskrider 10 m/s over et større område - så taler vi her i Danmark om snestorm.

Eftir að hafa búið 9 ár í Danmörku þá hef ég komist að því að *snestorm* og *snjóstormur* er ekki það sama.  *Snestorm* er það sem við að öllu jöfnu köllum, í mesta lagi, skafrenning.  

Gleymi aldrei frétt í sjónvarpinu þar sem fréttamaðurinn stóð úti í *snestorm* og það var svo fallegt vetrarveður...snjórinn féll BEINT niður og ekki með látum!!  

Gott að vita skilgreiningu á *snestorm*!!! 

snestorm...eða skafrenningurEn ég verð samt að segja að þetta er mesti snjór sem ég hef séð í Danmörku.  Hann liggur mest í sköflum hér og þar og allsstaðar, enda hefur verið skafrenningur...

Ég hlakka mest til þegar vegirnir eru tilbúnir fyrir litla rauða fíatinn...svo ég geti komist á flakk og hitt eitthvað af þessu fólki sem ég er búin að hlakka lengi til að hitta!!!

En ég stefni amk á að verða á ferð og flugi um "Region Hovedstaden" frá og með fimmtudegi...enginn skóli fimmtudag og föstudag...svo þá er bara party on!!!

Over and out...!! 


Ætlið þið...

...á McDonalds um helgina?

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Með tárin í augunum...

...ég sit með tárin í augunum eftir að hafa lesið yndislega falleg skilaboð frá Guðbjörgu föðursystir minni, á heimasíðu barnanna.  Takk, elsku Guðbjörg Heart
Ég kem heim 18. mars og svo þurfið þið pabbi að fara að koma uppeftir til okkar.  Það væri rosalega gaman.  Knús tilbaka til þín og Mumma Kissing

Innilokunarkennd...

Ég fæ innilokunarkennd af því að vera föst hér og geta ekki farið neitt.  Bíllinn ekki útbúinn fyrir vetrarveður, ekki frekar en svo margir aðrir bílar hér í landi.  Lestin, veit ekki einu sinni hvort hún keyrir það eru engin skilaboð á heimasíðunni þeirra.  

Svo er spáð áframhaldandi snjó, svo ég kemst ekki neitt.

Langar annars að fara út og hitta fleira fólk.  

Kannski ég druslist til að líta í skólabók... 


meiri snjór

og allt stopp enn. 

En það er ekki bara snjór sem stoppar heimilisfólkið hér...það er ælupest í gangi.  Vona bara innilega að við mæðginin sleppum...

Annars vaknaði Jóhannes kl 5 í morgun og bað um vatn, ég heyrði strax á röddinni hans að hann var með hita...og jú, ég mældi hann ekki en hann var sennilega með um 40°...sjóðheitur var hann.  En þegar við svo vöknuðum kl 8 þá var hitinn horfin sem dögg fyrir sólu!!  Skrítið.

Við förum sennilega ekki til Hillerød eins og við ætluðum í dag...kemst ekki út á bílnum og vil ekki fara með Jóhannes í neina langa labbitúra eftir þetta hitablúss í nótt...  


Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband