Færsluflokkur: Bloggar
7.9.2008 | 23:23
Ég steingleymdi...
...að segja ykkur að við fórum að sjá
Og Ó MÆ GOD! Ekkert smá fráááááábær mynd. Ég VERÐ að eignast hana þegar hún kemur út! Kemur, þeim sem þekkja mig, EKKERT á óvart!
Ég ELSKA ABBA og hef gert, ja, síðan ég man eftir mér. Og ég ELSKA söngleiki, t.d. Greace, Dirty Dancing...og svo var ein ELD-ÆVA-FORN mynd sem hét eitthvað "Bræður 7 í konuleit" og hún var til á vidjó heima á Ormsstöðum og hún var æði og endalaust horft á hana. Jamm, sumum finnst ég vonlaus...en mér finnst það ekki
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.9.2008 | 17:24
Ég er komin heim...
...í heiðardalinn :)
Við hjónakornin vorum í okkar "árlegu" helgarferð í höfuðborginni. Það var árshátíð hjá Norðuráli í gærkvöldi og við vorum á hóteli tvær nætur. Mjög ljúft að eiga svona tíma saman tvö ein.
Krakkarnir fóru líka í helgarferð, þau fóru í sumarbústað með ömmu sinni og eru alsæl með helgina.
Mjög vel heppnuð helgi og allir sælir með sitt.
Við skemmtum okkur konunglega á árshátíðinni, sem var haldin á Brodway. Spútnik spilaði á ballinu og er alveg frábær ballhljómsveit. Við dönsuðum amk meira en áður hefur gerst...vorum örugglega 1½ tíma á dansgólfinu í allt.
Maturinn var frábær og nóg af honum, og ég fékk alveg snilldarlegan desert. Einar spurði hvort það væri hægt að fá sykurlausan desert og ég fékk disk HLAÐINN af ferskum, niðurskornum ávöxtum. Bara geggjað.
Jamm, þetta var helgin okkar. Alger sæla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.9.2008 | 22:47
Ég verð að sýna ykkur...
...mynd af ofurkrúttinu okkar;
Hér er hún Ólöf Ósk, fyrsta sumarið í lífi sínu. Alveg yndisleg, eins og hún er enn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.9.2008 | 18:08
pilsin og fleira
Hér eru myndir af pilsunum sem ég saumaði í fyrradag:
Svo er hægt að sjá þau eitt og eitt á þessari síðu!
Annars ekkert nýtt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.9.2008 | 16:51
Einelti
Mér barst tölvupóstur með meðfylgjandi skjali og ætla að birta það hér, í stað þess að senda út og suður. Bréfinu fylgdi eftirfarandi orðsending:
Kæri lesandi.
Ég þarf að ná til þín, þú skiptir máli. Þín umhyggja og samhygð getur breytt miklu.
Þess vegna bið ég þig um að lesa þetta bréf frá mér til þín, það er einlæg ósk mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.9.2008 | 00:42
Ég bara má til...
...að svara kommentum!
Ég saumaði 3 pils í gærkvöldi og þau eru bara cool, sérstaklega eitt þeirra! Ég tók myndir og mun birta þær fljótlega...bara ekki núna.
--
Annars get ég sagt ykkur að það er sko ekki allt! Nei, ég fór nefninlega í BERJAMÓ!!! Og týndi smá af berjum. Ekkert brjálað magn, enda ekki með týnu og bara ein á ferð. En mikið var þetta notalegt, alein úti í náttúrunni í blíðskaparveðri.
Þannig að, ég er nokkuð ánægð!
Svo fórum við hjónin í pottinn og lágum þar í góða stund, og það var líka ansi ljúft.
Síðan var það vinnan...og ég lýg ekki ef ég segi að þetta var sú mest busy vakt sem ég hef upplifað síðan ég byrjaði þarna...ég hef ekki sest niður alla vaktina, nema rétt meðan ég hringdi í lækni...svo ég er þreytt!!! Þess vegna engar myndir núna...bara seinna...fljótlega sko...
Ást til ykkar allra þarna úti í nóttinni, ég er farin að sofa...(enda fór ég á fætur kl. 7.00 í morgun og fór í ræktina áður en ég fór í berjamó...svo ég er búin að standa í stórræðum í MARGA klukkutíma!!!
Gúdd næt!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2008 | 14:50
Skærin frægu!
Jæja, ég svaf auðvitað lengi í dag líka...var sko á kveldvakt...þannig að ég hef afsökun(ok...ég er svefnpurka......)!! Einar vaknaði með börnunum og ólíkt mér þá skríður hann ekki upp í aftur.
Við fórum svo út á stjá (þegar ég var vöknuð...) og settum auglýsingu í Póstinn (íbúð til leigu) og síðan fór ég og keypti mér SKÆRI!!! Svo nú er ég sko búin að sníða tvö pils í viðbót! Þá er bara að setjast við saumar og kannski ég geri það bara í kvella. Strákarnir fóru víst afar seint í bælin sín í gærkvöldi, voru að horfa á fótboltaleik (en ekki hvað??!) svo þeir fá að fara snemma að sofa í kvöld. Einar er að fara á fund og prinsí á eitthvað dæmi í skólanum. Svoooo, ég hef plenty of time!!!
Hver veit nema eitt pilsið verði hluti af árshátíðardressinu???!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.9.2008 | 17:22
Engin skæri keypt!
Einfaldlega vegna þess að ég dröslaðist ekki framúr fyrr en um hádegi... Fór reyndar á fætur í morgun og gerði nesti fyrir Jón Ingva og keyrði svo Jóhannes á leikskólann upp úr 9 en fór svo að sofa aftur...og svaf til 12.eitthvað...!
Náði því ekki að athuga með skæri, en náði að þvo þvott og gera ýmislegt smálegt. Verslaði og eldaði svo fyrir familíjuna þar sem það er æfingadagur (allir krakkar á æfingu rétt fyrir kvöldmat). Svo fór ég að vinna og er sem sagt að laumast í tölvuna í vinnunni...uss...jæja, ætla að fara að vinna!
Ást til ykkar á þessum yndislega degi...sem viðraði vel til berjatýnslu...en ég veit ekki hvar berin eru...hef aldrei komið í Skorradal en þar er víst fínt berjaland...þar að skoða þetta!
Knús...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.8.2008 | 17:14
Sæludagur
Allir dagar eru á einhvern hátt sæludagar.
Í dag svaf ég lengi (jamm...kemur ykkur örugglega ekki á óvart...finnst ég alltaf vera að segja ykkur að ég hafi sofið lengi...ætti kannski að skoða "svefnpurkur anonymous").
Minn heittelskaði kom og vakti mig rétt fyrir hálf 12...þá var ég reyndar vöknuð...! Við ákváðum að það væri tímabært fyrir mig að drattast framúr þar sem við ætluðum að fara á fjölskyldudag Norðuráls. Norðurál fagnar 10 ára starfsafmæli á þessu ári og var sem sagt fjölskyldufögnuður þar í dag. Við fengum m.a. að skoða starfsemina, reyndar úr rútum en við sáum t.d. vinnustaðinn hans Einars sem er skautsmiðjan. Gaman að því. Ég vissi lítið um þetta en er örlítið fróðari eftir daginn
Ég fór svo heim á meðan familíjan mín fór í afmæli hjá bróðursyni Einars. Ég "á" þessa helgi (í vinnunni) en fékk skipti í dag. En er á bakvakt núna eftir kl. 16, svo ég gat ekki farið úr bænum. Þannig að ég er í rólegheitum heima, búin að setja í þvottavél og er að hugsa um að smella mér í smá föndur Keypti mér ný skæri áðan, og get vonandi notað þau. Svo vantar mig sárlega almennileg sníðaskæri (helst Fiskars...) og er ég að vonast eftir að þau séu fáanleg í einhverri verslun hér á Skaganum...ætla að athuga í Ævintýrakistuna tomorrow!
Ást...
Ps. mig langar enn í berjamó...kannski ég breggði mér í vikunni...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.8.2008 | 15:28
Ég var klukkuð!
Renata klukkaði mig....
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina- afgreiðslustörf hjá Kaupfélaginu Fram, Neskaupstað
- klinka hjá Pálma tannsa, Neskaupstað
- starfsstúlka á leikskólanum Múlaborg, Reykjavík
- hjúkka á dvalarheimlinu Höfða, Akranesi
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á
- Grease
- Dirty Dancing
- Fjögur brúðkaup og ein jarðarför
- Pretty Woman
Fjórir staðir sem ég hef búið á
- Norðfjarðarhreppur (ekki til lengur)
- Reykjavík
- Græsted, Danmark
- Akranes
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar
- Friends!
- Desperat housewives
- Sex and the city
- ER
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum
- Amsterdam (fórum í útilegu þangað 2002)
- Jylland, Danmark
- Holmestrand, Norge
- Ísland (er land þitt og ávallt þú geymir...)
- Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg
- www.mbl.is/veðriðáíslandi!!!
- www.facebook.com
- www.ravelry.com
- www.vegagerdin.is
- Fernt sem ég held uppá matarkynns
- Lambakjöt
- Kjúklingur
- lax
- sykurlausar kökur að hætti Sollu og CaféSigrúnar
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft
- úff, hef ekki lesið annað en skólabækur í svo mörg ár...
- En sem krakki las ég t.d. Ævintýrabækurnar eftir Enid Blyton svakalega oft, og líka Öddu-bækurnar eftir Jennu og Hreiðar Stefánsson.
- Bókin sem ég er að lesa þessa dagana heitir; "Psykiatr, en grundbog"...undirbúningur fyrir nýju vinnuna.
Góða skemmtun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar