Leita í fréttum mbl.is

Í kvöldmatinn...

...í kvöld er Einn fljótgerður.  Á morgun eru hins vegar beikonbollur!  Hér kemur sú uppskrift:

 

Beikonbollur (frá Maju)
500-600 gr nautahakk
100 gr beikon, saxað
1 egg
½ dl mjólk
3 tsk
kød&grill
100 gr smurostur m. sveppum
pipar

 

Allt hrært saman, mótið bollur og steikið á pönnu, takið af pönnunni.

Sósa:
200 gr hreinn rjómaostur
2 ½ dl rjómi
2 dl vatn

 

Bræðið rjómaost og rjóma saman, þynnið með vatni, setjið bollurnar út í og látið malla í 10-15 mín.

Borið fram með gulrótum, blómkáli og kartöflum.

Þessar bollur eru algert lostæti!!  Slá alltaf í gegn á mínu heimili!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta hljómar virkilega gott. Takk fyrir þetta. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.2.2008 kl. 19:40

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eins gott að ég var búin að borða áður en ég las þetta, hefði annars farið að slefa.  InLove

Ásdís Sigurðardóttir, 25.2.2008 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband