Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2014

Dagur 3 í Helsingborg

Dagur 3 í Helsingborg

Við verðum víst að viðurkenna að við sofum ekki sérstaklega vel þessar næturnar. Herbergið er bara ætlað fyrir tvo og við vorum víst ofur bjartsýn að ætla okkur að koma tvöfaldri vindsæng fyrir líka (hefði gengið ef baðherbergið væri ekki svona veglegt að flatarmáli). Þannig að sófinn er ekki útdreginn og á honum sefur einn, tveir sofa á vindsæng og einn sefur á pullunum úr sófanum á milli sófans og vindsængurinnar og með aðra rasskinnina upp á vindsænginni.
Það fer sennilega best um mig og Jóhannes samt. Einar og Jón Ingvi eru viðkvæm blóm – eða fiðrildi eins og  Bára kallar það... En við huggum okkur við það að nú eru 2 nætur búnar og því aðeins 5 eftir!!

Við ákáðum að taka daginn rólega og reyna að hafa hann sem ódýrastan. Það er dýrt að vera á hrakhólum, því það er heldur ekki hægt að húka í 17 fermetrum allan daginn og allt kvöldið :D Við getum ekki eldað hér, höfum hreinlega ekki pláss... Og þar sem við erum í raun ekki í fríi í útlöndum (þó fyrsta vikan „feels like it“) heldur að nota alla okkar peninga í flutninga þá er þetta púsl.

feðgar í Slottshagen

Við fóum því af stað í dag, með tvo bakpoka og tvö sængurver. Fórum í Nettó, versluðum okkur nesti og slatta af vökva (verst að hafa ekki hitabrúsa til að taka með kaffi!). Röltum svo í garð sem er nálægt væntanlegu heimili okkar, eða Olympia Park, þar sem við breyddum úr sængurverunum og fengur okkur hádegisverð. Ótrúlega kósí bara. Við fundum okkur stað í skugga því að sólin var SJÓÐANDI heit! Þarna lágum við drjúga stund áður en við ákváðum að færa okkur í „Slottshagen“ sem er í raun á milli okkar (frá og með næsta föstudegi) og miðbæjarins.

Þess má geta, fyrir þá sem langar að vita það, að það tekur okkur um það bil 10-15 mínútur að rölta í bæinn.

Í Slottshagen lágum við og létum fara vel um okkur, sumir dottuðu, aðrir notuðu símana sína óspart, enn aðrir spiluðu frisby (það mætti halda að við værum feiri en fjögur!).

Ljómandi góður dagur.

Svo rann langþráð stund upp hjá Einari og Jóhannesi – þeir fóru að sjá aðalliðið í Helsingborg, HIF, spila leik. Með þeim spilar m.a. eitt stykki skagamaður og það þykir þeim feðgum ekki leiðinlegt.

falleg tré í slottshagen

Ég og Jón Ingvi röltum um bæinn á meðan, fórum meðal annars út að skólanum sem þeir bræður koma til með að fara í innan örfárra vikna – Tågaborgskolan.
Svo fórum við aftur í Slottshagen - þar er bara svo ótrúlega fínt og fallegt.

 

 

 

á leið niður gamla, þrönga götu - frá pizzastaðnum

Enduðum þennan ljómandi góða dag á pizzu – ódýrri og ljómandi góðri (LKL verður að bíða...næ engan veginn að halda mig við það við þessar aðstæður).

Nú situm við hér, í öllum okkar 17 fermetrum, ég að blogga, Jóhannes að spila leik á símann sinn, Einar eitthvað að tölvast og Jón Ingvi horfir á mynd í ipad´inum sínum – thank God fyrir tölvur og svoleiðis dót. 

 

 

 

 

 

 

 

 

nafnið mitt á dyrasímanum :)

Svo ætla ég nú að lauma þessari með, fór sko aðeins og fiktaði ídyrasímanum, mikil spenna - var ég búin að nefna spennuna?? 

Meira síðar.  


Dagur 1 og dagur 2 í Helsingborg

Jæja, þá er komið að því að segja ykkur frá ferðalaginu okkar til nýrra heimkynna.

Við flugum sem sagt frá Íslandi aðfaranótt föstudagsins (í gærnótt sum sé). Það var brottför kl 00.30 og bar eitthvað á að í það minnsta ég var orðin þreytt. Strákarnir sváfu ekkert, Einar dottaði í ca 10 mínútur en ég svaf – sem betur fer – í amk eina og hálfa klukkustund.

Við lentum svo í Gautaborg um kl 5.40 að staðartíma. Þegar töskurnar voru komnar var byrjað á því að skipta úr síðbuxum í stuttbuxur! Enda heitur dagur framundan. Við tókum svo leigubíl á lestarstöðina í Gautaborg, og komumst að, í þeirri ferð, að flugvöllurinn er ca 20 km fyrir sunnan Gautaborg. Annað sem vakti athygli okkar strax þarna, var hversu kurteisir og glaðlegir svíar eru, og með þjónustulund. Þegar við komum út úr flugstöðinni, í átt að leigubílunum, stóðu strax þrír bílstjórar upp og buðu okkur góðan daginn, með bros á vör.

Þegar á lestarstöðina var komið þá roguðumst við með allar okkar töskur (sem betur fer flestar á hjólum!) í leit að kaffihúsi! Við „gömlu“ þurftum kaffi, drengirnir þurftu helst snúð en sættu sig við einhverja dísæta kanilfléttu.

Svo tók við tæplega 2ja tíma lestarferð – Jóhannes sofnaði nánast strax og svaf í um 1½ tíma, Jón Ingvi í um klukkustund, ég dottaði kannski 10 mínútur en enn gat Einar ekkert sofnað.

Mér finnst alveg með ólíkindum hversu vel dagurinn gekk, engir árekstrar milli bræðranna og enginn pirringur þrátt fyrir svefnleysi.

Þegar við komum til Helsingborg skelltum við öllum okkar töskum í geymsluhólf og örkuðum sem leið lá á „Skatteverket“ til að skrá okkur inn í landið. Þar tók á móti okkur afskaplega indæll maður, með bros á vör, hann spurði hvaða erindi við ættum og fann réttan starfsmann handa okkur. Sú var jafn indæl og brosandi og hjálpsöm. Svo nú erum við, ég og strákarnir, skráð inn í landið og bíðum bara eftir að nýju kennitölurnar okkar detti inn um lúguna. 

Þaðan örkuðum við að sækja lykla að „övernattningsrum“, sem er herbergið sem við verðum í núna fram að 1.ágúst. Á sama stað fengum við lyklana að íbúðinni okkar, sem við flytjum inn í 1.ágúst. Sú íbúð stendur við Mellersta Stenbocksgatan. Þar sem ég trúi ekki á tilviljanir þá er gaman að segja frá því að langafi minn hét Steinbock.

„Övernatningsrummet“ er 17 fermetrar og sem betur fer erum við sátt...því ósátt er sennilega erfitt að sitja svona þröngt í heila viku.

kvöldmatur í övernattningsrummet

 

 

 

 

 

 

Örkuðum – eða öllu heldur tókum svo strætó, í Ikea þar sem við borðuðum dýrindis kvöldmat (snitsel og kjötbollur) áður en við versluðum smá í matinn.

 

Við fórum SNEMMA að sofa í gær, enda laaaaangur dagur að baki.

Dagurinn í dag, sem sagt dagur 2 í nýju landi, er búinn að vera ljúfur. Byrjuðum daginn á að fara í bæinn og versla okkur strætókort (fengum 2 fríar ferðir í gær þar sem ekki er hægt að borga með pening – fyrri strætóbílstjórinn sagði okkur það ekki, bara brosti og sagði okkur að fara inn...sá sennilega hvað við vorum túristaleg, með bakpoka og alles! Sá seinni var svo elskulegur að gefa okkur líka farið en benti okkur jafnfram á hvað við ættum að gera fyrir næstu ferð).
Haldiði ekki að við höfum svo ekki bara drifið okkur aftur í IKEA. Í þetta skiptið kíktum við á rúm fyrir strákana.

Fórum svo í bæinn að hitta dönsk vinahjón á kaffihúsi, það var bara ljúft sko.

Löbbuðum síðan gegnum „Slottshagen“ og þaðan upp að nýju heimkynnum okkar á M. Stenbocksgatan. Nafnið mitt er komið á dyrasímann – við erum að SPRINGA ÚR SPENNU!!!!


Spennan magnast

Jæja, þá er runninn upp síðasti dagurinn okkar á Íslandi í bili. Nýjir tímar framundan og ekki laust við að "fiðrildum í maganum" fjölgi. Það er mikil tilhlökkun en um leið smá kvíði fyrir hinu óþekkta og eftirsjá - fjölskylda og vinir hér heima toga. 

Dagurinn í dag verður floginn áður en við vitum af og við lent í fyrirheitna landinu - eins og maðurinn minn segir; "Draumaríki okkar jafnaðarmanna" :) Gæti varla verið betra - hehe

Töskurnar eru að mestu klárar, þvottavélin fær að hamast í síðasta sinn - það verður að vera hreint til á rúmin þegar Ólöf Ósk og Björgvin millilenda hér á leiðinni til okkar í ágúst :)
Svo eru það síðustu kaffibollarnir með vinum í borginni seinna í dag, heimsókn til ömmu Einars og að lokum kvöldmatur með mömmu Einar, bróður hans og fjölskyldu.

Svo ætlar elsku tengdamúttan mín að skutla okkur á völlinn, en það er mæting eigi síðar en 22.30 í kvöld og við eigum að fara í loftið kl 00.30!!

Morgundagurinn fer svo í að skrá okkur inn í landið og finna íbúðina sem við erum búin að leigja í viku - og ætli það verði ekki þreyta í mannskapnum eftir næturferðalag. Það mætti segja mér það - amk í mér!

Ég ætla ekki að lofa fleiri bloggfærslum en hver veit :)  


Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband