Leita í fréttum mbl.is

Ég ætla að setja inn brauðréttinn...

...hennar Grétu, sem ég ákvað að prófa því hann hljómar SVOOOO vel.

- brauð, rifið/skorið í bita og sett í form

Svo er skorið niður og stráð yfir:

- skinka
- bóndabrie
- camenbert
- sveppir
- rauð paprika

Að því loknu er hrært saman:

- léttmajónesi
- sýrðum rjóma
- ananaskurli

Þessu er svo smurt yfir herlegheitin.

Inn í ísskáp, best að gera daginn áður svo sósan nái að síga vel yfir og inn í brauðið.

Áður en þetta er borið fram er þetta skreytt með grænum vínberjum, skornum í hálft. 

Hlakka til að smakka og segja ykkur hvernig bragðaðist!

--

Ólöf Ósk er búin að baka skúffuköku, þessi elska. Ekkert smá dugleg InLove Það verður nammikakan.

Svo er ýmislegt fleira sem er eftir að búa til og baka. Í gær bakaði ég marens...og hann var óvart klukkutíma of lengi í ofninum...

Um daginn var ég næstum því búin að kveikja í húsinu...kveikti á vitlausri hellu...eins gott að ég var ekki farin að sofa...úff... mér dauðbrá, ætlaði aldrei að geta haft mig í bælið...óhugnanleg lífsreynsla! Frown

Jæja...ætla að halda áfram...nóg af verkefnum framundan!

Ást til ykkar allra þarna úti.  Lífið er yndislegt, eða það finnst mér Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú á ég eftir að borða, gerði það viljandi að lesa bloggið þitt og æsa mig upp, langar í nammi namm á Menam, eitthvað austurlenskt.  Ást til baka á þig og þína. In Love

Ásdís Sigurðardóttir, 15.8.2008 kl. 19:40

2 Smámynd: JEG

OMG  argg kona girnó yummý namm.......

Úff já það getur verið skerý að lenda í að kveikja á rangri hellu.

Knús og kveðja úr sveitinni.

JEG, 15.8.2008 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband