Leita í fréttum mbl.is

Notalegur dagur

Ég og Jóhannes erum búin að eiga notalegan dag saman í dag.  Hann var í fríi því ég var í fríi.  Hef tekið eftir því stundum að fólk er hissa þegar hann er í fríi frá leikskólanum, eins og slíkt "sé ekki hægt" eða "hann á ekki að ráða svona löguðu".  

Mín afstaða er sú að ég eignaðist ekki börnin mín til að hafa þau á leikskóla.  Auðvitað er nauðsynlegt fyrir okkur að hafa leikskólann því við þurfum að vinna fyrir peningum til að geta lifað.  En ég er svo heppin að vera í vaktavinnu og það þýðir að suma daga er ég í fríi virka daga og þá finnst mér notalegt að geta haft kútinn heima.  Og ef hann vill það þá er það æði.  

Ég hef gert þetta með öll börnin, haft þau heima þegar ég hef getað og þau viljað.  Og við höfum átt marga góða daga saman.  Á svona dögum fá þau líka að hafa mömmu sína að mestu út af fyrir sig og það hefur verið gott, og er enn gott.  

---

EN þetta var EKKI það sem ÉG ætlaði að skrifa...

Ég ætlaði að benda ykkur á skrárnar hér að neðan, en þetta eru uppskriftir sem ég fékk einhverntímann sendar.  Einhverjir sem hafa tekið sig saman og safnað í word-skjöl og svo var þetta sent út um allt í email.  Svo ef þið hafið áhuga þá getið þið skoðað þetta. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ sæta

 Þá er ég loks mætt á bloggrúnt. Komin í kuldan á Íslandi sem er nú bara nokkuð gott :)

Leiðinlegt að heyra að þér líði illa innan um "lyktandi" fólk...tek það til mín því þú tókst ofnæmistöflu síðast þegar þú hittir mig hehehe En ekki er það mýkingarefni svo mikið er víst...bara vel lyktandi stofu sjampó :o) og ekki er það reykingar fnykur eða annar óþverri ;)

Knús í kotið frá litlu sys

Elín Eir Jóhannesd (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 20:22

2 Smámynd: hofy sig

Æji hvað ég skil þig, ef við höfum ekki tíma og gaman af að vera með börnunum okkar af hverju vorum við þá að eignast þau? Það er svo notó að kúrast með lítinn kropp hjá sér, tíminn líður líka svo hratt, um að gera að njóta stundana með ungunum sínum, þau þurfa ást og hlýju umfram allt annað og búa að því alla ævi.

Knús á þig og krúttin þín.

hofy sig, 6.9.2007 kl. 01:43

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Elín: Velkomin heim, darling. Já, sjampóið þitt ætlaði að drepa mig síðast hvað reykingalyktina varðar þá finnst mér hún vond en ég er ekki með ofnæmi fyrir henni, það eru engin YLMefni í því...bara skítafýluefni  

Hófý: sammála. 

SigrúnSveitó, 6.9.2007 kl. 07:39

4 identicon

ok..þú vonandi ert þá bara alltaf með ofnæmistöflur uppivið þegar ég er annars vegar.. en skrítið þar sem Erla notar nákvæmlega sama sjampó !!

Elín Eir (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 12:54

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Ég er alltaf með ofnæmistöflur á mér, hvort sem ég er að hitta þig eða aðra.  Hvað er skrítið með að Erla noti sama sjampó??

SigrúnSveitó, 6.9.2007 kl. 13:31

6 identicon

Ég átti við, skrítið að þú þurfir ekki að taka inn töflu þegar þú hittir Erlu. Kannski mynda ég bara svona sterka lykt..veit ekki!!

 En ég var að spá í scrap námskeiðinu sem þið ætlið á..hvar skrái ég mig ??

Elín (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 18:28

7 Smámynd: SigrúnSveitó

Elskan mín, ég þarf líka að taka töflu nálægt Erlu, og öðrum sem nota ilmefni. Þetta er mjög erfitt ofnæmi, sem fer versnandi.  Ég þarf m.a. að taka ofnæmislyf í vinnunni og svo frv.  Hefur ekkert með þig að gera, dúllan mín ;)

Þú hringir í Föndru í síma 568 6500 og skráir þig.

Knús... 

SigrúnSveitó, 6.9.2007 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband