Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Gleði gleði gleði :)

Fór í ræktina í morgun, og mikið er nú gott að taka svona á. Vonandi að það skili líka einhverju...eins og kannski því að ég komist aftur í pilin mín sem hafa minnkað í vetur... Cool

Vitiði, svo eru okkur að áskotnast nokkur bretti í viðbót, svo bráðum verður orðið partýfært á pallinum!! Þetta er eintóm hamingja bara Smile
Svo eiga að vera pönnusteiktar samlokur í kvöldmatinn í kvöld og Jóhannes sagði strax; "Getum við borðað þær úti?" (...því það voru samlokur á pallinum um daginn sko Wink)

Annars er lítið að frétta. Var að vinna um helgina og komst því ekki í golf með familíjunni minni. En ætli við bætum ekki úr því í dag eða kvöld, ég og gormarnir. 

...ef ég get sveiflað kylfunni eftir átök morgunsins...híhí...LoL

Svo styttist í sumarfríið, mér reiknast til að það séu 15 vaktir eftir hjá mér...voru 20 þegar ég byrjaði að telja Tounge

Sumar og eintóm hamingja hér á bæ Heart Alltaf kaffi á könnunni ef þig langar að kíkja í bolla.

Kveð ykkur með hamingjumola dagsins: 

Það sem þér líkar og það sem þér mislíkar getur gert þig óðan, ef þú hugsar of mikið um það.


Barasta má til...

kvöldmatur á veröndinni :)...með að sýna ykkur herlegheitin okkar! Einar var búinn að raða brettum meðfram húsinu um daginn, en við (ég og strákarnir) bættum einu við og færðum til í dag og gerðum aðeins rúmbetri sólpall í dag.

Svo smíðuðum við (ég og Jón Ingvi) borð líka. Ég get sagt ykkur að ég sagaði planka - svo búta vantaði okkur - og notaði til þess hefðbundna sög. Er ekki vön að saga og hefði betur verið með hanska...er með þessar "fínu" blöðrur!!  Er samt ánægð með mig, hef aldrei áður getað sagað, en náði góðu lagi með sögina í dag! 

Svona leit þetta út í kvöld þegar kvöldmaturinn var framreiddur!

Enn einn dásemdardagurinn á enda. Það eina sem vantaði til að fullkomna hamingjuna var minn heittelskaði sem er í vinnunni.

Kveð ykkur með hamingjumola dagsins:

Hamingjusamur er hver sá sem kann ekki annað.


17. júní 2010

Við smelltum okkur í skógræktina í dag, þar voru hátíðahöldin hér á Akranesi haldin. Mér skilst að Skagamenn (einhverjir amk...) hafi ekki allir verið sáttir með það hvar hátíðahöldin fóru fram. Það er áralöng - eflaust áratugalöng - hefð fyrir að þessi hátíðahöld fari fram niðri í bæ, nánar tiltekið niðri á Akratorgi.

En þar sem ég er alls ekki Skagamaður (er sko og verð alltaf Norðfirðingur!!!) þá er ég allskostar ósammála þessum Skagamönnum sem eru ósáttir. Mér finnst skógræktin, nánar tiltekið Garðalundur, frábær staður. Það er NÓG pláss, það er mjúkt að setjast í grasið (malbikið er hart niðri í bæ!!!) og þetta er miklu frjálslegra fyrir börnin. 

Dásamlegt alveg - finnst mér Wink

Annars er rétt að geta þess að þar sem nú er Akratorg stóð hús í gamla daga. Það hús (ef ég man þetta rétt) byggði langafi Einars. Hann átti ekki krónu og byggði húsið allt út á krít, og húsið fékk nafnið SKULD og er ættin kennd við það hús. Einar er sem sagt kominn af Skuldarættinni - sem sagt Skuldari Tounge

Eftir því sem ég kemst næst (Akranesvefurinn sko) þá var torgið lengi kennt við Skuld og kallað Skuldartorg - en er sem sagt í dag kallað Akratorg.

Mér hefur dottið í hug, og Einari finnst það ekki galin hugmynd - að ef þannig fer að við höldum húsinu okkar (sem sagt ef Frjálsi Fjárfestingarbankinn fer að verða til samvinnu) að þá köllum við húsið okkar SKULD. Því það er ekki orðum aukið að kalla það því nafni!!! Og mér finnst það bara passa vel, svona í ljósi sögunnar Cool

Kveð ykkur með hamingjumola dagsins:  

Gleðin er besta vopnið
í stríðinu við óttann.


Sit hér...

...ein heima og nýt lífsins í tætlur. Einar í borginni á fundi, Ólöf Ósk á balli á Nasa (jebbs-hún er orðin stór, stelpanWink) og strákarnir úti. Þarf reyndar fljótlega að fara og finna þá...!

Var að vinna í gær og dag. Hlakka mikið til haustsins í vinnunni, ákveðnar hugmyndir í gangi sem vonandi geta orðið að veruleika. Alltaf gaman að bæta sig í því sem maður er að takast á við. Það eru örugglega ekki allir eins heppnir og ég, að vinna við draumavinnuna sína - held reyndar sko að ég hafi sagt ykkur það áður Tounge

Reyndar er eitt sem böggar mig og það er fyrr-umræddur sykur. Sykur fer illa í minn haus, ég fæ útlitsþráhyggju og eins og ég hef áður sagt þá verða 2 kg mjög auðveldlega að 20...jafnvel 200!! Á svona dögum er ég gjarnan 120 kg. Eða sko, það sé ég í speglinum og myndi ekki fyrir mitt litla líf þora á vigtina LoL Þetta er bilun! 

Svo nú hef ég ekki borðað sykur í 2 daga. Er ekki búin að ákveða að taka hann alveg út, það kemur í ljós. En ég finn að hann truflar mig í hausnum, fyrir utan að fara illa í liðina og valda höfuðverk. Enda sagði ég um daginn að þetta væri bölvað eitur...amk fyrir mig Cool

Held ég verði aldrei sócial-sykuræta...ekki frekar en Einar geti orðið sócialdrinker...!! En hver hefur sinn djöful að draga og minn er ekki verri en einhver annar sko Devil

Að öðru. Þrátt fyrir elsku mína á vinnunni minni þá er ég orðin þreytt og farin að þrá að komast í sumarfrí...en það er langt í það, ekki fyrr en seinnhlutann í júlí. En það er fullt af spennandi verkefnum í vinnunni fram að því - og allskonar skemmtilegt í frítímanum líka (þá meina ég t.d. GOLF!!!) svo þetta verður eflaust fljótt að líða. Áður en ég get snúið mér við verður sumarfríið búið og alveg að koma jól!!! 

En ég hlakka til, hlakka til að eyða sumarfríinu með þeim sem ég elska mest; fjölskyldunni minni Heart og það er gaman að hlakka til, það er stór hluti af gleðinni sko InLove

Framundan er fótboltahelgi, stór fótboltahelgi hér á Skaganum; Norðurálsmótið hjá 7. flokk. Jóhannes er ofur-spenntur enda að fara að keppa! Mikil gleði. Vona samt að ég sé eingöngu óheillakráka fyrir meistaraflokk ÍA...

Jæja, ætla að fá drengina inn...síðasta æfing fyrir mót á morgun!!! 

Kveð ykkur með hamingjumola dagsins: 

Jákvæð hugsun og athöfn eru óvinir dapurleikans.


Einhverjir hafa lesið það á facebook...!

En ég sem sagt tók helgina með trompi...hvað golfið varðar! Ekki svo að skilja að það hafi gerst kraftaverk í getu minni...en það gerðist kraftaverk í löngun minni!! Ég, Einar og strákarnir fórum 9 holur á laugardagskvöldið og svo vaknaði ég á sunnudaginn með aðeins eina hugsun; "mig langar í golf"!!!!

Hver hefði trúað því að það myndi gerast?? Ekki ég!!! En eins og sagt er; skítur skeður LoL 

Þarf varla að taka það fram að Einar er alsæll með frúnna sína InLove

Annars er bara lítið um að vera, sumarið framundan lofar góðu. Bara langt þangað til við hjónin förum í sumarfrí. Þangað til púslum við svo börnin gangi ekki sjálfala Wink
Ólöf Ósk er á fullu í vinnuskólanum, var víst úrvinda úr þreytu þegar hún kom heim og var sofnuð um kl 20 í gærkvöldi, og svaf til 7.30 í morgun! 

Jóhannes er í fótboltaskóla þessa viku, svo eru fótboltaæfingar 3x í viku og svo öll börnin á golfæfingum oft í viku Smile Svo það er nóg að gera og engum ætti að leiðast.

En nú ætla ég að smella mér í hafragrautinn, gera eitthvað við Gilitrutt-hárinu mínu og kannski bara smella mér í kaffi eitthvert!! 

Kveð ykkur með hamingjumola dagsins:

Villigötur geta orðið að hamingjubraut, ef við aðeins gerum okkur grein fyrir að við erum villt.


Er kominn tími...

...á nýja færslu?? Veit ekki hvað skal segja...eða hvort ég hafi eitthvað að segja...!!

Mig langar samt að segja eitthvað. Eiginlega sakna ég þess þegar ég boggaði á fullu, hausinn fullur af allskonar til að deila með lesendum mínum...sem eru löngu búnir að gefast upp á skrifuðu orði frá mér Tounge

Facebook yfirtók bloggið, en þar segi ég samt fátt. Jú, ein setning á dag eða svo, sem þó segir oft meira en mörg orð.

Í morgun svaf ég til kl. 11, var þreytt eftir vinnutörn. Ég vinn í törnum, tek yfirleitt 4 vaktir á 3 dögum. Það hentar mér vel, þar sem ég keyri um 50 km í vinnu - gott að spara bæði tíma og bensín með þessu. Ég ELSKA vinnuna mína, finnst ég hafa endalaust að gefa þar og fæ líka endalaust tilbaka frá mínum skjólstæðingum. Svo ég fer alltaf ríkari heim.

En það sem var málið í dag, var að ég ætlaði mér út að labba langan göngutúr í góða veðrinu áður en börnin kæmu heim úr skólanum. Það sem hamlaði mér var hausverkur "dauðans"!!! Og ég tel mig vita ástæðuna fyrir þessum hausverk. SYKUR!!!
Ég hef lengi vitað að sykur er eitur fyrir mig og minn haus og hef oft bloggað um það hér áður fyrr.

Sykur kemur ýmsu af stað hjá mér. Sykur hefur orsakað verki í liðum hjá mér, þá aðallega í fingrum og hnjám. Svo fæ ég útlitsþráhyggju; "feituna og ljótuna" þegar ég borða sykur. Svo er það þessi gríðarlega mikli höfuðverkur, sem ég fæ líka. Veit ekki hvað er verst; liðverkir, þráhyggja (endalausar, stjórnlausar hugsanir) eða hausverkurinn?!!!!

Sennilega er best að láta staðarnumið í sykuráti og játa mig sigraða. Ég á mér reyndar þann draum að geta smakkað sykur við hátíðleg tækifæri og það á eftir að koma í ljós hvort það takist.

Mér tókst amk ekki að verða "sócial-reykingamanneskja" og hætti þess vegna alveg að reykja. Tíminn verður að leiða í ljós hvort ég geti verið "sócial-sykuræta" LoL

Jæja, ætla að klára að gera tossalista fyrir innkaup mánaðarins...út frá matseðli mánaðarins!!

Kveð ykkur með hamingjumola dagsins:

Enginn gerir betur en sitt besta - það dugar ekki alltaf til en er aldrei tilefni til iðrunar.


Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband