Leita í fréttum mbl.is

Pizza og fleira

Halló elskurnar og GLEÐILEGT SUMAR!!!

Undanfarnir dagar hafa verið skemmtilegir og NÓG að gera.  Í gær fengum við fólk í mat, tvær föðursystur Einars og þeirra menn, pabba Einars og Jónu og frænku Einars og kærasta.  Ég smellti í brúðkaupssúpuna góðu og Bamse´s sødeste juleboller og þetta slær alltaf í gegn.  Bakaði reyndar líka skúffuköku sem féll vel í kramið.  Svo vel að synir okkar vildu endilega fá skúffuköku í morgunmat í morgun!!!

Framundan er vinnuhelgi.  Gaman að því.  Strákarnir ætla í frí til ömmu sinnar (tengdamúttu minnar) og hlakka mikið til.  Ekki amalegt að vera boðið í helgarferð til ömmu!!!  Það sem þeir hlakka mest til er að fá pönnukökur...þeir eru sannfærðir um að amma muni baka pönnsur handa þeim Smile

--

S.l. laugardag fór ég í saumaklúbb með Valkyrjunum.  (Ég heimtaði auðvitað uppskriftina að því sem Gestgjafinn smellti í: 

Pizza að hætti Margrétar Valkyrju, sjúklega góð!!!  Mæli með að þið prófið. Öðruvísi pizza en snilldargóð. 

Botninn er þessi sem hægt er að kaupa í Bónus og flestum öðrum búðum, rúllaður upp í plasti. 
Ég baka hann í svona 10-15 mín, þar til hann er ljósbrúnn. 
Kæli aðeins og hræri svo saman eina dós af hreinum rjómaosti (litlu dósirnar) og einu hvítlauksrifi og smyr á. 
Síðan set ég á hana eina krukku af smátt söxuðum sólþurrkuðum tómötum og eina dós af marineruðum kirsuberjatómö tum frá Sacla, og strái svo furuhnetum yfir. 
Bakað í svona 10 mínútur í viðbót. 
Strái síðan klettasalati yfir og ber hana fram með balsamic dressing sem ég bý til úr balsamic ediki, ólífu olíu og dijon sinnepi. 
Ég hef líka sett á pizzuna ólífur og kapers, um að gera að láta hugmyndaflugið ráða - og nýta það sem er til í ísskápnum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Renata

Gleiðilegt sumar!!

takk fyrir uppskriftir og þó að ég þekki þér ekki neitt þekki þig meira en áður...

Renata, 25.4.2008 kl. 09:09

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gleðilegt sumar Sigrún.

Takk fyrir þessa uppskrift, ég mun prófa hana

Marta B Helgadóttir, 25.4.2008 kl. 11:47

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jammí jamm. Væri sko alveg til í svona pizzu bara núna strax.  Þú ert nú svo myndarleg að hálfa væri nóg. Eigðu ljúfa helgi og fáðu þér snúning með Einar þínum  Cinco Dancer  Cinco Drinker

Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2008 kl. 20:39

4 Smámynd: María Katrín Jónsdóttir Ármann

knús

María Katrín Jónsdóttir Ármann, 25.4.2008 kl. 22:13

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gleðilegt sumar kæra sigrún og takk fyrir yndislega bloggvináttu í vetur

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.4.2008 kl. 07:58

6 identicon

Gleðilegt sumar kæra frænka & family og takk fyrir veturinn.   Vonandi líður ekki langt í hitting :)    Raggý+Inga

Stelpurnar á Hjalla (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 11:18

7 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Bon appertif!

Hljómar vel. 

Gunni Palli kokkur 

Gunnar Páll Gunnarsson, 26.4.2008 kl. 14:12

8 Smámynd: JEG

Rak hér inn nefið er ég var í leit að uppskrift. Vildi kvitta fyrir mig.

Ég er líka með svona uppskrifta-Blogg en bara á öðrum stað. Jamm það er nú það. Kveðja Jóna

JEG, 28.4.2008 kl. 18:11

9 Smámynd: Linda litla

ummm.... ekkert smá girnileg uppskrift hjá þér, þú ert líka með hugmyndaflugið í lagi. Ég væri sko alveg til í að prófa eina svona.

Eigðu góðan dag Sigrún.

Linda litla, 29.4.2008 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband