Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
30.6.2008 | 20:22
Pils og gestir
Hér koma nokkrar myndir, af pilsum (sönnun á því hversu myndó við systur erum!) og smá gestamyndir. Annars er komin einhver slatti inn á barnasíðuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.6.2008 | 21:24
Húsið okkar, fína og fagra :)
Örstutt héðan...svaka fjör, ennþá gestir
Reyndar er ég að vinna um helgina, sem er leiðó, en lifum það af
Hér mynd af húsinu okkar, sem er orðið stórglæsilegt eftir mikla vinnu míns heittelskaða undanfarna daga...jamm, undanfarið ár ef út í það er farið... (fleiri myndir á heimasíðu barnanna)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
26.6.2008 | 11:07
Lilja og drengirnir 4
Lilja sys. mætti á svæðið á þriðjudaginn og með henni Jón Þór, Eysteinn, Bergur og Ýmir. Algerlega æðislegt að hafa þau hérna hjá okkur. Mikið fjör með 7 börn á heimilinu en það gengur eins og í sögu.
Það væri mesta snilldin ef ekki væru 700 km á milli okkar og rúmlega það, en við gerum það besta úr því og njótum þess betur þegar við hittumst.
Ég þarf að taka myndir af þessum fallega hóp sem er í kringum mig og setja inn
Veðrið leikur við okkur og ég er ekki að nenna þessum 3 vöktum sem ég á eftir...en reyni að vera JÁKVÆÐ
Nú er bara eftir að mála eina umferð á loftinu og svo smella teppi á og það er reddý!!!
Við systur höfum verið í pilsframleiðslu, saumuðum 4 stykki í gær, eigum þó eftir að setja rennilás á og falda...náðum ekki meira í gærkveldi...en klárum það væntanlega í dag!
Eeeeen, núna ætla ég að snúa athyglinni að syssu minni og öllum hópnum...
Sí ja!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.6.2008 | 22:47
Vaknið áður en bensínið fer í 200 kr. líterinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2008 | 17:26
Allt að verða klárt!
Í morgun grunnaði ég veggi + loft á sjónvarpsloftinu, á reyndar eftir að pússa smá (lagnakassi úr gifsi...I do not like GIFS!!!) en það kemur. Einar er byrjaður að smíða tröppurnar. Ætli það verði ekki málað þarna uppi á morgun, svo smellt teppi á og volla...allt reddý! Svefnsófinn verður settur þarna upp - og ALDREI tekinn niður aftur! Við þurftum örugglega á kröftunum að halda í það, enda er hann ansi mikill hlunkur...en við verðum nokkur til að kljást við það; gestirnir fá að hjálpa!!
Annars fór ég í gær og náði í rúm handa yngsta gestinum og fór svo og náði í vagn í dag. Gott að vinna á kvennavinnustað, ekki málið að fá lánað svona barnadót
Svo er ég búin að vera að opdatera nýjustu heimasíðuna mína á Ravelry, setja inn meira af handavinnustykkjum. Rosa gaman að eyða tíma þarna inni, skoða hvað aðrir hafa gert og fá hugmyndir. Fann þarna inni uppskrift sem ég hafði eitt sinn fundið á netinu en var svo var búið að loka síðunni þegar ég ætlaði að nota hana... En þarna inni er gaman að vera...og gæti orðið tímaþjófur...en þar sem ég þjáist ekki af neinu stjórnleysi...
Jæja, best að koma mér út í búð og versla eitthvað í matinn...Einar og Jón Ingvi fóru í höfuðborgina í bíóferð, eitthvað sem var löngu búið að lofa kappanum. Smá einkatími með pabba, sem er hollt og gott!
Kyss og koss í bili..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.6.2008 | 17:33
Jæja,
þá er Kaupþingsmótinu lokið og þreyttur Jón Ingvi er kominn heim eftir langa helgi. En þó ánægður, hann skoraði jú tvö mörk og stóð sig eins og hetja.
Mótið endaði á grillveislu og svo verðlaunaafhendingu. Þegar það var búið þá var komið að foreldrum IA-barna að þrífa skólann...ekki gleðilegt, en margar hendur vinna létt verk! Svo það gekk fljótt og vel fyrir sig. Á eftir var kaffi í íþróttahúsinu, afgangar frá í gærkvöldi en þá var ÖLLUM foreldrum boðið í foreldrakaffi, en foreldrar IA-barna áttu að koma með 2 kökur hver. Og það var klikkað mikið af kökum, brauðtertum og heitum réttum. Ótrúlega flott og vel sótt.
--
Í morgun, milli dagskrárliða, pússaði ég sparsl og er enn með full augu af sparslryki...það hefði verið skynsamlegt að vera með hlífðargleraugu...
En ég sveik víst loforðið mitt við Sindra í gær (eða var það í fyrradag?) en ég bætti úr því í dag og tók myndir á loftinu! Sindri, það eru myndir á heimasíðu barnanna.
Og það eru myndir af mótinu líka. Fyrir þá sem hafa áhuga
Jæja, verð að hlaupa...við ætlum að halda upp á daginn og panta pizzu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.6.2008 | 16:24
Fótboltahetjan okkar
Jón Ingvi er búinn að standa sig eins og hetja, skoraði aftur mark í dag. Hamingjan, gleðin og stoltið er sko ekki minni en hjá markaskorurum á EM!!!
Hér er mynd af þeim frá í gær, pílan rauða bendir á kollinn á drengnum okkar. Svo er hægt að lesa um þetta á mbl.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2008 | 20:00
Er ekki tími til kominn...
...að blogga?!!!
Vá, skrítið að blogga svona lítið eftir að hafa verið nánast háð því ekki alls fyrir löngu!
Eeeeen, það er líka allt í lagi, veit sko að þið getið lifað án mín og bloggsins...þó lífið væri eflaust litlausara hehe...
--
Best að gefa ykkur smá rapport um liðna viku.
17. júní var ég að vinna til kl. 16...og slapp þar með við að fara í bæjinn...ég er ekki alveg gefin fyrir svona bæjarlæti... En krakkarnir fóru og skemmtu sér vel. Kosturinn við að eiga svona stór börn
Um kvöldið fór ég svo í Akraneshöllina með strákunum og þar var dansleikur. Fjölskylduskemmtun. Verð að segja að það var skemmtilegra í fyrra! Nema reyndar fyrir þær sakir að nú hitti ég fólk sem ég þekki...þekkti varla hræðu hér á sama tíma í fyrra!!
Við reyndar urðum fyrir vonbrigðum þar sem ekki komu allir fram sem auglýstir voru...en það leið fljótt hjá.
---
Svo hefur lífið verið vinna, í vinnunni og heima fyrir. Við erum langt komin með sjónvarpsloftið og er ég að vona að við náum að hafa það nokkuð klárt á þriðjudag þegar gestirnir okkar koma. (Þau ætluðu reyndar að koma í dag en urðu að fresta för af óviðráðanlegum orsökum.)
Jón Ingvi byrjaði fótboltaferilinn í fyrradag. Ákvað að prófa fótboltaæfingu...og við vorum ákveðin í að gefa honum amk nokkrar æfingar áður en verslaðar yrðu græjur...Það var okkar plan...og okkar plan er ekki alltaf að gera sig...því hann fékk að vita að það væri mót um helgina og hann gæti verið með! Sem hann auðvitað vildi og nú er hann sem sagt farinn að heiman fram á sunnudagskvöld! Mótið er reyndar hérna á Akranesi en allir hópar gista í skólanum og eru í fæði þar.
Og drengurinn skoraði mark í síðasta leiknum í dag, og var að vonum ALsæll!
---
Nú eru svo bara 4 vaktir eftir fram að sumarfríi hjá mér; kvöldvakt á þriðjudag og svo helgin næsta! Svo er sko sommerholiday!!!
Nú er sko bara rólegheit í kvöld...að mestu...kannski við spörslum aðeins "þarna uppi" og kannski smá kitterí...svo get ég farið að pússa...og fljótlega að grunna...þá er þetta allt að koma og svei mér ef við glápum ekki bara og gúffum eitthvað smá......halló...ég sagði SMÁ!!!
Að lokum ætla ég að deila með ykkur tveimur myndum...af mér sjálfri, önnur tekin jólin 1984...ef ég man rétt...svona út frá hári og peysu...hin er eldri, ætli ég sé ekki ca. 10 ára?!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
16.6.2008 | 12:02
Fyrir lofthrædda...
...NOT!!!
Fékk þetta í mail frá Lilju sys. Ég verð lofthrædd við að vera 1½ meter frá gólfi...hvað þá svona brjálæði...!!! Ég skil fyrir það fyrsta ekki hvernig einhverjum hefur dottið í hug að gera þennan "stíg" og svo fyrir það annað þá skil ég ekki hvernig einhverjum dettur í hug að fara þessa leið...ótilneyddur...!!Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.6.2008 | 19:17
Helgin
Á föstudaginn fóru ég og strákarnir í Hveragerði og sóttum mömmu. Áttum gott kvöld við blaður og prjónaskap, sögustund og fleira.
Í gærmorgun fórum við svo í sund, hele familien... nema Einar... sem var að vinna. Jóhannes sýndi okkur hinar ýmsu kúnstir sem hann er búinn að læra á sundnámskeiðinu. Hann t.d. hoppar út í og fer á kaf, eitthvað sem hann var ekki að gera áður. Hann gat farið í kaf og allt það, bara ekki hoppað þangað! En nú sem sagt getur hann það og hefur gaman af.
Eftir sundið fóru ég, mamma og Jóhannes rölt í bæinn. Mamma keypti sér pils og keypti föt handa mér :) Fékk m.a. leggings sem mig er búið að langa í lengi... en ekki tímt að kaupa... svo fékk ég líka bol sem mig langaði í ...gaman, gaman
Ég keyrði mömmu svo tilbaka í gærkveldi.
Í dag er ég búin að vera heima að dúlla mér. Hringdi í Tinnu vinkonu í Græsted. Oooohhh, hlakka til að hitta hana, min dejlige veninde Hún sagði að Ida væri sko farin að plana hitt og þetta fyrir sig og Jóhannes, mikil spenningur í gangi þar.
Þegar krakkarnir fóru á völlinn (fótboltasjúk fjölskylda sem ég "á") þá fór ég að sauma mér pils. Vantar reyndar rennilás en hann verður verslaður á morgun...og ekki bara einn...neibb, 5! Mamma keypti sko efni handa okkur systrum í pils...og nú verður saumað!!!
Einar er kominn í sumarfrí...eða sko sumarfrí frá vinnunni í álverinu...hann verður sannarlega ekki í fríi, er að fara að vinna í húsinu full-time! Byrjar væntanlega á sjónvarpsloftinu...svo það verði svefnpláss þegar gestirnir byrja að hópast inn! Gleði, gleði, gleði
Jæja, hef ekki meira að segja...
Jú, það eru nýjar myndir á heimasíðu barnanna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar