Leita í fréttum mbl.is

Helgin

mamma og égÁ föstudaginn fóru ég og strákarnir í Hveragerði og sóttum mömmu. Áttum gott kvöld við blaður og prjónaskap, sögustund og fleira.

Í gærmorgun fórum við svo í sund, hele familien... nema Einar... sem var að vinna. Jóhannes sýndi okkur hinar ýmsu kúnstir sem hann er búinn að læra á sundnámskeiðinu. Hann t.d. hoppar út í og fer á kaf, eitthvað sem hann var ekki að gera áður. Hann gat farið í kaf og allt það, bara ekki hoppað þangað! En nú sem sagt getur hann það og hefur gaman af.

Eftir sundið fóru ég, mamma og Jóhannes rölt í bæinn. Mamma keypti sér pils og keypti föt handa mér :) Fékk m.a. leggings sem mig er búið að langa í lengi... en ekki tímt að kaupa... svo fékk ég líka bol sem mig langaði í ...gaman, gaman Tounge

Ég keyrði mömmu svo tilbaka í gærkveldi.

Í dag er ég búin að vera heima að dúlla mér. Hringdi í Tinnu vinkonu í Græsted. Oooohhh, hlakka til að hitta hana, min dejlige veninde InLove Hún sagði að Ida væri sko farin að plana hitt og þetta fyrir sig og Jóhannes, mikil spenningur í gangi þar.

Þegar krakkarnir fóru á völlinn (fótboltasjúk fjölskylda sem ég "á") þá fór ég að sauma mér pils. Vantar reyndar rennilás en hann verður verslaður á morgun...og ekki bara einn...neibb, 5! Mamma keypti sko efni handa okkur systrum í pils...og nú verður saumað!!!

Einar er kominn í sumarfrí...eða sko sumarfrí frá vinnunni í álverinu...hann verður sannarlega ekki í fríi, er að fara að vinna í húsinu full-time! Byrjar væntanlega á sjónvarpsloftinu...svo það verði svefnpláss þegar gestirnir byrja að hópast inn! Gleði, gleði, gleði Heart

Jæja, hef ekki meira að segja...

Jú, það eru nýjar myndir á heimasíðu barnanna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er endalaus gleði að lesa pistlana þína

Knús á þig krútt! 

Hrönn Sigurðardóttir, 15.6.2008 kl. 23:21

2 Smámynd: JEG

Þetta hefur aldeilis verið notalega helgi. Hér fer líka allt að falla í sumarfarið. Vorverktíðin að klárast og maður getur farið að njóta sumarsins.

Knús og kveðja úr sveitinni.

JEG, 15.6.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband