Leita í fréttum mbl.is

Jæja,

þá er Kaupþingsmótinu lokið og þreyttur Jón Ingvi er kominn heim eftir langa helgi. En þó ánægður,þreyttur strákalingur hann skoraði jú tvö mörk og stóð sig eins og hetja.

Mótið endaði á grillveislu og svo verðlaunaafhendingu. Þegar það var búið þá var komið að foreldrum IA-barna að þrífa skólann...ekki gleðilegt, en margar hendur vinna létt verk! Svo það gekk fljótt og vel fyrir sig. Á eftir var kaffi í íþróttahúsinu, afgangar frá í gærkvöldi en þá var ÖLLUM foreldrum boðið í foreldrakaffi, en foreldrar IA-barna áttu að koma með 2 kökur hver. Og það var klikkað mikið af kökum, brauðtertum og heitum réttum. Ótrúlega flott og vel sótt.

--

Í morgun, milli dagskrárliða, pússaði ég sparsl og er enn með full augu af sparslryki...það hefði verið skynsamlegt að vera með hlífðargleraugu... 

En ég sveik víst loforðið mitt við Sindra í gær (eða var það í fyrradag?) en ég bætti úr því í dag og tók myndir á loftinu! Sindri, það eru myndir á heimasíðu barnanna.

Og það eru myndir af mótinu líka. Fyrir þá sem hafa áhuga Smile

Jæja, verð að hlaupa...við ætlum að halda upp á daginn og panta pizzu... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Til hamingju með drenginn. Já það er ekki lognmolla hjá þér kona. Endalaust nóg að gera.

Knús og kvitt úr sveitinni.

JEG, 22.6.2008 kl. 18:10

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábær árangur!! Tvö mörk!!! Til hamingju

Hrönn Sigurðardóttir, 22.6.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband