Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Lofthræðsla og fleira

Fór á kaffihúsið í gærkvöldi. Þar hittist Höfðaklúbburinn 2. miðvikudag í mánuði og við prjónum og spjöllum. Mjög skemmtilegt. Gaman að hittast svona utan vinnunnar og ég get sagt ykkur að við tölum EKKI um vinnuna! Sem er náttúrlega frábært, því oft hættir fólki til að ræða vinnuna þegar vinnufélagar hittast utan vinnu.

--

Heima var allt í fullu fjöri og allir í miklu stuði þegar ég kom heim. Einar var uppi á sjónvarpslofti að gera og græja...vonandi klárast þetta fljótlega...von á góðum gestum veryyyy soooooon!  Eeeen enn á ný fann ég fyrir lofthræðslunni minni. Ég fór sko upp á sjónvarpsloftið sem enn er mikið opið...og ég var bara að drulla á mig þegar krakkarnir voru komin upp líka...og ekki skánaði það þegar ég þurfti að fara niður aftur...ojojoj...en ég lifði það auðvitað af!

Krakkarnir fóru svo út í skúr og sváfu þar í nótt. Hálfgerð útilega hjá þeim.

Svo vakti ég þau upp úr 9 þar sem Jón Ingvi var að fara á golfæfingu...

Núna á eftir er Jóhannes að fara á sundnámskeið og hann er alsæll, búinn að tilkynna mér að hann ætli ALDREI að vera í fríi frá sundinu, því það sé svo gaman...sem er frábært og ég er sérlega ánægð með að hafa pínt hann til að fara á námskeiðið...hann ætlaði sko EKKI!!!!

Jæja, best að ruslast í einhver föt og sækja sunddótið...

Later! 

PS. Hafið þið sé óléttan karlmann???? ...as in pregnant... 


Vá hvað...

...dagarnir fljúga. Kominn miðvikudagur!!

Mánudagurinn fór í snatt hérna heima og svo fór ég á kvöldvakt.

Í gær var allt annað uppi á teningnum...reyndar snatt hérna heima og rólegheit með börnunum, já og 2. tími Jóhannesar á sundnámskeiðinu - sem hann by the way ELSKAR...hann sem ætlaði ekki að mæta!!

Eeeeennn, þeir sem þekkja mig trúa þessu vart...en ég fór ásamt mínum heittelskaða á tónleika með WHITESNAKE...!! Aðallega til að athuga hvort ég hefði ekki örugglega rétt fyrir mér...að mér líkar ekki þessi tónlist... Sigurjón, æskuvinur Einars, ætlaði með en komst svo ekki, þannig að Einar bauð mér með á síðustu stundu.

Pabbi kom og reddaði okkur með pössun og ég fór sem sagt með.  Get sagt það hér að ég þarf ekki að fara aftur...fannst þetta ekki sérlega skemmtilegt...samt skemmtilegt sko að vera með Einari ogDavid Coverdale upplifa þetta, en einu sinni er nóg.

Á ég eitthvað að tjá mig um söngvarann??!!!  Hvað er hann? Sextugur? Ó mæ, hallærisgaur... endalaust nuddandi ákveðinn líkamspart milli stóru tánna og fleira í þeim dúr...ekki sérlega sexý þó ég fengi á tilfinninguna að það ætti að vera það...

Ætli kvenfólk liggi virkilega flatt fyrir honum? Ja, mér er spurn..

Verð að segja að mér þótti gaman að heyra tvö lög...man reyndar ekki hvaða lög það voru...en það voru samt einu lögin sem ég kannaðist eitthvað við...

Svo stóð mér ekki alveg á sama að standa of nálægt einum gaur sem var að fíla þetta í ræmur...þvílíkar höfuð- og armasveiflur...reyndar var gott að hafa hann þarna á tímabili því þá sveiflaði hann bolnum sínum sem virkaði eins og vifta, sem var gott í þessum hita og súrefnisskorti sem myndast...við vorum sko töluvert nálægt sviðinu...

En nú verð ég að rjúka...er að fara að sækja leikskólakrakka...deildin hans Jóhannesar er að koma í hádegismat (pølsehorn og klapsammen med leverpostej) og ég þarf að sækja sundgormana í sundið...

Fyrir Silju get ég sagt ykkur að konurnar hans Jóhannesar fengu kjúklingarétt (nema paprikuostur var í stað jalipenó) og hrísgrjón. 

Later... 


Sund og fleira

Ólöf Ósk bætti sig í 400 skrið í gær, veit ekki tímann.  Svo er hún að keppa aftur í dag, nánari tölur verða að koma síðar.  Hún var ekkert brjálæðislega ánægð með árangurinn sinn...en samt. Hún er bara duglegust, svo það er ekkert flóknara en það! InLove

--

Ég skellti mér á skjálftasvæðið í gær eftir vinnu. Mér var boðið í fertugsafmæli hjá vinkonu minni sem býr úti í sveit, ca 15 km lengra en Selfoss. 

Ég kom við í Hveragerði hjá mömmu og það var yndislegt.  Hún bauð mér í kvöldmat og það var rosa góður grænmetisréttur. slafr...
Heimurinn er lítill...og Ísland enn minna... Mamma sagði mér frá því að í kaffinu í gær settist hún hjá ungri konu sem býr á sama gangi og hún þarna á "hælinu".  Stuttu síðar kemur svo önnur ung kona og sest hjá þeim líka, sú er einnig á sama gangi.
Nema hvað, mamma fór að segja þeim að hún ætti von á dóttir sinni, sem byggi á Akranesi og væri sem sagt á leið í afmæli á Selfoss.
"Nú", segir önnur konan, "hvað heitir dóttir þín? Ég bý nefninlega á Akranesi!"
Mamma sagði henni það og jú, hún sagðist þekkja mig...væri sko að passa hann Jóhannes.
Ok, kom mér svo sem ekki á óvart þar sem ég vissi að þessi kona hafði verið í Hveragerði þegar skjálftinn reið yfir um daginn...og gat allt eins hafa farið austur aftur.
En þetta var ekki búið...því hin unga konan segir þá;
"Ég þekki hana líka"!!!
Eins og ég segi; Lítill heimur, ljúfur hýr eins og ævintýr Smile
Því þarna var sko komin gömul vinkona mín, sem mamma hefur aldrei hitt, en auðvitað heyrt um!

Ég hitti hvoruga þegar ég mætti á svæðið því báðar voru farnar út...en hver veit nema ég hitti þessa gömlu vinkonu á föstudaginn þegar ég fer og sæki mömmu?!!!

Því mamma ætlar að koma til okkar í helgarfrí um næstu helgi og ég hlakka svooooo mikið til!

Jamm.  Lífið er ljúftHeart


Jón Ingvi og golfið

Drengurinn kom alsæll heim úr golfinu í gær, allir fengu verðlaun! Og hann var svo stoltur því hann varð í fyrsta sæti á síðustu holunni! Bara flottur!

Verð bara að segja ykkur frá þessu InLove

Ólöf Ósk er að keppa í sundi í dag og á morgun. Meira um það síðar.

Kyss...


Veit ekki hvaða fyrirsögn ég á að hafa...

Föstudagur...helgin að byrja.  Vinnuhelgin sko. 

Jón Ingvi farinn upp á golfvöll á fyrsta golfmótið, þetta eru svona lítil innanfélagsmót, að mér skilst. Einhver trésmiðja sem hafði samband við golfkennarann og vildi styrkja svona mót í barna- og unglingadeildinni.  Frábært alveg.

Jóhannes skrapp á leikskólann, verður ekki langa daga þar.  En nauðsynlegt aðeins og skreppa og leika við vinina.  Hann er ekki alveg til á morgnana yfirleitt, en er alltaf glaður þegar þangað er komið. Sem betur fer.

Ég og Jóhannes erum enn í keppni um hver ræður...hann líkist systir sinni að því leiti...ætlar sér að stjórna heiminum!!!  En það gengur náttúrlega ekki fyrir tæplega 5 ára strák...það er alltof mikil ábyrgð að stjórna heiminum!!! 

--

Nú er allt að verða klárt hjá okkur hérna í bílskúrnum.  Og flest verkfæri farin yfir í byggingu.  Nú vil ég fara að ráðast í sjónvarpsloftið!!! Svo fer Einar að fara í sumarfrí og þá ætlar hann að fara að múra utan á húsið, loka því fyrir veturinn...þannig að það verður ekki gert mikið inni næstu vikurnar...en það er líka allt í lagi, okkur liggur ekkert á, ætlum að vera hér næstu árin.

EN nú verð ég að rjúka...vantar eina dokku í ermarnar sem ég er að prjóna mér...

Luv... 


Prófskrekkur og fleira!

Jæja, trúi varla að svo margir dagar hafi liðið síðan ég bloggaði síðast! Líkist mér varla...og þó...!

Fékk smá tremma um daginn...fór skyndilega ár aftur í tímann og var að skila ritgerðinni minni...úff...fyrir ári átti ég eftir eitt stykki munnlegt próf...

Það góða við munnleg próf er að þau eru ekki bráðdrepandi...og niðurstaðan kemur strax. Hins vegar eru þau mjög taugatrekkjandi fyrir mig, og ég - satt best að segja - skil ekki hvernig ég fór að því að ná öllum prófunum.  Í öllu náminu mínu þá voru bara tvö skrifleg próf, slatti af verkefnum og svo böns af munnlegum prófum...sem oftast byrjuðu með 2ja daga verklegu prófi...og ég var oftar en ekki með drullu í einhverja daga og "króníska" ógleði...

Lilja sys. er að byrja í mastersnámi, Erla sys. er í viðbótarnámi...og vitiði...ég bara fæ tremma við tilhugsunina...En hver veit, kannski fæ ég löngun til að opna skólabók aftur einhverntímann...

--

Nú er sumardagskráin komin á fullt hjá ungunum.  Jón Ingvi er kominn í golfið á fúll spítt.  Æfingar í hópnum hans 2x í viku og svo eru opnar æfingar 2x í viku.  Svo hann getur æft 4x í viku í sumar, og svo er fyrsta mótið á morgun.  Hann er mjög áhugasamur og ég vona innilega að það haldist.  Algert möst að hafa þessa unga í einhverjum íþróttum!

Jóhannes ætlar að demba sér á 8 daga sundnámskeið í næstu viku! Var ekki mjög spenntur fyrst...þó elskar hann sund.  En hann veit ekki alveg hvað þetta gengur út á, svo hann var eitthvað efins...núna er hann mjög spenntur...vona ég ;)

Ólöf Ósk er að fara að keppa í sundi um helgina, síðasta mótið í bili...held ég.  Og ég get ekkert séða hana synda þar sem ég er að vinna.  En bara síðar...

Mútta tútta komin aftur í Hveragerði og væntanleg til okkar eftir rúma viku! Ég hlakka helling til. Ætla reyndar að heilsa upp á hana um helgina...ætla að bregða mér í fertugsafmæli hjá vinkonu minni rétt utan við Selfoss...

--

En núna er mál til komið að demba tveimur drengjum í rúmin sín!  


Skvísan: fyrir og eftir

Ólöf Ósk: fyrir klippingu Ólöf Ósk: eftir klippingu
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Engin smá breyting á Ólöfu Ósk.  Þetta er í fyrsta skipti EVER sem hún er með topp!

Glæsileg stúlka InLove


Vitnisburður barnanna okkar :)

Þá er komið sumarfrí hjá skólabörnunum okkar.  Þau áttu að mæta á hjólum í morgun og fara í óvissuferð með sínum bekk.  Jón Ingvi varð að fara labbandi...það var sprungið á hjólinu hans þegar hann ætlaði að fara af stað Frown Kennarinn reddaði málunum og tók Jón Ingva með sér í bílinn og fékk hann til að hjálpa sér með óvissuferðina Smile

Ég get sagt ykkur að ég fékk tár í augun af gleði þegar kennarinn hans, hún Árný, sagði mér að hún verður áfram með bekkinn næsta vetur.  Yndislegt bara.  Hún er að átta sig svo vel á honum og er að reynast honum svo vel.  Snilld alveg.  

Jón Ingvi kom vel út úr vitnisburði og verð ég auðvitað að monta mig aðeins.  Í list- og verkgreinum fékk hann "mjög gott" og "framúrskarandi" í hegðun og "mjög góð" og "framúrskarandi" fyrir ástundun.  Fékk mikið hrós og hvatningu, sem er bara æði. Hann fékk mikið hrós fyrir lestur og stóð sig að öllu leiti mjög vel. Í sundinu lauk hann 2. stigi.

--

Ólöf Ósk stóð sig ekki síður vel.  Það voru engin hefðbundin próf en krakkarnir metin eftir verkefnum vetrarins að mestu. Hún fékk þessar einkunnir:
íslenska: 8
stærðfræði: 7,5
enska: 8,5
danska: 10
samfélagsfræði: 9
náttúrufræði: 8 
myndmennt: 8,5
hönnun og smíði: 8
textílmennt: 9
heimilisfræði: 7,5
íþróttir: 7
sund: 7. stig: fékk þar 9,5 og 10 í öllum sundum Smile

Að auki fékk hún þessi orð frá kennaranum:

"Kæra Ólöf Ósk, þú er hefur sýnt að í þér býr góður námsmaður, metnaðarfull og vinnusöm..." 

Er eitthvað skrítið að ég sitji og tárist af gleði og stolti yfir duglegu börnunum okkar? (Ólöf Ósk var fegin að ég sá vitnisburðinn bara heima í stofu...henni finnst frekar pínlegt hvað foreldrar hennar eru miklir vælukjóar...Crying...en tárin eru oftast gleðitár...Wink...LoL)

--

Annars er letilíf hér í dag, ég og Jóhannes drusluðum heima í morgun, ég dormaði og hann horfði á teiknimynd og dúllaði sér.  Svo er vinna á morgun...er ekki í gírnum...langar að vera í sumarfríi eins og börnin...eins og þegar ég var í skóla!!! En þeir dagar eru víst liðnir...Tounge

Skvísan okkar er að fara í klippingu á eftir...kannski ég smelli inn fyrir og eftir myndum þegar við komum heim aftur Smile

Later... 

 


Sumar, sumar og sól

En hvöss austanátt! Þar hafiði veðurlýsingu dagsins frá mér LoL

Annars er allt á fullu hér, Einar búinn að klára að parketleggja upp á nýtt, þvílíkur munur.  Svo er hann núna að setja plöturnar fínu á baðherbergið.  Svo nú kemur bráðum sturtuhengi og hægt að fara í sturtu án þess að allt fari á flot.  Þetta er allt að koma, svona smátt og smátt.  Eintóm sæla, verð ég að segja.  Við erum ægilega lukkuleg í húsinu okkar.

Og alltaf kaffi á könnunni ef þið eigið leið um Wink Því við ELSKUM að fá gesti...ef þið skilduð ekki hafa vitað það Tounge

Ég er annars vonda mamman...er að LÁTA strákana taka til hjá sér...það gengur svona og svona...

Paró hjá okkur á eftir, ég ætlaði að elda fiskrétt sem ég fann á netinu...en vitiði hvað?! Af þessum þremur verslunum sem eru opnar á Akranesi í dag (sem eru: Bónus, Krónan og Grundaval) þá er HVERGI til mysa Frown Svo við fáum bara einhvern annan fiskrétt! 

...held ég fari núna og hækki röddina aðeins við drengina...Devil


« Fyrri síða

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband