Leita í fréttum mbl.is

Sumar, sumar og sól

En hvöss austanátt! Þar hafiði veðurlýsingu dagsins frá mér LoL

Annars er allt á fullu hér, Einar búinn að klára að parketleggja upp á nýtt, þvílíkur munur.  Svo er hann núna að setja plöturnar fínu á baðherbergið.  Svo nú kemur bráðum sturtuhengi og hægt að fara í sturtu án þess að allt fari á flot.  Þetta er allt að koma, svona smátt og smátt.  Eintóm sæla, verð ég að segja.  Við erum ægilega lukkuleg í húsinu okkar.

Og alltaf kaffi á könnunni ef þið eigið leið um Wink Því við ELSKUM að fá gesti...ef þið skilduð ekki hafa vitað það Tounge

Ég er annars vonda mamman...er að LÁTA strákana taka til hjá sér...það gengur svona og svona...

Paró hjá okkur á eftir, ég ætlaði að elda fiskrétt sem ég fann á netinu...en vitiði hvað?! Af þessum þremur verslunum sem eru opnar á Akranesi í dag (sem eru: Bónus, Krónan og Grundaval) þá er HVERGI til mysa Frown Svo við fáum bara einhvern annan fiskrétt! 

...held ég fari núna og hækki röddina aðeins við drengina...Devil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Já ég er líka vond mamma og læt synina taka til hjá sér. Þeir tæta og því taka þeir til.

Knús á þig og vona að þu eigir ljúft kvöld.

JEG, 1.6.2008 kl. 17:52

2 Smámynd: Hugarfluga

Gott að það fer vel um þig í nýja húsinu.  Algjörlega dejligt!! Knús, elskan mín.

Hugarfluga, 1.6.2008 kl. 18:52

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ferlega flottar klæðningar, kannski við setjum svona á okkar bað, það eru bara flýsar á gólfi.  Gott að heyra að ykkur líður vel, vonandi verðum við á ferðinni í sumar og getum kíkt á ykkur.  Knús og eigið ljúfa viku.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2008 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband