Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
31.5.2008 | 17:03
Laugardagur til lukku
Dagurinn byrjaði missnemma (eða seint) hjá fjölskyldumeðlimum...Einar fór í vinnu kl. 6...Jón Ingvi vaknaði kl. 6.40...veit ekki hvenær Jóhannes vaknaði...en ég svaf á mínu græna til kl. 10...
Smellti mér í sturtu, hringdi í Erlu sys. og það varð á að hún og 3 af börnum hennar komu til okkar. Alveg æðislegt. Áttum góðan dag saman, systur og börn.
Einar og Jón Ingvi fóru á tónleika með Bubba í gær, Verkalýðsfélagið hér á staðnum bauð félagsmönnum á tónleikana. Jón Ingvi var alsæll og fékk að heyra lagið sem hann hafði vonast til; Afgan. Það var síðasta lagið og hann kom alsæll heim.
Annars lítið að frétta.
Mamma farin austur á Nobbó, eftir að hafa lent í jarðskjálftanum...hún var í Hveragerði á heilsubælinu, eins og fyrr sagði (um síðustu helgi sko).
Svo við fáum mömmu ekki í heimsókn í bráð en vonandi bregða þau undir sig betri fætinum og smella sér í ferðalag í sumar...
Að lokum langar mig að leggja fyrir ykkur þetta augnpróf, sem Lilja systir sendi mér:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.5.2008 | 00:14
Jæja...
...var sko að koma heim af kvöldvakt...og er svöööööng!!! Held samt ég reyni að komast í bælið án þess að kýla mig út af einhverri vitleysu!
LILJA, elsku sys. Ég er búin að redda mánudagskvöldvaktinni!!! Þá er bara ein vakt sem ég þarf að mæta á!!! Bara súper, dúper!!!
Takk fyrir kommentin, krúttin mín, og hlakka til að fá fleiri
Megi Guð og englarnir vaka yfir okkur öllum í nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.5.2008 | 14:45
Stundum...
...tékka ég mailinn minn til að athuga hvort einhver hafi kommentað á blogginu...og stundum hefur enginn kommentað neitt...en þá verð ég bara að skrifa eitthvað Mér finnst svo gaman nefninlega að fá komment.
Get svo sem ósköp fátt sagt ykkur í dag. Fór reyndar að æfa í morgun með henni Grétu minni, og svo kom hún með mér heim í kaffi. Var sko ekki búin að koma síðan við fluttum. Það var alveg glimrandi gaman, gott kaffi og gott spjall. Skemmtileg hún Gréta. Hún er að fara í sumarfrí svo ég vinn ekki með henni aftur fyrr en einhverntímann í ÁGÚST!!! En þá er bara um að gera að vera duglegar í ræktinni svo við hittumst!!! Og hana nú!!! (Eins gott að hún lesi bloggið mitt!!!!)
Ragnhildur frænka sendi mér sms og bauð Einari (og mér ef ég vildi...) tvo boðsmiða á landsleikinn í kvöld. Ég varð steinhissa...vissi ekki af neinum landsleik...en Einar varð bæði glaður og leiður...hann varð glaður yfir miðunum...en leiður yfir að komast ekki...er að vinna til 22 En tengdapabbi græddi og varð mjög glaður. Takk Raggý og Inga.
Verst að þið skuluð ekki geta notað miðana sjálfar og Inga; þú verður bara að gera svo vel og láta Raggý um garðvinnuna og hlúa vel að þér og litlu bumbustelpunni ykkar!! (Skipað gæti ég væri mér hlýtt...)
Ég bjó til múslínammið áðan...Jóhannes hjálpaði mér að búa til kúlur...og það varð mikil rýrnun...hann borðaði svo vel af þeim algert nammi gott!!!
Jamm...this is my life
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.5.2008 | 19:40
Múslíkonfekt og súkkulaði
Múslíkonfekt
2 ½ b haframjölsmúslí m/lífrænu súkkulaði*
½ b agave*
½ b hnetusmjör*
¼ b kókosolía*
¼ b kakóduft*
smá vanilluduft*
allt sett í matvinnsluvél kælt í 15 mín
mótað konfekt líka frábært sem kökubont
geymist besti í kæli eða frysti.
Heimatilbúið súkkulaði
1 dl. Agave
2 dl. Hreint kakóduft
2 dl. Kókosolía
Látið heitt vatn renna í skál og setjið kókosolíuna þar í svo hún verði fljótandi, blandið allri uppskriftinni í skál og hrærið saman. Tilbúið!
Þetta má setja í konfektform og inn í frysti eða kæli til að búa til súkkulaðimola, einnig má nota þetta sem súkkulaðisósu, hjúpsúkkulaði til að dýfa konfektkúlum í eða blanda þessu út í konfektkúludeig til að gera súkkulaði-effect og fleira og fleira.
Mér finnst þetta súkkulaði mjög gott út á epla- og valhnetubökuna.
Ég ætla að taka köku með í vinnuna á fimmtudaginn...þess vegna er ég að spá í uppskriftir núna...
Annars er allt gott að frétta, var að vinna í dag eftir 7 daga frí. Fannst ég eins og álfur út á hól í vinnunni...hvernig verð ég eftir 5 vikna frí??!!!!
Jæja, ætla að smella mér á smá fund...Later...!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.5.2008 | 19:21
Systur að eilífu
Þetta er skrýtið ráð, hugsaði unga konan. Ég er nýgift, nýkomin inn í hjónaheiminn. Nú er ég gift kona, svo sannarlega fullorðin manneskja. Maðurinn minn og fjölskyldan sem við vonumst til að eignast verða allt sem skiptir máli í lífi mínu.
Þótt unga konan væri ekki ginnkeypt fyrir ráðum móður sinnar í þetta sinn fór þó svo að hún tók mark á henni. Hún ræktaði sambandið við systur sínar og eignaðist fjölda vinkvenna. Þegar tímar liðu varð henni ljóst að mamma hennar hafði rétt fyrir sér.
Tíminn og framvinda lífsins marka spor á konur en systur eru óumbreytanlegar. Sannleikurinn kristallast í eftirfarandi:
Tíminn líður hjá, lífið á sér stað, fjarlægðir skilja menn að, börn vaxa úr grasi, atvinnutækifæri koma og fara, ástin getur orðið að vana, menn gera einfaldlega ekki það sem vænst er af þeim, hjörtu bresta, foreldrar deyja, samstarfmenn gleyma greiðunum sem þeim eru gerðir og framabrautin tekur enda EN Systur eru enn til staðar óháð tíma og fjarlæg. Góð vinkona er aldrei í meiri fjarlægð en svo að það megi nálgast hana á einhvern hátt. Þegar erfiðleika ber að höndum og þú ert ein þíns liðs þá bíður ævinlega einhvers staðar systir með útrétta arma þér til hjálpar. Stundum eru þær jafnvel reiðubúnar að ganga með þér spölkorn eða líta við og rjúfa þar með einmanaleikann..
Vinkonur, dætur, ömmustelpur, tengdadætur, systur, mágkonur mæður, ömmur, föðursystur, móðursystur, systradætur, bróðurdætur og frænkur af ýmsu tagi í stórfjölskyldunni eru okkur öllum til blessunar. Veröldin væri önnur án kvenna. Þegar við lögðum af stað í það ævintýri sem fylgir því að vera kona þá höfðum við litla hugmynd um þá gleði og sorg sem fram undan væri. Við gerðum okkur heldur ekki grein fyrir hversu mjög við kynnum að þarfnast hver annarrar. Þannig verður það áfram.
Athugaðu:
Sendið þetta áfram til þeirra kvenna sem skipta máli í lífi ykkar.
Í stuttu máli sagt:
Hugsaðu þér að það séu 20 englar í heiminum. Tíu sofa í ró á skýjunum, níu leika sér og einn les núna rétt í þessu tölvupóst dagsins um systur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2008 | 07:27
Mikið finnst mér...
...erfitt að vakna á morgnana. Fór reyndar ekki að sofa fyrr en að verða 1 í nótt...og það er bara of seint fyrir mig ef ég þarf að vakna 6.45. Ég hugga mig reyndar við það að ég get skriðið upp í aftur þegar skólabörnin eru farin að stað í skólann...
Bara vika eftir af skólanum hjá þeim, og þá þarf ég ekki að vekja og reka á eftir þeim í tæpa 3 mánuði!!! Það verður sæla!!! Og þó ég þurfi kannski að vekja þau og koma þeim af stað í eitthvað í sumar...þá er það kannski ferðalag eða álíka...og þá er miklu skemmtilegra að vakna heldur en til að fara í skólann...
Hugsið ykkur, svo eftir sumarfrí fer Jón Ingvi í 3. bekk og Ólöf Ósk í 8. bekk!!! Hún byrjar hjá prestinum eftir sumarfrí!!! Jamm, og bara rúmt ár eftir af leikskólatímanum hjá "litlanum" mínum! Jamm, tíminn flýgur.
Ætla að koma krökkunum af stað og skríða svo undir sængina mjúku...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.5.2008 | 22:04
Frábær helgi
Jæja, þá er frábær helgi liðin. Eftir standa minningar.
Laugardagurinn var svona hjá mér:
- Fór og fætur og fór í ræktina!!! Hef verið frekar löt undanfarið, haft fullt af misgóðum afsökunum...á fullu að flytja...nóg af kössum að vera...og núna í vikunni; að hjúkra Maríu sys...þó hún hefði nú alveg getað séð um sig sjálf í rúman hálftíma...ég þurfti nú ekki að hjúkra henni svo mikið. En afsökunin var góð...fannst mér!
- Við hjónakornin brunuðum á haugana, með fulla kerru og fullt skott...og komumst að því að þeir opna ekki fyrr en kl. 13.00 á laugardögum (og opna alls ekkert á sunnudögum...við erum greinilega of góðu vön eftir 9 ár í Danaveldi...).
- Man ekki alveg hvað ég gerði svo...en það var eitthvað í samb. við húsið...henti mér svo í sturtu því við vorum á leið í höfuðborgina.
- Einar fór á fund og ég og strákarnir fórum í Rúmfatalagerinn og svo til Guðrúnar vinkonu.
- Eftir fund hjá Einari og fleirum var grillveisla heima hjá Guðrúnu og fj. og það var auðvitað snilldarlega skemmtilegt, enda fullt af skemmtilegu fólki þar saman komið. Ég reyndar þekkti fæsta en núna þekki ég slatta! Bara gaman...þó ég hafi auðvitað verið í nettum ótta fyrst...en það jafnaði sig fljótt. Gamall brestur þar á ferð...
- Við brunuðum heim eftir íslenska lagið og náðum í stigagjöfina og spennan var nú ekkert gífurleg...hvorki Ísland né Danmörk á toppnum... En hið ótrúlega gerðist, Jóhannes sofnaði í fanginu á mér, ansi þreyttur. Enda var hann lasinn fyrri part dags...vaknaði með 40° en var hitalaus að kveldi.
Sunnudagur:
- Tókum daginn nokkuð snemma. Lögðum af stað í Hveragerði kl. 10.15 (korteri á eftir áætlun). Þar heimsóttum við múttu mína sem þar dvelst þessar vikurnar. Áttum yndislegan dag.
Mútta bauð okkur í hádegismat. Planið var að borða á Heilsubælinu en svo var því blásið af...ætli ég og mamma hefðum ekki einar fengið einhverja næringu...
Við fórum amk á kaffihús, svo í Eden og síðan í ótrúlega áhugaverða búð; Álnavörubúðina. Þar fæst ALLT held ég, nema matur og garn. Endalaust af allskonar efnum - mikið vildi ég hafa svona búð hérna á Skaganum!! Svo voru föt, skór, gjafavara og bara name it! Og alls ekkert dýrt. Neibb, við fengum t.d. hettupeysu á Jón Ingva á 1490 kr. og það telst ekki mikið á þessum síðustu og verstu...
Jamm. Átti yndislegan dag, með mömmu og familíjunni minni.
--
Hugsið ykkur, við eyddum HEILLI helgi í EKKI NEITT!!! Eða þannig...og bara næstum því! Því að þegar heim kom þá tókum við til hendinni, Einar setti slatta af gólflistum og ég réðist í tiltekt í byggingunni (eins og við köllum þann hluta hússins sem er bygginarsvæði). Svo nú er ekkert sem ætti að stöðva Einar í að halda áfram með næsta áfanga; svefnloftið/sjónvarpsloftið...nema kannski vinnan... En þetta kemur allt.
Jæja, ætla að fá mér eitthvað að ETA!!!
Túttilús...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2008 | 21:49
Tómlegt
Mér finnst óttalega tómlegt hjá okkur, eða kannski mest í hjartanum mínu, eftir að María sys. fór í dag. Það var yndislegt að hafa hana þessa 3 sólarhringa, þrátt fyrir að hún væri mikið sofandi...var eiginlega í parkódín-forte-rússi og bara svaf, þessi elska. En inn á milli vakti hún og þá spjölluðum við og áttum góðar stundir saman.
Snökt......sakn...en samt, þakklæti og gleði í hjartanu fyrir þennan tíma
--
Ég sagði ykkur í gær frá prjónaverkefninum mínu...hér sjáiði útkomuna!
Ég er bara nokkuð ánægð. Á reyndar eftir að fara almennilega í það, mátaði aðeins áðan áður en ég smellti því í hárnæringarvatn! Very spennó!
Annars er lítið að frétta, komið parket að hluta á gólfið þar sem lak um daginn. Það er komið í ljós að þetta var eiginlega ekki píparanum að kenna, það var einhvert stykki sem er "tilbúið" í poka sem á að vera með tveimur gúmmíjum og það var bara eitt...svo gerði sem sagt að það lak. Kannski má segja að maðurinn hefði átt að kíkja...en þeir eru vanir að nota þessi stykki og bara smella þeim í...en ætli þeir dobbultékki ekki hér eftir...
--
Fór í Bónus í dag og það var sko stuð! Hef aldrei hitt eins marga sem ég þekki í einni Bónusferð. Var alltof lengi að kjafta...stákarnir misstu sig...sko ekki úr reiði og frekju...neibb, úr hamagangi...þeir hlupu og skoppuðu...lán að þeir veltu engum glerkrukkum eða álíka um koll...
Jamm. Svona er lífið hjá mér í dag. Framundan stanslaus gleði og hamingja Meira um það síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.5.2008 | 22:07
Júróvisjón!
Ég gaf dönum mitt atkvæði! En ekki hvað?!!!
Fórum upp í skóla, þar var bekkurinn hans Jóns Ingva með kynningu á verkefni sem þau hafa verið að vinna að í allan vetur. Rosa flott, og Jón Ingvi stóð sig eins og hetja, hann les snilldarvel drengurinn. Svolítið feiminn og finnst erfitt að standa fyrir framan fullt af fólki...oooohhh, hvað ég skil hann vel....!!!
Á eftir var boðið upp á hlaðborð, börn fædd frá janúar til og með júní voru gestgjafar og einhver kom með þessa líka fínu "mobil-madder".
Núna sit ég sveitt og prjóna...sveitt vegna þess að ég hækkaði greinilega of mikið á hitanum í dag...og vegna þess að ég er að búa til mynstur á vestið mitt...og ég er of fljótfær til að gefa mér góðan tíma í að reikna út...
Held ég hætti þess vegna núna, drekki svolítið meira kaffi og prjóni amk. 1. umferð í mynstrinu...mynd fylgir fljótlega!!
Sweet dreams, elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.5.2008 | 22:14
Lestrarpróf:
Lilja sys. er kennari og hún sendi mér þetta próf:
Hér kemur ágætt lestrarpróf, sem er rétt hjá ykkur að glíma við.
Þetta er svona panda.
Þetta er fær panda.
Þetta er maður panda.
Þetta er bjána panda.
Þetta er til panda.
Þetta er að panda.
Þetta er gleyma panda.
Þetta er sér panda.
Þetta er í panda.
Þetta er hálfa panda.
Þetta er mínútu panda.
Farðu núna til baka og lestu þriðja orðið í hverri línu, sjáðu hvað þú stóðst þig vel!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar