Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
22.3.2008 | 08:34
Smá frá Nobbó
Bara smá frá mér svo þið haldið ekki að ég hafi yfirgefið ykkur
Fermingin gekk vel og var drengurinn alsæll með daginn sinn, sem var mikilvægast og þar með tilgangnum náð.
Þegar við systur komum heim um kl. 20, eftir að hafa gengið frá salnum hafði allt logað í óeirðum heima fyrir og m.a. eldri börnunum mínum lent saman...og stóra systir hafði klesst tyggjói í hárið á litla bróðir sínum...þeim eldri af þeim...EKKI GOTT...en með hjálp tókst að redda því.
Í gær brölluðum við ýmislegt, bökuðum, fórum út með krakkana, í kaffibolla til Aðalsteins bró. og svo heim að borða afganga. Eftir hádegismatinn voru Lilja og Eysteinn svo komin með lykla að hinum salnum í hendurnar og fórum við í að skreyta hann. Það gekk vel, enda margar hendur að vinna verkið. Fyrir utan okkur tvær var María sys., Salný mágkona okkar og mamma og Gugga frænka (systir mömmu). Svo við vorum fljótar að þessu. Eysteinn setti upp vídjóaðstöðu fyrir börnin og þau dunduðu sér þar yfir Dýrunum úr Hálsaskógi og blöðum og litum.
Seinnipartinn fórum við sð að heimsækja Gumma og strákarnir eru ALSÆLIR! Gummi, ef þú lest þetta; ÁSTARÞAKKIR! Gummi tók lagið með okkur inni í stofu, eins og hann hafði talað um og strákarnir höfðu bæði sterkar skoðanir á því hvað hann ætti að synga og leiðréttu hann ef hann söng "vitlaust".
Ég ætla ekki að setja inn myndir fyrr en heim kemur...en þá LOFA ég að gera vel!
En nú ætla ég að halda áfram að hjálpa syssu minni...það er jú önnur ferming í dag ;)
Njótið dagsins, ef þið viljið, það ætla ég
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.3.2008 | 11:59
Hlaupabólubæli með meiru
Hér á bæ er verið að leggja lok á fyrri fermingarveisluna. Búið að baka 3xfranskar súkkulaðikökur í morgun og skreyta síðusta marenstertuna.
Í skrifðum orðum er verið að ferma drenginn.
Hér heima eru ég, Tóta (vinkona Lilju sys.), Jón Ingvi, Jóhannes og svo hlaupabóludrengirnir; Bergur og Ýmir.
Jamm, það spratt sem sagt upp hlaupabóla á heimilinu á mánudaginn. Tveimur sólarhringum fyrr en áætlað hafði verið...
Jæja, ég ætla að gefa drengjunum hádegismat...og setja krem á kökurnar.
Eigiði dásamlegan skírdag, elskurnar mínar nær og fjær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.3.2008 | 18:43
Alveg að koma að...
...fermingu!
Allt að verða klárt. Á morgun, meðan fermt verður, ætla ég að baka 3 franskar súkkulaðikökur og þá er þetta nú eiginlega komið.
Lilja var búin að baka þvílíkt mikið og búin að gera heitu réttina og frysta. Snilld! Gaman að fylgjast með dugnaðnum í syssu minni.
Pabbi kom í dag. Og Maríus, sonur Eysteins. Hann fermdist á sunnudaginn og verður veisla fyrir hann á laugardaginn. Svo veisluhöldum er ekki lokið á morgun... Ég er fegin að verða bara með eina fermingu næsta vor...
Heyrði í Einari áðan...sakna hans. Fékk smá tilfinningakast þegar pabbi og Maríus voru komnir því Einar átti að vera með sama flugi...og hann væri því kominn...EN...húsið er sko mikilvægt og hann alveg einstaklega duglegur, finnst mér. Þessi elska.
Darling...ef þú lest...ÉG ELSKA ÞIG!!!
Jæja...ætla að hræra í grautarpottinum...
Lifið í lukku en ekki í krukku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.3.2008 | 20:07
Örstutt...
...get sko ekki sleppt því...
Í dag:
- búið að dúka salinn og gera hann klárann að mestu, aðeins eftir að leggja lokahönd á skreytingar. Það fer lygilega langur tími í að klippa til dúka og dúlla við þetta...sérstaklega með 8 börn á hlaupum kringum okkur
- ég fór í klippingu...þarf að fá myndatöku helst í dag svo ég geti sýnt ykkur...allavegana fljótlega
- skoðuðum leikskóla strákanna.
- borðaði yfir mig af SS-pylsum...enda orðin glorsoltin eftir daginn.
- sit svo og blogga...
Ekki meir í bili...
Enn og aftur, elskurnar mínar; Fly on the wings of Love...ef þið viljið...það ætla ég allavegana að gera
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.3.2008 | 20:39
Flogin...
Jamm, ég er flogin.
Flugið austur var stórkostlegt! Tók bara 45 mínútur, heiðskýrt og gott flugveður í alla staði. Fyrir utan hristinginn yfir Lagarfljótinu hreyfðist vélin ekki...mér til mikillar gleði og hamingju. Er ekki sú kjarkaðasta þegar kemur að flugi...vantaði alveg hendina á mínum heittelskaða til að kremja...svo ég sökkti mér í prjónaskap og viðtal við Ragga Bjarna. Hann er sko alger draumur!
--
Jamm, svo get ég sagt ykkur að það er bara æði að vera komin heim í sveitina. Búin að drekka slatta af kaffi með familíjunni og tala mikið. Alger sæla. Það eina sem skyggir á hamingjuna er að ástin mín er ekki með. En...sé hann eftir viku
Svo er brjálað action næstu daga, baka og skreyta sal og gera salat og allskonar fyrir fermingarnar. Síðan eru heimsóknir á döfinni, t.d. til Gumma R. Strákarnir að farast úr spenningi að hitta goðið sitt
Jæja, ætla að drekka enn einn kaffibollann og sýna Lilju hattana sem ég prjónaði spes fyrir hana! Eins gott að þeir falli í kramið!
Fly on the wings of Love, elskurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.3.2008 | 09:26
Góðan dag, elskurnar.
Þá er páskafríið byrjað fyrir alvöru. Ég búin á bakvakt og alles, jamm FRÍÍÍ!!!
Veit hins vegar af reynslu að ég á eftir að sakna míns heittelskaða En vika er bara vika og það verður best að kúra í hans faðmi aftur.
--
Kíkti á mbl.is áðan og sá þá þessa grein. Nafna mín Sigurðardóttir vann meistararitgerð frá HA, hún er hjúkrunarfræðingur og rannsakaði konur sem hafa lent í kynferðisofbeldi.
Í stuttu máli get ég sagt að ég kannast við margt sem hún talar um, eða þær niðurstöður sem hún fékk.
Og minnist þess enn á ný að það skiptir ekki máli hversu lítið eða hversu mikið, afleiðingarnar á sálinni eru þær sömu.
Mikið er ég þakklát Stígamótum fyrir að hafa gefið mér lífið.
--
En núna; loka tösku og Fly on the wings of Love
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.3.2008 | 19:58
Held bara...
...að þetta hafi ekki gerst áður! Ekkert blogg frá mér í 3 daga! Vóóó...!!
Í stuttu máli þá sprakk ég ekki þarna um daginn. En hef bara ekki nennt að setjast við tölvuna...eða eiginlega bara ekki haft tíma. Hef verið að vinna um helgina, svo hef ég verið að taka til og þvo þvott fyrir ferðina okkar (mína og barnanna) á Norðfjörð.
Svo í dag fórum við í fermingar. Þ.e. ég og strákarnir fórum í fermingarveislu hjá Birgi Elís, syni Erlu sys., í Borgarnesi. Mjög vel heppnuð veisla í alla staði og held ég að fermingardrengurinn hafi verið alsæll með daginn.
Einar og stelpurnar fóru hins vegar í veislu hjá frænda Einars (og barnanna auðvitað), sem var í Reykjavík. Einnig mjög vel heppnaður dagur þar, eftir þvi sem mér er sagt.
Nú er sem sagt fermingarhrinan byrjuð...og sér ekki fyrir endann á henni alveg strax...
Frekar skondið að hugsa til þess að þessi ár sem við hjónakornin höfum verið saman höfum við farið í 2 fermingar (fyrir utan auðvitað hjá Bárunni okkar)...og bara núna þessa viku eru FJÓRAR á dagskránni og allt í okkar nánustu familíju!!!
Jamm.
Hvað get ég sagt...jú, ég get sagt ykkur að ég prjónaði mér lopapeysu...og hún er alltof stór!!! Er að spá í að þvo hana aftur og teygja hana út...ekki suður...og sauma hana svo inn hér og þar...eða ekki...veit eigi hvað gjöra skal. Einhverjar hugmyndir?????
Læt þetta nægja...ætla að koma drengjunum í bælið...þeir eru þreyttir og pirraðir...svangir og eflaust hálf máttlausir af sykuráti...Jón Ingvi gat lítið borðað í fermingunni...annað en smá brauð og litlar pizzur...og svo náttúrlega KÖKU!!!
Veit ekki hvenær ég blogga næst...er að fara í páskafrí og tek kannski páskafrí frá blogginu...eða amk blogga minna...ok, ég hætti núna...
Ást til ykkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2008 | 19:02
Borðaði á mig gat!
Sem þýðir væntanlega að magakveisan sé liðin hjá! Ég þurfti reyndar ekki að borða neitt svaka mikið til að springa...enda sama og ekkert borðað síðan í fyrrakveld.
En þetta var í matinn:
Ýsa, léttsteikt á pönnu, krydduð með fiskikryddi, sett í eldfast mót. Sveppir og svo frosin grænmetisblanda (gulrætur, broccoli og blómkál) smellt á pönnuna í smá stund og smá rjóma skvett yfir. Látið malla örlitla stund og hellt yfir fiskinn. Kryddostur og Hvítlauksostur bræddur í mjólk og grænmetisteningur settur út í, þessu er svo hellt yfir fiskinn og grænmetið. Rifinn ostur yfir. Inn í ofn í 20 mín. eða meðan kartöflurnar suðu.
Alveg glimrandi gott. En krakkarnir vildu þetta ekki...strákarnir neituðu að smakka og Ólöfu Ósk þótti of mikið fiskibragð af fiskinum.
Það er vandlifað í þessum heimi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 178754
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar