Leita í fréttum mbl.is

Borðaði á mig gat!

Sem þýðir væntanlega að magakveisan sé liðin hjá! Ég þurfti reyndar ekki að borða neitt svaka mikið til að springa...enda sama og ekkert borðað síðan í fyrrakveld.

En þetta var í matinn:

Ýsa, léttsteikt á pönnu, krydduð með fiskikryddi, sett í eldfast mót. Sveppir og svo frosin grænmetisblanda (gulrætur, broccoli og blómkál) smellt á pönnuna í smá stund og smá rjóma skvett yfir. Látið malla örlitla stund og hellt yfir fiskinn.  Kryddostur og Hvítlauksostur bræddur í mjólk og grænmetisteningur settur út í, þessu er svo hellt yfir fiskinn og grænmetið.  Rifinn ostur yfir. Inn í ofn í 20 mín. eða meðan kartöflurnar suðu.

Alveg glimrandi gott. En krakkarnir vildu þetta ekki...strákarnir neituðu að smakka og Ólöfu Ósk þótti of mikið fiskibragð af fiskinum.  

Það er vandlifað í þessum heimi Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

ummmm...... ekkert smá girnó, ég hefði viljað vera í mat hjá þér í kvöld.

Linda litla, 13.3.2008 kl. 21:13

2 Smámynd: Úrsúla Manda

Jammíííí þetta líst mér vel á!! Takk

Úrsúla Manda , 13.3.2008 kl. 22:10

3 identicon

krúttlegt að finnast of mikið fiskibragð af fiski , man samt eftir þessu þegar þórunn matvanda (ég) var ung að árum.  Gott að heyra að þér líði betur

Þórunn María Örnólfsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 23:11

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Þessar matarfærslur þínar æsa upp í mér hungrið.  Farðu bara vel með þig um helgina. 

Ásdís Sigurðardóttir, 14.3.2008 kl. 17:54

5 identicon

*kvitt*kvitt*  hafið góða helgi elskurnar ! :)

ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 19:15

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson



Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.3.2008 kl. 20:15

7 Smámynd: María Katrín Jónsdóttir Ármann

Átti Einar ekki afmæli 13. ??? Er ekki einusinni minnst á það á blogginu ? Kisstu hann allavega frá mér. Eða ef ég er að ruglast þá kissiru hann bara samt

sjáumst pa mandag 

María Katrín Jónsdóttir Ármann, 14.3.2008 kl. 21:07

8 identicon

Ummmmmmmmmmmmmmmmm,

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 18:07

9 identicon

sprakstu nokkuð mín kæra, á ég að vera með áhyggjur?

jóna björg (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband