Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Fór ekki...

...inn í rúm í morgun...eða þarna í hádeginu.  Fór að tölvast, tæmdi svo uppþvottavélina og fyllti hana aftur...núna held ég að ég skríði undir sæng með grjónapokann minn nýja og fína. Keypti sko dýrindis grjónapoka í vinnunni um daginn, snilldargóður hitapoki fyrir lítinn pening. 

Svo lofaði ég dóttir minni að ég myndi ganga frá endum fyrir hana...svo hún geti sýnt kennaranum verkefnið sitt því hún ætlar að taka það með á Nobbó og gefa það þar ;)

Annar brandari: 

Stúdentar í læknisfræði við Háskólann eru að fá sína fyrstu kennslustund í krufningu með alvöru líki.
Þeir komu sér allir saman í kringum skurðarborðið þar sem líkið lá undir hvítu laki.
Síðan byrjar prófessorinn kennsluna: "Í læknavísindunum er nauðsynlegt að hafa tvo kosti. Sá fyrri er að maður má ekki láta neitt vekja upp hjá sér viðbjóð." Hann tekur síðan lakið af líkinu, stingur puttanum upp í rassinn á því og sýgur síðan puttann.
"Núna vil ég að þið gerið slíkt hið sama!"
Stúdentarnir fengu áfall, en hikandi byrjuðu þeir að stinga puttanum upp í rassinn á líkinu og sjúga síðan puttann.
Þegar allir voru búnir, segir prófessorinn: "Seinni kosturinn er athygli. Ég setti löngutöng inn, en saug vísifingur. Fylgjast með, gott fólk…"


Ég er á lífi!!

Vona að enginn hafi efast um að ég myndi lifa þetta af...LoL

Var reyndar ótrúlega lasin.  Ældi og drullaði í gærmorgun og eiginlega ekki meir eftir það, en var gersamlega búin á því.  Svaf meira og minna allan gærdag, druslaðist á árshátíðina í skólanum hjá krökkunum. 

Þau stóðu sig eins og hetjur, Ólöf Ósk söng "Lífið er yndislegt" ásamt kórnum "sínum" og Jón Ingvi spilaði á blokkflautu ásamt bekknum "sínum".  

Þegar heim kom skreið ég nú bara upp í, svaf eiginlega þangað Einar kom upp í, glápti þá á einn þátt í sjónvarpinu, með honum, og hélt svo áfram að sofa.

Tókst að fara með Jóhannes á leikskólann í morgun, og svo aftur heim að sofa..svaf til 10.25 en ég átti von á Dóru í heimsókn kl. 10.30.  

Núna er Dóra farin...ég er búin að klára lopapeysuna...eða, búin að prjóna...á eftir að sauma og gera lista fyrir tölur...svo á ég eftir að ganga frá endunum.

Held ég skríði undir sæng í smá stund og safni kröftum.  Er gersamlega búin á því.

Hef sama og ekkert borðað, er örugglega að skrælna líka...en það jafnar sig um leið og ég fer að koma einhverju að ráði niður.  Appelsínusafinn með aldinkjötinu - sem ég venjulega ELSKA - komst ekki niður áðan :(

Jamm.  Lasin.

En mjög hamingjusöm engu að síður, því LÍFIÐ ER YNDISLEGT!

Gaman samt að kúkafærslan mín fékk brósa til að kommenta Wink Nú veit ég hvað þarf tilTounge

Ást til ykkar...

Og svo... 

Einn brandari í lokin... 

Bóndi nokkur var á krá og drakk mikið og virtist mjög dapur í bragði.
Kunningi hans spurði hvers vegna hann væri svo dapur og hann svaraði: ,,Suma hluti er ómögulegt að útskýra. Í morgun fór ég út í fjós að mjólka. Um leið og ég var búinn að fylla fötuna sparkaði kýrin fötuna um koll með vinstri fæti. Svo að ég batt fótinn við stólpann. Ég byrjaði aftur að mjólka og aftur felldi dýrið fötuna með hægri fæti. Þannig að ég batt hægri fótinn við stólpann. Um leið og ég fór að mjólka aftur felldi helvítið fötuna með halanum. Ég varð að taka af mér beltið til að binda upp halann."
"Og þegar ég var að binda upp halann, þá detta buxurnar niður um mig og í því kemur konan mín inn í fjósið. Trúðu mér það eru vissir hlutir sem ómögulegt er að útskýra."

syngjandi kát belja


Gullfoss og Geysir...

...ástand á mér!  Vaknaði 6.30 í morgun og sat á wc´inu í tæpar 20 mín...með fötuna í fanginu! Sick Frekar lítið skemmtilegt, verð ég að segja.

Er svo búin að liggja í rúminu síðan, eða þar til rúmlega 4. Hef sofið meira og minna í allan dag.  En núna verð ég að koma mér á fætur og fara að sjá krakkana á árshátíðarsýningunni...

Hef ekkert að segja, er slöpp og drusluleg.

Knús&kærleikur... 


Ég veit...

...að sumum vinum mínum finnst ég hafa glataðan tónlistarsmekk...en það er allt í lagi!

Mér finnst þetta ÆÐI:


Vinir mínir...

...þetta er fyrir ykkur: 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Rólegheita morgun - í alla staði!

Meira að segja Ólöf Ósk og Jón Ingvi töluðu VINALEGA saman!!! Gerist EKKI á hverjum morgni, svo ég get sagt ykkur að mér hitnaði um Heart-rætur!! 

Þau fóru samferða út úr dyrunum, glöð og sátt!!!  YNDISLEGTInLove

Ég og Jóhannes vorum ekkert að flýta okkur, enda ég að fara á kvöldvakt og Einar sækir hann í leikskólann.  Á þannig dögum sjáum við enga ástæðu til að drífa okkur, engin ástæða til að drengurinn sé 8-9 tíma á leikskólanum nema bara rétt þá daga sem ég er á dagvakt.

Svo rétt fyrir hálf 12 löbbuðum við upp á leikskóla.  Veðrið er frábært.  Sólin skín, allt er hvítt af snjó svo það er mega bjart.  Og lognið er kjurrt!! (Þið vitið...alltaf logn hér...fer bara mishratt yfirLoL)

Jamm.  Lífið er ljúft.   


Trúi ekki á tilviljanir!

Þegar foreldrar mínir fluttu til Danmerkur, haustið 1968, þá bjuggu þau um tíma (fyrsta árið minnir mig) í Ejby, ekki langt utan við Køge.

Fyrir rúmum mánuði síðan skráði ég mig í páskaleik á netinu, sem einhver dönsk kona stendur fyrir. Leikurinn felst í að ég fæ sent nafn á öðrum þátttakanda og á að senda viðkomandi páskagjöf.  

Ég fékk nafnið áðan, og konan sem ég á að senda gjöfina til býr í Ejby!!

Svona er heimurinn lítill. 


Sunnudagsblogg

Góður sunnudagur að kveldi kominn.  Jón Ingvi bauð afa sínum og ömmu í vöfflukaffi og Ingvar, vinur okkar, kom líka. 

Annars fór dagurinn í að taka til og snúast. Fór aðeins í búð, elska að hafa búðir opnar á sunnudögum því eins og ég get verið skipulögð á sumum sviðum þá er mér nánast ómögulegt að vera skipulögð þegar kemur að því að versla.  Þrátt fyrir 9 ár í Danmörku - nánar tiltekið í Græsted - þar sem verslanir eru opnar til kl. 19 virka daga, til kl 16 laugardaga og LOKAÐ á sunnudögum...jamm, ég lærði þetta samt ekki!

Krakkarnir fóru út að leika! Það er nánast í frásögur færandi ef þau fara út!!  Jamm, annað en þegar ég var barn...bla bla bla...

Þau fóru upp í skóla, þar sem eru tilbúnir hólar (því Akranes er LÁRÉTT) og þau tóku sem sagt litlu þoturnar sínar (svona handfang með smá sæti á, mjög auðvelt að halda á) með og renndu sér. Alsæl og rjóð í kinnum komu þau heim, passlega í kvöldmat.

--

Hafiði tekið eftir að það er orðið bjart fram til kl. 19.30!!  Ótrúlegt hvað daginn lengir hratt.  Yndislegt.  

Elska þessar miklu andstæður hérna á Íslandi.  

Jæja, farin að prjóna... 


Laugardagurinn 8. mars 2008

Merkisdagur í dag!

Ýmsir góðir vinir sem eiga afmæli í dag.  

Svo langar mig að óska Stígamótum og öllum Stígamótakonum/mönnum til hamingju með daginn! Og þar með talið sjálfri mér.

Ég væri vart ofan jarðar í dag ef ekki væri fyrir Stígamót og fyrir það verð ég ávallt afskaplega þakklát.

--

En ég var í Rvk í dag, prinsessan var að keppa í sundi og ég og stákarnir fórum með og vorum við 12 tíma að heiman...allir mjög þreyttir þegar heim kom!

Einar var að byggja og náði að gera MIKIÐ! Vá, þetta er svo geggjað!

--

Núna ætla ég að leggjast í gláp...alveg búin á því.

Knús&kærleikur til ykkar sem lesið. 


Ég sá þetta..

...á blogginu hjá henni Ásdísi minni og þetta er bara YNDISLEGT! Mæli með þessu. Ekki hægt annað en gleðjast í hjartanu...og langa smá í lítinn unga ;)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband