Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Föstudagur til ýmissa hluta :)

Vinna í morgun.  Augun í mér voru nánast límd saman þegar ég vaknaði...við vorum örugglega ekki sofnuð fyrr en langt gengin í 2...en Einar var löngu sprottinn á fætur og farinn í sund...

Ólöf Ósk var sérlega ljúf í morgun, og ekki minnst þegar haft er í huga að hún var ekki sofnuð fyrr en 23.30 þar sem hún var á leiksýningu Fjölbrautarskólans og kom ekki heim fyrr en kl. 23...og því stóð skólinn fyrir...!  En hún skemmti sér alveg rosalega vel, og það var náttúrlega frááábært!

Eftir vinnu í dag fór ég í gönguferð ásamt vinnufélögum og höfðum við fengið fyrrum framkvæmdarstjóra Höfða til að vera fararstjóri og leiðsögumaður.  Ásmundur, eins og hann heitir, er mjög fróður maður og segir skemmtilega frá svo þetta var sérlega skemmtilegt...þrátt fyrir að ég þekki ekkert fólkið sem hann talaði um!! 

Þessi ferð var endapunkturinn á heilsuvikunni og lauk á kaffihúsi...en það má svo deila um hversu heilsusamlegt það er...þar sem flestir fengu sér eitthvað lítið heilsusamlegt...rjómatertu...heitt súkkulaði...bjór...og fleira í þeim dúr...!  

En nú er ég sem sagt komin heim og eiginlega hlakka bara til að leggjast upp í rúm í kvella með prjónana mína...og vonandi með minn heittelskaða mér við hlið...en hann er reyndar uppi í húsi að vinna...

...og ekki veitir af...því við munum flytja FYRIR 1. MAÍ!!!! 

Svo það er stutt í það! Enda ætla ég að byrja að pakka þegar ég kem heim frá Nobbó...pakka vel því sem á að vera í kössum í lengri tíma, eða þar til við flytjum í allt húsið...

Geggjað spennandi!

Jæja, ég ætla að fá mér eitthvað í gogginn minn...og njóta kvöldsins. 


Ja hérna hér...

...hugsið ykkur, af fara út á vinnumarkaðinn AFTUR 99 ára vegna þess að honum LEIDDIST og núna ætlar töffarinn að reyna við maraþon...101 árs að aldri!!

Geri aðrir betur!!!

--

Ég var að koma heim af kvöldvakt...er að bíða eftir mínum heittelskaða sem var líka á kvöldvakt...smávægileg mistök í skipulaginu ;) En Ólöf Ósk og tengdapabbi redduðu þessu með stæl! Ekki amalegt að eiga góða að, og mega duglega stelpuskottu!

Gleði og hamingja framundan...eins og alla daga reyndar.  Á morgun er gönguferð og kaffihúsheimsókn eftir vinnu...lokin á heilsuvikunni.  Ég hlakka til að fá niðurstöður úr blóðprufunni, og vona að sjálfsögðu að allt sé í gúddí með kólesterólið...það voru ansi margir of háir...og hver veit nema ég sé ein af þeim?! Vona ekki, en ef svo er þá er frábært að fá að vita það svo ég geti tekið ábyrgð á því.  

Jamm. Lífið er fullt af tækifærum.  

Megi Guð og englarnir vaka yfir okkur öllum í nótt. 


JÆJA!!! TANNI!!!

Nú eru komnar NÝJAR MYNDIR af framkvæmdunum.  Það sést glitta í fallega manninn minn, en þú verður að gera þér það að góðu!!!  Enda veit ég að þú saknar hans svo mikið að það er allt í lagi Wink

6. mars 08


úbbs...

...var að muna að ég er svikari...ætlaði víst að taka myndir uppi í húsi fyrir nokkrum dögum síðan...best að bæta úr því í dag svo Tanni Ofurbloggari fyrirgefi mér einhverntímann...

Sorrý... 


Jæja...

...þessi dagur að kveldi kominn.

Var að vinna í dag, svo sækja Jóhannes, svo fá prinsessuna til að fara með bróðir sinn í fótboltaskólann, svo að setja slátur í pott (nammi gott), svo að skjótast út í Krónu og kaupa forsoðnar kartöflur til að búa til alvöru-mús, svo í Ævintýrakistuna til að kaupa hringprjón og garn, svo heim, svo...svo...svo...

Núna eru drengirnir komnir í rúmið.  Jóhannes sagði mér að hann hafi verið í marki og hafi ekki getað varið neitt...hann hafi verið sofandi í markinu...það hafi pabbi hans xxx sagt...!!

Vildi að ég hefði verið þarna til að verja drenginn minn! Hvað er málið? 4ra ára börn í fótbolta...það er ekki eins og þetta sé meistaradeild!!!

En Jóhannes sofnaði sæll og glaður, hann veit að hann er elskaður fyrir þann sem hann er, sama hvað hann gerir!  

Lofaði honum að næst fari ég eða pabbi hans með og verðum til taks til að þagga niður í svona leiðindapésum eins og þessum pabba þarna...

Jamm, svona getur lífið stundum verið.   


Þegar konum verður mikið niðri fyrir...

...og tala hátt í nöldurtón við eiginmenn sína, þá kemur ákveðinn eiginleiki hjá karlmönnum í ljós.

Þeir hætta að heyra!... nema kannski stöku orð og þá brenglast
gjarnan skilboðin sem konurnar eru að koma á framfæri.

Þegar konan segir:
"Íbúðin er öll í drasli! Komdu! Við verðum að taka til, Þú og ég!
Draslið þitt er liggjandi á gólfinu og þú hefur engin föt til að
fara í ef við setjum ekki í vél strax!"

Þá heyrir karlmaðurinn:
blah,blah,blah,blah, KOMDU!
blah,blah,blah,blah, ÞÚ OG ÉG
blah, blah,blah,blah, LIGGJANDI Á GÓLFINU
blah,blah,blah,blah, ENGIN FÖT
blah,blah,blah,blah, STRAX!


Gúmmulaði...

...sem ég hef reyndar ekki smakkað, en fékk hugmyndir hjá Lilju sys. og ætla að skella þeim hér inn svo ég týni þessu ekki...og svo þið hin getið notið þess með okkur :)

Sveppir og paprika (má örugglega nota hvaða grænmeti sem er, að eigin vali) er þurrsteikt á pönnu og sett svo í eldfast mót.

Ostur, t.d. piparostur, er brytjaður yfir og sett inn í ofn í smá stund.

EÐA:

hvaða ostur sem er brytjaður eða sneiddur yfir og inn í ofn.

EÐA:

fetaostur í olíu (bragðmeiri), olían látin leka af (í eldhúsrúllubréf) og mulinn yfir - þá er þetta ekki sett inn í ofn.

EÐA:

hvítlauksolíu hellt yfir.

Hljómar vel í mín eyru...allar útgáfurnar!!

Svo er bara að smella sér í eldhúsið...nema ég...ég er að fara á kvöldvakt!!!

--

Gott ég lagði mig í morgun...átti sko að vera í fríi, og ætlaði í saumaklúbb í höfuðborginni...en segi ekki nei takk við aukavakt...$$$$$$...

Jóhannes er kominn heim og er að hlusta á geisladisk inni í herbergi.  Þeir bræður hlusta svo mikið á tónlist að við keyptum lítinn geislaspilara handa þeim og þeir eru ALSÆLIR InLove

Skvísan farin í sund.  Nú er enn hún að fara af stað í fjáröflun...safna áheitum... Þetta er hið svo kallaða Krónusund.  Hún safnar áheitum og á svo að synda í 20 mínútur og þjálfarinn skráir svo hvað hún syndir.  Síðasta ár voru það rúmir 700 m minnir mig, en ég á von á að hún nái meiru í ár, enda hefur hún bætt sig mjög.  

Hún er strax komin með áheit frá mér og Lilju sys.  Svo ef ykkur langar að styrkja gott málefni...þá bara látiði mig vita ;)

--

Ætla að næra mig...LATER!! 


Kæri Tanni!!

Sorrý beibí!  Mér hefur bara ekki fundist að hægt væri að mynda það sem hefur gerst síðan 12. feb. þannig að það sæist almennilega...en minn heittelskaði sagði mér að ég gæti sko alveg tekið myndir af vegg...einu horni...eða álíka og ÞÚ myndir sjá og skilja. 

Þannig að...krúttið mitt...ég lofa að bæta mig!!!  Fer kannski bara upp í hús á morgun og redda þessu! Læt þig vita.  

--

Af öðru.  Ég og Jóhannes fórum í höfuðborgina í dag. Bisnissferð sko. Þurftum að fara í banka út af húsbyggingunni...ekki alveg mín sterka hlið þegar kemur að einhverju svoleiðis...en það reddaðist...því bankakarlinn kunni á síma og hringdi bara í Einar þegar spurningarnar urðu mér ofviða LoL

En síðan fórum við í Kringluna til að nota gjafakortin sem við hjónakornin fengum í jólagjöf, sko í Villeroy og Boch búðina. Og þar er ég á heimavelli!  Keypti einn grunndisk - nú eigum við 12 stk. og svo keypti ég líka 4 krúsir, svo nú getum við boðið 9 manns upp á kaffi úr stellkrúsum Í EINU!!! Ægilega flott!!

Svo heimsóttum við ömmu Siggu (móðuramma Einars) og það var voða gaman eins og alltaf.  Hún er alger perla.

--

Þegar við keyrðum Kollafjörðinn á leiðinni heim urðum við sammála um að við bara yrðum að fara út að labba þegar heim kæmi.  Þvílíkt flott veður!  

Sóttum Jón Ingva í skólann og fórum út að labba.  Löbbuðum alveg yfir í hinn enda bæjarins og bönkuðum hjá Grétu og fengum kaffibolla.  Eða ég fékk kaffi og spjall, þeir fengu aðrar veigar.  Mjög ljúft.  Gréta alveg yndisleg.  Ég er glöð og þakklát fyrir að hafa eignast þarna vinkonu.  

Heim aftur. Einar að elda grjónagraut.  Svo er barnatími...svo borðum við...jamm, svo er þessi dagur bara búinn.  

Lífið er ljúftHeart


Frönsk súkkulaðikaka - óbreytt!

300 gr suðusúkkulaði
200 gr smjör
4 egg
2 dl flórsykur
1 1/2 dl hveiti
1/2 tsk lyftiduft
ögn af salti

Bræðið saman súkkulaði og smjör við lágan hita.
Þeytið saman egg og flórsykur þar til blandan verður ljós og létt.
Hrærið súkkulaðiblöndunni varlega saman við og því næst þurrefnunum.
Bakið í smelluformi sem klætt hefur verið með smjörpappír.
Bakið í 30 mín í miðjum ofni við 160°C með blæstri en 180°C án blásturs.
Látið kólna aðeins í forminu
.

Krem:
200 gr suðusúkkulaði
70 gr. smjör
2 msk. sýróp


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband