Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Laugardagur 1. mars

Náði ekki að blogga í gær!

Dagurinn byrjaði 7.30.  Við brunuðum til R.víkur á stóran fund þar sem við hittum fullt af skemmtilegu fólki.  Vorum þar fram að hádegi og ég græddi helling af andlegri vellíðan og upplýsingum.  Yndislegt alveg hreint.

Svo var brunað heim, og ég fór að taka til og undirbúa kvöldmatinn.

Benni (tengdapabbi) og Jóna kíktu í kaffi. 

Stuttu síðar birtust kvöldmatargestirnir; Ragnhildur og Inga. Kvöldverður sem var planaður fyrir ca 2 mánuðum síðan...ekki mjög íslenskt að ákveða svona langt fram í tímann...en það var samt þannig! 

Svo rétt á eftir kom pabbi.  Langþráð, enda hefur hann ekki komið síðan um jólin og hefur bara aldrei liðið svona langt...ekki síðan við fluttum heim...og varla nema rétt yfir hásumarið meðan við bjuggum úti!

Þegar þau öll voru komin þá fórum við upp í hús.  Ragnhildur og Inga sáu húsið síðast þegar það var ekkert hús...bara platan komin.  Svo það hefur orðið mikil breyting! 
Pabbi sá húsið síðast áður en gluggar komu í og allt opið, svo honum þótti líka margt hafa gerst!

Heima áttum við svo góða stund, borðuðum góðan mat og fengum svo franska súkkulaðiköku í desert.

Þessi kaka var breytt uppskrift, notaði 70% súkkulaði í stað suðusúkkulaðis og Agavesíróp í stað sykurs.  Hún var bragðgóð, en ekki blaut eins og hún á víst að vera...með suðusúkkulaði og sykri.  En látið mig vita ef þið viljið breyttu uppskriftina.

Í dag er svo paragrúppa og pabbi ætlar að passa :)

Mikil gleðihelgi!!   Love is in the airHeart!!


« Fyrri síða

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband