Leita í fréttum mbl.is

Smá frá Nobbó

Bara smá frá mér svo þið haldið ekki að ég hafi yfirgefið ykkur LoL

Fermingin gekk vel og var drengurinn alsæll með daginn sinn, sem var mikilvægast og þar með tilgangnum náð.

Þegar við systur komum heim um kl. 20, eftir að hafa gengið frá salnum hafði allt logað í óeirðum heima fyrir og m.a. eldri börnunum mínum lent saman...og stóra systir hafði klesst tyggjói í hárið á litla bróðir sínum...þeim eldri af þeim...EKKI GOTT...en með hjálp tókst að redda því.

Í gær brölluðum við ýmislegt, bökuðum, fórum út með krakkana, í kaffibolla til Aðalsteins bró. og svo heim að borða afganga. Eftir hádegismatinn voru Lilja og Eysteinn svo komin með lykla að hinum salnum í hendurnar og fórum við í að skreyta hann.  Það gekk vel, enda margar hendur að vinna verkið.  Fyrir utan okkur tvær var María sys., Salný mágkona okkar og mamma og Gugga frænka (systir mömmu).  Svo við vorum fljótar að þessu.  Eysteinn setti upp vídjóaðstöðu fyrir börnin og þau dunduðu sér þar yfir Dýrunum úr Hálsaskógi og blöðum og litum.

Seinnipartinn fórum við sð að heimsækja Gumma og strákarnir eru ALSÆLIR! Gummi, ef þú lest þetta; ÁSTARÞAKKIR!  Gummi tók lagið með okkur inni í stofu, eins og hann hafði talað um og strákarnir höfðu bæði sterkar skoðanir á því hvað hann ætti að synga og leiðréttu hann ef hann söng "vitlaust". 

Ég ætla ekki að setja inn myndir fyrr en heim kemur...en þá LOFA ég að gera vel!

En nú ætla ég að halda áfram að hjálpa syssu minni...það er jú önnur ferming í dag ;)

Njótið dagsins, ef þið viljið, það ætla égHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Greinilega nóg að gera!

Njóttu heimsóknarinnar

Hrönn Sigurðardóttir, 22.3.2008 kl. 08:40

2 identicon

vá fjörið!!  hahaha  Gangi ykkur vel í dag ;)

Ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 09:59

3 Smámynd: Hugarfluga

Það er naumast! Bara rað-ferming!!? Njótið vel og good luck!

Hugarfluga, 22.3.2008 kl. 11:28

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk :) HAHAHA, rað-ferming, gott orð

SigrúnSveitó, 22.3.2008 kl. 11:30

5 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Mín var ánægjan:)

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 22.3.2008 kl. 11:48

6 identicon

þið systur eruð náttúrulega bara snillingar þegar kemur að því að halda stórveislur allar þrjár og ekki í vandræðum með að halda tvær slíkar á þremur dögum. Gott að vita af svona valkyrjum í sínum nánasta ranni þegar þar að kemur

Salný (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 12:14

7 identicon

Gleðilega páska

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband