Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Smá eymsli...

...í hnénu eftir Akrafjallsbröltið í gær.  En annað væri kannski óeðlilegt? Tekur tíma að þjálfa þetta hné...og ég fann líka smá fyrir því eftir hlaupið um daginn...það kom bara ekki strax.  Ég ætlaði að afneita því...en ákvað svo að vera skynsöm og taka lífinu með ró...ekki æða upp í 5 km á innan við mánuði!!  

Svo ég hef ekkert hlaupið eða neitt síðan.  En minn tími mun koma!! LoL Á meðan labba ég og hjóla og fer í smá fjallabrölt og þjálfa hnéð upp í rólegheitunum.  Tími til komin að hlusta á skilaboð líkamans...hef aldrei gert það og nú er ég orðin 36 ára og ætla að taka upp skynsemi!!!  

Annars bara allt í góðu, hitamælirinn sýndi 29° en það var *feik* því sólin skein á mælinn...!!  Enda hefði ég orðið mikið hissa annars!! En veðrið er gott, Jóhannes hjólaði á leikskólann - í minni fylgd - sá hvíta bílinn sem bakkaði á hann um daginn og sagði; "Mamma, er þetta hvíti bíllinn sem keyrði á mig?".  Jebbs. 
Í síðustu viku voru dagar sem Jóhannes fékk ekki að hjóla sökum mikilla láta í Kára Kuldabola...en nú var sko veðrið til að hjóla.  Og ég á eftir að hjóla slatta í dag...bíllinn minn er á verkstæði í Reykjavík...verið að reyna að koma rafmagni á kúluna svo það kvikni ljós á kerrunni...það er líklega bara ekki hægt á þessari árgerð...amerískt rafkerfi...ekki gott...!! 

En nú ætla ég að ná mér í kaffi og skella mér í lestur, skrif, símafund og allt það góða sem dagurinn hefur upp á að bjóða.

Eftir nokkra daga er þessi törn BÚIN!!!!!!!!!!! 


Jóhannes krútt...

...hann er svo ljúfur.  Alltaf að strjúka mömmu sinni.  Helst vill hann reyndar hafa hendina inni á brjósti á mér...hann langar mikið í lítið systkini...ekki svo mikið út af barninu heldur meira því hann vill að það komi mjólk í brjóstin...svo hann geti fengið brjóst!!  Drengurinn hætti á brjósti 11 mánaða, þannig að ekki ætti hann að muna eftir því...en hann hefur reyndar aldrei getað slitið brjóstatengslin alveg.  Pabbi hans segir að líklega eldist þessi brjóstaáhugi bara ekkert af honum...!! 

Hérna áðan þegar hann var að fara að sofa stakk hann hendinni inn á brjóst á mér og sagði; "Mamma, þú ert með eitthvað á brjóstinu...og það er HÖNDIN MÍN"...  Svo hélt hann áfram að strjúka mér eins blíður og hann er, strauk handleggina og bringuna.  Ég sagði við hann; "Voða er þetta notalegt, þú ert svo góður að strjúka mömmu".  Þá gellur í honum; "Þetta eru bara klærnar mínar".  

Já, klærnar...ekki veit ég hvað bjó að baki þessari setningu... Ég reyni að safna *gullkornum* frá börnunum og skrifa þau jafnóðum, annars gleymi ég þeim.  En hérna hef ég safnað nokkrum þeirra. 


ó mæ god...

...yngri sonur okkar keypti sér handtösku í fyrra...og alveg eins handa bestu vinkonu sinni...

...og ekki hefur hann horft á Stubbana...


Sérann...

Sr. Gunnar...er afmælisbarn dagsins.

Litli bróðir minn, hann séra Gunnar.  Þrítugur í dag, þessi "litli" kútur.

Man svo vel eftir því þegar hann var pínukríli og við þrjár stóru systurnar slógumst um að fá að halda á honum.  Þá vorum við 4, 5 og 6 ára...að verða 5, 6 og 7 um haustið/veturinn.

Hann var svo sætur, algert krútt og er reyndar enn ansi sætur Wink

Hef ekki grænan grun um hvort brósi hnýsist hérna inn...hann hefur amk. aldrei gert grein fyrir sér...(en það eru fleiri sem eru sekir um það...!!).

Hvað um það; ég sendi elsku brósa mínar allra bestu óskir í tilefni dagins.

Vona heitt og innilega að við sjáumst fljótt, og ef þú ert að lesa; Þú LOFAÐIR að koma við hjá mér næst þegar þú átt leið í bæinn!!! EKKI GLEYMA ÞVÍ!!!  Svo ætlum við að kíkja á ykkur þegar við förum á flakkið okkar í sumar Cool

Elsku Gunnar, megi Guð og gæfan fylgja þér um alla tíð, og sólin skína í hjarta þínu. 


*Stöndin*

Ólöf ÓskHér eru myndir af dóttir minni í dag, og bjarta veðrinu.  Skvísan var á Langasandi í ca 6 tíma í dag...!! Yndislegur dagur, veðrið ægilega gott og börnin léku úti meira og minna í allan dag.

Náði að skrifa slatta, spennó að heyra á morgun frá leiðbeinandanum...Smile

Tengdamúttan mín kíkti í kaffibolla - og ég var sko með köku handa henni og mér, ekki amalegt.  Tendóan mín var að koma úr fjallgöngu, og var á leið upp í Borgarfjörð.  Hún ætlaði reyndar ekkert að koma í kaffi, en stóðst ekki mátið þegar ég bauð henni í latte Wink

Ég og Jóhannes tókum svo smá rúnt með henni upp í Seljuskóga.  Einar er búinn að gera útlínur hússins með járni...þetta verður ágætlega stórt!!!  Tek myndir á morgun og set inn.

Einar og strákarnir hringdu í tengdapabba í morgun.  Hann er að flytja hingað á Skagann n.k. laugardag og er mikil spenna hjá strákunum að vera að fá afa í nágrennið.  Þegar við svo verðum flutt í húsið verða ca 100 m. milli okkar og hans.  Jóna (konan hans) kemur svo í haust, en hún ætlar að eyða sumrinu í sumarbústaðnum þeirra í Eyjafirði.  

Einar er núna á tónleikum með Deep Purple í Laugardalshöllinni.  Gaman hjá honum Happy

Svo veit ég ekki hverju fleiru ég get *logið* að ykkur...svo ég held ég skelli mér bara í bað.  Alveg ótrúlegt hvað hægt er að verða þreyttur í skokknum að sitja svona á rassinum heilan dag! Ég er ekki að ýkja en ég er með þreytuverki í fótunum!!!  

Sendi ykkur öllum mínar bestu kveðjur og óskir um að þið sofið öll rótt og eigið sæta drauma. 

image hosting file hosted images

 


10°C...

...í forsælu.  Meira þarf ekki til, dóttir okkar er farin á *ströndina*!!  Kom heim rétt í þessu og náði í handklæði...ég bannaði henni þó að fara í sjóinn...!!

Einar og drengirnir eru uppi í lóð að gera og græja.  Á morgun kemur Ingvar og hann og Einar byrja á sökklinum.  Það er margt sem þarf að vinna svona fyrirfram, undirbúningsvinna...m.a. skera 1000 járn (man ekki málin á þeim)...já, 1000 bara fyrir sökkulinn!!  Gott að ég er ekki að gera þetta...húsið yrði hrunið eftir vikuna...hef ekki vit á þessu...!!

Hins vegar hef ég vit á ýmsu öðru.  Fór í gær á góðan stað og hitti fullt af fólki og það var ótrúlega gefandi að fá að tala þar.  Stórkostlegt.  Hitti þar góða vinkonu, fékk knús og spjall.  Æði pæði.  

Lífið er svo yndislegt, ég er með hjartað fullt af kærleika og langar mikið að knúsa heiminn.  

Á þriðjudaginn fáum við svo yndislegt fólk í mat, ameríkana sem við höfum ekki hitt í rúm 3 ár.  Oooohhh, það verður svo gaman.  Þau eru algerir gullmolar, og okkar fyrirmyndir að svo mörgu leiti. 

Knús&kærleikur til ykkar allra þarna úti Heart


Klúður!!

Ég er með svolítið skítinn haus.  Hausinn minn hugsar stundum; "This time it WILL BE different".  Þetta á við ýmislegt. T.d. þegar ég fer í mína frægu sykurþráhyggju og hausinn á mér segir mér að núna verði þetta öðruvísi, að í þetta skiptið geti ég haft stjórn á því magni sem ég læt ofan í mig af hinum ýmsu sætindum.  EN það hefur ekki reynst vera rétt hingað til.

Það sem ég gerði í morgun, og hefur skapað mér alvarlegan höfuðverk, er þó ekki sykurát eða neitt slíkt. Nei, ég fór í sturtu og tók um það meðvitaða ákvörðun að prófa að þvo mér með sturtusápu með vanilluilmi.  Mér finnst þessi lykt SVO góð.  

Ég hefði betur sleppt því...því ég er jú með ilmefnaofnæmi...svo nú er hausinn á mér að springa í tætlur, mig svíður í augun og klæjar í nefið!!!

Ég varð að sannreyna þetta...og hefði betur sleppt því!!!  

Svo héðan í frá, eins og undanfarin ár, ætla ég að halda mig frá sápum og kremum sem innihalda ilmefni!!!  Og hana nú.

Vissuð þið að það eru ógeðslega mörg efni sem geta framkallað einkennin, eða hreinlega skapað ofnæmi hjá fólki?  Þá er ég að tala um ilmefni og ilmefnaofnæmi.  Ég á lista, frá Matas, þar sem talin eru upp 26 sértaklega ofnæmisframkallandi ilmefni, sem eru í snyrtivörum!!!  

Ég tók þetta mál upp á leikskólanum...það voru ákveðnar konur (sérstaklega þó ein) sem notuðu slatta af ilmvatni.  Það er sýnt og sannað að börn eru sérlega viðkvæm fyrir ilmefnum og geta auðveldar en fullorðnir þróað ofnæmið.  Það var svakalegt að sjá hversu mikla vörn sumir fóru í...upplifðu þetta sem persónulega árás (amk miðað við viðbrögðin)...en það kom gott út úr því...því ilmvatnsnotkunin minnkaði mikið í kjölfarið.

Leiðinlegt þegar fólk tekur þetta sem persónulega árás.  Jóna, fallega yndislega vinkonan mín, væri farin í ævilanga fýlu við mig ef hún tæki þessu sem persónulegri árás Wink

En nóg um ilmefni og mitt leiðindaofnæmi.

Jæja, best að halda áfram að læra...


Enn einn dagur

Ég sit hér við tölvuna og mér er skítkalt...það er kalt úti...norðanbelgingur (held ég...).  Ég er kuldaskræfa af Guðs náð, og þannig hef ég alltaf verið.  

Man einu sinni fyrir langa löngu...þáverandi kærasti minn brá sér til Reykjavíkur...þegar ég skreið undir sæng um kvöldið fann  var ein bjórdós, ullarsokkar og miði sem á stóð; "Skelltu í þig öllaranum, skelltu á þér ullarsokkunum og þér ætti að hlýna á tánum".  Þarna var ég 18 ára...svo það var ekki ungmeyjahitanum fyrir að fara...amk ekki í tánum...og núna er ég 36 og mér er enn kalt á tánum!!  Varla er það kerlingarkuldi...LoL

Jamm, þetta var smá flashback...  Einu sinni gat ég ekki munað neitt jákvætt um þennan blessaða mann, en það get ég í dag.  Eftir að ég sættist við fortíðina mína þá fór mér líka að þykja vænt um persónur og atburði í fortíðinni, því það er nú einu sinni þannig að allt hefur þetta átt sinn þátt í að gera mig að þeirri sem ég er í dag, og ég er mjög sátt við sjálfa mig eins og ég er í dag.  Svo þetta er gott mál allt saman.

En nú ætla ég að hætta að röfla og demba mér í verkefni dagsins...var að tala við Annemarie, svo við vitum hvað er mál málanna í dag...og næstu daga...

Eigiði ljúfan dag, elskurnar.

 

Image hosting codes

 


Langisandur...

...aftur í gær.

Hélt ég myndi æla...


...þegar ég verð stressuð og kvíðin þá verður mér mjög óglatt.  Þannig leið mér í gærkvöldi.  Ég var með mega hnút í maganum, var ekki að sjá fram á að ná að klára verkefnið...og ég er ekki alveg til í að bíða fram í lok janúar með að klára...

...hringdi í vinkonu sem sagði mér að fara á hnén og sleppa tökunum...ég hálf urraði á móti; "Ég fór á hnén í morgun" og hún svaraði; "Farðu AFTUR Á HNÉN!!". 

Ég viðurkenni hér að ég gerði það ekki...hins vegar leitaði ég ÆM í örvæntingu þegar ég var komin upp í rúm... 

...skreið þangað kl 22, alveg búin á því.  Um leið og ég lagðist á koddann var ég GLAÐVAKANDI og ekki glæta að ég gæti sofnað...

...var gráti næst...

...Einar peppaði mig upp.  Gott að eiga góðan mann InLove

Einar efast aldrei um hæfileika mína, amk. ef hann gerir það þá lætur hann mig ekki finna fyrir því.  Hann trúir á mig, og að ég geti þetta.  Það hefur oft verið þörf á hans peppi gegnum þetta nám.  Þegar ég hef verið að drulla á mig fyrir próf...eða bara þegar ég hef verið að gefast upp undan álagi.  

Hefði ég vitað hversu mikið álag þetta væri, að vera í þessu námi og með stóra fjölskyldu þá hefði ég kannski aldrei lagt í það...sem betur fer vissi ég það ekki LoL

Vegna þess að þetta er alveg að verða búið og ég er ALIFE AND KICKING!!!

 

Sports Gif Images

 

Og klár í slaginn í dag!!  Búin að spjalla við Annemarie og Lis (leiðbeinandinn okkar) og Lis segir okkur á réttri leið (aftur...við villtumst aðeins af leið um daginn...og erum að komast inn á rétta braut aftur...).  Svo þetta lítur allt vel út, en MIKIL vinna framundan...ca 18 bls. eftir af 30...og 11 dagar til stefnu.  En það er rúmlega 1 bls. á dag svo við náum þessu sko alveg!!!  

 

Ég er glöð í hjarta og bjartsýn í dag.  Líður miklu betur og ógleðin fokin út í veður og vind.  Búin að rabba við ÆM í dag, og geri það aftur ef þörf krefur.  Best að taka leiðsögn Cool

 

Ást... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband