Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
23.5.2007 | 21:18
Ég hef fundið þetta á mér...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.5.2007 | 21:13
Flóð og fjara
Hvar get ég komist að því hvenær er flóð og hvenær er fjara? Er ekki til einhver heimasíða sem sýnir slíkt?
Mig langar nefninlega að prófa að hlaupa á Langasandi, fann að malbikið er of hart fyrir hnéð mitt þó ég fengi ekki verki, en ég nenni ekki að dressa mig upp í hlaupagallann og komast svo að því að það er háflóð...
...ef ég byggi í Himnaríki þá gæti ég kíkt út um gluggann og séð það...en ég bý bara í nágrenni Himnaríkis
Smá pælingar í mér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 12:28
Þakklæti
Ég er svo þakklát fyrir ykkur öll, fjölskyldu, vini, bloggvini. Það er svo gott að fá svona feedback frá ykkur og lesa það sem þið skrifið, að þið hafið öll trú á mér, þegar ég missi trúnna á eigin getu um stund.
Takk elskurnar
Ég get sagt ykkur að ég var að tapa mér hérna áðan. Yfirbúinn spilaði Vilhjálm Vilhjálmsson á ansi háum styrk...ekki misskilja mig, venjulega ELSKA ég V.V. en akkúrat í dag var V.V. ekki það sem hjálpaði mér við einbeitinguna...
...en í stað þess að rjúka upp með kústinn til að berja aumingjans konuna...(já, mér flaug það í hug...) þá ákvað ég að taka mér smá pásu og hjóla á pósthúsið og póstleggja bréf fyrir eldri son minn. Sem ég og gerði.
Fékk yndislegt, frískt loft í lungun. Kom við í Einarsbúð og spjallaði við Einar kaupmann um veðrið - sem er yndislegt, 12° og sól, og EKKI rok á Skaga í dag
Keypti tilbúinn pastarétt - a-la-Einarsbúðar-pasta - og það mallar í ofninum núna. Það þarf kaloríur fyrir heilann þessa dagana!!! Og hana nú!!!
Best að vekja bóndann...húsbyggingastúss bíður hans...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.5.2007 | 08:28
að gefast upp...
...fengum bakslag í gær...höfðum verið á villigötum með verkefnið...leiðbeinandinn segir samt að við höfum ekki sóað tímanum...en við upplifum það samt þannig...akkúrat núna sé ég ekki fram á að þetta verði nokkurntímann búið...
...held ég ætti að skella mér á hnén og spjalla við ÆM...og svo í hugleiðslu og sjá hvað ÆM hefur við mig að segja...
...jamm, ætla að gera það snöggvast...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.5.2007 | 10:56
Verð að deila með ykkur...
...gleði minni.
Ég fór út að hlaupa áðan, í fyrsta sinn síðan hnéð klikkaði (liðþófinn rifnaði) í október 2005!!! Júbbí, ég komst þangað sem ég ætlaði mér og fann ekki fyrir verk í hnénu. Nú treysti ég á að hann komi heldur ekki á eftir!!!
Þegar ég byrjaði að hlaupa í byrjun árs 2004 hljóp ég eftir hlaupaprógrammi frá Iform, ægilega fín, ný hlaupabók. Sem gengur út á að komast upp í 5 km á 10 vikum, hægt og rólega.
Nú, ég hef lesið um fullt af fólki sem þjálfar sig upp í 5 km á MIKLU styttri tíma...og ég er ekki sérlega þolinmóð þegar kemur að svona...ég vil árangur - STRAX!!!. Svo ég ákvað að kíkja ekki í bókina að þessu sinni...hún segir að ég eigi að hlaupa held ég í 1 mínútu fyrsta daginn og labba eitthvað ákveðið lengi og svo framvegis...
Núna gerði ég þetta svona: Ákvað hvaða vegalengd - eða hvaða leið öllu heldur - ég ætlaði, labbaði smá, rösklega til að hita upp, og svo hljóp ég...í rúmar 7 mínútur og er yfir mig ánægð með árangurinn.
En nú er málið náttúrlega lestur...vorum að tala við leiðbeinandann okkar...og það er sumt sem þarf að breyta og bæta...svo nú verður lesið og skrifað fram eftir degi!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
21.5.2007 | 23:44
Sveitin mín fríð, sveitin mín fríð...
...María sys setti þessa mynd út á heimasíðuna hjá ungunum sínum, sérstaklega fyrir mig og Rænku frænku.
Takk María, ég er enn að þurrka tárin eftir að hafa skoðað myndirnar...sakna ykkar allra SVO MIKIÐ!!!
En ég hugga mig við að ég sé ykkur eftir rúman mánuð...Þá verður sko glatt á hjalla
En ég er sem sagt búin að fara og þrífa ógeðslega skítug eldhús á heimavist Fjölbrautaskólans (júbbí, mér tókst að skrifa FJÖLBRAUTARSKÓLI!!! ...segi nefninlega alltaf óvart verkmenntaskólinn...) og það var nú aldeilis ljómandi gaman...amk var gaman að drekka kaffi og hlusta á vistarmömmuna segja sögur á eftir...
En núna ætla ég að gera mér lítið fyrir og skutla mér í bælið...áður en ég fer og fæ mér að borða...því ég er SVÖNG!!!
Góða ótt, elskurnar mínar, nærri og fjarri...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.5.2007 | 18:40
Búin að vera...
...ég er SVO þreytt. Og finnst ég hljóma eins og gömul plata...alltaf þreytt...en ég trúi því og treysti að þetta gangi yfir þegar verkefnið er í höfn...það fer SVO mikil orka í þetta blessaða verkefni. Þó ég sitji ekki og lesi og skrifi 24/7 þá er hausinn að vinna, vinna, vinna.
Eiginlega dauðsé eftir að hafa lofað mér í þrif á heimavistinni í kvöld...sem er fjáröflun fyrir Esbjerg-farana 2008...sunddeildin sko...og Ólöf Ósk er í þessum hóp...annars væri ég ekki með!!! Það er á hreinu. Ætti kannski að bjóða sunddeildinni upp á að koma og þrífa hjá mér/okkur...og borga þeim fyrir... Nei, held ekki...ég þríf bara eftir að verkefninu hefur verið skilað...ekki að ég þurrki ekki rykið af gólfunum...því það geri ég oft í viku...ekki veitir af...en hins vegar þarfnast gólfið alvarlegarar SKÚRINGAR!!!
Kannski ráð að bjóða Rænku frænku, Elínu sys og Huldu svilkonu í heimsókn...híhí...þeim myndi eflaust blöskra...og hver veit nema þær myndu ráðast á drulluna Ég þyrfti að smitast af smá þrifgleði frá þeim... Eða nei annars, þess þarf ekki, mér líður bráðvel í minni/okkar drullu, eins og Einar segir; "Þetta er hreinn skítur"!!!
Við erum á fullu að skipuleggja Danmerkurvikuna...vitandi hversu skipulagðir danir eru. Reyndar smitaðist ég allsvakalega af þessu á þessum 9 árum í Danaveldi og þoli ekki - endurtek ÞOLI EKKI - þegar það er boðað í afmæli eða á fundi með 1-2 daga fyrirvara.
Var einmitt að fá fundarboð fyrir foreldrafund í sunddeildinni sem verður á miðvikudaginn. Reyndar er þetta mjög tímanlega gert í þetta skiptið, ekki óalgengt að fá fundarboð samdægurs...eða í mesta lagi kvöldi fyrir fund.
En svo ég komi mér aftur að Danmerkurferðinni þá hafði ég samband við Áslaugu vinkonu mína og hún tók að sér að hafa opið hús sunnudaginn 24. júní fyrir leynifélagasvinina. (Þið vitið hver þið eruð og endilega takið daginn frá...þið vitið líka hvar Áslaug á heima...annars verið í bandi!!!)
Svo virðumst við vera búin að skipuleggja nánast alla vikuna, hvern á að heimsækja hvenær og hversvegna. Jón Ingvi ætlar að upplifa Sankt Hans með Camilla, vinkonu sinni, eins og s.l. sumar. Á meðan reikna ég með að við eyðum kvöldinu með nokkrum börnum og foreldrum úr *gamla* bekknum hennar Ólafar Óskar.
Jæja, verð víst að fara að lesa fyrir drengina...svo ég komist sem fyrst í þrifin...því fyrr sem ég mæti því fyrr kemst ég heim...að sofa!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.5.2007 | 10:47
Í rigningu ég syng...
...eða sko í slyddu. Hér er svo dimmt yfir að ég þarf að hafa öll ljós kveikt til að rata um íbúðina!!
Bíddu við...nú skín sólin. Alveg er þetta yndislegt, heyrði eitt sinn sagt; "Ef þér líkar ekki veðrið á Íslandi...bíddu þá í 5 mínútur!"!!! Og mikið rétt.
Annemarie var einmitt svo heilluð yfir þessum veðraskiptum þegar hún var hér í síðustu viku. Hún fór út að reykja í blíðu og næst þegar hún fór út var rok og rigning...og svona gekk þetta. Annars var hún sérlega heppin með veður, það var sól nánast allan tímann sem hún var hér...og svo held ég svei mér að hún hafi þakkað fyrir sig með að taka sólina með til Danmerkur!!! Iss piss...ekki stólandi á þessa útlendinga (danir eða lettar...Jóna...!!).
Jæja, þarf víst að halda áfram að vinna...
Ég var að tala við Salný, mágkonu mína, og ætla að skella mér í Eirberg á fimmtudaginn og hlusta á hana kynna lokaverkefnið sitt þar. Hún er að klára ljósmóðurnámið sitt. Spennandi.
Jæja...ég er farin...túttilú...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.5.2007 | 10:29
Leiðindakvöld
Við vorum með leiðindakvöld í gær. Fyrir þá sem ekki vita hvað það er, þá er þetta fjölskyldukvöld þar sem ekki má vera kveikt á sjónvarpi eða tölvu, heldur ekki á símum. Fjölskyldan gerir eitthvað saman.
Við vorum ekki búin að ákveða fyrirfram hvað við ætluðum að gera, og lærðum af því. Það var ósamkomulag um hvað skildi gert, einn vildi gera kvikmynd, annar vildi spila matador...svo var líka einn sem var alsæll með að skoppa um...
Einar kom svo með hugmynd sem sló í gegn hjá öllum; klæða okkur og fara út!! Sem við og gerðum. Fórum á Langasand...en það var reyndar fljóð svo við urðum að labba langleiðina inn að Höfða áður en við komumst niður á sandinn.
En það var rosa gaman. Hlaupið um og hoppað og skoppað. Hlaupið niður að sjó og svo á fullri ferð upp aftur til að verða ekki blaut í fæturnar þegar öldurnar komu.
Þar sem við vorum komin svona nálægt Höfða ákváðum við að kíkja inn til ömmu Báru, sem varð að vanda glöð að sjá okkur. Hún klikkaði heldur ekki á að eiga nammi og gos í ísskápnum og börnin nutu góðs af því.
Á leiðinni til baka röltum við aftur á sandinn, og fundum aftur krabbann sem hafði orðið á vegi okkar á leiðnni inn að Höfða. Hann var lifandi, en virkaði frekar slæptur.
Við fundum líka flotta steina, skeljar og krabbaskel...og krabbakló, sem féll vel í kramið hjá Jóni Ingva.
Þetta var svakalega velheppnuð ferð, allir mjög ánægðir.
Heima lá pabbi (minn). Hann er lasinn, aumingjans karlinn.
Það verður væntanlega letidagur í dag...með einhverjum pirringi...því börnin fóru SEINT að sofa...það er vökukeppni á leiðindakvöldum...og nú eru allir þreyttir...og frekar stuttur þráður í sumum...
Bloggar | Breytt 21.5.2007 kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar