Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Fyrir græna manninn í Herlev...

...ég var beðin að koma með tilkynningu... Það eru komnar myndir af *projekt HUS* inn á heimasíðu barnanna.


Stúlkan með barbiehárið...

...er að leggjast í bað, ætlar að liggja þar vel og lengi með mikla hárnæringu í hárinu...og reyna að fá sitt eðlilega hár aftur...Bláa Lónið fer ekki vel í hennar hár, það er á hreinu.

Svona rétt áður en ég skelli mér í lestur dagsins;

- Einar og strákarnir eru farnir upp í Seljuskóga...alltaf nóg að bralla þar.  

- Ef ykkur langar að fá hugmyndir af góðum mat þá kíkið hér

- Nú er ég hætt að bulla og farin að læra!!!

Njótið dagsins, það ætla ég að gera Heart


Óspennandi og fullt af túristum

Já, ég er að tala um bláa lónið.  Hins vegar er umhverfið stórkostlegt, og mjög sérstakt að sjá blátt vatn mitt úti í hrauni.  

Sjálft bláa lónið finnst mér óspennandi, og allt öðru vísi en það var þegar ég fór þangað síðast...held örugglega að það hafi verið 1991...frekar en 1988...!!  

Annemarie fannst þetta stórmerkilegt, en vildi bara stoppa stutt.  Ólöf Ósk hefði náttúrlega getað legið þarna allan daginn, en hún elskar vatn svo það eru ekki nýjar fréttir.  Hins vegar er hárið á henni eins og barbiehár á eftir...svo ég veit ekki hvort hún vill fara aftur!!

Við mægður komum við í miðborg Reykjavíkur á leiðinni heim.  Áttum erindi á Laugaveginn.  Vá, æðislegt veður þar.  Hefði sko verið til í að vera með fullt af peningum...skreppa í búðarráp...og sitja svo á kaffihúsi fram á kvöld og hafa það náðugt.  En það verður seinna...þegar ég verð orðin rík á því að vera hjúkka!!! HAHAHA....LoL

Heima var Jón Ingvi, hann fór til eyrnalæknis (með pabba sínum) meðan ég var í burtu...annað rörið dottið úr, svo nú er engin ástæða að hafa eyrnatappa í vinstra eyra meir.  Við vonum það besta, svo hann sleppi við aðra röraísetningu með haustinu!!

Jóhannes fékk stuð í puttann uppi á byggingasvæði.  Hann var að skoða heiminn og rakst þar á óvarinn rafmagnskaðal...snertir sennilega ekki slíkt aftur.

Litli molinn minn.  Ég þarf alltaf að vera að knúsa þetta skinn...meira en venjulega...og kreista hann vel...ég er svo þakklát fyrir að hann er heill á húfi eftir að atvikið með bílinn um daginn.  

Já, og svo er pabbi kominn heim frá Hong Kong og er hann að spá í að kíkja á okkur um helgina.  Alltaf gaman og gott að fá hann í heimsókn.  Yndislegur hann pabbi minn.

En nú ætla ég að leggjast upp í rúm og hvíla lúin bein...og svo er það harkan sex á morgun...læri, læri, lær...(sko ekki lambalæri eða neitt slíkt, nema NÁMlæri...!!!).

Kærleikur til ykkar og gætið þess að hafa ekki fangið svo fullt af fortíðinni að það sé ekki pláss fyrir nútíðina. 


Jæja

Uppgefin eftir daginn.  Var að tapa mér úr geðvonsku, eða öllu heldur innri pirringi áðan.  Fannst hvorki ganga né reka (segir maður ekki svona annars?) með verkefnið...en ég var líka orðin þreytt og þá þýðir lítið fyrir mig að sitja lengur við.

Svo við hættum í dag.  Tek kannski smá pælingu í kvella, hver veit?!

Var lækkersulten og bjó því til köku...allir hinir að japla á nammi...ég bjó til þessa köku, en breytti kreminu svo kakan var svona:

botn
1/2 bolli heslihnetur
1/2 bolli kasjúhnetur
1 bolli döðlur
1/2bolli kakóduft
2 msk kókosolía
1 tsk vanilluduft
1/2 tsk kanill

Setjið hneturnar í matvinnsluvél og malið fínt bætið síðan restinni að
uppskriftinni út í og blandið vel saman . Setjið í kökuform

krem
1 poki frosin jarðarber
agavesýróp (bara slatti...þar til berin voru ekki súr)
smá vatn
ca 1 dl rjómi

mixað vel saman í matvinnsluvélinni fínu og skellt á kökuna. 

*SLAFR...*

Annars lítið að frétta.  Sumarið að nálgast á feiknihraða.  Ýmislegt að gerast í sumar.  Gaman, gaman. 


ÞREYTT

Ég er svo útkeyrð eftir daginn.  Finnst ég samt ekki hafa gert neitt...

...ástæðan fyrir því að mér finnst ég ekki hafa gert neitt er að við höfum ekki SKRIFAÐ neitt.  Enginn sjáanlegur árangur eftir daginn.  Samt hefur mikið gerst í verkefninu í dag.  Við erum búnar að lesa slatta, búnar að spjalla mikið fram og tilbaka.

Fórum á kaffihúsIÐ í hádeginu...annan daginn í röð!!!  Nauðsynlegt að komast út, burt frá bókinum, labbitúr, njóta veðurblíðunnar, borða beyglu og drekka kaffi (drekkum reyndar mikið kaffi hérna heima líka...en kaffi er gott...MIKIÐ kaffi MIKIÐ gott!!).  

En þessi tími sem við notum í rölt og kaffihús er samt ekki ónýtur því við spjöllum fram og til baka um verkefnið í hverri ferð.  Gott mál.

Á morgun er síðasti dagurinn okkar saman, face to face.  Svo skutlum við Ólöf Ósk Annemarie á völlinn á föstudaginn og förum í Bláa lónið á leiðinni á völlinn.  NICE.  

En nú er ég þreytt, ætla að slappa af.  Er með hausverk sem vonandi hverfur.  Finn að ég er farin að fá einhver stresseinkenni...pressa á okkur með verkefnið... En þá er að skutla mér á hnén og rabba við ÆM og fara svo í góða hugleiðslu og ég kem meiru í verk á eftir.  

LOVE to all of YOU. 


Fékk sjokk...

...en er nokkurnveginn búin að jafna mig.

Þegar ég og Jóhannes hjóluðum upp í leikskóla í morgun var bakkað á drenginn.  Sá sem bakkaði á hann var að bakka út úr bílastæði heima hjá sér, yfir gangstétt, og hann sá mig, en bakkaði samt...  Hann sá ekki Jóhannes.  Jóhannes var sem betur fer kominn svo langt að bíllinn lenti á afturdekkinu á hjólinu hans.  

Shitt...þetta var hræðileg lífsreynsla.  Ég var svo gersamlega vanmáttug, gat ekkert gert, sá hvað var um það bil að gerast en gat ekkert gert til að hindra það.  

Jóhannesi brá að sjálfsögðu, og meiddi sig í öðrum fætinum þegar hann valt út á götu.  En hann var fljótur að jafna sig og gat staðið og hjólað...svo hann hafði ekki tíma til að bíða of lengi...vildi hjóla meira!!  

Maðurinn var í sjokki líka.  Fór ekki fyrr en hann var búinn að fullvissa sig um að ég fyrirgæfi honum. 

Ég hins vegar brotnaði saman þegar við komum upp í leikskóla.  Hristist og skalf inn í mér, og hágrét.  

Konurnar hans Jóhannesar (leikskólakonurnar mínar, eins og hann kallar þær) ætla að fylgjast með honum og hringja í mig ef eitthvað er.  Sem ég held ekki að verði.

Þetta var ekki skemmtileg lífsreynsla og ég vona að ég eigi aldrei eftir að upplifa neitt þessu líkt nokkurntímann aftur.

Sendi kærleika út í universið Heart


15. maí 2007

15.05.´99

Í dag eigum við skötuhjúin 8 ára brúðkaupsafmæli. Sagt er; time flyes when you are having fun, aðset hring á þinn fingur það er sko engin lygi!!! Við giftum okkur fyrst 1999, í ráðhúsinu í Helsinge. María systir var með okkur, og Ólöf Ósk (þá 3½ árs). Þetta var mjög ópersónulegt, fljótt afstaðið og við vorum ákveðin í að gifta okkur aftur...some day.  En eftir því sem frá leið þótti Einari það bara vitleysa að endurtaka leikinn...við værum gift og endurnýjun á þessu myndi litlu breyta.

EN ég krafðist þess að fá ALVÖRU brúðkaup, með presti og gestum og veislu og köku og öllu tilheyrandi!!  Á 5 ára brúðkaupsdaginn okkar, 2004 bara 15. maí aftur upp á laugardag og við ákváðum að skella okkur í þetta. 

Að morgni 15. maí 2004 vöknuðum við snemma og fórum út að hlaupa, í svarta þoku...ég fór í greiðslu og kom út af hárgreiðslustofunni stuttu fyrir hádegið...og það fór að rigna...ekki alveg eftir planinu þar sem athöfnin átti að fara fram utan dyra og við ekki með neitt varaplan.

very happýEn Guð var með okkur í liði og stuttu áður en veislugestir fóru að hópast að, kom sólin fram og skein á okkur það sem eftir lifði dags. 

Við héldum sjálfa athöfina við varðeld við skátaheimilið í Græsted.  Það var gengið í skrúðgöngu frá veislustaðnum að skátaheimlinu.  

Þetta var einn yndislegasti dagur lífs okkar. 

Salurinn var fullur af yndislegu fólki, sem kom víða frá til að fagna með okkur.  

Það gerðist reyndar það að kokkurinn sem ætlaði að elda með okkur fór á fyllerí tveimur dögum fyrirmeð börnum og presti brúðkaup...en þá var gott að eiga góða vini, því það flykktist að fólk á föstudeginum - 14. maí - til að hjálpa okkur.  Það þurfti að versla mat, forsteikja kjöt, skera grænmeti í löngum bönum...gera súpuna klára, skreyta salinn og svo framvegis.  En með góðra vina hjálp var auðvitað allt tilbúið og hefði ekki getað verið fullkomnara - ekki í okkar augum amk.  Þetta var eins og það átti að vera.

Við fengum vini okkar, Jónas og Bryndísi til að syngja fyrir okkur. 

Jónas söng, frá Einari til mín; 

Bryndís vinkona söng, til Einars frá mér;


Já, þetta var yndislegur dagur.  Sem við höfum lifað aftur og aftur, í minningunni.  Við vorum svo heppin að Roy tók videó, sem við fengum svo hjá honum, frábærlega skemmtilega klippt með tónlist og myndum.  Alger perla að eiga.

kakan skorin


Það er byrjað...

...AÐ GRAFA!!!!!

Dance Clip Images # 176266

Komin RISA stór hola, ca 18x18 metrar!!!  Ooooohhh, nú er þetta að gerast.  Svakalega spennandi.  Geri ráð fyrir að það detti inn myndir very soon...læt ykkur vita.

 

Annars ekkert að frétta.  Við bara vinnum í verkefninu og njótum lífsins þess á milli...og reyndar líka á meðan.  

Skrifa meira síðar. 


Sunnudagur til sælu

Annemarie við StrokkAfmælisbarn dagsins er Annemarie Smile 48 ára konan.  Hún átti líka brúðkaupsafmæli í gær.

Við röltum í bæinn og á kaffihúsIÐ.  Bauð afmælisbarni dagsins upp á Latte og köku, hnetuköku sem var víst sjúklega góð - ég trúi henni.  

Náðum að klára að skrifa tvo hluta af verkefninu, sem var frábært.  

Tengdamamman mín yndislega skutlaðist til Keflavíkur og náði í Ólöfu Ósk á sundmótið.  Ég ætlaði svo að skutlast í Hafnarfjörðinn og ná í dömuna, en yndislega tengdóið mitt skutlaði dömunni heim og létti mér þar sem lífið slatta.  Einar sofandi eftir dagvakt...á leiðinni á næturvakt...svo það var kærkomið að sleppa við að skutlast.  Gott að eiga góða að Heart

Á morgun ætlum við svo að "tematisere" efnisviðinn okkar...og fara svo í að "analysere"...Stuð hjá okkur.   


Ferðin í gær...

...var mjög vel heppnuð.  Annemarie var yfir sig hrifin af landinu *okkar*.  Hvað annað.  Hún spurði ýmissa spurninga sem ég hef aldrei spáð í...og gat því ekki svarað.  Verð greinilega að undirbúa mig betur næst...læra heima...áður en við fáum gesti næst... Cool

Ég skellti inn myndum á heimasíðu barnanna í gærkveldi. 

Eins og er sitjum við sveittar yfir verkefninu, Jón Ingvi situr inni og glápir á mynd (þarf að taka þetta fastari tökum eftir verkefnaskil...) og Jóhannes skottast kringum okkur.  Annemarie er úti að reykja...svo ég notaði tækifærið til að blogga smá.

Meira síðar...túttilú... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband