Leita í fréttum mbl.is

Fékk sjokk...

...en er nokkurnveginn búin að jafna mig.

Þegar ég og Jóhannes hjóluðum upp í leikskóla í morgun var bakkað á drenginn.  Sá sem bakkaði á hann var að bakka út úr bílastæði heima hjá sér, yfir gangstétt, og hann sá mig, en bakkaði samt...  Hann sá ekki Jóhannes.  Jóhannes var sem betur fer kominn svo langt að bíllinn lenti á afturdekkinu á hjólinu hans.  

Shitt...þetta var hræðileg lífsreynsla.  Ég var svo gersamlega vanmáttug, gat ekkert gert, sá hvað var um það bil að gerast en gat ekkert gert til að hindra það.  

Jóhannesi brá að sjálfsögðu, og meiddi sig í öðrum fætinum þegar hann valt út á götu.  En hann var fljótur að jafna sig og gat staðið og hjólað...svo hann hafði ekki tíma til að bíða of lengi...vildi hjóla meira!!  

Maðurinn var í sjokki líka.  Fór ekki fyrr en hann var búinn að fullvissa sig um að ég fyrirgæfi honum. 

Ég hins vegar brotnaði saman þegar við komum upp í leikskóla.  Hristist og skalf inn í mér, og hágrét.  

Konurnar hans Jóhannesar (leikskólakonurnar mínar, eins og hann kallar þær) ætla að fylgjast með honum og hringja í mig ef eitthvað er.  Sem ég held ekki að verði.

Þetta var ekki skemmtileg lífsreynsla og ég vona að ég eigi aldrei eftir að upplifa neitt þessu líkt nokkurntímann aftur.

Sendi kærleika út í universið Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kærleikur móttekinn og er sendur tilbaka þetta hlýtur að hafa verið hræðilegt!! Og aumingja maðurinn, örugglega hræðilegt að lenda í þessu.

Úrsúla Manda (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 09:06

2 identicon

Elskan mín, þetta var ekki gaman, ég ætla líka að vona að þetta gerist ekki aftur. Gott að enginn slasaðist.

Knús

jóna björg (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 09:47

3 identicon

Til hamingju með daginn í gær, hugsa en um hvað það var leiðinlegt að ég komst ekki í brúðkaupið, en er samt glöð að hafa orðið ljósgjafi :)

Sindri verður glaður að sjá að það sé byrjað að grafa, hann er voða spenntur yfir þessu öllu saman. Var að velta fyrir sér afhverju ekkert gerðist.

ást til þín 

jóna björg (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 09:57

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, þetta var ekki skemmtileg lífsreynsla en ég er mjög þakklát fyrir að enginn slasaðist.

Já, ég hugsaði líka til þín í gær Jóna, því þú varst ekki með.  En ég er líka þakklát fyrir að þú ert ljósgjafi.  Og endalaust þakklát fyrir að þú ert hluti af lífi mínu

Þú getur sagt Sindra að það er búið að fylla upp í holuna, Einar er búinn að kaupa videókameru...svo þetta verður allt filmað í bak og fyrir og hann með fullt af reynslu til að gefa þegar það kemur að ykkur

SigrúnSveitó, 16.5.2007 kl. 10:10

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

gríp kærleikann og sendi hann tvöfaldan til baka til þín. Hræðileg lífsreynsla en gott að þetta fór vel.

knús

Hrönn Sigurðardóttir, 16.5.2007 kl. 11:48

6 identicon

úff, en hræðilegt. En gott að það fór betur en á horfðist, lán í óláni. Vona að þið jafnið ykkur fljótt á þessu. Og farið varlega í umferðinni

Jóhanna (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 14:28

7 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, nú verður farið enn meira varlega.  Þó mér þyki við hafa farið varlega fyrir þá er víst aldrei of varlega farið.

Ég fann þegar ég sótti hann áðan að þá fór ég næstum að gráta aftur, ég er svo þakklát að það gerðist ekkert alvarlegt. 

SigrúnSveitó, 16.5.2007 kl. 16:58

8 Smámynd: Hugarfluga

Æ, kellingin mín. Ekki lífsreynsla sem maður vill lenda í. Vona að það sé allt í lagi með ykkur öll.

Hugarfluga, 16.5.2007 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband