Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
12.5.2007 | 10:49
Góðan og blessaðan...
Ég er búin að fara og KJÓSA RÉTT!!! Að sjálfsögðu!!!
Er tilbúin í daginn, komin í ferðagallann. Bara eftir að gefa bílnum að drekka, svo er allt klárt.
Megið þið eiga góðan dag og dansið saman í eilífri lukku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.5.2007 | 22:51
Stutt blogg aftur...
...byrjaði á að sofa yfir mig...hafði óvart stillt klukkuna á 7.50 í stað 6.50...svo börnin komu of seint í skólann...
...hjólaði með Jóhannesi í leikskólann og svo upp í skóla með spil til Jóns Ingva...í fartinni gleymdum við að það var dótadagur...
...verkefnismál...búnar að gera eitthvað...búnar að diskutera helling...langaði að tímabili að rífa í hárið á mér og orga...þetta verkefni "trækker tænder ud"!!! En samvinnan gengur frábærlega. Yndisleg hún Annemarie...
...Ólöf Ósk farin á sundmót og kemur fyrst heim á sunnudaginn. Hún var spennt og ánægð þegar ég sagði bless við hana við rútuna kl. 19.20 í kvöld...
...kosningar á morgun...(úff...!!!)
...ég og Annemarie ætlum að skella okkur á Þingvelli, Gullfoss og Geysi...
...Einar og strákarnir ætla að hugge sig heima, strákarnir nenna engan veginn í svona tilgangslausa ferð. Þeir geta látið sig hafa þessa ferð ef við erum á leið í bústað...en hér er ENGINN tilgangur!!!
...farin að sofa...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.5.2007 | 22:51
Bara smá blogg...
...fór og náði í Annemarie. Frábært að fá hana.
...eldaði megagott pasta; mexíkóostur, paprikuostur, grænmeti (sveppir, kartöflur, paprika, brokkolí), rjómi, mjólk. Grænmetið steikt smá á pönnunni, svo skellti ég rjómanum, mjólkinni og ostinum út í og lét malla. Sauð pasta, skellti hvítlauksbrauði í ofninn...*slafr*...þetta finnst mér GOTT!!!
...Eirkíkur Hauks komst ekki áfram...börnunum mínum til mikil sama (mér finnst það líka glatað...hann var FLOTTUR).
...fór að bera út pésa á vegum sunddeildarinnar (verið að safna fyrir Esbjerg-ferðinni sem Ólöf Ósk og hennar árgangur fara í næsta vor...ég kemst vonandi með...), þori varla að segja það en þetta voru kosningapésar Sjálfstæðisflokksins...en gerði þetta bara af því að sunddeildin fékk MARGA monnínga fyrir!!!!!!!!
...núna ætla ég í bólið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.5.2007 | 10:06
Í dag :)
Í dag kemur Annemarie Það verður gaman. Það veður líka mikil vinna þar sem við ætlum að hamast og keppast við...nú eru nefninlega ekkert svo margar vikur fram að verkefnaskilum hjá okkur...!!
Það sem ég ætla að gera núna er þetta: hita mér kaffi (latte að sjálfsögðu) og lesa í nokkra tíma.
smellið á kökuna...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.5.2007 | 09:48
Flest getur gerst...
Morð eða sjálfsmorð? Ég er svo hlessa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 21:40
Kvöld
Var í frábærum hittingi áðan með þremur kvennsum. Ótrúlega gaman og þroskandi - andleg framför eftir svona fundi, það er ekki spurning. Algert æði.
Það verður erfiðara og erfiðara að senda börnin í rúmið á skikkanlegum tíma...það er orðið svo bjart og önnur börn úti að leika. Gott að það er að styttast í sumarfrí... En við gerum þeim bjarnargreiða með að leyfa þeim að vaka frameftir...þau þurfa mikinn svefn, sérstaklega Ólöf Ósk og Jón Ingvi. Jóhannes þarf ekki eins mikinn svefn...miðað við aldur. Meiri orka í honum og hefur alltaf verið. En við erum leiðinlegu foreldrarnir...og þannig er það bara stundum.
Magnað hvað er mikið líf hérna úti. Svona var þetta líka s.l. sumar, fullt af börnum úti endalaust, svo kom vetur og þá var eins og gatan væri barnlaus. Svo núna eru ungarnir komnir út aftur og mikið fjör. Æði.
Jæja, er að spá í að fara í sturtu og þvo fiskibollusteikingarilminn af mér...mæli með fiskfarsinu úr Einarsbúð...!!! Very goooood!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.5.2007 | 12:37
WHO
Ég er um það bil að verða gráhærð...afsakið, gráhærðari...ég er búin að eyða fullt af tíma inni á WHO-heimasíðunni og leita að definition on alcoholism...og FINN EKKERT!!!!! Ekki það sem mig vantar amk.!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ef einhver lumar á þessu...já, þá þigg ég afrit...ég er sko með þessa skilgreiningu...en ekki frá primær kilde...svo það telur ekki...
Þegar ég var alveg að tapa mér hérna áðan þá gerði ég svolítið gáfulegt. Ég fór á hnén, ég hugleiddi, og hjólaði síðan út í búð og verslaði smá...m.a. gott úr salatbarnum í Krónunni. Svo nú er ég hæfilega södd og til í tuskið aftur...svo WHO...here I come...!!!!!!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.5.2007 | 07:38
Súkkulaðikaka með mangókremi
Fékk þessa uppskrift senda frá Guðrúnu áðan, en þetta er kakan sem við fengum á sunnudaginn...hreinasta sælgæti.
botn
1 bolli heslihnetur
1 bolli döðlur
1/2bolli kakóduft
2 msk kókosolía
1 tsk vanilluduft
1/2 tsk kanill
Setjið hneturnar í matvinnsluvél og malið fínt bætið síðan restinni að
uppskriftinni út í og blandið vel saman . Setjið í kökuform
krem
1/2 bolli kasjúhnetur
1/4 bolli agave síróp
1/4 bolli vatn
2 mangó fersk eða 1 poki frosið mangó
setjið kasjúhnetur, vatn og síróp í matvinnsluvél og blandið vel.
Bæta mangó út í og maukið uns kremið silkimjúkt.
Gott að setja í frysti
Ég reyndar átti ekki vanilluduft og notað því möndludropa í staðinn eins
átti ég ekki kasjúhnetur og þær ekki til í búðinni þannig í kremið notaði ég
bara mangó og frosin jarðaber og agavesíróp
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.5.2007 | 14:53
Kari Martinsen!!!
Er einhver sem á þessa bók: "Omsorg, sykepleie, medisin" (eða á dönsku; "Omsorg, sygepleje, medicin")?????
Plííííííssss.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2007 | 14:04
Mig langar að benda ykkur á...
...tvær ungar konur, sem eru að berjast við krabbamein. Tvær af mörgum. Ég hef fylgst með þessum hetjum í einhverja mánuði, eins og fjölmargir aðrir íslendingar.
Ef þið eruð aflögufær langar mig að benda ykkur á þetta:
Styrktarreikningur Ástu Lovísu er: 0525-14-102510 kt: 090876-5469
Styrktarreikningur Þórdísar Tinnu er: 0140-05-015735 kt: 101268-4039
Mig setur alltaf hjóða þegar ég les síðurnar þeirra, get engan veginn sett mig í þeirra spor. Mér verður illt í hjartanu og fæ kökk í hálsinn, því þær eiga báðar börn á aldur við mín börn.
Mig langar að biðja ykkur að hafa þær með ykkur í huganum og biðja bæn fyrir þær og fjölskyldur þeirra.
Ljós og kærleikur til ykkar allra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar