Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Jóhannes

Jóhannes hjólaði sem sagt í tvo tíma og rúmlega það í gær. Þegar hann fór að sofa sagði hann mérJóhannes hjólar að kraftarnir hans hefðu flogið burt...!! Við urðum sammála um að það væri best að hvíla sig í nótt...  Eitt af því fyrsta sem hann sagði í morgun þegar hann vaknaði var; "Ég er búinn að fá kraftana mína aftur, þeir komu inn um gluggann"!!!  Yndislegt Heart

Svo rauk hann fram, í föt og skellti í sig einu glasi af Herbashake...enginn tími fyrir meira!! Og út að hjóla kl. 7.30!!

Einar hjólaði svo með honum í leikskólann og ég ætla að hjóla með honum út í búð eftir leikskóla.  Hann er æstur í að skoða heiminn á hjólinu.

Það var svo gaman að gefa honum hjólið, þvílík gleði.  Hann hjólaði fram og tilbaka þarna í gær, og söng allan tímann.  Það sem hann syngur þessa dagana er:

Það er gott að vera sem gleðin býr,
þar sem gerast sögur og ævintýr.
Svon´ er veröldin okkar,
sem laðar og lokkar,
svo ljúf og hýr.

Lítill heimur ljúfur hýr
lítill heimur ljúfur hýr,
lítill heimur ljúfur hýr
eins og ævintýr.

Yndislegt að fylgjast með honum hjóla og syngja svona gleðisöng InLove

Bæn dagsins:

"Guð láttu mig sýna þakklæti fyrir allt hið góða sem ég hef tekið sem sjálfsagðan hlut." 


Mikil gleði...

...hjá Jóhannesi þegar hann kom heim og sá hjólið.  Ég er að reyna að setja inn myndband af honum...það kemur vonandi á eftir eða í kvella.  Hann er búinn að vera úti að hjóla núna síðan hann kom heim rétt fyrir kl. fjögur!!  Vill ólmur hjóla út í búð og kaupa...eitthvað...eða svona lítinn mat til að borða í morgunmat (ABT með múslí) og svo vill hann hjóla í leikskólann á morgun og í búðina og hjóla og hjóla...

Verð að segja að börnin mín eru ekki með sama matarsmekk og Eysteinn og Bergur.  Ég eldaði þessar líka dýrindis kjötbollur...vissi sem var að Jón Ingvi myndi ekki borða þær...en Ólöf Ósk vildi þær ekki heldur!!! Jóhannes hafði eiginlega ekki tíma...  Mér fannst þær mjög góðar og Einari líka.  En það er víst ekki ástæða til að elda þetta aftur Frown

What more can I say... 


Enn eitt persónuleika prófið...

Á síðunni hjá Dúu Dásamlegu var linkur á test...ég varð að prófa og sjá hvort ég væri Saddam Hussein eins og sumir...en nei, ég er það EKKI!!!
 

Ómöguleg nýja dýnan...

...en við komumst að ástæðunni í morgun...hún sneri vitlaust í rúminu...svo ég var með hliðina upp sem á bara alls ekki að sofa á...allur lúxusinn er hinu megin!!  Svo það er kannski bara eðlilegt að ég væri óánægð og aum í bakinu!!  

Þetta er orðin hálfgerð langavitleysa með þetta rúm, en nú trúi ég því og treysti að málið sé leyst og ég sofi vel næstu nótt og vakni verkjalaus!!!

hjólið hans JóhannesarVið skruppum út í Húsasmiðju áðan og keyptum hjól handa Jóhannesi.  Gamla hjólið, sem ég og Ólöf Ósk keyptum fyrir flöskupeninga í mars 2000, var orðið óttalega lélegt og hjálpardekkin til eilífra vandræða.  Hjálpardekkin voru ekki upprunalega af þessu þar sem Ólöf Ósk kunni að hjóla á tvíhjól þegar við keyptum hjólið...svo nú ættum við að vera laus við veltur sem orsakast af hjálpardekkjum sem losna alltaf...ég hlakka til að sjá svipinn á gæjanum þegar hann kemur heim Smile 

Held hann verði MJÖG kátur.

Annars ekkert nýtt, sit og læri, búin að tala við Annemarie, búin að skrifa hálfa síðu og nú er lestur mál málanna.

Ást og friður.... 


Sæla og svefn

Jæja.  Yndislegur dagur.  Ég ætla að byrja á því að ítreka þessa uppskrift, við fengum hana í matinn í kvöld og hún sló í gegn hjá öllum.  Bara góð.  Ég var ekki að nenna að elda hana...langaði ekki í fisk...en sé sko ekki eftir að hafa látið undan vægum þrýstingi frá mínum heittelskaða Cool

Svo kom Guðrún með þessa líka geðveiku köku í eftirrétt...verð að narra út úr henni uppskriftina og deila með ykkur...algert sælgæti, án sykurs eða gervisætu.  Hreinasta snilllllld.

Ormarnir okkar komu blaðskellandi heim upp úr kl 21, alsæl með tímann hjá Gurrí sinni.  Þau hreinlega dýrka þig, Gurrí. Svo gaman og Gurrí svo skemmtileg, brosin náðu út að eyrum Grin

En núna er ég að hugsa um að skella mér í bælið, sofa vel og vera úthvíld og útpæld þegar verkefnið tekur við á morgun Cool Nú fer að styttast í að Annemarie komi, en hún kemur á fimmtudaginn.  Svo þá verður unnið og unnið...við reyndar þurfum að passa okkur því við eigum það til að detta inn í eitthvað allt annað og rölfa frá okkur allt vit...en það er gaman líka.  Og nauðsynlegt að taka pásur...þær mega bara ekki vera of langar...!!!

Gleymdi næstum því að benda ykkur á videóið af Einari á Akrafjalli í dag.  Það reyndar heyrist illa það sem hann er að segja sökum belgings...en útsýnið er æði!! 

En núna bíð ég ykkur góða nótt Sleeping og megi Guð og góðar vættir vaka yfir ykkur öllum Heart


Sofið lengi...

...meira að segja Jón Ingvi svaf til kl. 8.28!!!  Og þá er sko mikið sagt.  Hann reyndar fór í leikhús á föstudaginn svo hann fór ekki að sofa fyrr en kl langt gengin í 11 (23) og svo skutumst við með Heimi Smára til móts við Sigga í gærkveldi...en Heimir Smári hætti við að gista þegar þeir frændur áttu að fara að sofa.  Svo þá varð kl líka aðeins of margt fyrir þreyttan dreng.  Ég var ánægð með hann þegar hann vakti mig þarna 8.28 því hann er ekki vanur að geta sofið lengur en í mesta lagi til 7.17 (eða þar um kring)!!!

Einar er farinn í fjallgöngu, ætlaði að taka Akrafjallið í dag.  Hann stefnir á Hvannadalshnjúk um mitt sumar svo það er eins gott að byrja að æfa sig.  Mjög spennandi og skemmtilegt að stefna á Hnjúkinn.  

Svo er stefnan sett í sundlaugina einhverntímann í dag og svo ætlar Gurrí að passa ormana okkar í kvella þegar paragrúppuliðið mætir á svæðið.  

Sólin skín og allir eru glaðir.  Hvað er betra en einmitt það?  


Þakklæti

Yndislegur dagur að verða liðinn.  Fór á fund kl. 9 í morgun og var á fundi í allan dag, eða til kl. 15.  Fullt af góðum hlutum í gangi, fullt af yndislegu fólki.  

Morguninn byrjaði vel.  ...fór á vigtina og hún var ekki eins og ég vildi hafa hana...ég hef ekki misst svo mikið sem 100 gr síðan ég tók sykurinn út fyrir tæpum 4 vikum síðan!!! Crying

Þegar ég var búin í sturtu og allt sem því fylgir, fór ég á hnén og rabbaði við ÆM og fór svo í hugleiðslu.  Æði.  Svo fór ég og fékk mér morgunmat og þá allt í einu laust þessari hugsun niður í skallanum á mér; "Nei, þú hefur ekki létst, en þú hefur heldur ekki þyngst!!"  Og mikið rétt!!  Ef ég væri enn að borða sykur þá væru pottþétt komin 3-5 kg á þessum 4 vikum!!!

Svo þetta er MJÖG JÁKVÆTT!!  Og ég fann gleðina og þakklætið streyma um mig alla.

Hearts Glitters

 

Þakklæti fyrir að fá að sjá hvað það er margt sem ég get verið þakklát fyrir, og að finna fyrir þakklætinu.  Það er svo margt sem ég er þakklát fyrir, lífið er svo stórkostleg gjöf.  

 

Það er frábært veður, sólin skín og börnin una sér úti.  Sólin skín einhvernveginn á okkur alla daga, sama hvernig viðrar úti fyrir.    

 

Þetta hef ég lært;

 

Því meir sem við elskum okkur sjálf og meðtökum lífið umhverfis okkur með kærleika, opnum huga og af öllu hjarta, þess fegurra verður allt umhverfi okkar.

 

og þetta;

 

Það sem þú átt í vasanum er ekki mikilsvert, eingöngu það sem þú átt í hjarta þínu.

 

Ég vissi þetta ekki, ég hélt að ef ég ætti velgengni að fagna í lífinu - veraldlega séð - þá yrði ég hamingjusöm, ef ég væri rík á peninga og gæti keypt það sem mig langaði í ÞÁ yrði ég hamingjusöm. 

Ég hef lært að hamingjan er ekki falin í veraldlegum gæðum - eða því sem ég á í vasanum, heldur það sem ég á í hjartanu mínu.  Ég hef fundið hamingjuna í að finna fegurð í sjálfri mér og því meira sem ég elska sjálfa mig því meira verð ég fær um að gefa öðrum.  Og um leið og ég fór að elska sjálfa mig og virða, þá fór ég að geta tekið við ást frá öðrum því fyrst þegar ég gat elskað sjálfa mig fór ég að trúa því að ég væri ástar verð.  

 

Það skipti ekki máli þó elsku maðurinn minn sagði mér oft og mikið hversu mikið hann elskaði mig þá átti ég erfitt með að trúa því.  Því að á meðan ég var í markvissri niðurrífslustarfsemi þá var ég engan vegin fær um að þyggja ást hans.  

 

Alltaf þegar þessar hugsanir leita á mig þá kemur í hugann ljóð eftir eina Stígamótakonu, ljóð sem við (nokkrar Stígamótakonur) fluttum á Ingólfstorgi 8. mars 1995, og það hljóðar svona:

 

Nú er sól í sálinni minni

eftir langan skuggadag.

Og vonin hún vaknar,

að dag einn ég finni 

fegurð í sjálfi mér.

 

Ég hef birt þetta ljóð áður á blogginu mínu.  Það hefur svo mikla og stóra merkingu fyrir mig.  Og ég verð alltaf svo full af þakklæti þegar ég les það, því síðan þennan kalda marsdag 1995 hef ég gengið langa leið.  Og vonin sem vaknaði þennan vetur í hjarta mínu hefur orðið að einmitt þessu; Í dag er sól í sálinni minni alla daga og ég hef fundið fegurð í sjálfri mér.

 

 

Visual Poetry - ImageChef.com

1 mánuður...

...í dag þar til við eigum að skila ritgerðinni!!!  Skrítin tilfinning að þessu sé í þann mund að ljúka. 

Ég fæ óttakast annað slagið að ég falli kannski...en þá man ég að hugsa jákvætt, því eins og hugarflugan kom inn á, þá margfaldast þær hugsanir/orð sem þú lætur frá þér út í andrúmsloftið og laða að sér svipaðar hugsanir.  Einfalt og mjög lógískt, finnst mér amk.

Já, annars er allt gott að frétta.  Lífið heldur áfram að gerast þó ég hafi ekki tíma til þess...t.d. í dag þurfti ég að fara á fund kl. 10, vorhátíð í leikskólanum kl. 11 og svo með drengina til tannlæknis kl. 14.50...en lífið stoppar ekki þó ég sé buzy...þannig að það er bara að brosa og vera glöð og þakklát fyrir að ég á þetta líf sem ég á InLove

Svo er fundur hjá mér allan morgundaginn...

Ólöf Ósk og Jón Ingvi ætla í leikhús í kvöld, þau ætla að sjá sýningu hjá 9. bekk...sem sýnd er í Bíóhöllinni.  Ekki amalegt að búa í svona menningarbæ Cool

Hvað get ég meira sagt...ég er glöð og það er gaman að vera ég.  Megi mátturinn vera með ykkur öllum Heart


4. maí

ImageChef.com - Create custom images

 

4. maí er merkisdagur að mörgu leiti. Elín og Harpa

Fyrir það fyrsta þá á Elín systir mín afmæli í dag.  Skvísan er hvorki meira né minna en 28 ára gömul!!! Elsku Elín, ástarkveðjur til þín í tilefni dagsins.  Á myndinni með henni er Harpa Sólveig, dóttir hennar. 

 

Guðbjörg

 

Svo er það elskuleg föðursystir mín, hún Guðbjörg, sem líka á afmæli í dag.  Elsku Guðbjörg, kærleiksríkar kveðjur til þín á afmælisdaginn.

Ég var svo heppin að fá að vinna með Guðbjörgu í nokkrar vikur í vetur, þegar ég var í verknámi á geðdeild, en Guðbjörg er hjúkrunarfræðingur þar - með mikla reynslu.  Það var ómetanlegt, bæði persónulega að fá að vinna með frænku minni og starfslega séð, að fá að njóta góðs af mikilli reynslu frænku minnar.

Guðbjörg var lengi búin að segja; "Þú átt eftir að falla fyrir þessu [geðinu]", en ég var ekki eins viss...en viti menn, þarna fann ég mig svo rosalega vel og stefni þangað í framtíðinni...þegar börnin verða svolítið stærri.

Það var líka Guðbjörg sem kom mér í samband við réttu konuna, konuna sem gerði allt sem í hennar valdi stóð til að ég gæti komið heim í verknám, sem varð til þess að við gátum flutt heim s.l. sumar.  

Ástarþakkir, Guðbjörg Kissing

Annað sem alltaf kemur í hugann 4. maí - og sem ég man ekkert sjálf eftir - er að þennan dag 1972 flutti ég heim frá Danmörku - í 1. sinn.  Fyrir þá sem það ekki vita þá var pabbi í námi í Danmörku og hann og mamma bjuggu þar í landi í rúm 3½ ár, og ég fæddist sum sé á þessu tímabili, altså i Odense...

Já, 4. maí er merkilegur dagur, þið sjáið það!!

Ljós og kærleikur til afmælisbarna dagins, sem og ykkar hinna líka Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband