Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
3.5.2007 | 14:13
"Harða" dýnan...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 13:08
Bara að prufa smá...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.5.2007 | 10:22
Lestur og kaffi...
...og væntanlega ný dýna.
Einar þurfti að skreppa í borgarferð svo hann tók dýnuna mína með og ætlar að ath hvort hann geti ekki komið heim með þessa nýju HÖRÐU!! Ég var aum í bakinu í morgun.
Eiginlega er annað sem ég sé eftir...það er að hafa keypt rafmagnsrúm en ekki EITT STÓRT HEILT rúm...því við liggjum svo mikið í einum kuðli...og það er ekki sérlega notalegt að sofa í gjánni sem myndast milli dýnanna.... En ég veit þá bara betur næst...eftir 10-20 ár!!! Þá verðum við eflaust orðin svo vön þessu að við viljum hafa þetta svona. En það er samt gott að sofa í þessu rúmi...tala nú ekki um þegar harða dýnan verður komin...
Jamm, en nú ætla ég að drekka meira kaffi og lesa. Skólabækur hafa alltaf verið hið besta svefnlyf fyrir mig svo ég þarf að dæla kaffi í æðarnar...og kannski glasi af sterku "hörba-tei"...
"Að viðurkenna sýnist vera það hugarástand, þegar einstaklingurinn sættir sig við fremur en að neita og hafna; hann getur tekið á móti og samþykkt, verið samvinnufús og móttækilegur." (Dr. Harry M. Tiebout)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.5.2007 | 12:20
Hálft-hjól óskast...
...á einhver svona hálf-hjól sem viðkomandi er hættur að nota og vill losna við fyrir lítinn pening...?? Ef svo er þá er ég áhugasöm...!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2007 | 11:52
Tímaeyðsla...
Fór með Jóhannes í 3½ árs læknisskoðun áðan (fór í málþroskapróf og svoleiðis fyrir mánuði eða svo). Það eina sem var gert var þetta:
"Já, þið hafið búið í Danmörku. Er drengurinn þá tvítyngdur?!"
"Já."
Svo kíkti hann í eyrun, hálsinn og nefið og kvaddi okkur!!!!!
Ég sé ekki tilganginn...er einhver sem sér hann?
Alltaf gaf Ole Skjoldby sér tíma til að spjalla við krakkana og sýndi þeim athygli. Þessi maður virtist hafa lítinn áhuga á drengnum, brosti ekki svo mikið sem einu sinni...afhverju ætli hann sé barnalæknir?
Ég þurfti að spyrja hann út í bólusetningu...hvort það væri ekki rétt að það vantaði inn eina bólusetningu til að vera up to date á Íslandi...og hann vissi ekkert í sinn haus...komst svo að því eftir langar pælingar að það væri rétt hjá mér...
Held ég fái mér kaffi og hádegismat og noti tímann minn í eitthvað sem er þess virði að nota hann í!!! Og hana nú!!!!!!!!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2007 | 10:05
Aftur til fortíðar...
...ég fæ alveg fiðring í dansfæturnar þegar ég hlusta á þetta... Man að ég átti bútaplakat með þessum flottu gaurum...það var RISA stórt og þakti stóran hluta af einum vegg í herberginu hjá mér. Jamm, ég var skotin í Simon Le Bon!!!
Sumarið 2005 voru þeir í Danmörku...vissi það ekki fyrr en of seint...hefði annars fengið Sindra með mér á tónleika!!!
Jæja, verð víst að skella mér í lestur...Øjet og kaldet er mál málanna í dag...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.5.2007 | 07:40
Oohhh happy day!!!
Átti frábært kvöld með Hrafnhildi. Einstaklega skemmtilegt að hitta þessu yndislegu vinkonu mína. Mér finnst gaman að hugsa til þess að þegar hún og fjölskyldan flytja heim frá DK þá flytja þau væntanlega í Borgarnes þannig að það verður ekki langt á milli.
Erla sys er að búin að gera kauptilboð í hús, sem búið er að samþykkja. Nú liggja pappírarnir hjá lánasjóðinum. Það skemmtilega er að húsið er það hús sem Erla bjó að miklu leiti sem barn, eða þar sem afi hennar og amma bjuggu alltaf. Svo það eru allir að rifna úr spenningi yfir þessu, og eins og ég sagði við hana þá þarf amk enginn af okkar fólki að spyrjast vegar þegar það á að heimsækja þau.
Jæja, ætla að spila eitt ludo við Jóhannes áður en við skoppum af stað í leikskólann...
Eigiði góðan dag, elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.5.2007 | 19:17
Frábær dagur
...en ég þarf varla að taka það fram
Komum heim um hálf 3 og fórum á outlet...ætlaði að reyna að kaupa buxur á Jón Ingva en fann engar svo hann fékk skó í staðinn.
Letidagur eftir að við komum heim. Var að leka út af. Las smá, hugsaði helling um verkefnið...
Búin að lesa Karíus og Baktus...og nú eru strákarnir skriðnir í tjaldið aftur.
Annars ekkert nýtt.
Dreymi ykkur sætt og rótt í nótt...
Ps. ég þarf að fá mér nýja dýnu í rúmið...gott það er 30 daga prufutími...ég tók þessa mýkri...en þarf að skipta...hún er of mjúk...þarf að fá harða eins og Einar er með...búin að prófa hana undanfarnar tvær nætur og það er lúxus...vakna úthvíld og verkjalaus...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.5.2007 | 09:29
1. maí
Jæja, mánuður og 4 dagar þar til við eigum að skila verkefninu okkar...!!
Jón Ingvi vakti mig kl. 7.05 og bað mig að kveikja á DR1...en það var enginn barnatími þar. Aldrei slíku vant - á frídegi - þá ákvað ég að liggja EKKI þar til ég myndi sofna aftur heldur dreif mig á fætur eftir að hafa kúrt aðeins með Jóni Ingva og spjallað.
Ástæðan fyrir þessari miklu morgunhressu var að ég hafði lofað mínum heittelskaða að ég myndi fara í bakarí og við myndum öll borða saman morgunmat þegar hann kæmi heim. Sem við og gerðum. Það er bara á frídögum sem við náum að borða öll saman svo það er voða ljúft. Eitthvað sem allir njóta (þó krakkarnir hefðu kosið snúða líka...).
Annars ætlum ég og börnin að skella okkur í Borgarnes, til Erlu sys., á eftir og vera þar eitthvað fram yfir hádegi. Mér finnst svo FRÁBÆRT að geta skotist í kaffi til hennar systir minnar. Kynni sennilega ekki að meta það hefðum við ekki búið svona lengi í útlöndum. Einu sinni liðu einmitt 3½ ár milli þess sem ég og Erla hittumst! Jón Ingvi og Heimir Smári (Erlu strákur) eru jafn gamlir (6 dagar á milli þeirra) og þeir voru rúmlega 2ja ára þegar við sáum drengi hvor annarar. Þess ber kannski að geta að Erla bjó þá í Súðavík...og var eðlilega ekki alltaf á ferðinni í bænum þegar ég var á Íslandi. En semsagt, mér finnst þetta ÆÐI!!!
Reynar hentaði það mér svo sem ekkert brjálæðislega vel að það væri 1. maí og allt í fríi...og Einar að sofa...þar sem ég þarf að vinna í verkefninu, en "skit pyt", ég tek þá bara á því á morgun
Í kvöld ætla ég svo að hitta elskuna hana Hrafnhildi og eiga með henni kvöldstund. Hún og familían eru stödd á landinu í nokkra daga. Það verður gaman, svo mikið veit ég!!
Jóhannes er að læra að hjóla. Einar var að græja hjólið hans í gær og við ákváðum að hann gæti bara lært strax að hjóla án hjálpardekkja...svo við vorum að æfa í gær og núna togar hann í mig og vill fá mig út með sér...svo ég verð að rjúka svo hann nái smá æfingartíma áður en við brunum í Nesið...
Ljós og kærleikur til ykkar allra...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 178858
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar