Bloggfærslur mánaðarins, október 2006
31.10.2006 | 17:44
"Frænkur"
Vinur er persóna sem ég get verið einlægur við. Með honum get ég hugsað upphátt.
Ralph Waldo Emerson
---o---
Ég er rík, ég á marga svona vini. Það er fátt betra í þessum heimi en góðir vinir. Einu sinni átti ég ekki marga vini. Ég átti slatta af kunningjum, en í mesta lagi einn vin. Svo gerðist eitthvað. Ég eignaðist marga góða vini, og það er alltaf að bætast í hópinn. Ég heyrði einu sinni sagt að maður gæti bara átt einn vin, og svo kunningja. Þvílík og önnur eins þvæla. Ég á MARGA vini, og er svo þakklát fyrir þá. Takk, takk.
Hér eru nokkrir af vinum mínum...og ég
---o---
Í vinnunni er sjúkraliði, kona sem heitir Ásta. Eða hún heitir Ástríður en er kölluð Ásta. Ég er búin að vinna oft með Ástu. Í morgun segir hún allt í einu; "Ég verð að segja þér, ég er frænka hennar Sigþrúðar." Sem gerir okkur að ská-frænkum. Svona er Ísland lítið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2006 | 15:51
Af afmæli og fleiru
Góður vinur er hreinasta gjöf Guðs, því hún er kærleikur sem krefst ekki greiðslu.
Frances Farmer
---o---
Nei, ég er ekki lasin, eins og Jóna spurði mig. En ég skil vel að fólk spyrji...
Föstudagskvöldið fór í afmælisveisluhald fyrir prinsessuna á bænum. Það var rosalega gaman. Hún var ánægð með kvöldið svo það var frábært.
Á laugardagsmorguninn (sjálfan afmælisdaginn) fórum við snemma á fætur og við öll, nema Einar, fórum á rúntinn um Skagann (ægilegt stuð...) á meðan Einar málaði sig út úr íbúðinni. Svo nú er forstofan með nýmálað gólf, miklu ljósara en var og einlitt. Mjög fínt og lýsti upp ganginn.
Svo var brunað í höfuðborgina. Við sóttum mömmu mína og skelltum okkur í Smáralindina. Ólöf Ósk átti daginn og fékk að valsa um. Hún keypti sér karokídisk og föt. Síðan fórum við með börnin til tengdamömmu og skildum þau þar eftir, keyðum mömmu til Aðalsteins og svo var brunað á Hótel Sögu. Rosa stuð.
Byrjuðum á að tékka okkur inn og fara upp á herbergi og skoða og leggja frá okkur dótið. Fórum svo á barinn og fengum okkur dýrindis tvöfaldan Latte. Nammi, namm. Sátum þar heillengi og hittum fullt af öðru fólki (sem ég þekkti ekki neitt) og það fólk fékk sér EKKI tvöfaldan Latte!! hehe....
Svo var bara eftir að skvera sér í bað og ég lá í SJÓÐheitu baði meðan Einar rakaði sig. Baðið var svo heitt að ég var gjörsamlega soðin og dösuð og þurfti að dæla köldu vatni út í og kæla mig niður svo ég gæti staðið upp aftur!!!
Svo var arkað á árshátíð. Það var fordrykkur og við með sérþarfir...eða amk ég. Óáfengur drykkur var hluti af fordrykknum, en ég þurfti að fara á barinn og fá minn þar sem hann þurfti að vera óáfengur OG sykurlaus!! En fordrykk fékk ég; ananassafa. Fékk sko líka sér eftirrétt, sykurlausan, sem reyndist vera dýrindis ávaxtasalat (hefði þó alveg mátt vera rjómasletta ofan á!!).
Tvær dífur komu fram og sungu ABBA lög, mér til mikillar ánægju. En þær voru ekki sérlega góðar...önnur þeirra skipti um tóntegund bara svona eftir be-hag. Frekar ó-prófessíonelt!! Þar sem ABBAlögin eru stuðlög hefði átt að nást einhver stemming í mannskapinn og sú staðreynd að það tókst ekki lýsir kannski hvað þær voru góðar...eða minna góðar....
Sá sem náði loks upp stuði var sko Raggi Bjarna. Hann sætti sig sko ekki við að fólk bara sæti við borðin og hlustaði, nei, hann vildi hafa mannskapinn með. Reytti og tætti af sér hina ýmsu brandara og hristi upp í liðinu. Fékk meira að segja fólk á fætur og til að taka þátt í söngnum.
Eftir borðhaldið tókst mér, með kvennaklækjum, að ná eiginmanninum út á dansgólfið!!! Og fyrst það tókst þá ákvað ég að gleyma því um stund að ég er með skaðaðan liðþófa í hnénu og bara tjútta og tvista á hælaskónum...það var sjúklega gaman. Shit, hvað er langt síðan ég hef farið á ball. Ég ELSKA að dansa!!!
Mér hefndist reyndar fyrir það, en þó ekki eins mikið og ég átti von á. Var frekar slæm í hnénu í gær, en ekki eins og ég átti von á.
Í gærmorgun borðuðum við svo morgunmat sem EKKI var peninganna virði! Við komumst að því þegar við komum niður í morgunmat að hann var ekki inni falinn í herberginu. Öll herbergi sem Starfsmannafélagið hafði pantað voru bókuð ÁN morgunmatar!!! ojojoj. Við fengum okkur samt, en ég vil taka það fram að ég hefði ekki gert það ef ég hefði vitað hvað hann kostaði og hefði svona eftir á að hyggja frekar viljað sofa lengur og koma bara við í bakaríi á leiðinni til tengdó. Því maturinn kostaði 1500 kr á mann (3000 kr fyrir okkur!!!) og beikonið var kalt og kaffið svo vont að við gátum ekki drukkið það!!!
Þegar klukkan var farin að ganga 11 þá var ég farin að fá fráhvarfseinkenni svo við drifum okkur af stað svo ég gæti knúsað börnin okkar!!!
Mamma kom svo með okkur heim seinnipartinn.
Það var yndislegt að fá hana í heimsókn. Í gærkvöldi lögðumst við þrjár, mamma, ég og Ólöf Ósk, svo upp í Ólafar Óskar rúm og sýndum mömmu videóið úr brylluppinu okkar. Sem henni þótti náttúrlega alveg stórkostlegt.
Í morgun fórum við Jóhannes á slysó að láta taka saumana...en sárið var ekki gróið svo nú er það klemmt saman. Bólga í því og vesen. En vonandi tekst þetta á endanum. En hann fer ekki í bað eða sund á næstunni, svo það er gott við erum komin með sturtuna í gagnið...eða næstum því amk...vona að Einar bori eitt gat... eða fimm þegar hann kemur heim!!!
Gerði dýrindis Latte handa mömmu í morgun. Held hún sé orðinn Lattekella eftir þessa samveru með mér...hehe....
Skruppum aftur í höfuðborgina í dag. Mamma fór til augnlæknis og við dúlluðum okkur í Mjóddinni. Hittum Elínu sys. alveg óvænt og fórum á kaffihús með henni. Svo þá vorum við svo lengi að við ákváðum að bíða eftir mömmu. Fórum svo aftur á kaffihús með henni.
Nú erum við svo komin heim. Jóhannes kominn inn að horfa á íþróttaálfinn, hann var komin með væg fráhvarfseinkenni, hefur ekki séð hann í 3 daga!!!!
Ólöf Ósk komin með míkrófón svo ég ætla að skella mér inn í herbergi og taka eitt greace-lag...eða tvö...
bæjóspæjó...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.10.2006 | 16:46
Bara eitt....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.10.2006 | 16:36
vetrarfrí
Góð vinátta er brothætt og þarfnast sömu nærgætni og hver annar brothættur hlutur.
Randolph Bourne
---o---
Þegar ég las þessa litlu lofgjörð um vináttuna, kom upp í hugann gömul vinkona. Við áttum stutta, en góða vináttu. Við vorum saman nánast öllum stundum, fórum saman í sumarbústað og brölluðum allt saman. Svo gerðist eitthvað, og ég veit satt að segja ekki hvað það var. En allt í einu, á einhverjum mánuði eða svo, þá óx upp múr á milli okkar. Við vorum að vinna á sama vinnustað, en samt ekki saman. Ástandið var orðið svo skrítið og stirt á milli okkar á þessum stutta tíma að við vorum hættar að tala saman. Við forðuðumst að vera báðar á kaffistofunni á sama tíma og yrtum ekki á hvor aðra.
Leiðir skyldu. Tæpu ári eftir vináttuslitin skrítnu settist ég niður og skrifaði henni bréf. Sagði henni hversu leitt mér þætti hvernig fór, og hversu mikils virði hún og hennar vinátta var mér. Hún svaraði fljótt og hafði einmitt vonast til að heyra frá mér. Hvers vegna hún tók ekki 1. skrefið veit ég heldur ekki og það skiptir heldur engu máli.
Það sem meira máli skiptir er mikilvægi þess að hlúa að góðri vináttu, því hún er brothætt. Það gréri aldrei um heilt á milli okkar. Við grófum aldrei stríðsaxir, enda engar stríðsaxir til að grafa, því það var aldrei stríð. En þótt við ræddum þessi vináttuslit og værum báðar leiðar yfir þessu þá varð aldrei neitt eins aftur. Við hittumst einhver örfá skipti eftir þetta og síðan slitnaði endanlega upp úr. Eða hvað? Ég veit ekki, kannski eigum við eftir að hittast aftur, hver veit. En amk í skrifuðum orðum eru bráðum 9 ár síðan við sáumst síðast.
---o---
Krakkarnir eru í vetrarfríi (mér finnst frekar að þetta eigi að heita haustfrí...en 1. vetrardagur er liðinn og því "löglega" kominn vetur...). En fríið er í dag og á mánudag, svo löng helgi hjá þeim. Jón Ingvi lét það ekki stoppa sig og vaknaði við verkjarklukkuna mína kl 5.55 í morgun. (Ég þarf venjulega að vekja hann 6.15.) Svo klæddi hann sig og spurði hvort hann mætti fara út með vasaljós!!! Svo kl 6.10 var hann farinn út...
---o---
Afmælisveisla á eftir, gaman, gaman.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2006 | 21:42
Gullkorn dagsins
Vinátta er uppspretta hinnar mestu gleði, án vina væri jafnvel ánægjulegasta iðja leiðinleg.
Tómas Aquinas
---o---
Orð með sönnu. Ég var einmitt að tala um það við mömmu í gær hvað væri gott að vinna á deildinni sem ég er á, í verknámi núna. Það er svo góður starfsandi, það eru allir svo glaðir í vinnunni og jákvæðir, allir boðnir og búnir að hjálpa. Góður staður að vera nemi, og ég er ekki í vafa um að þetta er líka frábær staður til að vinna og starfa. Það skiptir svo miklu máli að það sé góður mórall og að manni líði vel í vinnunni. Vinnan sjálf skiptir minna máli, amk tel ég svo vera. Ég vil frekar vinna leiðinlega vinnu með skemmtilegu fólki en að vinna skemmtilega vinnu með leiðinlegu fólki.
---o---
Ég er þreytt. Ætla að fara að sofa og vera þrælhress og vaka fram yfir 7 annað kvöld...svona af því það eru að koma gestir...(sofnaði sko með strákunum í kvöld...söng einhverja vitleysu þar sem ég sofnaði í miðju lagi...eins og svo oft áður...).
Bara varð að deila þessari með ykkur...meira síðar...elska ykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.10.2006 | 18:39
vaktavinna
Það má segja að það hafi verið vaktaskipti á heimilinu, í orðsins fyllstu merkingu, undanafarinn sólarhring og rúmlega það. Einar fór á morgunvakt í gær, ég á kvöldvakt og dreif mig svo heim því Einar var að fara á næturvakt, ég fór svo á morgunvakt í dag...En í kvöld erum við bæði heima. Og Einar er kominn í helgarfrí, en ég fer að vinna á morgun. Mikið að gera á stóru heimili. En það er svo sem ekkert nýtt. Og alls ekki nýtt að Einar vinni mikið til að vinna fyrir okkur hér. Vonandi breytist það þegar ég klára að læra...
Nú er að nálgast afmæli prinsessunnar á bænum. Jú, Ólöf Ósk verður 11 ára á laugardaginn!! Á morgun er veislan fyrir bekkjarfélagana, síðar fyrir fjölskylduna þar sem við erum buzy fólk... Á laugardaginn brunum við svo í höfuðborgina og hittum múttuna mína sem er að koma annað kvöld. Hún ætlar að skella sér með okkur í bæjarferð. Ólöf Ósk ætlar að eyða peningum...ef henni tekst ekki að gera það á morgun...hana langar mest í karokitæki...kannski er þess vegna best að byrja í hljómtækjaverslun bæjarins til að leita nú ekki langt yfir skammt!!!
Á laugardaginn förum við svo í bæjinn, hittum mömmu, förum til tengdamömmu með börnin og síðan liggur leiðin á Hótel Sögu. Þar er árshátíð og við verðum á hótelinu um nóttina
Nenni ekki að segja meira þá hef ég ekkert að segja marga næstu daga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2006 | 09:32
Vinir
Ég er svo heppin að vera gift besta vini mínum. Það er yndislegt. Og þessi elska kom heim í gærkvöldi með litla bók, fulla af gullkornum um vinskap, og bókin heitir "Bestu vinir". Svo gullkorn dagsins er úr þessari bók.
Vinátta er dýrmæt, ekki aðeins í skugga heldur einnig í sólskini lífsins.
Thosmas Jefferson.
---o---
Litla skopparakringlan mín er á fullri ferð, og finnur ekkert fyrir sárinu. Svo það er gott. Löngu hætt að blæða þótt hann skoppi og ekkert útlit fyrir sýkingu. Svo nú er bara að halda honum frá baðkarinu fram yfir helgi. Stranglega bannað að láta fótinn liggja í vatni. Og ætli ég verði ekki að endurskoða sprautunoktun í baðinu...
---o---
Ég er að fara upp á geðdeild í dag að hitta væntanlega leiðbeinendur mína og skipuleggja vaktaplan fyrir amk nóvember. Spennandi. Eins og það er gaman að 13D og ég á eftir að sakna allra þar þá hlakka ég til að prófa geðið. Einu sinni var ég viss um að það væri málið fyrir mig, en ég er eitthvað farin að efast...ég sem veit ekkert um þetta mál. En don´t worry, þið fáið að fylgjast með mér þar líka
---o---
Á sunnudagskvöldið horfðum við hjónin á "Ørnen" á DR1. Sem ekki er svo sem í frásögur færandi, þar sem það er fastur liður hjá okkur. En í þessum þætti var barnaklám, misnotkun á börnum, foreldrar sem voru að selja börnin sín út til annara perra, sem svo létu börnin sín þá í staðinn. Ojojoj, þetta var ógeðslegt. Allir náðust, nema hjón í Þýskalandi; hún dómari og hann lögga!! Ok, ég veit að þetta var "opdigtet". EN...bæði fyrir og eftir þáttinn var tekið fram að þátturinn hafi verið gerður áður en "Tønder-málið" kom fram, en það var einmitt svipað. Svo það væri tilviljun ein ef eitthvað væri líkt með því máli og þættinum. Í "Tønder-málinu" voru faðir og móðir tveggja stúlkna handtekin fyrir að hafa leigt dætur sínar út sem kynlífsþræla, og við erum að tala um litlar stelpur. Þetta er svo hræðilegt. Það versta við þennan þátt sem við horfuðum á, er að þetta er kannski skáldaður þáttur en samt er hann raunverulegur, því það er fullt af börnum út um allan heim sem fæðast inn í andlega sjúkar fjölskyldur þar sem misnotkun er til staðar.
Á visi.is má lesa um svipað um mál sem kom upp fyrir skömmu hérna á Akranesi. Þá fannst mér þetta komið hættulega nálægt mér og mínum... Kennari tekinn fyrir barnaklám!!! Við erum að tala um mann sem er búinn að kenna í Brekkubæjarskóla í 27 ár!!!
Það sem er svo erfitt við þessi mál er að þetta andlega sjúka fólk ber það venjulega ekki utan á sér. Svo það er erfitt að forðast það. Þegar ég las þetta hugsaði ég strax; "gott að börnin mín eru í Grundaskóla". En ég veit samt alveg að við erum aldrei örugg. Og það er ekki hægt að lifa í ótta við það sem "gæti gerst". Það besta sem ég get gert er að fræða börnin mín og kenna þeim að þau mega segja nei. Kenna þeim að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Síðan bara vona það besta. Treysta Guði.
Hætt farin bless...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.10.2006 | 19:11
Prjónamennska og fleira
Bjartsýnismanninum skjátlast jafn oft og bölsýnismanninum. Honum líður bara miklu betur.
---o---
Ólöf Ósk er orðin jafn prjónaóð og ég. Hún var búin að læra aðeins að prjóna úti og svo þegar hún byrjaði í textílmennt (það sem hét handavinna áður og síðan handmennt...) þá prjónaði hún húfu á hringprjón og 5 prjóna. Og þá var hún orðin illilega smituð af prjónabakteríunni...svo nú prjónar hún og prjónar. Hún er búin að prjóna 3 jólagjafir og eina afmælisgjöf, prjónaði húfu handa bestu vinkonu sinni (Cille) í afmælisgjöf en ég ætla ekki að ljóstra upp jólagjöfunum hér...veit ekki hver les þetta
---o---
Það var mikið að gera hjá mér í vinnunni í dag. Ég var með 2 stofur en hef ekki fyrr haft svo marga sjúklinga í einu. Svo mér var alls ekki kalt eins og oft áður...þurfti ekki að fara í peysu um miðjan dag...hefði frekar þurft að fækka klæðum...en það hefði sennilega þótt heldur ósæmilegt...svo ég sleppti því og strauk bara svitann af enninu... En gaman var þetta.
---o---
Jóhannes er allur að koma til, hann er alveg laus við alla verki í fætinum og hoppar og skoppar eins og sannur íþróttaálfur. Þegar ég kom heim var hann líka kominn í íþróttaálfsfötin og var að horfa á íþróttaálfinn og hoppa og skoppa. Það góða við þá mynd, sem hann glápir á alla daga út og inn, er að hann situr ekki kyrr og gónir heldur er á fullri ferð...eins og íþróttaálfi sæmir!!! Reyndar er hann búinn að tæta sig úr öllu núna nema brókinni og er Tarzan!! Jón Ingvi líka. Þeir ætla sko að sofa Tarzan í nótt!! Það er gott að það er hlýtt hérna inni... Ég man fyrir ári þá urðum við Einar að flýja herbergið okkar og fara með rúmið okkar inn til strákanna svo við yrðum ekki úti - inni í svefnherberginu okkar!!! Sváfum svo í þeirra herbergi allan veturinn, það var hlýrra en okkar en samt blés köldu beint á andlitin á okkur þegar við lögðumst á koddana...talandi um óþétt hús... Hér er húsið heldur ekki fullkomið, það er gólfkalt, en það er logn!!! Og það finnst mér æði.
---o---
Ólöf Ósk er á fullu að undirbúa afmælið sitt, hún ætlar að bjóða bekknum heim á föstudagskvöldið. Í grillaðar SS-pylsur og heimatilbúinn Daimís (Sindri....!!!). Og að íslenskum sið ætlar hún að leigja mynd til að horfa á! Við vorum einmitt að ræða það í gærkvöldi ég og hún, í Danmörku hefði aldrei hvarflað að henni að bjóða upp á bíómyndargláp í afmælisveislu. Nei, þar var sko farið í leiki og gert ýmislegt, svo sem danskeppni eða eitthvað álíka. Já, sinn er siðurinn í hverju landi. Gaman að hafa samanburð.
Jæja, ætla að koma drengjunum í bælið...enn einu sinni kominn háttatími...knús...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.10.2006 | 09:29
ekki plast sem var sökudólgur...
Ég ætla að taka aftur upp þann sið sem ég hafði fyrir einhverju síðan að koma með gullkorn dagsins hér á blogginu. Finnst það svo notalegt. Svo í dag er fyrsti dagurinn.
---o---
Sá sem særir samvisku sína, veitir sjálfur sér versta sárið.
---o---
Og svo að málefni dagsins...eða gærdagsins. Einar uppgötvaði í gærkvöldi að það var sprungin peran í ljósinu yfir vaskinu á baðinu...hann kom með hana og sýndi mér stórt GAT á henni og spurði hvort þetta gat myndi passa fyrir "plaststykkið" sem ég fann í baðinu. Ég gat ekki betur séð en að lögunin passaði. Sennilega hafa strákarnir sprautað vatni upp á ljósið (þeir voru að leika með litlar sprautur) og peran sprungið í tætlur og þeytt broti í baðið. Þegar ég sýndi Jóni Ingva peruna í morgun þá sagði hann; "þess vegna hefur komið þessi hvellur þegar við vorum í baði"!! Skýringin komin og mér er létt!!!
Litli sjúllinn svaf hjá múttunni sinni í nótt. Hann svaf ekkert of vel, en það var meira út af hósta og kvefi en fætinum litla. Í gærkvöldi var hann draghaltur og aumur, en í morgun var hann ekki lengur aumur í fætinum og þá fer hann strax að hoppa og skoppa. Það eru engar ýkjur þegar við segjum að hann kunni ekki að labba, því hann hleypur allt sem hann þarf að fara. Áðan minnti ég hann á að labba, þá spurði hann; "Má ég labba hratt?"!!! Yndislegur fjörkálfur, það verður ekki annað sagt.
Jæja, best að skella mér í smá lestur og lærdóm á meðan sjúllinn minn litli horfir á íþróttaálfinn...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.10.2006 | 11:54
Sunnudagsmorgunn á Slysó
Jón Ingvi byrjaði daginn snemma í dag. Jóhannes vaknaði grátandi kl 5.27 og Jón Ingvi vaknaði...og hann sofnaði ekki aftur eins og við hin. Hann hékk inni í rúmi hjá okkur til kl 7.00 þá gat hann ekki meir og fór inn til sín að horfa á barnatímann á DR1. Guði sé lof fyrir tímamismuninn...sem styttist um næstu helgi...
Um 8 leitið gat hann ekki hamið hungur sitt lengur og ég fór fram og fékk mér morgunmat, honum til samlætis. Fljótlega bættist fjörkálfurinn okkar í hópinn. Þegar ég svo skömmu síðar skellti mér í bað kom Jóhannes með, svo bættist Jón Ingvi í hópinn og ég forðaði mér úr þrengslunum. Þeir bræður dunduðu sér lengi vel með litlar sprautur. Svo allt í einu fór Jóhannes að gráta og sagðist hafa meitt sig. Ég spurði hann hvort hann vildi þá ekki koma upp úr baðinu sem hann vildi. Ég tók hann upp úr og það FOSSAÐI blóð úr ristinni á honum!!! Hann hafði skorið sig illilega, á einhverju sem ég gat ekki ímyndað mér hvað var.
Við brunuðum niður á slysó og hittum þar dr. Harald og hann saumaði hvorki meira né minna en 5 spor í fótinn á litla íþróttaálfinum okkar!!! Jóhannes stóð sig eins og hetja, gretti sig og fékk smá tár í augun þegar hann fékk deyfinguna og sagði; "Ái, þetta er voooont". Svo var það búið, fóturinn sofnaður og Haraldur saumaði 5 spor í og ég söng "Lille frække Frederik" á meðan.
Íþróttaálfurinn okkar fékk að velja sér verðlaun, enda átti hann það sannarlega skilið. Valdi sér skrítinn bolta. Svo fékk hann ís líka. Núna situr hann, já SITUR, inni í herbergi og horfir á íþróttaálfinn. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann geti sleppt því að skoppa með...
Þegar heim kom fann ég reyndar sökudóginn, eitthvert plaststykki sem ég hef ekki hugmynd um hvaðan kom.
Jæja, ætla að hjálpa Jóni Ingva að læra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar