Leita í fréttum mbl.is

Af afmæli og fleiru

Góður vinur er hreinasta gjöf Guðs, því hún er kærleikur sem krefst ekki greiðslu.

Frances Farmer 

---o--- 

Nei, ég er ekki lasin, eins og Jóna spurði mig.  En ég skil vel að fólk spyrji...

Föstudagskvöldið fór í afmælisveisluhald fyrir prinsessuna á bænum.  Það var rosalega gaman.  Hún var ánægð með kvöldið svo það var frábært.  

100_4719

Á laugardagsmorguninn (sjálfan afmælisdaginn) fórum við snemma á fætur og við öll, nema Einar, fórum á rúntinn um Skagann (ægilegt stuð...) á meðan Einar málaði sig út úr íbúðinni.  Svo nú er forstofan með nýmálað gólf, miklu ljósara en var og einlitt.  Mjög fínt og lýsti upp ganginn.  

Svo var brunað í höfuðborgina.  Við sóttum mömmu mína og skelltum okkur í Smáralindina.  Ólöf Ósk átti daginn og fékk að valsa um.  Hún keypti sér karokídisk og föt.  Síðan fórum við með börnin til tengdamömmu og skildum þau þar eftir, keyðum mömmu til Aðalsteins og svo var brunað á Hótel Sögu.  Rosa stuð.

Byrjuðum á að tékka okkur inn og fara upp á herbergi og skoða og leggja frá okkur dótið.  Fórum svo á barinn og fengum okkur dýrindis tvöfaldan Latte.  Nammi, namm.  Sátum þar heillengi og hittum fullt af öðru fólki (sem ég þekkti ekki neitt) og það fólk fékk sér EKKI tvöfaldan Latte!!  hehe....

Svo var bara eftir að skvera sér í bað og ég lá í SJÓÐheitu baði meðan Einar rakaði sig.  Baðið var svo heitt að ég var gjörsamlega soðin og dösuð og þurfti að dæla köldu vatni út í og kæla mig niður svo ég gæti staðið upp aftur!!!  

Svo var arkað á árshátíð.  Það var fordrykkur og við með sérþarfir...eða amk ég.  Óáfengur drykkur var hluti af fordrykknum, en ég þurfti að fara á barinn og fá minn þar sem hann þurfti að vera óáfengur OG sykurlaus!!  En fordrykk fékk ég; ananassafa.  Fékk sko líka sér eftirrétt, sykurlausan, sem reyndist vera dýrindis ávaxtasalat (hefði þó alveg mátt vera rjómasletta ofan á!!).

Tvær dífur komu fram og sungu ABBA lög, mér til mikillar ánægju.  En þær voru ekki sérlega góðar...önnur þeirra skipti um tóntegund bara svona eftir be-hag.  Frekar ó-prófessíonelt!!  Þar sem ABBAlögin eru stuðlög hefði átt að nást einhver stemming í mannskapinn og sú staðreynd að það tókst ekki lýsir kannski hvað þær voru góðar...eða minna góðar....

Sá sem náði loks upp stuði var sko Raggi Bjarna.  Hann sætti sig sko ekki við að fólk bara sæti við borðin og hlustaði, nei, hann vildi hafa mannskapinn með.  Reytti og tætti af sér hina ýmsu brandara og hristi upp í liðinu.  Fékk meira að segja fólk á fætur og til að taka þátt í söngnum.  

Eftir borðhaldið tókst mér, með kvennaklækjum, að ná eiginmanninum út á dansgólfið!!!  Og fyrst það tókst þá ákvað ég að gleyma því um stund að ég er með skaðaðan liðþófa í hnénu og bara tjútta og tvista á hælaskónum...það var sjúklega gaman.  Shit, hvað er langt síðan ég hef farið á ball.  Ég ELSKA að dansa!!!  

Mér hefndist reyndar fyrir það, en þó ekki eins mikið og ég átti von á.  Var frekar slæm í hnénu í gær, en ekki eins og ég átti von á.

Í gærmorgun borðuðum við svo morgunmat sem EKKI var peninganna virði!  Við komumst að því þegar við komum niður í morgunmat að hann var ekki inni falinn í herberginu.  Öll herbergi sem Starfsmannafélagið hafði pantað voru bókuð ÁN morgunmatar!!!  ojojoj.  Við fengum okkur samt, en ég vil taka það fram að ég hefði ekki gert það ef ég hefði vitað hvað hann kostaði og hefði svona eftir á að hyggja frekar viljað sofa lengur og koma bara við í bakaríi á leiðinni til tengdó.  Því maturinn kostaði 1500 kr á mann (3000 kr fyrir okkur!!!) og beikonið var kalt og kaffið svo vont að við gátum ekki drukkið það!!!  

Þegar klukkan var farin að ganga 11 þá var ég farin að fá fráhvarfseinkenni svo við drifum okkur af stað svo ég gæti knúsað börnin okkar!!!  

Mamma kom svo með okkur heim seinnipartinn. 

100_4724

Það var yndislegt að fá hana í heimsókn.  Í gærkvöldi lögðumst við þrjár, mamma, ég og Ólöf Ósk, svo upp í Ólafar Óskar rúm og sýndum mömmu videóið úr brylluppinu okkar.  Sem henni þótti náttúrlega alveg stórkostlegt.  

Í morgun fórum við Jóhannes á slysó að láta taka saumana...en sárið var ekki gróið Fýldur svo nú er það klemmt saman.  Bólga í því og vesen.  En vonandi tekst þetta á endanum.  En hann fer ekki í bað eða sund á næstunni, svo það er gott við erum komin með sturtuna í gagnið...eða næstum því amk...vona að Einar bori eitt gat... eða fimm þegar hann kemur heim!!!

Gerði dýrindis Latte handa mömmu í morgun.  Held hún sé orðinn Lattekella eftir þessa samveru með mér...hehe....

Skruppum aftur í höfuðborgina í dag.  Mamma fór til augnlæknis og við dúlluðum okkur í Mjóddinni.  Hittum Elínu sys. alveg óvænt og fórum á kaffihús með henni.  Svo þá vorum við svo lengi að við ákváðum að bíða eftir mömmu.  Fórum svo aftur á kaffihús með henni.  

Nú erum við svo komin heim.  Jóhannes kominn inn að horfa á íþróttaálfinn, hann var komin með væg fráhvarfseinkenni, hefur ekki séð hann í 3 daga!!!!  

Ólöf Ósk komin með míkrófón svo ég ætla að skella mér inn í herbergi og taka eitt greace-lag...eða tvö...

bæjóspæjó... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtileg færsla. Algjör níska að panta ekki herbergi með morgunverð handa liðinu!!!

Um leið og einhver hiti komst í óó-ið mitt setti ég þetta græðandi krem, Jurtasmyrsl frá Móu, á hnéð á mér og ég sver það, hnéð er að verða æðislega flott. Þetta krem hreinsar sárið, þótt komin sé bólga og alles, og svo græðir það þar til sárið er horfið ... ég á smávegis ef þú vilt fyrir Jóhannes. En annars fæst þetta í Heilsuhúsinu, heitir einhverju útlensku nafni núna, þær ættu að vita hvaða krem þetta er, en það selst eins og heitar lummur í Englandi líka. Alíslensk framleiðsla ... og já, ég er sko búin að segja frá því í Vikunni!

Knús og kreist á Höfðabrautina! 

Gurrí (IP-tala skráð) 30.10.2006 kl. 17:55

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, ég þarf kannski að spá í þetta krem.  Ætla að sjá hvernig þetta grær...

SigrúnSveitó, 30.10.2006 kl. 18:29

3 identicon

ohh hljómaði eins og hin dásamlegasta helgi hjá ykkur öllum.  Sendi knúz&kossa til sætu afmælis-frænku í tilefni laugardagsins :)

Ragnhildur (IP-tala skráð) 31.10.2006 kl. 19:59

4 Smámynd: SigrúnSveitó

takk, ég skila kveðju Smile

SigrúnSveitó, 1.11.2006 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband