Leita í fréttum mbl.is

"Frænkur"

Vinur er persóna sem ég get verið einlægur við.  Með honum get ég hugsað upphátt.

Ralph Waldo Emerson 

---o---

Ég er rík, ég á marga svona vini.  Það er fátt betra í þessum heimi en góðir vinir.  Einu sinni átti ég ekki marga vini.  Ég átti slatta af kunningjum, en í mesta lagi einn vin.  Svo gerðist eitthvað.  Ég eignaðist marga góða vini, og það er alltaf að bætast í hópinn.  Ég heyrði einu sinni sagt að maður gæti bara átt einn vin, og svo kunningja.  Þvílík og önnur eins þvæla.  Ég á MARGA vini, og er svo þakklát fyrir þá.  Takk, takk.

100_3723

Hér eru nokkrir af vinum mínum...og ég Glottandi

---o---

Í vinnunni er sjúkraliði, kona sem heitir Ásta.  Eða hún heitir Ástríður en er kölluð Ásta.  Ég er búin að vinna oft með Ástu.  Í morgun segir hún allt í einu; "Ég verð að segja þér, ég er frænka hennar Sigþrúðar."  Sem gerir okkur að ská-frænkum.  Svona er Ísland lítið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband