Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Laugardagur

Skemmtilegur dagur í dag. 

Ég og börnin byrjuðum daginn rólega.  Ég lá og dormaði til kl 9 en krakkarnir horfðu á sjónvarpið.  Svo tókum við lífinu með ró til að verða hálf 11 en þá fórum við í hjólatúr.  Hjóluðum í kaffi hjá Önnu Margréti.  Sátum þar að kaffisumbli (ég og A.M.), Ólöf Ósk og Guðný (dóttir A.M.) sátum sem fastast yfir okkur til að missa nú örugglega ekki af neinu krassandi Tala af sér hehe...  Þegar strákarnir byrjuðu í eltingaleik inni í stofu þótti mér mál að leggja í hann aftur.  Við lögðum leið okkar í Skagaver og þaðan heim.  Skruppum aðeins niður að Langasandi þar sem fram fór motorkrosskeppni.  Jóhannes nennti ekki að vera þar, og heldur ekki Jón Ingvi þegar hann fattaði að Jóhannes ætlaði heim að borða laugardagsnammið...

Drengirnir hlömmuðu sér fyrir framan sjónvarpið og við mæðgur réðumst í tiltekt og þrif.  Ólöf Ósk tók sitt herbergi, ég tók restina.  Það var ljómandi gaman, með Papana í botni er sko gaman að dansa um með moppuna Koss

Þegar Paparnir glymja í eyrunum vakna upp gamlar, góðar minningar um Cafe Amsterdam árið 1994.  Þá var mikið drukkið, aðallega bjór og Black Russian...  Það var árið sem ég:

- kynntist Hrefnu, Togga, Gyðu, barþjónunum Láka, Óskar og Svenna (sem studdi eitt sinn við Lækjargötublokkina svo ég gæti stungið lyklinum í skrána...ég hef aldrei séð blokk vagga eins mikið...)

-  fór á sólgleraugnafyllerí á Ingólfstorgi innan um fullt af "halelújafólki" sem reyndi allt til að frelsa mig frá bakkusi...ég hló og skrapp á Hafnarkrána (ojojoj) með Guðnýju og Njalla...

- leið svo illa að ég íhugaði að enda líf mitt, ekki af því að mig langaði að deyja heldur vegna þess að ég gat ekki lifað með sársaukann sem ég bar innra með mér.

- fór á Stígamót og kom mér út úr þessari miklu vanlíðan.  

-  hélt upp á 24 ára afmælið mitt með 4 daga fylleríi...(gott ég var með nýfætt barn þegar ég varð 25...!!!)

- hitti Einar í 1. sinn (að kvöldi 4. dags í afmælisgleðinni...)

- drakk fullt af bjór og pissaði í ælupoka um borð í Íslandsflugsvél á leið frá Egilsstöðum til Reykjavíkur, ásamt Önnu heitinni Jóns.  Þetta var leiguflug og hinir um borð voru áhöfn Þórshamars...við nörruðum þá líka til að kveikja í sígó...ekki gátum við gert svoleiðis vitleysu þar sem við vorum starfsmenn hjá umboðsmanni Íslandsflugs....úbbs....

- datt í það á Þorláksmessu og var þunn á aðfangadag (í fyrsta, eina og síðasta sinn!!)

- fékk mér tattú.

- varð móðursystir í 1. og 2. sinn (með 6 vikna millibili).

- mætti drukkin í matarboð sem var haldið mér til heiðurs á afmælisdaginn minn (er búin að bæta fyrir brot mitt).

Úff, ég held ég hætti...gæti haldið endalaust áfram en ég ætla ekki að ljóstra upp um öll "leyndarmálin" mín hérna á netinu... Hissa


Andlegt jafnvægi

Fékk þetta sent frá góðri vinkonu og langaði að deila því með ykkur: 

*Þú missir áhuga á átökum og deilum.
*Þú brosir oft.
*Þú finnur oft fyrir skyndilegri aðdáun gagnvart fólki og hlutum.
*Þú hefur ekki lengur áhuga á að dæma aðra.
*Hæfileikinn til að njóta hvers augnabliks eykst.
*Þú hættir að sjórnast af ótta.
*Þú hættir að reyna að túlka gjörðir annarra.
*Þú hættir að hafa áhyggjur af öllu milli himins og jarðar.
*Þú finnur fyrir meiri tengslum við náttúruna og aðrar manneskjur.
*Þú finnur til meiri kærleika gagnvart öðrum og átt auðveldara með að sýna ást.
*Hæfileikinn til að leyfa hlutum að gerast eykst í stað þess að láta þá gerast.

Suma daga tekst mér þetta, aðra daga tekst sumt en ekki annað.  En enginn er fullkominn...  "Við stefnum að andlegri framför en ekki fullkomnun".  

Lífið er ljúft. 

Jóna, ég sakna þín Gráta


Of þreytt

ég var of þreytt til að blogga í gær.  Ég var reyndar of þreytt fyrir allt.  Ég eldaði samt kvöldmat því mig langaði ekki í snarl.  Svo lagðist ég upp í rúm og var gjörsamlega búin á því.  Ég var svo þreytt í vinnunni að ég hafði ekki áhuga á því að vera þar, og ég var hrædd um að það væri kominn leiði í mig strax...og lamdi mig smá í hausinn fyrir það!!  "Alltaf eins með þig, þú endist ekki í neinu" og bla bla bla...  Um að gera að berja sig í hausinn...eða þannig.  

Ég gerði svolítið annað minna gott fyrir sjálfa mig í gær, ég fékk mér sykurlausan tópas og át hann allan á leiðinni heim!!  Sem gerði það að verkum að ég engist sundur og saman af vindverkjum í gærkvöldi...ojoj hvað það var vont.  Fretaði ekki einu sinni fúlt heldur lá bara með magakrampa!!!  Já, mér var nær að vera með þessa græðgi...!!!  

Svona er ég!!!  Þá vitiði það, ef þið vissuð það ekki fyrir Óákveðinn

Ég svaf svo yfir mig í morgun, eða sko, ég lagðist upp í rúm aftur þegar ég var búin að slökkva á vekjaraklukkunni kl. 5.50 og svaf "óvart" til kl. 6.24.  Þá stökk ég á fætur, klæddi mig og vakti drengina.  Við náðum þessu alveg þrátt fyrir allt, og ég meira að segja mundi eftir að hita mér kaffi til að taka með í bílinn.  

Átti stórkostlegan dag í vinnunni, sem sýndi að ég lamdi mig að óþörfu í hausinn í gær.  Ég var sko að fíla það í tætlur að vera hjúkka og naut mig út í ystu æsar.  "Átti" 3 yndislega kalla alveg ein og ég dekraði sko við þá Glottandi 

Í gær fór ég á fund hjá Haddó (deildarstjóra) þar sem hún var að fræða mig um ýmislegt varðandi stjórnun á deildinni.  Mjög athyglisvert (en ég var þreytt og átti erfitt með að halda mér vakandi...) og skemmtilegt.  Svo sagði hún mér dálítið sem ég hafði ekki spáð í, og sem gladdi mitt litla hjarta.  Hún sagði mér að þegar ég færi að sækja um vinnu hérna á Skaganum (og ég skyldi bara gera það sem fyrst) að þá skyldi ég láta vita af því að ég hafi verið í löngu verknámi á 13D og endilega gefa hana upp sem meðmælanda!!  Ég varð ótrúlega glöð.  Mér hafði ekki dottið í hug að setja verknámsstað sem meðmælanda.  En það mun ég sannarlega gera.  Annars væri ég sko til í að vinna þarna á 13D, bara verst hvað það er langt í burtu.  Það hentar best á, hvernig sem á það er litið, að vinna hérna uppfrá.  10 mín. gangur í vinnuna (þegar verður búið að laga hnéð, annars 2 í bíl...) eða 40 mín. keyrsla...

Hitti einn vin hans Bill W. í dag.  Gaman að því.  Aldrei hitt þennan áður en við áttum langt og  skemmtilegt spjall. 

Ólöf Ósk fór í skólaferðalag í Skorradal í morgun, kemur heim seinnipartinn á morgun.  Gaman, gaman.  Hlakka til að heyra hvernig var.  Hún var mjög spennt.  Hún er svo dugleg, þessi stelpurófa.  Ég man hvernig mér leið í þetta eina skipti sem ég fór eitthvað svona með mínum bekk.  Það var vikudvöl á Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað í 8. bekk.  Ég var að drulla á mig úr ótta við allt.  Skíthrædd við þetta allt.  Svona var bara allt hjá mér í skóla.  Ég var skíthrædd, sjálfstraustið og sjálfsmatið ekki alveg í besta formi...  Ég var alltaf hrædd um að gera eitthvað vitlaust, segja eitthvað vitlaust, vera vitlaus...  Úff, þetta voru ekki góðir dagar.  Ég verð svo glöð þegar börnin mín eru að segja mér frá einhverju úr skólanum og þau eru svo glöð.  Jón Ingvi, sem annars er frekar lokaður, segist alltaf vera að rétta upp hönd í skólanum og spyrja ef hann viti ekki eitthvað og kennararnir segja hann mjög duglegan að biðja um hjálp.  Sömu sögu er að segja af Ólöfu Ósk.  Ég þorði aldrei að rétta upp hendi eða biðja um hjálp.  Það var ekki fyrr en á næstsíðasta árinu núna í hjúkruninni að ég þorði að rétta upp hönd!!!  Og þegar ég loks steig inn í þennan ótta þá komst ég að því að það var ekkert hættulegt að rétta upp hendina!!!  Svalur

Nóg í bili...þarf að blogga líka á dönsku svo ekki má ég skrifa frá mér allt vit hérna inni... 


Góður dagur

Byrjaði daginn á því að taka strætó í vinnuna.  Þokkalega nice, verð ég að segja.  Naut þess að sitja og slappa af og spjalla smá, í staðinn fyrir að keyra sjálf.  Svo er þetta svo miklu ódýrara líka...svo það var líka nice.

Var ekkert með sjúklingum í vinnunni í dag, en var með Siggu og Karin og það var mjög athyglisvert og skemmtilegt, enda báðar bráðklárar og bráðskemmtilegar.  Þegar það var búið röltum við Karin upp í Hallgrímskirkju þar sem við hittum Lena, dóttir Karin.  Við ætluðum upp í turninn en þar var lokað vegna upptöku á einhverju.  En við fórum í Perluna í staðinn, stórkostlegt útsýni, geggjað flott veður og hefðum við eflaust séð til Danmerkur ef jörðin væri ekki kringlótt...

Eftir léttan hádegisverð í Perlunni brunuðum við sem leið lá upp á Akranes.  Sóttum Jóhannes og fórum heim og drukkum kaffi og spjölluðum við Einar.  Svo fórum við, konur og börn, í sund og Einar eldaði handa okkur dýrindis fisk.  

Þetta var yndislegur dagur með yndislegum konum.  Við hlökkum til að hitta þær mæðgur aftur, væntanlega bæði í Danmörku og aftur hér á Íslandi.  

Ég setti myndir inn á síðu barnanna ef ykkur langar að sjá gestina okkar Brosandi


Velheppnað parakvöld og fl.

Já, ég á sko eftir blogga um daginn í gær.  Það var bara stórkostlegur dagur.  Aðalsteinn, Salný og Lilja Fanney komu um 9 leitið með þvílíkar kræsingar.  Ástarþakkir fyrir okkur, enn og aftur.  Það var sko bakarísbrauð og sætabrauð, allskonar álegg og vínber og safi og ég veit ekki hvað og hvað.  Svo það var borðað vel af morgunmat.  Svo sátum við og spjölluðum fram að hádegi.  Ég og Salný eigum nú aldeilis sameiginlegt áhugamál í hjúkruninni Glottandi en Einar og Aðalsteinn vilja þá heldur tala um borvélar...(boring...).

Svo æddum við af stað til höfuðborgarinnar.  Keyptum eitt stykki afmælisgjöf og brunuðum í afmæli hjá Aroni Atla.  Það var ljómandi fínt.  

Tengdó brunaði svo á Skagann með börnin okkar eftir afmælið.  Við skötuhjúin fengum okkur smá rúnt, og kaffi, áður en við fórum á fundinn.  Ég var smá stressuð yfir fundinum, eða sko ókunna fólkinu sem þar var!!!  Alltaf svolítið hrædd við ókunnuga!!!  En auðvitað var engin ástæða til þess og þau reyndust auðvitað alveg hreint yndislegar manneskjur.  Svo kvöldið var alveg frábært í alla staði.  Við skipulögðum fundina, og ætlum að hittast 1. sunnudag í mánuði.  Svo bætast 1-2 pör við þennan hóp fyrir næsta fund.  Oooohhhh, ég hlakka svo til.  Þetta var stórkostlegt og á eftir að vera það.  

Það er svo frábært að eiga svona yndislega vini.  Ég er svo þakklát fyrir allt það góða sem líf mitt er fullt af.

Svo á morgun ef það danska heimsóknin.  Karin Müller og fjölskylda koma.  Það verður örugglega frábært.  Meira um það á morgun. 


Gremjukast og fleira...

Leikskólinn, eða öllu heldur deildarstjórinn á leikskólanum og það sem hún sagði olli töluvert mikilli gremju hjá mér í dag.  Hún kallaði á mig þegar ég náði í Jóhannes í dag og sagðist vilja biðja mig um að láta hann ekki koma í grímubúningi í leikskólann, það ylli róti og það væri ekki leyft í leikskólanum að klæðast grímubúningi - ekki heldur á öskudaginn.  Ég kom af fjöllum til að byrja með, en þá sagði hún; "Ég er að tala um íþróttaálfsbúning".  Þá fattaði ég að Jóhannes var í íþróttaálfsfötunum sínum.  Ég svaraði henni að þetta væri ekki grímubúningur á okkar heimili, þetta væri hluti af fataskápnum hans Jóihannesar. Það var engu tauti við konuna komandi, og ég lét þetta því miður ná mér í gremju.  Svo er ég búin að ræða þetta við nokkra aðila sem eru sammála mér.  Þessi föt eru föt, ekki grímubúningur, þetta er íþróttagalli.  Eða hvað finnst þér?

jójó

Ég skal alveg viðurkenna að þegar Jóhannes er í þessu þá er hann íþróttaálfurinn.  En hann er líka spiderman þegar hann fer í spiderman-buxurnar og peysuna úr H&M, og hann er súperman þegar hann er í bolnum sínum með súperman-merkinu (líka úr H&M).  Ég hef hugsað mér að spyrja hana á morgun hvort hann megi heldur ekki vera í þeim!!!  Mér finnst þetta fyrir ofan garð og neðan, og mín skoðun er sú að ef leikskólinn ætlar að stjórna því hvaða fötum börnin eru í, að þá er tímabært að taka upp skólabúning eins og t.d. Hjallastefnu-leikskóli í Rvk.  Og hana nú!!!!

---o---

Þá er komið að afmælisbörnum dagsins.  Það eru tvær yndislegar stúlkur.  Annars vegar Ragnhildur frænka.  Elsku frænka, til hamingju með daginn.  Vona að þú hafir notið dagsins, þó sérstaklega liðinnar helgi vel.

raggý

Hin skvísan er Ida, vinkona Jóhannesar í Danmörku.  Eða kærasta eins og hann segir sjálfur!!  Ida fékk sendan pakka í síðustu viku, með púsli með íslenskum dýrum og svo fékk fjölskyldan öll smá íslenskt nammi Glottandi

jóogida

Eru þau ekki sæt saman?!! 


Afmæli

Afmælisbarn dagsins er engin önnur en hún Inga sæta.  Elsku Inga, til hamingju með daginn.  Vona að þið hafið notið helgarinnar og hafið ekki þurft að bera of mikið með ykkur heim aftur Glottandi

inga

 ---o---

Við áttum yndislega kvöldstund í gær með Jónsa og Sólrúnu.  Þau eru bara svo yndisleg og skemmtileg.  Ég er svo þakklát fyrir að hafa loksins kynnst þeim almennilega.  Það er stór gjöf að eiga svona yndislegt fólk að.  Einar fór með Jónsa rúnt um Skagann...hehe...reyna að selja honum hvað Skaginn er mikið æði...hver veit...!!

jónsi

sólrún

Svo núna erum við að bíða eftir að Aðalsteinn, Salný og Lilja Fanney detti inn úr dyrunum með morgunmatinn okkar Ullandi ég er sko líka orðin svöng, búin að veraá löppum síðan kl 7.  Ruslaði mér á lappir og setti í uppþvottavélina og vaskaði restina upp.  Við nenntum ekki að gera þetta í gærkvöldi... En það er best að leggja á borð.  

Pabbi greyið er orðinn lasinn, hringdi í gærkvöldi, kominn með 38,5° svo hann getur ekki komið og passað í kvöld.  En Einar fékk sína múttu til að leysa hann af.  Svo allt reddast þetta.  Hún fer þá með börnin heim til okkar eftir afmælið í dag og kemur þeim vonandi í bælið á skikkanlegum tíma...ég treysti á það. 

Nýjar myndir á heimasíðu barnanna.

Þúfan sem hvarf

Þar sem við sátum með yndislegu gestunum okkar í kvöld rifjaði ég upp þegar ég datt af hestbaki í fysta sinn.  Þá var ég sennilega ekki mikið meira en 6 ára gömul og stjúpi minn teymdi hestinn á skegginu og ég reið á berbaki.  Einhverra hluta vegna þá kipptist hesturinn eitthvað við þegar við vorum komin hálfa leið upp í girðingu (þetta hafa kannski verið 50 m. frá fjárhúsinu og upp í girðingu) og ég flaug af baki.  Stjúpi gerði góðlátlegt grín að mér í mörg ár á eftir...og gerir enn þegar hann man eftir þessu.  Talaði alltaf um "þegar þúfan hvarf"!!!  Svo bættist við söguna einhverju seinna og þá sagði hann; "Jú, jú, Bjarni í Þrastarlundi hljóp út á hlað, hann hélt það væri kominn jarðskjálti!!"

Svona ýmislegt grín hefur alltaf fylgt stjúpa.  Hann er mikill stríðnisgosi, en alltaf góðlátlegt.  Ég segi ykkur kannski fleiri sögur síðar.  En núna ætla ég að skríða inn í rúm, og liggja við hliðina á elskunni minni og njóta þess að við erum bæði heima að kvöldi til.  Það gerist ekki svo oft þessa dagana að við sofnum saman.  Um að gera að njóta þess, eða eins og segir í Carlsberg auglýsingunum; "Og nyd det så længe det varer..." 


Laugardagur

og svo sannarlega laugardagur til lukku!!!  Fór á stórkostlega ráðstefnu í morgun, sem reyndar byrjaði í gær og endar á morgun.  En ég náði tveimur frábærum klukkutímum.  Börnin mín eru ótrúleg, þau voru svo góð og dugleg að hafa hljótt.  Þau sátu á gólfinu og teiknuðu.  Gáfu svo Alicia myndir (það er sko ameríska vinkonan sem ég talaði um í gær) og hún var svo glöð.  Hún reyndar bað þau sérstaklega um myndir þar sem Ólöf Ósk teiknaði mynd handa henni þegar hún var hjá okkur fyrir tveimur árum.  Hana langaði í nýja mynd til að hengja hjá hinni, sem hún er með upp á vegg í vinnunni.  

Svo brunuðum við sko bara aftur heim, með viðkomu í nesti á Ártúnshöfða þar sem við urðum að fá okkur SS pylsu, allir aðframkomnir úr hungri...

Það er grenjandi rigning og rok, enda sungum við "Í rigningu ég syng, í rigningu ég syng, það er yndislegt veður og mér líður vel." í bílnum á leiðinni heim Ullandi  Tókum svo Rónann líka Glottandi En sko veðrið er eins og fyrsta laugardaginn okkar á Akranesi þegar við rétt náðum að komast inn með bókahilluna þar sem rokið stóð beint af sjónum og upp götuna...þá er sko gott að vera í hlýju og vindþéttu húsi...  Ég kveikti á kertum og það er svo kósí hérna hjá okkur.  Sveppirnir í sósuna eru skornir og Einar fær að krydda lambið þegar hann kemur heim.  Allt að verða tilbúið fyrir gestina sem koma á eftir.  Ooohhh, ég hlakka svo til.

En nú ætla ég í verðleit á netinu fyrir dóttir mína, hana langar í karakoketæki...karoke


ekkert gláp

Nei, það varð ekkert úr sjónvarpsglápi frekar en fyrri daginn.  Gerði ýmislegt annað.  Ég t.d. bauð nágrannakonunni úr himnaríki í kaffi og hún hafði ekki fyrir því að svara, hvað þá meira!!!  Svona kerlingar sko, ég meina það!!!

Svo bjó ég til Daimístertu (Sindri, taktu eftir: DAIMÍSTERTU!!!) og konfektkúlur að hætti Sollu á Grænum (eða Sollu sem var á Grænum).  Þetta er sem sagt eftirréttur fyrir annað kvöld.  Ekki vil ég að hann Jónsi frændi minn horfalli af því einu að koma í heimsókn á Skagann...!!!  Það væri nú ekki í frásögur færandi...úff...ég fæ nú bara illt við tilhugsunina, hvað myndi fólk ekki halda um mig ef fólk tæki upp á því að grennast eftir matarboð hér...ónei, ég bara get ekki meir....Glottandi

Eins og þetta sé ekki nóg?!   En það var sko meira.  Ég átti notalega stund með dóttir minni við konfektgerð, við spjölluðum og við sungum, og gerðum grín og gys...henni finnst ég gömul!!!  Hafiði heyrt annað eins?!  Ég skil ekki hvað hún meinar...hehe...jú, ég man hvernig þetta var...

Nú ætla ég að fylgja prinsessunni í bælið og ætli ég skríði svo ekki sjálf í mitt fleti og velgi það áður en bóndinn kemur dauðþreyttur heim... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband