Bloggfærslur mánaðarins, október 2006
13.10.2006 | 19:57
Næturdrottningin...
...nei, það er ekki ég sem er næturdrottningin...nema kannski þá sofandi næturdrottningin...Þyrnirós eða eitthvað hins vegar, ef ég borðaði sykur ennþá, þá held ég að ég myndi prófa Næturdrottninguna en þar sem ég borða bara alls ekki sykur þá læt ég aðra um hana. En uppskriftin er sem sagt þarna fyrir þá sem hafa áhuga!!
Helgin sem framundan er verður ekki rólegheit og afslöppun. Í fyrramálið er ég að spá í að skella mér til höfuðborgarinnar og reyna að hitta á ameríska vinkonu sem þar er stödd. Gæti kannski náð eins og einum kaffibolla með henni í hádeginu, vona það amk. Svo verður ætt upp á Skaga aftur, þar sem við eigum von á góðum gestum í mat, nefninlega Jónsa og Sólrúnu. Við hlökkum mikið til að sjá þau, við erum búin að stefna að þessu lengi og loksins gátu allir. Á sunnudaginn ætla svo Aðalsteinn, Salný og Lilja Fanney að koma, með morgunmatinn með sér!! Við hlökkum sko líka mikið til að sjá þau, langt síðan við sáum Salný en aðeins styttra síðan við sáum hin tvö þar sem þau birtust óvænt sunnudagsmorgun fyrir tæpum 4 vikum. Og ekki er allt búið enn!! Á sunnudaginn kl 14 erum við að fara í afmæli í Hafnarfirði, hjá Aroni Atla (bróðursyni Einars) sem varð 7 ára í lok ágúst. Svo veit ég ekki alveg hvað við gerum, ætli við hittum ekki pabba einhversstaðar á góðum stað og afhendum honum börnin okkar. Hann ætlar nefninlega að passa fyrir okkur á meðan við förum að hitta 2-3 vinapör, 1. hittingur hjá nýju paragrúppunni okkar. Við hlökkum bara svo mikið til alls þess sem er að gerast hjá okkur um helgina. Við slöppum af síðar...hehe...
Svo fáum við sko aftur gesti á þriðjudaginn. Það byrjar kl 9.00 á Landspítalanum þar sem kennari úr skólanum mínum (Karin) kemur í heimsókn. Við Sigga ætlum að taka á móti henni og Sigga ætlar að segja henni allskonar skemmtilegt og athyglisvert. Á eftir ætlum við (ég og Karin) svo að sækja dóttir hennar og barnabarn út á Hótel Sögu og ef veður leyfir þá byrjum við á að fara upp í Hallgrímskirkjuturn og skoða útsýnið þar. Síðan verður brunað sem leið liggur upp á Akranes. Þar ætlum við að sækja börnin mín í skóla og leikskóla og svo verður arkað í sund. Það er ekki á hverjum degi sem danir upplifa íslenskar sundlaugar, svo þær mæðgur eru mjög spenntar það þarf ekki mikið til að gleðja fólk. Síðan ætla þau að borða hjá okkur. Við hlökkum svo mikið til.
Svo það er ekki lognmollan kringum okkur. Ekki að það sé þannig nokkurntímann. Það vill líka svo skemmtilega til að við vitum fátt skemmtilegra en að taka á móti gestum...og þá aðallega samt skemmtilegum gestum en það er reyndar oftast þannig því við þekkjum eiginlega bara skemmtilegt fólk!!!
Jæja, ég ætla að ráðast í eldhúsið...og leggjast svo kannski upp í rúm og glápa á eina bíómynd og prjóna...ég er sko byrjuð á jólagjöfunum, sem flestar verða heimatilbúnar í ár...aðallega vegna skorts á fjármögnun...en mér finnst líka persónulegar og skemmtilegar gjafir...vona að þiggjendur séu mér sammála...annars er það bara leiðinlegt fyrir þau/þá!!! hohoho...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2006 | 10:35
13. október
Í dag minnist ég Jóhanns Karls Birgissonar, sem lést 13. október 1989. Ég hugsa alltaf til hans á þessum degi. Jóhann Karl var bekkjarbróðir Lilju systir, og vinur hennar. Ég sjálf kynntist Jóhanni mest sama ár og hann dó. Ég ætla ekki að fara að skrifa neina minningargrein hér, en langaði bara til að minnast hans með þremur kertum.
---o---
Einu sinni sem oftar sit ég hér, á netinu, þegar ég ætti að vera að læra. Er reyndar að fara á fund, reyndar 2 á eftir, og kem mér ekki í gang með lestur...enda bara tæpur hálftími þar til ég þarf að fara...
Jóhannes var þreyttur í morgun. Það er greinilegt að hann þarf að fá að sofa annað slagið... Þegar ég er að vinna þá vek ég hann 6.15, hann fer reyndar að sofa milli sjö og hálfátta á kvöldin. Í morgun ákvað ég að leyfa honum að sofa þar sem ekkert lá á. Hann svaf til kl 9!! Og var útsofinn og endurnærður þegar hann vaknaði. Gott að hann fékk að sofa, því um helgar fær hann ekki að sofa þar sem Jón Ingvi vekur hann yfirleitt. Jón Ingvi er nefninlega morgunhani, sem Jóhannes er ekki, og Jón Ingvi vaknar iðulega mjög snemma (að mínu mati, ekki hans) og byrjar þá iðulega daginn á því að liggja og syngja inni í rúmi! Er hann ekki bara yndislegur?! Hugsið ykkur, að vakna syngjandi! Yndislegt. En það hins vegar gerir það að Jóhannes vaknar iðulega þótt hann sé ekki endilega búinn að sofa nóg.
---o---
Ég man ekki ennþá þetta merkilega sem ég ætlaði að segja ykkur í fyrradag og er sjálf farin að halda að það hafi bara ekki verið neitt sérlega merkilegt...
---o---
Talið er að rekja megi ótta við töluna þrettán til þess að þrettán menn voru viðstaddir síðustu kvöldmáltíð Jesú. Þá telja sumir fræðimenn hann einnig tengjast því að í dagatali gyðinga og Kínverja eru ekki hlaupár heldur þrettán mánuðir í einstaka árum.
Þá er hugsanlegt að rekja megi þrettándaóttann til ásatrúar en samkvæmt henni bauð Óðinn ellefu vinum sínum til veislu í valhöll. Loki mætti hins vegar óboðinn til veislunnar (sem þrettándi maður) og leiddi það til átaka á milli hans og Baldurs sem síðar leiddu til dauða Baldurs.
Þetta kemur fram á mbl.is í dag. Gaman að lesa þetta þar sem þetta með 13. og þá sérstaklega föstudaginn 13. er alltaf umræðuefni annað slagið.
Þetta tengist hjátrú, myndi ég halda. Ég hef ekki neinn ótta eða yfirleitt skoðun á 13. en hins vegar hef ég gert hluti gegnum ævina út frá hjátrú. Eins og t.d. það að mig dreymdi nöfnin á bæði Ólöfu Ósk og Jón Ingva og þess vegna kom aldrei til greina annað en að skíra þau þessum nöfnum. Eflaust hef ég gert fleiri hluti út frá hjátrú, enda íslendingur og hjátrúarfull
---o---
Skyldi fólk hafa tekið sér frí til að fara í Ikea í gær? Mig langar að sjá nýja Ikea, en mér liggur ekkert á. Þarf reyndar að fara þangað fyrr en síðar til að verla gardínu í annan eldhúsgluggann. En það er ekki glæta að ég hefði lagt það á mig að fara í gær...úff...það hlýtur að hafa verið troðið út úr dyrum...
---o---
Jæja, farin á fund...verð bara að lesa á eftir...knús...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.10.2006 | 22:53
Merkilegt blogg...
úff, gott að maðurinn minn er ekki hjólafífl...
Í vinnunni í dag mundi ég eftir einu mjög merkilegu sem ég ætlaði að blogga um þegar ég kæmi heim...nú er kl að verða 11 og ég man ekki enn hvað það var. Svo ég ætla ekki að hafa þetta lengra í dag...en ef ég man þetta á morgun þá flýti ég mér að skrifa minnismiða...ég get ekki látið ykkur missa af þessum merkilegheitum!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2006 | 21:46
Vísan eftir Sverri Ág.
Sigrún, hún er sukkari,
svall finnst henni gaman.
Reynir er gugginn grallari
gaman fannst þeim saman.
Þetta orti hann eftir að ég og Reynir nokkur Zoëga vorum eitthvað að dúlla okkur saman, þá 15 og 17 ára hehe...
Það var í íslenskutíma hjá Eiríki Karlssyni sem að Eiríkur hvatti nemendur sína til að yrkja vísur og afhenda honum og hann myndi síðan lesa þær upp. Þegar hann fletti gegnum bunkann sem hann fékk í hendurnar og kom að þessari þá heyrðist í honum; "Já, við ætlum ekki að vera með neinar persónulegar árásir hér" og las þetta ekki upp. Sverrir gerði sér þá lítið fyrir og las vísuna upp frammi á gangi eftir tímann...fyrir framan allan skólann!!
Ég þarf sennilega ekki að taka fram að ég ELD-ROÐNAÐI...ég, þessi litla feimna sveitastelpa...úff...en hef hins vegar alltaf munað þessa vísu og þykir nú eiginlega bara mjög vænt um bæði vísuna og Sverri.
Bloggar | Breytt 11.10.2006 kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.10.2006 | 21:37
Stóri Stjóri
Stóri Stjóri heitir reyndar Hrafnhildur og er kölluð Haddó. Hún er deildarstjóri á 13D þar sem ég er í verknámi.
Þegar ég talaði við hana í síma í fyrsta sinn þá spurði hún mig eins og íslendingi sæmir; "Hvaðan ertu?" og þar sem við vorum að rabba saman þá hugsaði ég með mér; "Best að segja henni hver pabbi er, það vita nú flestir hver hann er".
Þá saup konan á hinum endanum hveljur og sagði; "Ertu að segja satt? Hann pabbi þinn er vinur minn! Og hvað heitir mamma þín?" Ég sagði henni það. Þá sagði hún; "ég þekki mömmu þína líka. Þau eru vinir mínir. Spurðu þau um Haddó og Tóta!"
Ég gerði það og komst að því að foreldrar mínir og Haddó og Tóti voru æskuvinir. Pabbi og Tóti voru æskuvinir og bekkjarbræður. Leiðir skildu svo þegar foreldrar mínir fluttu til Danmerkur, þá 19 ára og nýgift.
Haddó sagði mér svo um daginn að það væri nú eiginlega svolítið henni að þakka að ég væri yfirleitt til!! Að það hafi verið úthugsað plan hjá henni og móðursystir minni að koma mömmu og pabba saman og þær hafi nuddað saman hendurnar af ánægju þegar þau hittust og smullu saman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2006 | 19:57
Afmælisbörn dagsins
Já, það er komið að afmælisbörnum dagsins.
Það eru sko tvær merkiskonur sem eiga afmæli í dag, sú eldri er fædd 1952 og er stjúpa mín, hún Sigþrúður. Hún var gift pabba mínum í mörg ár, kom inn í líf mitt þegar ég var um 4-5 ára gömul. Elsku Sigþrúður, ég sendi þér mínar allra bestu kveðjur í tilefni dagsins.
Sú yngri er Lilja systir mín. Lilja er fædd 1972, hún er ein af fjórum systrum mínum sem allar eru yngri en ég. Elsku Lilja, ég sendi þér mínar allra bestu kveðjur í tilefni dagsins, og þetta; God made us sisters. Hearts made us friends.
En nú ætla ég að hætta að blogga og hringja í afmælisbörnin
Bloggar | Breytt 10.10.2006 kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.10.2006 | 18:57
Ort um Bakkus konung
Ég átti góðan og blíðan mann,
ég ástina í hans faðmi fann.
En alkohólisminn það hann kann
að gleðja aldrei nokkurn mann.
Mikið var ég hrædd og ein
og fannst eg vinna öllum mein.
Ljóssins faðir þá komst þú inn
Og fel ég þér nú anda minn.
--------
Það var reyndar ekki ég sem orti þetta, ýmislegt er mér til lista lagt en ekki það að kveða eina einustu vísu. Hins vegar hafa nokkrar vísur verið ortar um mig. Viljiði heyra? (Ef ekki þá sleppirðu því bara að lesa;)
Þessa hér orti afi minn um mig þegar ég var lítil stúlka:
Sigrún elsku stúlkan okkar bjarta,
þú sífellt ert í hug okkar og hjarta.
Vertu alltaf þæg og góð við mömmu,
þá verðurðu líka ástin afa og ömmu.
Og þessa orti Jónsi frændi um mig, í tilefni af því að ég ætlaði að grennast um 15 kg fyrir brylluppið okkar Einars í maí 2004:
Sigrún mín, þér sendi frá
Svíþjóð þessa vísu.
Fimmtán kíló finnst mér smá
fyrir gamla skvísu.
Fleiri vísur fáið þið ekki í bili. Kannski læt ég einhverntímann flakka vísurnar sem hann Sverrir Ágústsson, bekkjarbróðir minn úr grunnskóla, orti um mig þegar við vorum í 8. bekk...
Mikið að gera í dag, lærði helling. Langur dagur, fór snemma að heiman, kom seint heim. Sá Einar í gærkvöldi þegar ég vakti hann fyrir næturvakt, svo var ég farin þegar hann kom heim í morgun og svo var hann farinn á kvöldvakt þegar ég kom heim. Ég verð svo pottþétt sofnuð þegar hann kemur heim í kvöld/nótt. Hann sagði við mig áðan þegar ég talaði við hann; "ég sé þig í nótt" og ég gat ekki stillt mig og sagt; "Já, þú SÉRÐ mig" því hann mun ekki gera meira en sjá mig, ég er yfirleitt hálf meðvitundarlaus eftir miðnætti!!
Jæja, ég ætla að bursta tennur í drengjunum mínum og lesa fyrir þá. Mér heyrist á geðinu í Jóhannesi að honum veiti ekki af því að komast í svefn...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.10.2006 | 12:42
Dans og söngvamynd...
Við hjónin ákváðum að leigja okkur mynd í gærkvöldi. Það gerist ekki oft, en einstaka sinnum langar okkur að letipúkast uppi í bæli og góna á einhverja vitleysu. Þar sem við erum með sjónvarp gegnum skjá 1 þá er þetta svo einfalt, við liggjum uppi í bæli og veljum mynd, þurfum ekki einu að fara út á leigu. Eini gallinn á því er að það er ekkert mjög mikið úrval mynda. En við fundum eina, eða sko Einar fann hana og ég samþykkti... Úff, svo lágum við í einn og hálfan tíma og gláptum á DANS-OG SÖNGVAMYND!!! Einar HATAR svoleiðis myndir en hann lét sig hafa það þar sem það var búið að borga heilar 450 kr fyrir þessa vitleysu. Ég náði að prjóna einn vettling á meðan við gláptum, klára hinn í kvöld því þá er sko Ørnen á DR1!!! Veisla hjá okkur. Þannig að það lítur út fyrir sjónvarpsgláp tæpan klukkutíma á viku næstu vikurnar
Hér er mikið fjör sem stendur. Ólöf Ósk var reyndar að yfirgefa svæðið, fór til bekkjarsystur sinnar og ætlar að fara í sund með henni. En Jón Ingvi er sem sagt með bekkjarbróðir sinn í heimsókn og það er mikið fjör í þeim. Þeir eru reyndar að bíða eftir að pabbi Kristmanns vakni (var á næturvakt í álverinu) því þá ætla þeir heim til hans. Jón Ingvi er kominn í kúrekabúning og ætlar þannig heim til Kristmanns. Jóhannes dinglast hér um og ætlar núna út að hamra.
Pabbi er hér enn. Það er svo gaman að fá hann í heimsókn. Hann er svo þægilegur og ljúfur, hann pabbi minn.
Salný, nú er ég búin að afla mér slatta heimilda...á bara eftir að lesa það...og sjóða svo saman einhvern fínan fyrirlestur...
Einar er að vinna, hann vinnur og vinnur. Það verður svo gott þegar ég fer að fá laun líka, svo hann þurfi ekki að vinna svona mikið. Ég er að spá í að fara að drulla mér niður á spítala hér og athuga hvort ég geti potað mér inn á einhverjar aukavaktir kannski. Svona til að koma mér inn í hitann...þá verður kannski jobb handa mér þegar ég útskrifast...
Jæja, best að lesa þessar greinar sem ég er búin að prenta út í löngum bönum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.10.2006 | 10:18
Laugardagsmorgunn
Laugardagsmorgunn í faðmi fjölskyldunnar. Einar er sofandi, var á næturvakt í nótt. Stelpurnar inni í eldhúsi að læra og strákarnir inni í herbergi að slappa af yfir teiknimynd. Þvílíkt notalegt. Ég er sko að skrifa þetta blessaða "rejsebrev" sem ég þarf að senda frá mér í komandi viku...nema akkúrat núna þar sem ég er að bloggast...
Annars er ég að fara á fund, svo heim að baka blessaða skúffukökuna...ekki nenni ég að láta Einar og pabba bögga mig það sem eftir er helgarinnar...hehe...en ég ætla sko líka að búa mér til konfektkúlurnar góðu!!! Ekkert smá gott að fá sér eina á kvöldin með góðum kaffibolla. Namminamm...
Ég ætla að koma hérna með tilvitun dagins (ekki víst að það komi fleiri...en hver veit?!): "Ef ógleðin kallar þá er það á minni ábyrgð að gleðja hana."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.10.2006 | 23:03
Aumingjans strumparnir!!!
Baggalútur greinir frá áhrifum Kárahnjúkavirkjunar á aumingja litlu bláu sætu strumpana!!!
Það er ýmislegt í gangi í þjóðfélaginu, og skýrir Baggalútur einmitt frá því að Þórður Þórðarson sé kominn í framboð í Suðurkjördæmi!!!
En áður en ég kjafta frá öllu sem er að frétta ætla ég bara að kveðja og segja veriði sæl, og koma mér í bælið...eða eins og Bryndís Schram og Þórður húsvörður sungu; "Nú kveðjum við og segjum krakkar veriði sæl, og komið ykkur snemma í bólin, því mikilsvert er það að mega vakna hress...".
Guð varðveiti ykkur öll.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar