Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Bára

Fallega, yndislega stjúpdóttir mín er LOKSINS komin til okkar.  Hún ætlar reyndar bara  að stoppa til morguns, en mikið rosalega var yndislegt að sjá hana aftur.  Ég fór og sótti hana eftir vinnu og við brunuðum saman á Skagann.  Áttum sem sagt alveg næstum því heilan klukkutíma út af fyrir okkur, bara við tvær, og það var yndislegt.  Hún er svo skemmtileg, og svo falleg.  Sjáiði bara sjálf.

bára sæta

Í dag, 6. okt. eiga tvær gamlar vinkonur mínar afmæli.  Önnur þeirra er Kalla á Hofi, æskuvinkona mín.  Við kynntumst þegar ég var 10 og hún 11 og við vorum óaðskiljanlegar í nokkur ár.  Hin vinkonan er Laura, sem ég kynntist í Englandi.  Laura er frá Chicago.  Við vorum óaðskiljanlegar í nokkra mánuði, eða frá því við kynntumst og þar til ég flutti aftur til Íslands.  Það var magnað hvað við tvær áttum mikið sameiginlegt, borgarbarnið frá USA og sveitastelpan frá Íslandi.  T.d. fengum við báðar leðursandala þegar við vorum stelpur, en óskuðum okkur sko heitar en allt glæru plastsandalana, sem voru nýjir á markaðnum Öskrandi.  Ég hugsa alltaf til þeirra 6. okt. og margar góðar minningar læðast fram úr hugarfylgsnunum!!  

Pabbi ætlar að koma á morgun, svo ég "þarf" að baka skúffuköku í kvöld eða á morgun.  Hann átti nú afmæli fyrr í vikunni, karlinn, svo hann verður að fá köku.  Spurning hvort það eigi að splæsa 57 kertum...

Í dag bað deildarkennarinn minn mig um að halda einhvern stuttan fyrirlestur áður en ég hætti...úff púff...það er nú aldeilis ekki fyrir mínar taugar.  En ég læt mig nú hafa það (get þá alltaf skellt einni túpu af stezolid í rassg.... áður en ég stíg á stokk!!  Á heilan kassa síðan Jóhannes fékk hitakrampann hérna um árið...hehe...)  Svo nú þarf ég að afla mér löglegra heimilda um "föstu fyrir aðgerð".  Spennandi, finnst ykkur ekki?!!Ullandi


Ég er farin að sofa

image002

Megi Guð og englarnir vaka yfir ykkur öllum. 


Blessuð sólin

Einu sinni fyrir langa löngu, þegar ég var að vinna á Múlaborg, þá sungum við sólarsöng með börnunum.  Hann hljómaði svona: "Sól úti, sól inni, sól í hjarta, sól í sinni, sól bara sól".  Mér datt hann bara í hug allt í einu, kannski af því að ég sit inni í stofu og sólin skín inn um gluggann, og ég er sannarlega með sól í hjarta og sinni.  

Ég hef svolítið hugsað um veðrið og andlega líðan undanfarið.  Áður en ég flutti til Danmerkur fyrir 9½ ári síðan þá þoldi ég ekki Ísland.  Ég þoldi ekki veðrið, ég þoldi ekki hvað allt var grátt og leiðinlegt, það var allt ömurlegt hérna á klakanum og það var sko ekki spurning um að allt myndi lagast í Danmörku.  Þar var grasið grænt!!!  Ég man sko hvað fyrsta sumarið var FRÁBÆRT!!!  Eintóm helv.... hamingja!!!  Sól, já mesta hitabylgja sem herjað hafði á Danmörku í mörg ár, það var alltof heitt til að ég gæti verið úti (ég er ekki hitabeltisdýr!!) og Bakkus konungur herjaði á heimilið með allri þeirri hörmung sem því getur fylgt.  Svo kom haustið, og það var sko grátt.  Bæði úti, inni, í hjarta og sinni, það var bara allt grátt.  Danmörk reyndist ekki lausnin.  

Lausnina fann ég reyndar í Danmörku, en hún hefur samt ekkert með Danmörku að gera.  Ég lærði smám saman að hamingjan er ekki áfangastaður, heldur ferðalag.  Og að það getur enginn gert mig hamingjusama nema ég sjálf.  Ég var alltaf að bíða eftir að blessaður kærastinn gerði mig hamingjusama en það þveröfuga gerðist, ég var bara ótrúlega óhamingjusöm og fannst allt sem hann gerði vera "eitthvað sem hann gerði mér"!!  Svo giftist ég honum!  hehe, já, það reyndist heldur ekki lausnin, en ég get fullyrt að ég er hamingjusamlega gift honum í dag.  Það er ekki honum að þakka :) því þó hann sé yndislegur þá þarf ég að vera í andlegu jafnvægi og kunna að elska sjálfa mig til að þykja lífið yndislegt.  Það hef ég sem betur fer lært, og ætla bara að vona að ég haldi áfram að læra alltaf meira og meira um lífið og hamingjuna.  

Þá kemur loks að þessu með veðrið.  Ísland var sem sagt grátt, ljótt og leiðinlegt.  Í dag er Ísland fallegt og yndislegt, það er Danmörk líka.  Og allt hefur þetta að gera með hvernig mér líður.  Ég er alltaf að heyra fólk tala um hvað sumarið hafi verið ömurlegt á Íslandi, ekkert sumar, eintóm leiðindi.  Ég er ekki sammála.  Mér fannst sumarið dásamlegt.  Sumarið var sannarlega ekki eins heitt og sólríkt og í Danmörku, en það var samt frábært.  Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að ég bý á Íslandi núna og hér kemur ekki heitt sumar nema á ca 15 ára fresti.  Afhverju eru íslendingar alltaf jafn hissa á því?  

Í gær þegar ég var að keyra heim sá ég að það hafði gránað í fjallatoppa (sem ég man ekki hvað heita en eru austan við Esjuna).  Ég fékk allt í einu minninguna um vanlíðan og pirring fyrri tíma, ég man að mér fannst alltaf allt búið þegar fór að grána í fjöllin!!!  Spáiði í það, hvað ég lét allt utanað stjórna mér og minni líðan!  Í gær gat ég notið þess að horfa á fjallatoppana, og séð fegurðina.  Það finnst mér stórkostlegt, og ég er mjög þakklát fyrir það. 

Svo á meðan ég skrifaði þetta hér að ofan söng 3 ára sonur minn inni í herbergi: "Ísland er landið mitt".  Hann er heillaður af landinu og öllum fjöllunum.  Hér er ein mynd sem er tekin af honum í stofunni hjá mömmu og Jóni Þór þar sem hann horfir dáleiddur yfir á suðurfjallið Brosandi

100_4355  

Er lífið bara ekki stórkostlegt?! 


Ekkert nýtt

Mikið að gera í vinnunni, kom seint heim, náði að drekka einn kaffibolla með elskunni minni áður en hann fór á fund, borðaði kvöldmat með börnunum, svo las ég fyrir drengina og Jón Ingvi las svo fyrir mig, svo fór ég á fund og var að koma heim.  Svona var dagurinn hjá mér.  Svo er það dagleg sjálfsrannsókn sem tekur við núna og svo ætla ég að skríða í bælið svo ég verði útsofin og sæl kl 6 í fyrramálið Svalur

Meira síðar... 


Pabbi minn

Afmælisbarn dagsins er enginn annar en hann elsku pabbi minn. 

100_4483

 

Elsku pabbi, til hamingju með afmælið.  Knúsa þig þegar ég sé þig næst, vonandi um helgina.

 


Jón Ingvi...

...er ekki gikkur lengur!!!  Hann borðaði 3 sneiðar af steiktum blóðmör!!  Mér finnst hann hreint út sagt rosalega duglegur.  Þetta er barnið sem borðaði bara pylsur og kjötbollur fyrir rúmum mánuði síðan!  Hann var reyndar alveg viss um að þetta væri ógeðslega vont, og var mjög fúll út í mig fyrir að bera þetta á borð, og þegar hann tók fyrsta bitann var hann með "þetta er ógeðslegt-svipinn" en svo allt í einu lifnaði yfir honum og hann sagði; "namm, þetta er gott".  Ólöf Ósk hins vegar smakkaði, með sama svip og Jón Ingvi og hún hélt honum bara áfram, svo hún fékk sér bara einn vita.  

Þannig var þessi kvöldmatartími.  Svo saumaði ég skikkjur á skrákana eftir matinn og nú ætla ég að fara að lesa fyrir þá áður en ég ræðst í að merkja fötin hans Jóhannesar og gera við gat á buxunum hennar Ólafar Óskar.   Og svo fer ég náttúrlega að sofa líka einhverntímann á eftir.

Bless í bili... 


steikt slátur

Börnunum mínum til mikillar ánægju ætla ég að hafa steiktan blóðmör og kartöflumús í kvöldmatinn...

blóðmör 

Mér hefur alltaf fundist slátur hinn mesti herramannsmatur, og vil að sjálfsögðu gera mitt til að miðla þessum þjóðarrétti íslendinga áfram til barnanna minna!!  

Ég man þegar ég og Erla systir bjuggum í Mávahlíðinni 1991 (ásamt Guðnýju, en hún borðar ekki slátur svo hún er sko ekki með í þessari minningu;) að við vorum oft ansi blankar.  Enda fór mestur hluti launa okkar í sígarettur og fyllerí!!  Ég man einu sinni í lok mánaðar að við áttum ekki krónu með gati fyrir mat en vorum sársvangar.  Svo við fengum lánaðan einhvern smá pening hjá pabba og æddum beint út í búð og keyptum okkur blóðmör og kartöflumús og héldum veislu!!  Guðný var að vinna annars hefði hún örugglega ekki orðið glöð...henni finnst slátur vægast sagt ógeðslegt.

Læt ykkur vita á eftir hvernig börnunum mínum finnst...hehe...ég er farin að steikja!!! 


Ekkert að sjá...

...ég var að tala við dr. Reynir og það kom ekkert út úr blóðprufunum hennar Ólafar Óskar.  Sem sagt ekki sýking, ekki gigtarsjúkdómur.  Það er svo sem gott, en ekki gott að vita ekkert.  Svo nú eigum við að koma í lok vikunnar, og þá ætlar hann að endurmeta þetta og sennilega taka röntgenmynd af henni.  Hann talaði um að líklega yrðum við að fara til sérfræðings með hana og heyra hvað slíkur doksi hefði um málið að segja.  Svo framhaldið er óvíst, hún á þó ekki að fara á sundæfingar á næstunni, og heldur ekki íþróttir.  Ekki gaman.  

Annars ekkert nýtt síðan áðan... 


úff púff

Jæja, nú er ég búin að klára að skrifa þessa blessuðu "studiebog" sem ég var svo sem langt komin með um helgina.  Vona að kennarinn verði ánægður ;) hehe...  Svo þarf ég að fara að smíða bréf um þessa vist mína sem skiptinemi á Íslandi!!!  hahaha...  Það er ein af "skyldunum" sem fylgir þessu, svo aðrir í skólanum geti myndað sér skoðun á því og ef til vill kveikt í einhverjum að prófa eitthvað nýtt.  Verð að hætta að hugsa um að ég nenni ekki að skrifa þetta og vera frekar jákvæð...þá gengur það örugglega betur...

Börnin mín liggja inni í prinsessuherberginu, borða popp og glápa á einhverja mynd.  Reyndar heyrist mér myndin vera búin, þau eru amk með einhver fíflalæti...svo kallaðan "grátleik".  Eiginlega bíð ég bara eftir að þetta endi með öskrum og leiðindum...en vona það besta.

En nú ætla ég að læra meira, fara svo út í búð og versla fyrir vikuna, sækja svo Jóhannes og að lokum gera það sem ég er búin að lofa Jóni Ingva; sauma rauða skikkju handa honum...  Í gær bað hann mig um að sauma á sig supermanbúning, skó sem ná upp að hné, og fleira og fleira.  Þegar ég spurði hann hvort hann héldi í alvöru að ég gæti þetta þá brosti hann og sagði; "Já, mamma, þú getur nefninlega svo margt"!!!  Þessi elska Koss hefur eins og ég hef áður sag, endalausa trú á hæfileikum mínum.  Ég held ég verði að skella mér á saumanámskeið, eða kannski í fatahönnun&saumamennsku, þegar ég verð búin að læra hjúkrunina...bara svona til að standa undir kröfunum...


Íþróttaálfurinn

Jóhannes skellti sér í íþróttaálfsbúninginn í morgun og fór á handahlaupum á leikskólann!!  Ég held samt að það hafi aðallega verið fullorðna fólkið sem fattaði að þetta var íþróttaálfurinn, því þetta eru föt eins og hann var í, í 1. leikritinu.  Sem sagt grænum buxum, bláum bol, með svart belti og appelsínugula álfahúfu með grænum doppum!!  Frekar flottur sko.  En eins og íþróttaálfurinn lítur út í dag, í bláum fötum, flestir krakkar þekkja hann þannig.  En Jóhannes var mjög ánægður með sig, og það er auðvitað það eina sem skiptir máli.  

Stóru börnin eru heima í dag, það er skipulagsdagur í skólanum.  Verst að við föttuðum það ekki fyrr en á föstudaginn (ekki alveg með á nótunum ennþá...), annars hefði Einar fengið sér frí í nótt og þá hefðum við getað verið í bústaðnum þangað til í dag.  En við gerum það bara næst. 

--------------- 

Ég ætla að smella á ykkur uppskriftinni að konfektkúlunum góðu, sem ég skrifaði um á föstudaginn.  Svona ef ykkur langar í sykurlaust, en gott gúmmulaði.

100 gr kókosmjöl , 100 gr hnetur ( t.d. kasjú eða hesli - ég malaði þær eins vel og ég gat í mixernum), 30 gr kakó, 200 gr döðlur (ég lét þær liggja smá í sjóðandi heitu vatni til að míkja þær).                                                                    

Allt sett í blandara, og blandað þar til þetta hangir vel saman.  Mótið litlar kúlur, sem gott er að velta upp úr kakódufti eða kókosmjöli. 

----------------

Nú þarf ég að vera dugleg að læra í dag, þarf að senda "studiebog" til Danmerkur í dag...svo það er eins gott að standa sig...!!!  Dugir ekki bara að liggja á blogginu, svo ég ætla að láta þetta duga...fram að næstu pásu...hehe...ætla að fá mér morgunmat, hita mér gott kaffi og láta svo hendur standa fram úr ermum!!! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband