Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Hæ öll þið :)

Jæja, þá er þessi helgi að verða búin.  Það kom fólk að skoða íbúðina í dag...fólk sem eru væntanlegir leigjendur!  Í morgun þegar ég var að taka til, fyrir komu þeirra, fann ég ótta læðast að mér...ótta um að geta ekki leigt...ótti um fjárhagslegt óöryggi...og viti menn, þessi litla bæn "Verði þinn vilji, ekki minn" hjálpar every time!! Ég fann óttann víkja og í staðinn kom friður í sálina mína og ég varð róleg, það varð þögn í hausnum á mér.

Guð er góður, það er bara svo einfalt!  

--

Við fengum heimsókn í dag.  Hemmi nammigrís og familía komu úr Hafnarfirðinum.  Ég smellti í bláar vöfflur og Ólöf Ósk bakaði þær með stæl, meðan ég fór með fjölskylduna upp í hús.

Gaman að fá gesti.  Elska það hreinlega.

--

Ólöf Ósk er búin að vera að keppa í sundi í dag og í gær.  Nóg að gera í sundinu alltaf, og svo er farið að styttast í Esbjerg-ferðina þeirra.  Sundhópurinn fer þangað 1. maí!!  Mikil spenna í gangi.

--

Jæja, nú er ég LOKSINS búið að taka myndir af pilsunum...og mér...og svo af afmælisdöðlutertunni!!

  let go - let God Keep it Simple


Ætlaði...

...að vera búin með pilsið mitt á morgun...ætlaði að vera í því á fundinum sem ég er að fara á.  En...í stað þess mun ég sitja og prjóna pilsið.  Ég gleymdi víst að reikna með þessum tveimur kvöldvöktum (í gær og fyrradag) og svo aukavaktinni í dag...

--

Jón Ingvi fór að heimsækja langömmu sína í dag, ömmu Báru.  Hún er búin að vera lasin, og þótti honum svolítið erfitt að sjá ömmu svona laslega.  En hann gladdist í Heart´nu yfir að sjá ömmu, sjá hvað hún var glöð að sjá hann. Og þegar hann fór þá sagði hann; "Hún er svo skemmtileg". 

Bara yndislegt.

--

Jæja, barnahópurinn kallar...allir þreyttir á leið inn í draumalandið fljótlega... 


Ótrúlegt...

...en satt, ég hef ekki bloggað síðan 14. apríl...eða á mánudaginn!!  Hver hefði trúað að þetta myndi gerast?!!!

En ég er bara ansi upptekin ung kona þessa dagana.  

Í gær fórum við hjónakornin í húsbyggjendaferð í höfuðborgina.  Þurftum að skoða hitt og þetta, vera sammála um klæðningu á baðið og svoleiðis.  Það gekk fljótt og sársaukalega fyrir sig, enda höfum við færst nær hvort öðru í stíl og smekk þessi ár sem við höfum verið saman.

Ég get sagt ykkur að það hefði verið DÍSASTER ef við hefðum ætlað að byggja hús fyrstu árin okkar saman...úff...við vorum svo langt frá hvort öðru í öllum stíl og bara hverju sem var.  LoL En síðan eru liðin nokkur ár.

Annars var ég að vinna í gærkveldi og fer aftur núna á eftir...ferlegt hvað þessar kvöldvaktir slíta sundur prjónatímann hjá mér...en ég ÆTLA og ég SKAL vera búin með pilsið mitt fyrir laugardaginn...ok ok ok...lofa myndum very fljótlega!!!

En nú ætla ég að rjúka...nóg að brasa...var að baka köku til að taka með í vinnuna...afmælisdöðluköku...namminamm...samt á enginn afmæli...ekki sem ég veit um... 


Ég og prjónarnir

Ég er prjónasjúk, fyrir þau ykkar sem ekki vita það LoL knitting-needles-748979

Og nú er komið nýtt *æði* hjá mér...eða ég er að skoða málið...það er Ravelry.  Heimur handavinnufólks.  Rosalega finnst mér gaman að skoða annara handavinnu og fá hugmyndir. 

Reyndar fæðast mínar hugmyndir *lige så stille* þegar ég t.d. ligg uppi í rúmi og ætla að fara að sofa og svoleiðis.  Og ég held ég verði að fara að gera lista yfir allt sem mig langar að prjóna...

Held ég smelli smá lista inn snöggvast;

Vesti - svona eins og *allir* eru í...en samt home-made munstur (sem er að fæðast í hausnum á mér.

Hattur - svona þæfður eins og ég hef verið að gera...en samt öðruvísi því ég ætla að hafa mynd á honum.

Vettlingar eða grifflur - með ákveðnu mynstri...meira um það síðar. 

Pils - prjónaði mér pils í síðustu viku sem ég er alsæl með...er að spá í að prjóna mér annað...og annað...þetta er lopapils og eigin hönnun. 

Lopapeysa - á Aðalstein bróðir. Ef þú lest, kæri bró., ég hef hana tilbúna um versló!!! 

Þetta er svona það sem mér dettur í hug hér og nú.  Held ég fari að vinna í vestismunstrinu.

Knús í ykkar hús.

pr-Julia-GWR-webb


Grjónagrautur og fleira

Grjónagrauturinn sem minn heittelskaði eldar er bara þannig að maður byrjar á að láta grjónin malla í vatni, og setur svo mjólkina út á.  Eitthvað sem ég held að margir geri...ég vissi það bara ekki og setti aldrei neitt nema mjólk og hans grautur var alltaf betri.  Kannski er grauturinn hans líka betri því honum finnst ekkert leiðinlegt að gera grjónagraut...en það þykir mér...!  Svo, skvetta af kærleika gerir alltaf gottHeart

Annars get ég frætt ykkur á því að ég er búin að vera að DREPAST í bakinu, hef bara aldrei verið svona slæm held ég.  Ég hef amk aldrei áður hringt grátandi í vaktlækni, en það afrekaði ég sem sagt í gær!!  Hann var náttúrlega bara dásamlegur.  Gaf mér sterkar verkjatöflur til að geta sofið í nótt...en ég tók þær reyndar ekki...er lítið fyrir svona Forte og svona...en samt aðalástæðan sú að mér líður alls ekki illa ef ég ligg í heitu baði eða í rúminu.  Best að liggja í fósturstellingu eða á grúfu með hnén undir mér.

Svo sendi hann mig til sérfræðings í dag, við ákváðum að byrja á kvensjúkdómalækni...og vinna okkur svona áfram.

Ástæðan fyrir því að kvensjúkdómalæknir varð fyrstur fyrir valinu er einfaldlega sú að þessir verkir hafa staðið yfir síðan *Rósa frænka* heimsótti mig síðast.  Dagarnir hafa verið misslæmir, en slæmir allir.

En skýringin á verkjunum er líklega fundin, legið afturstætt (sem ég reyndar vissi og hef vitað síðan í febrúar 1995) og það þrýstir aftur í bakið...

Lausnin...líklega svokallað legnám...og hann vill að ég hugsi...en eins og staðan er í dag þá þarf ég sko ekkert að hugsa það mál!!  

Ég ætla EKKI að eiga fleiri börn og ef legið á bara eftir að valda mér sársauka...sem eykst frekar en hitt með aldrinum...Æ rest mæ keis!!!  

Annars er lífið ljúft, innan um alla flyttekassana.  Styttist óðum í flutning...og fullt eftir að gera...svo þið sjáið að bakið mitt klikkar á besta tíma...NOT!!!

Ein mynd í lokin af mér og Gunnari bró., ásamt Snorra, yngri syni Gunnars (stolið frá Elínu sys.) 

ég, Gunnar og Snorri


Á sunnudagsmorgni...

...langar mig að segja ykkur að ég er...

You Are Miss Piggy
A total princess and diva, you're totally in charge - even if people don't know it.
You want to be loved, adored, and worshiped. And you won't settle for anything less.
You're going to be a total star, and you won't let any of the "little people" get in your way.
Just remember, piggy, never eat more than you can lift!

 

Og þá vitiði það.

 
Kláraði pjrónapilsið mitt í gær, og er ýkt ánægð með það (byrjaði á miðvikudagskvöldið).
 
Pabbi er hérna og það er notalegt að hafa hann.  Hann og Jón Ingvi hafa spilað Ólsen Ólsen í löngum bunum.  Og Jón Ingvi er Ólsen meistari helgarinnar og er ALSÆLL.
 
Jóhannes fór að leika við vinkonu sína af leikskólanum, og var sko líka ALSÆLL með heimboðið.
 
fiskefrikadellerTengdamútta er á leiðinni og hún ætlar að gera fiskibollur í löngum bunum!!!  Ég held ég hafi tekið út ca 5,5 kg af fiski...vona að hún hætti ekki við þegar hún sér þetta allt... 
 
Helgin er bara súper, eins og þið heyrið...lesið...
 
Ást til ykkar allra... 

Ég er að hugsa um...

...blogga smá.

Held ég hafi t.d. alveg gleymt að segja ykkur frá grjónagrautsveislunni s.l. þriðjudag...! 

risengrødEf þið  eruð eitthvað tepruleg og fáið auðveldlega ógeð...og elskið grjónagraut...

...þá skuluð þið bara ekkert lesa lengra... 

Málið var sem sagt að ég eldaði grjónagraut, eftir uppskrift húsbóndans, sem gerir besta grjónagraut í heimi - að mínu mati - og að öllum öðrum ólöstuðum!

Grauturinn var tilbúinn, Ólöf Ósk settist og græjaði sinn graut...ég græjaði minn graut...strákarnir voru enn inni að horfa á barnatímann.  Ég sá eitthvað svart í grautnum og svo annað...fór að skoða þetta nánar og jú, þetta voru soðnar PÖDDUR!!!

ojojoj....

Ólöf Ósk fékk tremma...hún var byrjuð að borða!!!

Ég tók grjónapokann út úr skápnum, setti hann í glæran plaspoka og batt vel og vandlega hnút á pokann...hellti svo grjónum úr grjónapokanum...og inni í glæra plaspokanum voru svartar pöddur...LIFANDI!!!

Nú fékk ég tremma...kallaði á strákana og sagði; "Krakkar, klæðum okkur...við förum á Subway!"!!!!

---

Þegar heim kom fór ég í skápinn!  Ég tók allt út, hlut fyrir hlut, og með ryksuguna að vopni réðist ég til atlögu.  Ég henti ÖLLU sem var opið!  Og ég fann sökudóglinn, það var annar grjónapoki innarlega í skápnum og það hefur greinilega komst raki í hann...hann var ÓGEÐ...og þá tek ég vægt til orða!  Þegar ég setti hann ofan í ruslapokann sá ég kvikindin SPÝTAST út úr grjónapokanum...ég flýtti mér að binda stóran og sterkan hnút og hljóp út í tunnu með viðbjóðinn!!! 

Ég get sagt ykkur að mig klæjar í hárið...ég fæ gæsahúð...bara við tilhugsunina! Nú verður sko fjárfest í GLÆRUM döllum undir allt kornmeti!  Rúgmjög og haframjöl er víst sérlega slæmt...og greinilega grjónin líka...ojojoj...held við borðum ekki grjónagraut á næstunni... 

Ætli þetta hafi ekki verið svokallaðar HVEITIBJÖLLUR?!!! 

hveitibjalla


Áður en ég skondra af stað í vinnuna...

...þá langar mig að deila þessu með ykkur:

Next Life" by Woody Allen
In my next life I want to live my life backwards. You start out dead
and get that out of the way. Then you wake up in an old people's home
feeling better every day. You get kicked out for being too healthy, go
collect your pension, and then when you start work, you get a gold
watch and a party on your first day. You work for 40 years until you're
young enough to enjoy your retirement. You party, drink alcohol, and
are generally promiscuous, then you are ready for high school. You then
go to primary school, you become a kid, you play. You have no
responsibilities, you become a baby until you are born. And then you
spend your last 9 months floating in luxurious spa-like conditions with
central heating and room service on tap, larger quarters every day and
then Voila! You finish off as an orgasm!

I rest my case.

life_8weeks


Hvað get ég sagt...

...Jón Ingvi er LOKSINS hitalaus!!!  Við fórum nú samt í borgarferð í gær þó hann væri með smá hita...og áttum góðan dag saman. Bara yndislegt.

Reyndar var Ólöf Ósk þá orðin lasin...en var skilin eftir heima með sofandi pabbanum.

Í dag voru þau systkinin svo heima, með sofandi pabbanum.  Þau hringdu í mig fyrir hádegið og langaði þá að fá að baka...mér leist nú svona og svona á það, en tók loforð af þeim að taka til í eldhúsinu...sem þau og gerðu.  Þau gúggluðu súkkulaðismákökur og bökuðu svoleiðis.  Alsæl með útkomuna, sem er víst ansi góð.

Ég hef ekki smakkað...það er jú sykur í þeim!

Vissuði að í fyrradag, 8. apríl, átti ég 1 árs sykurlaust "afmæli"?!!!!  Ég er alsæl með það, þvílíkt frelsi að vera laus við þráhyggjuna sem fylgir sykuráti hjá mér!  Þráhyggju eins og; endalausar hugsanir um nammi, kökur og þess háttar.  Þráhyggju eins og; "ógeðslega er ég FEIT!!!" (Þó ég sé alls ekki feit...get samt alveg enn fengið smá svona hugsanir...en hamingja mín er ekki fólgin í kílóafjöldanum, svo mikið veit ég...ég hef verið mjög grönn og geðveikt óhamingjusöm!!!) Svo er ég líka alsæl að vera laus við liðverki, sem fylgja sykuráti hjá mér.

Jamm. Sykur er EITUR fyrir MIG!!!

Í dag fórum við á tónleika.  Tveir elstu árgangarnir á Vallarseli, leikskólanum hans Jóhannesar, voru að syngja og spila með lúðrasveitinni.  Þvílíkt flott hjá þeim.  Það á víst að koma í sjónvarpinu...hélt að það ætti að koma í kvella...en nei, amk. misstum við þá af því...læt ykkur vita ef ég kemst að þessu...þá getiði séð þessa snilla!!! 

Vitiði...núna ætla ég að henda mér í heitt bað... 

bathing


Mér finnst þessi FYNDINN!!!

A man called home to his wife and said, " Honey I have been asked to go
fishing up in Canada with my boss & several of his Friends .


We'll be gone for a week. This is a good opportunity for me to get that
Promotion I've been wanting, so could you please pack enough Clothes for a
week and set out my rod and fishing box, we're Leaving From the office & I
will swing by the house to pick my things up"

" Oh! Please pack my new blue silk pyjamas. "

The wife thinks this sounds a bit fishy but being the good wife she is, did
exactly what her husband asked.

The following Weekend he came home a little tired but otherwise looking good

The wife welcomed him home and asked if he caught many fish?

He said, "Yes! Lots of Salmon, some Bluegill, and a few Swordfish. But why
didn't you pack my new blue silk pyjamas like I asked you to Do?"

You'll love the answer...

 

 

The wife replied, " I did. They're in your fishing box ."

so Never Lie To A Woman...!!!

gonefishing


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband