Leita í fréttum mbl.is

Ég og prjónarnir

Ég er prjónasjúk, fyrir þau ykkar sem ekki vita það LoL knitting-needles-748979

Og nú er komið nýtt *æði* hjá mér...eða ég er að skoða málið...það er Ravelry.  Heimur handavinnufólks.  Rosalega finnst mér gaman að skoða annara handavinnu og fá hugmyndir. 

Reyndar fæðast mínar hugmyndir *lige så stille* þegar ég t.d. ligg uppi í rúmi og ætla að fara að sofa og svoleiðis.  Og ég held ég verði að fara að gera lista yfir allt sem mig langar að prjóna...

Held ég smelli smá lista inn snöggvast;

Vesti - svona eins og *allir* eru í...en samt home-made munstur (sem er að fæðast í hausnum á mér.

Hattur - svona þæfður eins og ég hef verið að gera...en samt öðruvísi því ég ætla að hafa mynd á honum.

Vettlingar eða grifflur - með ákveðnu mynstri...meira um það síðar. 

Pils - prjónaði mér pils í síðustu viku sem ég er alsæl með...er að spá í að prjóna mér annað...og annað...þetta er lopapils og eigin hönnun. 

Lopapeysa - á Aðalstein bróðir. Ef þú lest, kæri bró., ég hef hana tilbúna um versló!!! 

Þetta er svona það sem mér dettur í hug hér og nú.  Held ég fari að vinna í vestismunstrinu.

Knús í ykkar hús.

pr-Julia-GWR-webb


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðný Jóhannesdóttir

Hæ sæta.

Þú ert hreint ótrúlega myndarleg. Hvernig væri að leyfa okkur að sjá mynd af pilsinu. Ég er orðin dálítið forvitin.

Knús Lilja

Lilja Guðný Jóhannesdóttir, 15.4.2008 kl. 08:28

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk darling! Jamm, ég þarf að fá einhvern til að taka mynd af okkur saman...mér og pilsinu ;)

Knús tilbaka til þín, elskulegust. 

SigrúnSveitó, 15.4.2008 kl. 08:59

3 Smámynd: Úrsúla Manda

Það er bara svo gaman að prjóna!! Svo einfalt er það  Já sammála, langar að sjá mynd af pilsinu.

Úrsúla Manda , 15.4.2008 kl. 10:57

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þú er greynilega mjög myndarleg í höndunum. einu sini prjónaði ég og heklaði mjög mikið á börnin mín. eftir að ég ég fór að gera myndlist hætti ég þessu alveg en sólin dóttir mín er dugleg hún saumar og prjónar og finnst það svo gaman.

BlessiÞig

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.4.2008 kl. 12:57

5 Smámynd: Linda litla

Af hverju Sigrún sveitó ?? Mér líst betur á Sigrún Prjónó.

Linda litla, 15.4.2008 kl. 13:40

6 identicon

mér finnst þú myndó

jóna björg (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 17:30

7 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Það er sveitó að prjónó

Eysteinn Þór Kristinsson, 15.4.2008 kl. 19:17

8 Smámynd: SigrúnSveitó

Og ég er sveitó! og I LOVE IT

SigrúnSveitó, 16.4.2008 kl. 07:55

9 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Það er sveitó að prjónó

Eysteinn Þór Kristinsson, 16.4.2008 kl. 08:00

10 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Sorry, smá tölvufeill

Eysteinn Þór Kristinsson, 16.4.2008 kl. 08:01

11 identicon

þú ert ótrúleg í prjónaskapnum!!  ;) Ég vildi ég hefði þetta í mér þar sem það er hægt að gera sér svo margt fallegt og frumlegt ... fyrir utan það er allt heimagert svo spes og persónulegt :)  

Gangi þér vel að pakka niður .... gengur rosa vel hérna megin að taka upp úr kössunum! :D

Ragnhildur frænka (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 14:18

12 Smámynd: María Katrín Jónsdóttir Ármann

Þú ert svo ótrúlega eða ekkert ótrúlega bara svo mikið mikið dugtig

María Katrín Jónsdóttir Ármann, 16.4.2008 kl. 15:19

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hrikalega er langt síðan ég hef lesið hjá þér, svona er það þegar heilsan er léleg, en nú er mér þvílíkt að batna.  Þú ert sko lang myndarlegust, vona að ég geti einhverntíman heimsótt þig og séð eitthvað af þessari fallegu handavinnu.  Hafðu það gott elskan mín Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2008 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband