Færsluflokkur: Bloggar
9.4.2008 | 18:40
*Gelgjurnar á Höfðabrautinni*
Jón Ingvi var að sýna mér myndband á Youtube...dóttir mín og vinkona hennar :
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.4.2008 | 16:19
Bæn dagsins
Ég fékk þessa bæn senda frá vinkonu minni, og finnst hún góð.
Guð
Í dag hef ég gert allt rétt.
Ég hef ekki slúðrað, ekki orðið reið,ekki verið vanþakklát.
ekki verið öfundsjúk,gráðug, fúl, vond, sjálfselsk eða tillitslaus.
Ég hef ekki vælt, kvartað eða blótað.
En nú þarf ég að fara á fætur og mun þurfa á hjálp þinni að halda.
Amen
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2008 | 07:32
Að gefnu tilefni...
...langar mig að segja...
Það er verið að rukka mig um nýjar myndir af húsinu. Ég skal laumast þangað með vélina í vikunni. En þangað til...svo þið getið búið ykkur til mynd...Einar er búinn að sparsla bílskúrinn og er byrjaður að grunna hann...þá á hann eftir að sparsla smá því það kemur alltaf eitthvað í ljós þegar búið er að grunna. Hann er búinn að sparsla, sparsla, grunna og sparsla forstofuherbergið, sem verður herbergi drengjanna fyrst um sinn. Svo í dag ætlar hann að mála það.
Það gerir ótrúlega mikið þegar búið er að grunna veggi og gólf, sérstaklega gólfið, það birtir mjög mikið. Þá sé ég hvað steypan er í raun dökk og dregur í sig alla birtu.
En núna ætla ég að hendast í vinnuna.
Eigiði yndislegan dag, elskurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.4.2008 | 18:34
Sunnudagur á Skaganum
Var að koma heim. Skrapp upp í hús eftir vinnu, var búin að stefna þangað fólki; frænku Einars og fjölskyldu. Alltaf gaman að sýna húsið. Alveg að rifna úr stolti
Hef svo sem lítið að segja, en get þó frætt ykkur um það að Jón Ingvi er að hressast. Reyndar var hann með 9 kommur í morgun, en er allur hressari. Enda hvíldist hann vel, var sofnaður 19.30 í gærkvöldi á sófanum. Fullt af orku safnað þar, til að berjast við leiðinda veiru!!
--
Við vorum að borða...tók mér rúmlega klukktíma pásu frá blogginu. Fengum okkar hangikjet með kartöflum og uppstúf. Nammi gott. Um jólin fengum við tvö hangilæri, vorum svo forsjál að frysta annað þeirra og vorum sem sagt að borða það núna. Hangilærið að austan. Og það var svona líka gott.
Jamm. Ætla að ganga frá núna og kannski pakka beljunum mínum niður. Alltaf að pakka smá. Var að fatta að ég á að vinna helgina sem við ætlum að flytja...þarf að reyna að skipta henni...eða fá frí...!! Það væri amk. best ef ég gæti það.
Ein skemmtileg hérna í lokin...í engu samhengi við textann að ofan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.4.2008 | 19:44
Laugardagur á Höfðabrautinni
Hér liggur Jón Ingvi og er enn lasinn. Angakarlinn minn. Hann verður sjaldan lasinn og ég held ég hafi ekki séð hann SVONA lasinn fyrr. Það líkist ekki börnunum mínum að liggja fyrir þegar þau eru veik...en hann liggur og hefur legið að mestu.
En þessu hlýtur að linna fljótlega...amk vonum við Jón Ingvi það innilega því við höfðum ákveðið að fara í borgarferð, bara við tvö, í komandi viku. Ætlum að skoða bækur um Goðheima og svo ætlum við í Skátabúðina og skoða áttavita og við ætlum á kaffihús. Ef veðrið verður gott þá röltum við kannski Skólavörðustíginn.
Ég er glöð með að núna séu bara 3 dagar eftir af þessari 9 daga törn, og þakka mínum sæla fyrir að slíkt er ekki daglegt brauð. En samt er ég glöð með að hafa verið í vinnunni undanfarna daga. Það hefur verið sitt hvað í gangi sem ég vildi ekki missa af.
Einar hefur verið öllum lausum stundum í húsinu og er búinn að sparsla tvisvar, svo er að grunna og síðan sparsla þar sem kemur í ljós að það þarf. Það er enn ýmislegt eftir að gera áður en við getum flutt inn...og tíminn flýgur. En minn heittelskaði tekur hluta af sumarfríinu núna síðustu 2 vikurnar í apríl og þá nær hann að klára þetta, enginn vafi um það.
Jamm. Veit ekki hverju meiru ég get logið að ykkur...enda lýg ég aldrei! Svo ég held ég láti þetta nægja og óska ykkur ánægjulegs laugardagskvölds, elskurnar mínar nær og fjær.
Hér kemur eitt sem ég held upp á...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.4.2008 | 14:54
Ég er montin...
...eða það segir dóttir mín
Ásæðan? Þið fáið hana hér:
Í gær sagði ein gömul kona, við lækninn, að hún hafi nú verið svo lánsöm að hafa ekki fengið höfuðverk síðan hún var 26 ára (hún er 92ja ára). Ég gat ekki orða bundist og sagði; "Ég vildi að ég væri svona lánsöm". Þá hnippti doktorinn í mig og sagði; "Þú ert nú ekki orðin 26!"
"hehe, nei það eru 6 ár í það", sagði ég og hló.
Og þar sem elskulegri dóttir minni finnst ég alveg afspyrnu GÖMUL þá finnst henni þetta EKKERT fyndið, og finnst ég all-svakalega montin að segja frá þessu!!
Þetta er náttúrlega bara fyndið!!
Jóhannesi finnst ég alls ekki gömul og honum finnst ég ÆÐISLEG. "Hvernig geturðu tekið mark á 4½ árs gömlum strák?", gall í gelgjunni rétt í þessu...
Hér er eitt fyrir þig, Lilja...!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.4.2008 | 10:59
Lasarusinn minn...
...liggur inni í rúmi okkar foreldranna og horfir á "Ertu skarpari en skólakrakki?" á Skjá Bíó. Hann er voða slappur, en ber sig nokkuð vel. Er með bullandi hita enn, mældi hann reyndar ekki í morgun, en það fór ekki milli mála. Gaf honum panódíl en honum líður samt ekkert vel
Jóhannes, gormurinn okkar, er í fríi, sem ég lofaði honum í gærmorgun. Hann er inni í herbergi sínu og Jóns Ingva, að horfa á sama þátt og bróðir sinn...með öðru auganu samt, held ég, því ég heyri að hann er að leika sér og spjallar mikið!
Skvísan fór í skólann, með miða til íþróttakennarans...er enn illt í handleggnum en samt betri því hún tók ekki verkjalyf í gær!
Ég sjálf er bara ekki að nenna á fætur...þarf nefninlega að fara í sturtu fyrst! Þarf líka að taka til...eldhúsið er á öðrum endanum...sem gerist ef ekki er gengið frá þar. Vildi ég hefði eitthvað af hvíta stormsveipnum sem Lilja sys. hefur í sér...
Ég pakkaði í tvo kassa í gær, m.a. mestum hluta af stellinu og svo voru það myndir og eitthvað svona punterí sem ekki verður tekið með í skúrinn. Neibb, það verður í kössum þangað til við flytjum í allt húsið...hvenær sem það verður. En kassarnir verða VEL merktir svo auðvelt verði að finna hlutina ef not verða fyrir þá
Knús til ykkar allra og svo þetta;
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2008 | 20:56
Fimmtudagskvöld
Jamm, komið kvöld. Ég er búin að sitja í rúman klukkutíma (minnst) og sortera perlur...keypti svona skrúfukassa (eins og þú, Lilja) til að geyma perlur í. Svo nú geta strákarnir perla "på livet løs" og þvílíkt skipulag á þessu öllu! Mikil gleði, amk hjá mér og Jóni Ingva...! Held hann sé nokkuð líkur mér, drengurinn sá...og það er nú bara í góðu lagi. Ekki leiðri að líkjast
Annars vaknaði Jón Ingvi hóstandi og með 39,6 í morgun. Einar tók sér frí á námskeiðinu...ég var sko að fara á aukavakt og þeim aur vildum við ekki sleppa
Nú er ég að hugsa um að koma drengjunum í bælið...og pakka í eins og einn kassa.
Ást

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.4.2008 | 20:15
Jesús minn góður... Áhugavert!!
Hvað er :
>
> 12+18
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>> Rétt 30
>
>>
>
>>
>
>> 3+56
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>> 59
>
>>
>
>>
>
>> 89+2
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>> 91
>
>>
>
>>
>
>> 12+53
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>> 65
>
>>
>
>>
>
>> 75+26
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>> 101
>
>>
>
>>
>
>> 25+52
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>> 77
>
>>
>
>>
>
>> 63+32
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>> 95
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>> !Já stærðfræði er erfið, en hún launar sig,
>
> !!!!
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>> Svona nú...smá í viðbótl...
>
>>
>
>>
>
>> 123+5
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>> 128
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>> HUGSAÐU NÚ FLJOTT...HUGSAÐU UM EITT VERKFÆRI OG
> EINN LIT !!!
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>> AÐEINS LENGRA NIÐUR
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>> AÐEINS LENGRA...
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>> SMÁ LENGRA...
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>> Þú hugsaðir um HAMAR OG RAUÐANN , er það ekki
> rétt ???
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>>
>
>> Ef þú gerðir það EKKI ert þú ein af 2% sem hefur
> öðruvísi (ekki normal) heila...
>
> 98% hugsa um hamar og rauðann, þegar þeir gera þetta verkefni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
2.4.2008 | 16:45
Skvísan okkar...
...var hlustuð og fleira í morgun, engin lungnabólga, sem var það sem læknirinn vildi fullvissa sig um. Hún hefur líklega tognað í sundi og má hreyfa sig AÐ sársaukamörkum... "hvað þýðir það, mamma?", spurði hún. Ok, má hreyfa mig þangað til ég finn til...það er skiljanlegra!
Hún má taka verkjalyf, og svo á hún að hreyfa sig, ekki leggjast bara fyrir. Enda engin hætta á því, held ég...
--
Annars er bara lítið að frétta. 3 vaktir búnar í þessari törn og 6 eftir....ég verð nú bara þreytt við tilhugsunina...en sem betur fer bara ein kvöldvakt, restin morgunvaktir. Er eitthvað þreytt á kvöldvöktunum þessa dagana.
Langar að leggja mig en held ég ætli að gera lasagne í staðinn...
Knús&kossar.
PS. Systu mína vantar vini...er einhver sem vill kynnast henni???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 179265
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar