Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Kaldar tær og úfið hár

Hér sit ég, við eldhúsborðið, með ískaldar tær og úfið hár - búin að borða hafragraut og nenni ekki að standa upp til að búa mér til kaffi...geri það samt bráðum!!

Ég svaf til 10, var að vinna kvöldvakt í fyrrakvöld og svaf heima hjá tengdó - svaf illa. Það var fullt af hljóðum í húsinu sem ég er ekki vön. Venjulega sef ég þau af mér, en það er þegar hún er heima líka og ég á alveg eins von á hljóðum.
Fór svo að vinna í gærmorgun, og var svo áfram kvöldvaktina þar sem það voru veikindi. Kvöldvakt í kvöld svo smá frí.

Í dag verður mér örugglega ekki mjög mikið úr verki, en ætla þó að ná að þvo, helst að taka næsta skref með peysuna á Maríu sys...ganga frá endum og sauma og klippa :) Svo á ég bara eftir að hekla lista og festa tölurnar á - reyndar á ég eftir að finna tölur fyrst! Vona bara að þær fáist hér á Skaganum!

Strákarnir eru í golfi, þessir tveir yngri á æfingu og þessi elsti á golfmóti. Einhver miðvikudagsmótaröð í klúbbnum. Svo ætla þeir sko 9 holur! Þannig að ég sé þá ekki mikið í dag...þeir í golfi meðan ég er heima svo fer ég að vinna og þeir koma heim...!! 

Ólöf Ósk kemur heim á morgun!! Mikið hlakka ég til. Hún hins vegar myndi alveg vilja vera lengur, eftir því sem mér heyrist á henni. En kannski bara seinna... Hún fer væntanlega aftur út í lok apríl á næsta ári, en þá fermist Cille. Við eigum svo von á að Cille komi um áramótin til okkar :) Gilitrutt

Jæja, ætli ég hendi mér ekki í sturtu svo Gilitrutt verði ekki hrædd ef hún skyldi mæta mér á götu...

Held ég fari í klippingu í fyrramálið!!!!

Hamingjumoli dagsins:

"Tími sem þú nýtur að eyða í ekki neitt, er ekki eytt til einskis."

- úr bókinni "En dag ad gangen i Al-Anon - Mod til forandring"


Loðinn haus og fleira

Jæja, þá er ég almennilega vöknuð og búin að ná áttum eftir næturvaktirnar þrjár. Shit hvað ég verð rugluð í dögunum. Vissi varla hvað sneri upp og hvað sneri niður. En svo er þetta fljótt að koma um leið og ég sef heila nótt Sleeping

Er með hárið út í loftið...held Gilitrutt myndi jafnvel fá minnimáttarkennd...!!! Svo loðinn og úfinn er hausinn á mér! Það fyrsta sem ég geri um mánaðarmótin er að fara í klippingu!!!

Svo er það áframhaldandi vaktatörn, kvöldvakt í kvöld, morgunvakt á morgun og svo tvöföld á miðvikudaginn og svo frí aftur. Mér finnst ég reyndar alltaf vera í fríi þrátt fyrir að vera í 80% vinnu! Svo er auðvitað líka málið að mér finnst svo gaman í vinnunni svo þá verður þetta allt svo yndislegt Smile

Ólöf Ósk kemur heim á fimmtudagskvöldið, sem er bara æði. Hlakka mikið til að fá hana heim...þó ég hlakki ekki beint til rifrildanna milli hennar og Jóns Ingva...en það hlýtur að eldast af þeim fyrir rest. Það að minnsta kosti eltist af mér og mínum systkinum...og vorum við þó slæm. Ótrúlegt að mamma og Jón Þór hafi ekki orðið crazy af öllu sem gekk á milli okkar systkinanna...!!! 

En það var með okkur, eins og Ólöfu Ósk og Jón Ingva; stundum lék allt í lyndi en svo sauð hressilega upp úr á milli Devil

Hamingjumolinn:

"Líttu á hamingjuna sem eins konar andlega garðyrkju." 

- úr bókinni Þúsund hamingju spor


Ekki eins góður svefn...

...í dag og í gær. Í gær svaf ég frá 9.30-17.42! Ég hrökk við þegar ég leit á klukkuna, nokkuð viss um að hún væri kannski hálf þrjú...en nei. Ég þurfti að hendast á fætur til að ná í búð fyrir kl. 18, því mig vantaði smá meiri lopa fyrir peysuna handa Maríu sys.

Er langt komin með hana, María (ef þú lest...)!!

--

Næturvaktir eru EKKI my cup of tea!! Bara svo það sé á hreinu. En ég skemmti mér nú samt ágætlega. Þeir eru skemmtilega ruglaðir, strákarnir sem ég er að vinna með þessar 3 nætur. 

En í dag vaknaði ég rúmlega eitt...og er óttalega tussuleg...á góðri íslensku...! Legg mig ábyggilega á eftir.

Einar er farinn á golfmót, Jón Ingvi er hér með mér og Jóhannes er hjá Birni Viktori - stórvini sínum og frænda. Gott að eiga góðan vin. Þeir eru svo yndislegir, ótrúlega líkar týpur sem báðir hafa brennandi áhuga á golfi og fótbolta! Glókollarnir tveir.

--

Ég er ósköp andlaus...verð kannski í meira bloggstuði þegar þessari næturvaktatörn er lokið...

En hamingjumoli dagsins er þessi:

"Sem börnum er okkur sagt að það sé gott að sitja kyrr og vera stilltur, en vont að hlaupa um og hlæja hátt. Trúðu hinu gagnstæða."

- úr bókinni Þúsund hamingju spor


Næturvaktardrulla og fleira gaman :)

2. í golfnámskeiði í kvöld. Nú var "tjippað" og baksveiflan æfð, um daginn var það púttið og sveiflan - bara stutt sko Smile Bara gaman sko.

Með mér á námskeiðinu er önnur kona, og hún er þarna af sömu ástæðu og ég; að læra golf svo hún sjái fjölskylduna sína meira!!
Þetta er greinilega útbreytt *vandamál* Tounge

---

Annars fórum við í sveitina í dag, fórum upp á Jarðlangsstaði í Borgarfirði þar sem amma Einars býr. Alltaf jafn yndislegt að koma til hennar. Þar voru fleiri er okkur bar að garði, frændi Einars með sína tvo stráka - sem eru mikið í sveitinni og því heimavanir. Sá yngri er jafngamall Jóhannesi og sýndi hann frændum sínum *konungríki* sitt, þeim öllum til ánægju og yndisauka.
Jón Ingvi vill flytja í sveitina!!!  Ekkert öðruvísi - takk fyrir kærlega.

Reyndar erum við Einar óttalegir durgar í okkur og myndum una okkur vel í sveit. Svo drengurinn hefur ekki langt að sækja þennan draum. 

Áður en við fluttum heim frá Danmörku dreymdi okkur um að setjast að í sveit á Íslandi, þegar heim kæmi. Vorum með ýmsar hugmyndir sem við hefðum glöð viljað koma í framkvæmd. En það varð ekki, en hver veit...enginn veit sína ævina fyrr en öll er Wink

---

Svo á morgun er lítið um plön, annað en skottúr í borgina, svo er síðasti tími á námskeiðinu annað kvöld og svoooo....sumarfríið mitt er búið - blendnar tilfinningar. Annað kvöld byrja ég á næturvakt, verð á næturvöktum næstu 3 nætur...ef ALDREI tekið 3 næturvaktir í röð svo ég er dálítið smeik...

...málið er að eftir 1. næturvaktina fæ ég drullu Sick og á 2. næturvaktinni er ég með brjálaðan kláða um allan líkama...en hvað skyldi gerast á þeirri 3.??!!!!

Ég man eftir þessm kláða *í gamla daga*, þegar ég var á fullu í djamminu með Bakkusi gamla...en ég tengdi kláðann einmitt við Bakkus. En nú er ég amk búin að komast að því að það er frekar óreglulegur svefn - eða næturvökur sem gefa mér kláða.

Nóg um það. Bara hamingjumoli í lokinn:

"Gættu þess að enginn verði til þess að bregða fyrir þig fæti, er þú skundar til móts við hamingjuna."

- úr bókinni Þúsund hamingju spor 


Lífið er dásó :)

Við erum svo heppin að fá að hafa minn yndislega stjúpa hjá okkur þessa viku. Reyndar ekki af góðu tilkomið þar sem hann er allur út á hlið vegna bakverkja, svo hann er að sækja hjálp hjá hnykkjara. En samt, við græðum fullt af gæðatíma með honum og erum alsæl með það Heart

Í gær sóttum ég og Jóhannes hann og í dag fórum við þrjú; ég, Jón Þór (stjúpinn minn yndislegi) og Jón Ingvi (handarbrotna yndið mitt) í borgina. Jóhannes fór til vinar síns, en Einar í golf. Við erum búin að spóka okkur um borgina í nokkra tíma, setjast á kaffihús x2 og hafa það náðugt. Bara næs.

Jón Þór er reyndar á því að við höfum byggst hús á vitlausum landshluta! Hann hefði viljað sjá okkur á austfjörðum - allra helst heima á Nobbó!

Hamingjumoli dagsins:

"Sjálfþekking er upphafið á hugarró."

- úr bókinni Þúsund hamingju spor 


Golf og fleira

Ég smellti mér á golfnámskeið í kvöld. Fyrsti tíminn í kvöld, í allt 3 skipti. Mjög gaman. Gekk vel :) Ég ætla að gefa golfinu tækifæri - og sjálfri mér um leið. Mér var farið að finnast þetta golf hálfglatað...gekk ekkert og nennti þessu bara ekki. Þrátt fyrir að minn heittelskaði væri sífellt að segja mér að það yrði enginn Tiger Woods á einni nóttu...kappinn sá byrjaði að æfa 2ja ára gamall sko!!!

En ég er búin að sálgreina sjálfa mig og komast að því hvað veldur...eða hvað ég tel líklegt að sé málið:

GAMALL ÓTTI!!!! Minn versti djö....!! 

Mig langaði alltaf *í gamla daga* að æfa íþróttir, sérstaklega þó blak. Mér fannst gaman í blaki í skóla, var alveg þokkaleg, að ég held (tel mér amk trú um það). En ég þorði ekki að æfa því ég var svo hrædd við álit annara, hrædd við að vera ekki nógu góð, skíthrædd við stelpurnar sem voru að æfa blak og myndu örugglega ekki vilja hafa mig með og myndu örugglega hlæja að mér - hvað ég væri geðveikt léleg sko! 

Svo ég fór aldrei þessa leið. Neibb, ég valdi mér aðrar leiðir og Bakkus var ágætis félagi um stund. Eða þar til hans nærveru var ekki óskað lengur ;) 

En svo við snúum okkur að máli málanna, hvað kemur þetta golfinu við?!!! Júbb, ég er búin að komast að því að ég ætlaði bara að afgreiða golfið sem leiðinlegt! Því þá þyrfti ég ekki að takast á við þennan gamla ótta minn, að vera ekki nógu góð og hvað öðrum finnist um mig.

Og vitiði?!!! 

Ég má vera léleg, ég má vera byrjandi, ég þarf EKKI að vera heimsmeistari strax á 3ja degi!!! 

Svo nú ætla ég að gefa golfinu séns, og sjálfri mér. Staðráðin í að verðlauna sjálfa mig með silfurlituðum ECCO golfskóm eftir sumarið ef ég finn að mig LANGAR að halda áfram!! 

Ég segi hér með fortíðardraugunum stríð á hendur!!!

----

Hamingjumoli dagsins:

"Það er ljós við enda ganganna", segir sá bjartsýni.
"Það hlýtur að vera lest sem stefnir beins á okkur", svarar hinn svartsýni.

- Úr bókinni Þúsund hamingju spor


Daginn í dag...og í gær :)

Gærdagurinn var mjög ljúfur. Þegar Einar og Jón Ingvi voru farnir áleiðis til Ólafsfjarðar dóluðum vég og Jóhannes okkur af stað til Reykjavíkur og heimsóttum Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Alveg einstaklega velheppnaður og góður dagur.

Mikið var ég glöð að eiga svona stóran strák. Er svooooo búin með smábarnakvótann! Við bara röltum um og ræddum málin, og ekkert vesen. Ég öfundaði amk ekki foreldrana sem voru með 1-3 ára háorgandi orma í sjálfstæðisbaráttu á handleggnum.
Þó það hafi verið ljúfur tími líka, þegar gormarnir okkar voru svona lítil þá er líka stórkostlegt að upplifa þau þroskast og stækka. Þetta er bara allt frábært, en allt á sinn tíma og smábarnatíminn okkar er liðinn.

--

Þegar við komum heim kom pabbi svo til að halda okkur selskap um helgina. Svo hér var rólegheitakvöld, það var tölvast, sjónvarpast og prjónað og spjallað og drukkið smá kaffi líka Smile Bara notalegt Heart 

Svo er enn einn sólríkur og fagur dagur hér á Skaganum í dag. Yndislegt alveg. Jóhannes er farinn út að hjóla, búinn að spila "Jesus Christ Superstar" í botni fyrir okkur, stórkostlegt alveg InLove

Ég byrjaði að peysu á Maríu sys í gær, og verð að halda vel á spöðunum því hausinn minn er kominn í næsta...og þarnæsta...híhí...LoL Sérlega frjór þessi haus minn...verst að vinnan byrjar í næstu viku og hún slítur svo í sundur prjónatímann...Wink Nei, nei...ég hlakka til að mæta í vinnuna aftur, það er svo gaman þar. 

Jæja, ætla að sjá hvort ég geti ekki farið með stóla og prjónana út í sólina. Lífið er sannarlega ljúft Heart

Hamingjumoli dagsins:

Hlustaðu á hvað börnin hafa að segja, því á sálarglugga þeirra ber engan skugga.

- Úr bókinni Þúsund hamingju spor


Bara smá...aðallega fyrir þá sem ekki eru á facebook...

...og vita þar af leiðandi ekkert um það hvað ég bralla...!!

rúna-peysan mínFyrst er það auðvitað peysan fína - vantar reyndar tölur á hana á myndinni. En svona varð endirinn á henni, og ég er svakalega ánægð með útkomuna. Bara alveg eins og ég sá hana fyrir mér í hausnum á mér!

Næst á dagskrá er að prjóna eitt stykki lobbu handa Maríu sys. svo held ég áfram í einhverju. Er reyndar komin með enn eina peysu í hausinn handa sjálfri mér, en það er svo spurning hversu margar lopapeysur kona þarf að eiga...!!

Ég get upplýst ykkur um að sú peysa ætti þá að vera í skærum litum, eldrauð og mjög græn...eða álíka :)

-------

Í gær fór skvísan okkar, heimsætan, til Danmerkur, nánar tiltekið til Græsted. Þar ætlar hún að vera í góðu yfirlæti hjá Cille vinkonu sinni og hennar fjölskyldu í 14 daga!! Það var gífurlega mikil spenna í loftinu og þær búnar að telja niður sitt í hvoru lagi - sitt í hvoru landinu! 

Ég, Einar og strákarnir lögðum hins vegar í aðra langferð eftir að dísin var flogin. Við ákváðum að pakka tösku með smá nesti og labba áleiðis á Akrafjall. Það endaði svo með að við fórum alla leiðina upp! Ég og strákarnir vorum að fara þarna upp í fyrsta skipti, og var þetta stórkostlegt alveg. Ég er svakalega stolt af strákunum að fara alveg upp á topp. Því til sönnunar var skrifað í gestabókina á toppnum, en við hins vegar klikkuðum á að taka myndavélina með :( Hefði tekið hana með hefði mig grunað að við færum alla leiðina upp!

Það skal tekið fram að ég er afar lofthrædd og var þetta klárlega óttapróf sem ég fór í þarna. Það hafðist og var bara tvisvar á leiðinni sem ég var á barmi móðursýkiskasts...náði að stoppa mig af áðpur en ég fór hreinlega að skæla. Reyndar bara í fyrra skiptið sem þetta var svo slæmt. 

Þetta var æði, þó ég sé sárfætt í dag ;)

Nú held ég að mál málanna sé að drífa mig í föt og bleyta á mér hárið...ég líkist alltaf Gilitrutt á morgnana...

---

Hamingjumoli dagsins:

Hamingjan er eins og gæsin sem verpti gulleggjunum. Þú getur aðeins notið hennar þegar hún gefst - eða reynt að fá of mikið, of fljótt, og þannig spillt uppsprettu hennar. 

Úr bókinni Þúsund hamingju spor


Ó ljúfa líf

Ég fór í Borgarnes til Erlu sys í dag. Átti þar yndislegar stundir, bara við systur að spjalla. Litlu snúllurnar hennar tvær voru heima, yndislegir gullmolar.

Það skrítna við þessa ferð var þó að ég fór barnlaus. Ekki vegna þess að krakkarnir yrðu eftir heima hjá pabba sínum...nei. Þau voru einfaldlega of upptekin til að fara með mér. Jóni Ingva var boðið í fótboltapartý hjá félaga sínum og Jóhannes hafði gert plön með besta vini sínum þegar þeir golfuðu saman í morgun. Svo þeir ætluðu í sund og leika saman - með mömmu vinarins auðvitað.
Ólöf Ósk var bara heima að tjilla, og tilbúin að taka við Jóhannesi ef hann kæmi heim eftir að Einar færi á golfmótið og áður en ég kæmi heim. Til þess kom þó ekki því Jóhannes var enn að leika í eintómri hamingju hjá vininum þegar ég sótti hann.

Skrítin tilhugsun að svona verði þetta bara æ oftar í framtíðinni. Engin fleiri ungabörn, bara stórir krakkar í skóla - þó þau séu nú líka bara lítil enn ;) 

---

Ég keypti tölur á peysuna...mjög flottar úr kindahorni...og rándýrar. Held 7 tölur hafi verið dýrari en lopinn í peysuna...!!! Eitthvað í þessum stíl:

tölurSvo nú verður peysan klárlega kláruð í kvöld og myndir á morgun! Samþykkt???!!!

Ætla því að hætta og snúa mér að peysunni en hér kemur hamingjumoli dagsins:

"Hamingjustundir koma svífandi í röð eins og gæsir - gættu þess að hafa nógu mörg skothylki við höndina!"

-úr bókinni Þúsund hamingju spor


Daginn í dag...daginn í dag...

...já, þessi fallegi dagur. Sólin skín, reyndar norðanbelgingur en skítt með það. Nú vantar bara pall hérna sunnanmegin við húsið. En ætli ég myndi nokkuð sitja meira úti þó við værum með pall?!!! Ég er ekki svo mikið fyrir að sitja í sólinni hvort eð er ;)

Jóhannes smellti sér í fótboltaskóla aftur þessa viku. Hann hefur óstöðvandi fótboltaáhuga, þessi moli. Í gær fór hann reyndar líka í góðan klukkutíma einn í golf. Svo duglegur.

Um helgina ætlum við mæðgin, ég og Jóhannes, að dúllast tvö ein saman. Ólöf Ósk verður farin til Græsted (dejlige Danmark) og Einar og Jón Ingvi fara til Ólafsfjarðar á fótboltamót. Við ákváðum að frekar en að fara öll fjögur norður að skipta okkur upp og gefa strákunum einkatíma með einu foreldri. Þeir eru alveg að njóta þess þegar þeir fá rólegheitatíma með öðru okkar, án þess að þurfa að deila athyglinni með systkinum sínum. Held öll börn sem eiga systkini hafi gott af slíku. 

Annars er ekkert nýtt. SASA fundur í kvöld og áframhaldandi rólegheit. Njóta þess að vera í sumarfríi og já, bara njóta lífsins. 

-------

"Hafðu ekki áhyggjur af því að deyja úr of mikilli ánægju"

- úr bókinni Þúsund hamingju spor 

 


Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband