Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
12.7.2009 | 16:49
Sumar og sæla
Jæja, nú erum við komin heim eftir 9 daga sumarfrísferð. Við vorum í viku (frá föstudegi til föstudags) í bústað í Úthlíð í Biskupstungum og það var bara sæla. Við slökuðum á, spiluðum golf (sumir meira en aðrir = Einar), borðuðum grillmat og lágum í pottinum (aftur; sumir meira en aðrir = Jóhannes).
Þegar Úthlíðardvölinni lauk fórum við á sumarhátíð starfsmannafélags Norðuráls sem var haldið á Hellishólum. Snilldarstaðsetning, stórkostleg aðstaða og íslenskt sumar eins og það gerist best. Eintóm sæla.
Ég er í skrifuðum orðum að setja myndir inn á heimasíðu barnanna, lykilorðið er Akranes
Reyndar erum við ekkert sérlega dugleg með myndavélina, Jóhannes sér oft um þetta
En nú er það tiltekt, uppúrpökkun og þvottur sem bíður mín...svo ég hef þetta ekki lengra í bili. Meira fljótlega
En hér eru tvær myndir úr fríiinu:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.7.2009 | 22:55
SASA og fleira
Mig langar að benda ykkur á viðtal við félaga í SASA (Sexual Abuse Servivors Anonymous), sem eru stórkostleg samtök.
Mannslífum er virkilega bjargað þarna inni.
Samtökin eru með heimasíðu: SASA.IS
------------------
Ég átti stórkostlegan dag í dag. Fór til Reykjavíkur í morgun og eyddi deginum með Maríu sys. Hún átti erindi í borgina og sótti ég hana á völlinn kl. 10 í morgun og skilaði henni þangað aftur kl. 17.30. Æðislegt að eiga svona systradag, í rólegheitum og bara eftir okkar höfði. Bara yndislegt
Ég endaði svo borgarferðina, einmitt á SASA-fundi, frábær endir á frábærum degi.
------------------
Hausinn á mér var í enn meiri hönnunarvinnu í dag! Ætla að drífa mig í að klára peysuna mína...svo ég geti komið mér að næsta verkefni!!! Svooooo frjór hausinn á mér núna.
Held svei mér þá að það sé jafnvel einmitt SASA að þakka. Með hverjum fundinum, og hverju sporinu sem ég tek þar, þá öðlast ég meira og meira frelsi þá virðist stjórnunun líka vera minni og hausinn fær þar með meira og meira lausann tauminn
Lífið er hreint út sagt dásamlegt.
Allt hefur svo mikinn tilgang, finnst mér. Ég ELSKA lífið mitt í dag. Þannig hefur það ekki alltaf verið. Ég hef verið í helvíti en er sannarlega búin að finna himnaríki AND I LOVE IT!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2009 | 18:35
Brotinn drengur :(
Jón Ingvi kom heim af fótboltaæfingu í gær með ansi bólgna hönd, og gat lítið gert en þó eitthvað. Í morgun var hann mun verri, gat ekki klætt sig sjálfur hvað þá meir. Við smelltum okkur á slysó og þar var drengurinn myndaður og viti menn, hann var brotinn. Svo nú er hann gibbsaður, en með fingurnar lausa og má nota þá :)
Það sem gerðist var að hann var í marki og kastaði sér á eftir bolta. Þá kom einn úr liðinu hans og ætlaði að bjarga boltanum...en ekki vildi betur til en að hann steig á hendina á Jóni Ingva...ááááiiiii...í takkaskóm og jamm, þið eruð búin að fá að vita restina.
Svo það er hvorki fótbolti né golf fyrir Jón Ingva næstu 2-3 vikurnar :( Lán í óláni fyrir Jón Ingva, er að það falla niður golfæfingar í næstu viku út af einhverju meistaramóti!!
Annars er bara ró og spekt. Ég ætla mér í höfuðborgina á morgun og njóta dagsins með Maríu litlu sys. Ætli ég fái hana ekki með mér í langþráðu menningarferðina mína um miðborgina...vona að það verði ekki rigning...!!
Mig langar að skoða í allar handverksbúðirnar og fara á Kaffi Loka!
Hausinn á mér er fullur af hugmyndum um hvað mig langar að prjóna, svo ég er búin að byrgja mig ágætlega upp af lopa fyrir sumarfríið. Núna er ég að prjóna peysu á sjálfa mig og þarf að drífa mig að klára hana svo ég geti gert allt hitt sem mig langar að gera! Alveg prjónaóð og þyrfti hreinlega að vera með fleiri hendur svo ég kæmist yfir allt sem hausinn er að framleiða!!
Lopi er flottur!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar