Leita í fréttum mbl.is

Næturvaktardrulla og fleira gaman :)

2. í golfnámskeiði í kvöld. Nú var "tjippað" og baksveiflan æfð, um daginn var það púttið og sveiflan - bara stutt sko Smile Bara gaman sko.

Með mér á námskeiðinu er önnur kona, og hún er þarna af sömu ástæðu og ég; að læra golf svo hún sjái fjölskylduna sína meira!!
Þetta er greinilega útbreytt *vandamál* Tounge

---

Annars fórum við í sveitina í dag, fórum upp á Jarðlangsstaði í Borgarfirði þar sem amma Einars býr. Alltaf jafn yndislegt að koma til hennar. Þar voru fleiri er okkur bar að garði, frændi Einars með sína tvo stráka - sem eru mikið í sveitinni og því heimavanir. Sá yngri er jafngamall Jóhannesi og sýndi hann frændum sínum *konungríki* sitt, þeim öllum til ánægju og yndisauka.
Jón Ingvi vill flytja í sveitina!!!  Ekkert öðruvísi - takk fyrir kærlega.

Reyndar erum við Einar óttalegir durgar í okkur og myndum una okkur vel í sveit. Svo drengurinn hefur ekki langt að sækja þennan draum. 

Áður en við fluttum heim frá Danmörku dreymdi okkur um að setjast að í sveit á Íslandi, þegar heim kæmi. Vorum með ýmsar hugmyndir sem við hefðum glöð viljað koma í framkvæmd. En það varð ekki, en hver veit...enginn veit sína ævina fyrr en öll er Wink

---

Svo á morgun er lítið um plön, annað en skottúr í borgina, svo er síðasti tími á námskeiðinu annað kvöld og svoooo....sumarfríið mitt er búið - blendnar tilfinningar. Annað kvöld byrja ég á næturvakt, verð á næturvöktum næstu 3 nætur...ef ALDREI tekið 3 næturvaktir í röð svo ég er dálítið smeik...

...málið er að eftir 1. næturvaktina fæ ég drullu Sick og á 2. næturvaktinni er ég með brjálaðan kláða um allan líkama...en hvað skyldi gerast á þeirri 3.??!!!!

Ég man eftir þessm kláða *í gamla daga*, þegar ég var á fullu í djamminu með Bakkusi gamla...en ég tengdi kláðann einmitt við Bakkus. En nú er ég amk búin að komast að því að það er frekar óreglulegur svefn - eða næturvökur sem gefa mér kláða.

Nóg um það. Bara hamingjumoli í lokinn:

"Gættu þess að enginn verði til þess að bregða fyrir þig fæti, er þú skundar til móts við hamingjuna."

- úr bókinni Þúsund hamingju spor 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þessir molar þínir eru alveg að gera sig Eigðu góðar vaktir og ég er alveg viss um að þú sigrast á þessari "næturvaktadrullu" eins og öðru.

Hrönn Sigurðardóttir, 22.7.2009 kl. 23:04

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk molinn minn ...reyndar er drulla ekki það versta eftir langvarandi harðlífi...múahahahaha...

SigrúnSveitó, 22.7.2009 kl. 23:18

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góðir gullmolar.  Dóttir mín er á sjúkrahúsinu hjá þér í dag að fæða barn, mig langar uppeftir.Ef ég renni þangað þá kíki ég á þig ef ég get.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.7.2009 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband