Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
20.8.2008 | 14:29
Kræst!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.8.2008 | 11:41
Jæja,
best að blogga smá...læt ekki spyrjast út að ég sé dottin í facebook...
Í gær var Einar að fara á fundi í borginni svo við (ég og börnin) fórum með og hittum mömmu, sem þar er stödd. Við fórum í Grasagarðinn. Hugsið ykkur, ég hef ALDREI áður komið í Grasagarðinn!! Aldrei áður séð þvottalaugarnar eða neitt! Skammarlegt!
Við röltum þarna um, í sólinni (og blæstrinum) og nutum útivistarinnar og samverunnar. Krakkarnir voru með bolta með sér svo þau hlupu um og spiluðu. Gaman gaman. Við fórum svo á kaffihúsið þarna; Café Flóra og fengum okkur hressingu. Alveg snilld! Mæli með svona kvöldstund!
--
Nú fer sumarfríinu hjá börnunum að ljúka...við misjafnar undirtektir...þeim finnst ósanngjarnt að ég hafi verið í fríi frá 15. maí - 1. okt. þegar ég var í barnaskóla!!! En það er heldur ekki reiknað með þeim í sauðburð og réttir...
Svo get ég sagt ykkur að nú eru vinnuskiptin orðin endanleg, það er komin dagsetning! Ég hætti á Höfða 1. okt. og byrja strax á 32A á Lsp. Reyndar reiknast mér til að síðasta vaktin mín sé 29. sept. svo ég fæ dags frí!
Ég hlakka til að takast á við ný verkefni. Þó margs verði að sakna frá Höfða, og verð ég þá sérstaklega að nefna frábært samstarfsfólk.
--
Um helgina eru Einar og Jón Ingvi að fara á svokallaða feðgahelgi hjá KFUM&K í Vatnaskógi. Vinir okkar í Danmörku (feðgarnir Dóri og Martin) fóru í fyrra og fannst svo gaman, og seldu okkur þessa hugmynd á staðnum. Svo nú á að láta á þetta reyna. Jón Ingvi er mjög spenntur, það verður æðislegt fyrir þá að eiga svona helgi bara tveir. Gott fyrir Jón Ingva að eiga pabba út af fyrir sig í smá stund. Það getur stundum verið erfitt að vera hluti af systkinahóp og vera sjaldan einn um athyglina.
Jóhannes er strax farinn að tala um að næsta sumar fari hann og pabbi saman
--
Já, þetta var sem sagt í fréttum helst hjá okkur hérna á Skaganum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.8.2008 | 19:41
Guðrún valkyrja með meiru!
Mig langar að benda ykkur á hana Guðrún Valkyrju:
Hæ öllsömul!
Þann 4. og 5. október næstkomandi ætla ég ásamt þúsundum annarra að eyða helginni í New York og taka þátt í the Avon Walk for Breast Cancer. Gengið verður 42 km á laugardeginum (Heilt maraþon) og 21 km á sunnudeginum, eða í heildina 63 km. Ég þarf fram að þessum tíma að safna 1.800 dollurum (150 þús.) til að fá að taka þátt í göngunni sem renna til rannsókna á brjóstakrabbameini. Á næstu vikum mun ég einbeita mér að því að undirbúa mig fyrir þetta átak með því að ganga um malbik landsins (smá tilbreyting oná fjallagrösin).Þitt framlag mun skipta máli og mundu; Margt smátt gerir eitt stórt.
Með fyrirfram þökk fyrir stuðninginn.
Guðrún
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.8.2008 | 19:26
Facebook og fleira
Ég las á blogginu hjá Örnu að hún væri búin að eyða tímanum á Facebook...svo ég ákvað að skoða málið nánar...ekki að ég hafi ekki nóg að gera og eyði ekki fyrir MIKLUM tíma í tölvunni...eeeeen....
Í það minnsta er ég búin að gera mér profile þarna og svo verður framhaldið bara að koma í ljós.
En þarna fann ég sem sagt ýmsa...og ýmislegt!
Það er langt síðan ég fór inn á cafesigrún.com en gerði það í framhaldinu...og fann þokkalega girnilegar kökur...slafrrrrr...!
T.d. Möndlu- kókosköku með bláberjabotni og
Bláberjaístertu......og þetta verð ég að prófa fljótlega!
Ammaranammara...ég verð bara hreinlega gráðug við tilhugsunina...!! En það er líka vetur framundan HLAÐINN veislutækifærum hjá okkur hérna. Í okt. verður Ólöf Ósk 13 ára, ég á afmæli í nóv. og svo á ég annan dag sem ég ætla að fagna í 18. nóv. (10 ár síðan "My new life began"), Einar stefnir einnig á að fagna sínum 10 ára-degi í des. og svo verður þessi elska fertugur í mars, Ólöf Ósk fermist svo líklega í apríl og svo eigum við hjónakornin 10 ára bryllúpsdag í maí...svo þið sjáið, tilefnin eru endalaus...úff...ég fitna bara við tilhugsunina...
Life is beautiful!
En núna ætla ég að prjóna smá...
og þar sem ég gúgglaði "prjóna" og "prjónar" þá fékk ég líka þessu líka flottu buxnamynd!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.8.2008 | 22:39
Ég bara má til...
...að segja ykkur brandarann sem Jóna sagði mér í dag:
Hann var í útvarpinu í gær, í tilefni af látunum í borgarpólitíkinni...:
Maður: "Þjónn, það er borgarfulltrúi í súpunni minni!"
Þjónninn: "Ó, viltu að ég skipti honum út?!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.8.2008 | 20:48
Dejlig søndageftermiddag!
Þeir feðgar fóru á völlinn að sjá IA keppa við Fylki í Árbænum. Á meðan skruppum við mægður á kaffihús í miðbæ Reykjavíkur með múttu minni.
Alveg hreint yndislegur eftirmiddagur (reyndar allur dagurinn yndislegur) í selskap móður minnar og dóttur minnar.
Við fórum á Vegamót, borðuðum þar dýrindis samlokur og ég fékk þennan líka góða latte á eftir. Bara snilld.
Svo þegar heim kom bjó ég til GRÆNT krem á kökuna sem Jóhannes ætlar að taka með á leikskólann á morgunn...þetta verður fótboltakaka og ég á von á því að börnin verði með grænar varir og græna tungu á eftir!!! Í fyrramálið verða settar hvítar línur á kökuna, svo koma mörkin og allt það. Very cool!
Sí ja!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.8.2008 | 12:37
Sunnudagur til algerrar sælu
Við hjónakornin lágum og dormuðum til kl. 10. Alveg yndislegt. Svo gott að hafa elskuna mína hjá mér og geta kúrt hjá honum. Erfið vika liðin þar sem hann var á næturvöktum alla vikuna. Tómlegt í rúminu okkar þegar hann er ekki þar.
Nóg um það!
Strákarnir fóru fyrstir á fætur, og upp að horfa á Ólympíuleikana...held ég...þeir eru orðnir forfallnir sport´istar, drengirnir. Svo er fótbolti í sjónvarpinu líka...ég gaf loksins grænt ljós á að enski boltinn yrði keyptur í sjónvarp á þessu heimili...mér var sko sagt að nú væru þeir þrír á móti mér...svo ég hefði ekki val lengur...meirihlutinn ræður og eitthvað svona lýðræðishjal...
Annars er ég alltaf að segja þeim reglurnar:
Pabbi ræður....þegar mamma segir!
Jæja...held ég nái í prjónana mína og geri eitthvað af viti...jólagjafaframleiðslan á fullu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.8.2008 | 19:45
Afmælið búið
Og við þökkum fyrir okkar
Heimilisfaðirinn í sykursjokki...og strákarnir farnir út í fótbolta.
Við vorum í vandræðum með að finna gjöf handa Jóhannesi. Við vorum ákveðin í að hann fengi EKKI leikföng, þar sem þeir bræður eiga helling af slíku...sem hefur ekki verið snert síðan við fluttum í húsið! Fyrir utan þegar við höfum verið með gesti...og þá hafa gestirnir náð í leikföngin sjálfir...
Dagurinn í dag var velheppnaður í alla staði. Mikil gleði í gangi.
Hér er svo matseðillinn (öllu heldur kökuseðillinn...):
- Grétu-brauðréttur - sem er by the way alveg svaka góður og ferskur.
- Einn heitfengur (heitur brauðréttur með m.a. pepperoni og beikoni)
- Marens með karamellukremi
- Brún með hvítu (brúnterta með frosting)
- Afmælisdöðluterta
- Glútenlaus bananamuffens
- Hrískökur
- "Chokoladebrud"
- tekex og ostar
- skúffukaka hlaðin með sælgæti
- Súkkulaðismákökur (þið vitið...pissandi fyrir framan Olís...)
Jamm...svo þið kannski skiljið að Einar er í sykursjokki...reyndar verð ég að verja hann aðeins og segja að hann er ægilega þreyttur, búinn að vinna á nóttinna alla vikuna, og byrjaði bæði og endaði á stuttum skiptum.
Jæja...best að gæða mér á síðustu sneiðinni af afmælisdöðlutertunni...læt hina um sykurdrullið...!!
Laugardagsknús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.8.2008 | 22:42
Börnin okkar...
...eru svooooo dugleg, ég er að rifna úr stolti.
Þau vilja auðvitað leggja sitt að mörkum fyrir afmælið á morgun, svo þau tóku sig til áðan og bökuðu súkkulaðismákökur! Þau sameinuðust um þetta, öll þrjú. Bara duglegust, og yndislegust
Uppskriftin er hér...fyrir þá svöngu
½ tsk vanilludropar
2 dl hveiti
1½ tsk kakó
1 tsk lyftiduft
1 dl sykur
50 gr smjör
1 egg
Öllu hrært saman og svo eru hnoðaðar kúlur og þeim velt upp úr kókosmjöli. Bakað í 1ö mín. v. 200°c
---
Og ég get frætt ykkur um eitt, ef maður *gúgglar* orðið "súkkulaðismákökur" þá fær maður fram m.a. þessa mynd:
Ekki spyrja mig hvers vegna...!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.8.2008 | 19:21
Ég ætla að setja inn brauðréttinn...
...hennar Grétu, sem ég ákvað að prófa því hann hljómar SVOOOO vel.
- brauð, rifið/skorið í bita og sett í form
Svo er skorið niður og stráð yfir:
- skinka
- bóndabrie
- camenbert
- sveppir
- rauð paprika
Að því loknu er hrært saman:
- léttmajónesi
- sýrðum rjóma
- ananaskurli
Þessu er svo smurt yfir herlegheitin.
Inn í ísskáp, best að gera daginn áður svo sósan nái að síga vel yfir og inn í brauðið.
Áður en þetta er borið fram er þetta skreytt með grænum vínberjum, skornum í hálft.
Hlakka til að smakka og segja ykkur hvernig bragðaðist!
--
Ólöf Ósk er búin að baka skúffuköku, þessi elska. Ekkert smá dugleg Það verður nammikakan.
Svo er ýmislegt fleira sem er eftir að búa til og baka. Í gær bakaði ég marens...og hann var óvart klukkutíma of lengi í ofninum...
Um daginn var ég næstum því búin að kveikja í húsinu...kveikti á vitlausri hellu...eins gott að ég var ekki farin að sofa...úff... mér dauðbrá, ætlaði aldrei að geta haft mig í bælið...óhugnanleg lífsreynsla!
Jæja...ætla að halda áfram...nóg af verkefnum framundan!
Ást til ykkar allra þarna úti. Lífið er yndislegt, eða það finnst mér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar