Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Heimasíða barnanna

Fyrir þá sem vilja skoða heimasíðu barnanna en vita ekki hvar hana er að finna...!!

SJÁIÐ HÉRNA


Af fjörkálfum og fleirum :)

Jæja, þá er kominn þriðjudagur og nóvember að verða hálfnaður! Ég held ég verði að halda vel á spöðunum ef ég á að ná að klára jólagjafirnar fyrir 1. des!

Reyndar var ég að klára eina jólagjöf áðan...og ekki orð um það meir! 

--

Ég er búin að vera í rólegheitum heima í dag. Fór reyndar í foreldraspjall í leikskólanum í morgun og það var fínt. Jóhannes er fyrirmyndarbarn, sem ég svo sem veit alveg. Mér finnst bara alltaf svo fyndið að heyra að hann sé rólegasta barnið á deildinni og ef það væru öll börnin eins og hann þá hefðu þær ekkert að gera í vinnunni..!! Fyndið vegna þess að Jóhannes er fjörkálfurinn á heimilinu! Hann tekur greinilega út allt stuðið heima.  Ekki að hann sé eitthvað óþægur, hann er bara fiðrildi og stuðbolti...sem hann sem sagt er ekki í leikskólanum. 
Reyndar mætti hann alveg heimfæra það hingað að sitja kyrr á stólnum á matartímum...LoL

Núna er hann með besta vininn, og frændann, í heimsókn. Þeir eru algerir molar saman, eru alveg á sömu bylgjulengd og eru bara krútt.

Jamm. 

Vitiði, ég held ég skutlist út núna og hengi upp þvott og tek kannski bara myndir af því sem komið er, úti í byggingu...

Later!!


Helgur maður var í viðræðum við Guð og sagði:

Guð, mig langar að vita hver munurinn er á himni og helvíti.

Við svo búið fór Guð með manninn að tvennum dyrum.

Hann opnaði aðra þeirra og hinn helgi maður leit inn.

Í miðju herbergisins var stórt hringlaga borð.
Á miðju borðsins var stór pottur með pottrétti sem ilmaði svo vel að
hinn helgi maður fékk vatn í munninn.

Fólkið sem sat við borðið var horað og veiklulegt.
Það leit út fyrir að vera að svelta í hel.

Fólkið hélt að skeiðum með löngu handfangi og hendur þeirra voru
bundnar við stólana en þó gátu þau veitt matinn upp úr pottinum með skeiðinni.

En þar sem handföngin á skeiðunum voru lengri en hendur þeirra þá gátu
þau ekki komið matnum úr skeiðinni upp í sig.


Hinn helgi maður varð undrandi á þeirri eymd og þjáningu sem við honum
blasti.

Guð sagði, 'Þú hefur nú séð inn í helvíti.'

Síðan fóru þeir að næstu hurð og opnuðu hana.

Við blasti sama sjón og í fyrra herberginu.

Stórt hringlaga borð með stórum potti fullum af pottrétti sem einnig
varð til þess að hinn heilagi maður fékk vatn í munninn.

Fólkið hafði sama búnað, þ.e. skeiðar með löngu handfangi. Munurinn
var hins vegar sá að þetta fólk var vel haldið, kátt,hresst og talaði
saman.

Þetta sagðist hinn helgi maður ekki skilja.

Þetta er einfald, sagði Guð.
En þetta krefst eins hæfileika.

Eins og þú sérð þá hefur þetta fólk lært að mata hvert annað á meðan
að hinir gráðugu hugsa eingöngu um sjálfan sig.


Það er talið líklegt að 93% muni ekki senda þennan póst áfram.
Ef að þú ert að meðal hinna 7% sem munu áframsenda þenna póst þá
áframsendu hann undir nafninu "7%"

Ég er í 7% hlutanum.


Mundu að ég mun alltaf deila skeið minni með þér.

Mig langar...

...bara örstutt, að þakka kærlega fyrir kveðjurnar sem mér hafa borist. Þið eruð sko algjör megakrútt.

Það er svo gaman að eiga afmæli, að fá að eldast. Það er ekki sjálfgefið, og alls ekki sjálfgefið að eiga góða heilsu, andlega sem líkamlega.

Það er fyrir margt að þakka. Yndisleg fjölskylda, frábærir vinir, stórkostlegt líf.

Ég finn kærleikann streyma til mín úr svo mörgum áttum og er þakklát fyrir hvern dag, hverja nótt.

Knús til ykkar allra og meira síðar...Heart

Molinn að þessu sinni er úr nýju brosbókinni hennar mömmsu;

"Bros er það næstbesta sem við gerum með vörunum" Kissing InLove


Smá fyrir svefninn

Hér sit ég, búin að fésast smá.

Búin að horfa á bæði House og CSI Miami ásamt gelgjuskottinu mínu. Hugguleg stund hjá okkur mæðgum. Ég með prjónana, en ekki hvað?!! 

Reyndar er ég að reyna að prjóna tvo sokka í einu og það gengur ágætlega, en ég held samt að ég sé ekki að gera þetta rétt... En það vill svo skemmtilega til að ég kannast við konu sem kann þetta...fæ hana kannski til að sýna mér, næst þegar ég hitti hana. 

Eitt er fréttnæmt í kvöld, af mér. Svo undarlegt sem það hljómar þá er mér HEITT á fótunum. Of heitt. Og mér finnst það næstum eins óþægilegt eins og að vera kalt. Úff...erfitt að gera mér til hæfis...amk í sumuLoL

En vitiði, nú ætla ég að skríða undir sæng, meðan tærnar mínar eru enn heitar...Einar er nefninlega ekki kominn heim til að hlýja mér...en hann kemur á eftir, svo ég fæ að kúra hjá ástinni minniInLove

Góða nótt, ezzzkurnar...zzzzz...Sleeping


Elskurnar mínar!

Takk fyrir viðbrögðin við þessum yndisfögru myndum af mér. Þegar við verðum alveg flutt og ég kemst í gömlu albúmin mín þá er aldrei að vita nema ég finni upp á því að skemmta ykkur aftur...!!

Elsku Tína og Hrönn, ástarþakkir fyrir heimsóknina í gær. Það var algerlega frábært að fá ykkur til mín, að hlæja með ykkur, knúsa ykkur, og tala við ykkur :) Þið eruð ÆÐI!!

--

Dagurinn í dag var fráááábær. Ég ELSKA lífið mitt.

Núna ætla ég að koma drengjunum í bælin sín og horfa á House með dottlunni minni.

Molinn:

"Dauðinn er ekki mesti harmleikur lífsins heldur það sem við látum deyja innra með okkur meðan við lifum."

-Norman Cousins


Sæta ég OMG!!

Ég var að skoða fésbókina hjá Lilju sys. og rakst þar á nokkrar gamlar myndir af mér...og þar sem ég er svoddan öðlingur þá ákvað ég að gefa ykkur eitthvað til að hlæja að...:

15 ára

 

16 ára

17 ára Mér finnst þegar ég skoða þessar myndir að ég verði óhamingjusamari með hverju árinu sem líður... og ég er ekki frá því að það hafi verið þannig.


Takk

Viltu þakka Færeyingum?? Þú getur gert það HÉR!

Takk Færeyingar :)


Helgin

Yndisleg helgi að verða búin.

Í gær brunuðum við hjónin í bústað í Brekkuskógi, þar sem við áttum yndislegan tíma með vinum okkar úr paragrúppunni.  Stórkostlegt kvöld :)

Ólöf Ósk var heima með Jóhannes og svo kom Bára og var hjá þeim í gærkvöldi og í nótt, já og fram að hádegi. Þau voru sæl og glöð með tímann með stóru sys. sem þau sjá alltof sjaldan. En svona er að vera eiga 17 ára systir sem er upptekin af lífinu Wink

Við sóttum svo Jón Ingva til pabba, þar sem hann var alsæll eftir yndislega helgi. 

Þegar heim kom fengum við gesti, Benni (tengdapabbi) og Jóna komu og svo komu Díana og Viktor (föðursystir Einars og maðurinn hennar). Mjög notalegur sunnudagur.

Einar fór svo út að mála, eða réttara að grunna. Svo nú er búið að grunna þessi þrjú herbergi. Næsta mál er að mála þau, svo þarf að leggja rafmagnið, setja í loftin, lakka gólfin og þá er þetta klárt! Styttist í þetta! Mjög mikil spenna. Ólöf Ósk getur varla beðið, hún er þreytt á litla herberginu og þreytt á *litla* rúminu sínu...hún sefur núna í *bara* 90 cm rúmi en á 140 cm rúm sem hún fer að nota aftur þegar hún fer í herbergið sitt. Mikil tilhlökkun!

Ég fékk 90 cm rúm í fermingargjöf og fékk víðáttubrjálæði! Ólöf Ósk fékk 140 cm rúmið þegar hún var 11 ára!! Reyndar fékk hún þetta rúm þar sem okkur bauðst að kaupa nánast nýtt rúm, mjög gott rúm, á 200 kr danskar (og þetta var sem sagt þegar það var ca 2000 ísl.kr!Tounge).

Jæja, ætla að fara að prjóna, er sko alveg að klára peysu nr 2 á bróa minn, sú fyrri varð ALLTOF stór...vona að þessi passi betur...

Kyss&knús... 


« Fyrri síða

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband