Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Frábær dagur

Ótrúlega gaman að upplifa þjóðhátíðardaginn á Akranesi, á Íslandi.  Hef ekki verið á Íslandi á 17danum síðan 1996.  

Í kvöld var fjölskylduskemmtun uppi í íþróttahúsi, Hemmi Gunn í svaka stuði sem kynnir/skemmtanastjóri eða hvað svona heitir.  Hann meira að segja tók lagið; 'Út á gólfið, ekkert stress'!!!  Frekar gaman hjá mér :) Það komu fram ýmsar hljómsveitir og tóku ýmis skemmtileg lög og ég gat EKKI setið kyrr.  Vá, mig langar á ball, til að DANSA!!!  Ég elska að dansa.  Kannski ég skelli mér á ball á Norðfirði um verslunarmannahelgina Wink

Ég fór svo heim með pjakkana kl að verða ellefu, þá var Jóhannes alveg rúmlega búinn á því.  Reyndar Jón Ingvi líka.  Langur og skemmtilegur dagur á enda runninn.

Ólöf Ósk og Jón Þór urðu eftir og fengu fyrirskipun um að koma heim kl 23.45.  Ólöf Ósk kom svo reyndar fyrir hálf 12 þar sem stelpurnar sem hún var með fóru heim þá.  Hún var sæl og ánægð og svo sveitt að það var varla þurr þráður á henni.  Svo hún bíður strax spennt eftir írskum dögum...Wizard

En nú ætla ég að fara að sofa.  Margt sem ég ætla að gera á morgun, m.a. vakna kl 7.30...(sem er ekki mitt uppáhald...!!)

Bíð ykkur góða nótt og megi Guð og englarnir vaka yfir ykkur á þessari björtu júnínóttu Kissing

Angel Girl Flying Her Dog Gif Images

 


Viðburðarríkur dagur í gær

Mágkona mín, hún Salný útskrifaðist sem ljósmóðir í gær.  Elsku Salný, innilegar hamingjuóskir til þín með gærdaginn.  Vona að þú hafir átt ánægjulegan dag.

Dividers Easter Images

Svo er það hinn stóri viðburðurinn.  Það sem mér finnst stærst og mest í lífinu er tvennt: Þegar börn fæðast OG þegar tveir einstaklingar ákveða að játast hver öðrum og ganga í heilagt hjónaband. Ég veit fyrir mig að stærstu, yndislegustu og mikilvægustu dagar lífs míns voru þessir (í tímaröð, ekki mikilvægisröð): 28. október 1995, 1. ágúst 2000, 16. ágúst 2003 og 15. maí 2004.  

 

Í gær vorum við hjónin þess heiðurs aðnjótandi að fá að taka þátt í brúðkaupi frænku minnar, Ragnhildar og hennar heittelskuðu Ingu.  Yndislegur dagur, svo falleg athöfn, svo fallegar konur sem þarna játuðust hvor annari.  Ástin skein langar leiðir.  Gerir það reyndar alltaf.  Það er svo gaman að bæði hitta þær og að lesa bloggið þeirra því það ljómar alltaf ástin og hamingjan í gegn.  Yndislegt alveg.

Verð að deila með ykkur mynd af þessum fallegu konum, um leið og ég enn og aftur óska ykkur, elsku Ragnhildur og Inga til hamingju með daginn.  Og njótiði lífsins og hvor annarar, í brúðkaupsferðinni og um ókomna tíð.

 

Inga og Raggý

 

Ljós og kærleikur til ykkar allra...nú ætla ég að fara og fagna Þjóðhátíðardeginum ásamt öðrum Skagamönnum (en höfum það samt á hreinu að ég er og verð; NORÐFIRÐINGUR!!!) 


SINDRI!!!

Elskan mín, loksins kom þetta!!!  Ég er BÚIN að setja nýjustu myndirnar inn!!!  Eins og sjá má er maðurinn minn næstum því alveg búinn að slá...berja...losa...hvað þetta heitir...utan af...hehe... Jamm, hann er very dygtig!!  Ég er sko vel gift, sama hvernig á það er litið!!! Heart

En nú er ég farin að huga að korti fyrir brúðkaupshjónurnar. 


Best að blogga smá

Jæja, þá eru mamma og Jón Þór búin að vera hjá okkur, og það var alveg yndislegt.  Við höfðum það voða notalegt, borðuðum góðan mat, drukkum slatta af kaffi, fengum okkur kökur, horfðum á brúðkaupið okkar á dvd (og ég felldi nokkur tár, þetta var svo yndislegur dagur).  Mamma og Jón Þór komu ekki í brúðkaupið okkar, og Jón Þór var að sjá brúðkaupið í fyrsta sinn.  Mamma sá það þegar hún var hjá okkur síðast en var alveg meira en til í að sjá það aftur.  

Svo tókum við því rólega fram eftir degi í gær, og svo fórum við til Reykjavíkur.  Mamma og Jón Þór voru að fara í orlofsíbúð þar.  Við bröltum aðeins í Kringluna og svo fóru þau með ormana mína 'heim' með sér og ég skaust í Smáralindina.  Mig bráðvantaði föt fyrir brúðkaupið sem við erum að fara í, í dag.  Og náði að redda því.  Var reyndar alveg að fara að örvænta.

Heyrðu, ég fékk nett panikkast í gær.  Við erum á lánsbíl þar sem bíllinn okkar er aftur á verkstæði...það er verið að reyna að setja rafmagn á kúluna...eitthvað sem gengur illa...og er sem betur fer algerlega á kostnað Brimborgar þar sem þeir seldu okkur bílinn í raun gallaðan.

Jæja, ég brunaði og tók bensín á hann áður en við fórum að af stað.  Svo þegar við vorum að verða komin niður að göngum tók ég allt í einu eftir að stað var STÓRT D við hliðina á bensínmælinum.  Og ég er ekki að ýkja, ég byrjaði að svitna og titra...var þetta díselbíll??? Og ég sem var að taka bensín á hann...!!!  Svo ég dreif mig að finna stað sem ég gat stoppað á og fór út og kíkti inn í bensínlokið...úff, púff, nei þetta var bensínbíll!!! HJÚKKET!!!!  Jón Þór sagði mér líka að ég hefði aldrei komist svona langt ef ég hefði sett bensín á díselbíl!!!  

Heyrðu, þegar við vorum komin til Reykjavíkur og ég var að fara að bakka bílnum út úr stæði þar, þá tók ég eftir að það var STÓRT R við hliðina á bensínmælinum!!! LoL  Ég gat ekki annað en hlegið að sjálfri mér!!!

Jæja, Ólöf Ósk varð eftir hjá pabba (mínum) á leiðinni heim, þar var Jón Þór frændi hennar og þau vildu fá að vera saman.  Ekkert mál, fannst pabba.  Svo koma þau öll á eftir, pabbi ætlar að passa fyrir okkur meðan við förum í bryllúpp.  

En nú ætla ég að athuga hvort Jóhannes vilji koma upp úr baðinu Wink

Ljós&kærleikur... 


Júbbí Júbbí Jibbý Ja!!!

Mamma og Jón Þór koma í dagHeart!!!!  Mikill spenningur, mikil tilhlökkun!!!

Þau keyrðu á Sauðárkrók í gær og gistu þar í nótt.  Við vonum auðvitað að þau bara leggi sem fyrst af stað!!! Því fyrr sem þau leggja af stað, því fyrr fáum við þau til okkar LoL

Annars hef ég sama og ekkert að segja.  Ormarnir okkar eru þreyttir, fóru seint að sofa í gær, en svona er víst sumarið.  Jóhannes sefur reyndar enn.  Hann svaf hjá mér og rumskaði eldsnemma í morgun, það kom lítil hönd og strauk mér og svo heyrðist; "Mamma, ert þetta þú?".  Ég játti því.  Þá brosti hann og hélt áfram að sofa. 
Jón Ingvi var að vakna og fór beint inn til Ólafar Óskar og nú liggja þau tvö í faðmlögum og horfa á imbann.  Yndislegt þegar þeim kemur svona vel saman.

En nú ætla ég að borða, fá mér kaffi og vera klár kl 9.30 að tala við Annemarie Wink


æjæjæj...

...sorrý Sindri...steingleymdi að taka myndir í dag...geri mitt besta til að muna eftir að bæta úr því á morgun!!

Önnum kafin í dag.  Kláraði (kannski) 'oplægget' mitt...á eftir að hugsa málið og ræða við samsstarfskonuna mína.  Vil fá lánaða dómgreind hjá henni.  

Fór í banka til að taka út pening...leyninúmerið virkaði ekki...uppgötvaði einhverjum tímum seinna að ég hafði sett vitlaust kort í!!!  Svo mér tókst að ná í pening svo ég gat farið að versla.  Ég er búin að læra mínar takmarkanir og versla helst ekki öðruvísi en með cash...annars fer allt í steypu, það mistekst alltaf hjá mér að fygljast með og ég fer yfir á reikningnum.  Svo það er best að vera bara með beinharða!!!

Svo var sumargleði á leikskólanum í boði foreldrafélagsins (í góðu lagi þar sem við borgum alveg helling fyrir að vera með...og það er *frivillig tvang* eins og danir myndu kalla það!!!).

Ólöf Ósk og Jón Ingvi eru á fullu að byggja kofa við hliðina á húsinu to be.  Svo þau fara alltaf með pabba sínum uppeftir þessa dagana og eru að fíla sig í botn þar!  Yndislegt.

Jóhannes vildi frekar dúllast með mér í dag, fórum að versla og svo heim.  Hann er svo mikill moli...og enn brjóstasjúkur...ætli þetta eldist af honum?

Jæja, annað bananabrauð í ofninum, þetta sem ég bakaði í gær sló í gegn...svo nú er bæði bananabrauð og kryddbrauð með spelt og agave (í stað hveitis og sykurs) að malla í ofninum.  Ekki amalegt að fá svona heimabökuð brauð í morgunmat Wink

Núna ætla ég að leggjast upp í rúm og glápa á imbann...finn að tölvu-vöðvabólgan mín er að bögga mig...

Bið ykkur vel að lifa og verið góð við hvert annað Heart


Bara má til...

...að deila þessu powerpointshowi með ykkur.  Og munið svo að njóta lífsins og hvers annars Heart
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Blóð

Halló allir saman,

Ég var að fá þennan póst sendan á mig og vil endilega biðja ykkur um að áfram senda þetta á þá sem þið þekkið.Það er lítill 2ja ára gamall strákur sem er með krabbamein. Hann er í mínus blóðflokki og þarf nauðsynlega að fá blóð sem er mínus.

En í augnablikinu er EKKI til mínus blóð í Blóðbankanum.

Endilega ef þið eruð í mínus flokki eða þekkið einhvern í mínus farið þá og gefið blóð!!! Það er engin afsökun að nenna ekki!!


Jamm og já

Sindri, ég skal taka myndir á morgun svo þú sjáir hvað Einar er búinn að brasa undanfarið.  Hann ætlar ALDREI að byggja steinsteypuhús, það tekur heila eilífð að slá utan af þessu dóti!! Samt eru bara tveir milliveggir byggðir þannig.  Miklu fljótlegra að taka utan af kubbunum.

Ég fór með Ólöfu Ósk til homopata (Ástu) í dag.  Mjög spennandi.  Ásta er með sérstaka vél sem á einhvern undraverðan hátt skannar allan kroppinn og finnur út ef eitthvað er að, eða ef eitthvað má betur fara.

Áður en við byrjuðum vorum við að rabba og Jón Ingvi var m.a. að segja Ástu að hann elski maltöl.  Systir hans fussaði og sveiaði yfir því, enda þykir henni maltöl hinn hreinasti vibbi.  Skondið, því það fyrsta sem græjan sagði var; "óþol/ofnæmi fyrir malti"!!  Svo kom næsta; "óþol/ofnæmi fyrir hnetum"!! Og Ólöf Ósk hatar líka hnetur!  Magnað hvernig líkaminn getur sjálfur fundið út úr slíku og notað sínar aðferðir til að koma í veg fyrir að hann veikist.  

Svo fókuseraði græjan mikið á meltingarkerfið og endaði á að benda á að hún ætti ekki að borða "grain and gluten".  Sem ég reyndar var eiginlega viss um að kæmi fram.  Svo nú verður hveitið tekið út og við mæðgur ætlum að vera saman í því. 
Ástæðan fyrir að ég ´vissi´ að hún fengi þessa útkomu með glutenið var að hún er svo sólgin í brauð...nánast á sama hátt og ég í sykur.  En kannski samt ekki eins slæmt.  En nú ætlum við að prófa að taka þetta út.  Spennandi.

Svo gaf Ásta okkur sína uppskrift af morgunsjeik, reyndar held ég sama uppskrift og Guðrún vinkona var að borða síðast þegar ég vissi.  Hún er svona (2föld uppskrift);

2 kúfaðar msk mysuprótein
1 glas hrísmjólk
2 bananar
bláber
2 msk hörfræolía
1 msk kókosolía
(svo er hægt að setja aðra ávexti eða spínat eða baunaspírur eða what ever út í)

Þetta ætlum við líka að prófa...en þurfum sennilega að komast í borgarferð til að versla þetta allt saman...eða hluta af þessu amk.

Talaði við elsku mömmu.  Jiii, ég hlakka SVO til á fimmtudaginn þegar þau koma.  Það verður svo yndislegt að fá þau til okkar.  Sjáum þau alltof sjaldan. 

Ég er að baka brauð...með spelti, sem reyndar inniheldur líka glúten, en þetta er byrjunin.  Gaman að sjá hvernig þetta verður.  Ég er að baka bananabrauð, sem upphaflega inniheldur bæði hveiti og sykur, en ég sem sagt notaði bæði fínt og gróft spelt og svo agavesýróp í staðinn fyrir hitt.  Svo er ég að baka speltbrauð líka, sem var uppskrift að á speltpokanum frá Sollu.  Bætti reyndar hunangi út í því það var engin sæta í...

Best að skella inn bananabrauðsuppskriftinni...þó ég viti ekki útkomuna enn...

2 bananar
1/2-1/3 bolli agavesíróp
1 bolli fínt spelt
1 bolli gróft spelt
1 tsk lyftiduft
1 tsk natron

Jæja, held ég skríði í bælið og verði hress og kát á morgun. 

Image hosting codes

 


Góðan daginn

SporðdrekiSporðdreki: Þú skemmtir þér án þess að hafa nokkrar áhyggjur af því að vera meðtekinn. Þú kemur inn í hópa til þess að hlæja og það er einmitt það sem gerist.
 
Image hosting codes

 

Jæja, þá er upp runninn sólfagur þriðjudagur 12. júní og eiginlega glatað að sitja inni...segir hausinn minn...en þá grípur jákvæðnisengillinn inn og segir; "Já en ef þú situr vel við í dag nærðu ef til vill að klára 'oplægget'!!"  Oooohhh, stundum elska ég þennan jákvæðisengil en stundum finnst mér líka þessi rauði með horn og hala, sem situr á hinni öxlinni miklu skemmtilegri...kannski vegna þess að ég þekki, eða þekkti hann miklu betur.  Hann hefur fylgst mér miklu lengur.

 
Þessi rauði stjórnaði svo lengi.  Hann sagði mér t.d. að ég væri vitlaus, að ég kynni ekkert og gæti ekki lært, hann sagði mér líka að ég væri ekki nógu góð og allir væru að horfa á mig með neikvæðum gagnrýnis augum.
 
Þessi sami rauði púki reynir að ná mér frá bókunum núna, og út í sólina og hann segir mér að ég muni hvort eð er örugglega ekki ná prófinu og glætan að ég geti hvort eð er staðið undir því að vera hjúkka...ég hafi ekkert lært og sé óttalega vitlaus...!!
 
EN ég kýs að trúa honum ekki.  Ég ætla að hlusta á hvíta fallega engilinn sem segir mér að; ég er EKKI vitlaus; ég er bara ansi klár, ég GET lært, ég er NÓGU GÓÐ, og ef fólk horfir á mig með neikvæðum gagnrýnis augum þá er það bara alls ekki mitt vandamál!!!
 
Bænin mín í dag er þessi:
"Guð leiðbeini mér svo ég komist að réttri niðurstöðu og gefi mér kjark til að halda fast við hana gegn öllum þrýstingi og fortölum".
 
Og nú er ég farin að læra!!! Því ég GET og ég VIL og ég ÆTLA!!! 
 
Sól og kærleikur til ykkar allra...Heart

« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband