Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
30.3.2007 | 09:39
Góðan daginn
Jæja, Einar fór á fætur með krökkunum í morgun. Ég átti að fá að sofa (alveg til 8 en átti svo símafund kl 8.30 með Annemarie), en það virkar ekki þannig. Í gær þegar Einar var að sofa þá fékk hann að SOFA. En krakkarnir eru ekki alveg að fatta það þegar ég vil/má/get sofið. Strákarnir komu aftur og aftur inn til mín...aðeins að ræða málin. Láta mig vita um ýmsa hluti, knúsa mig og svona. Notalegt. Ég held þetta sé bara vegna þess að þeir eru vanir því að ég er með þeim á morgnana, Einar að vinna. Svo þetta er örugglega mjög eðlilegt. Svo ég amk svaf ekki til 8...dottaði hinsvegar frá 6.45-8.00, þá kom Jóhannes inn og sagði; "Mamma, klukkan er 8"!
Hef ekkert heyrt af systursyni mínum í dag. Hringi sennilega til mömmu á eftir og heyri.
Jamm, best að fara að lesa um eitthvað eins og "hermeneutik" og svona...við erum komnar með "problemformulering"...sem ég man ekki alveg en upplýsi eflaust síðar þar sem MÉR þykir þetta MJÖG SPENNANDI!!!
Ljós&friður...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.3.2007 | 18:54
FRÁHVÖRF!!!
Tölvan mín bilaði í morgun = ég með fráhvörf!! ...var mega seinvirk og svo slökkti hún á sér, trekk í trekk. Það var ýmislegt gert við hana í dag; allar myndir brenndar á geisladisk og hent út (fullt af GB sem losnuðu þar...), skönnuð fyrir vírus...tekin í sundur og blásið ryk úr kælikerfinu (sem var það sem olli öllu veseninu), keypt nýtt vírusvarnarforrit og vélin skönnuð aftur.
Núna: Ný og betri tölva með ekkert vesen...7-9-13...
Svo að öðru, allt öðru.
Systursonur minn, 12 ára, lenti í slysi í dag. Hann var laminn í hausinn með glerflösku, fullri af vatni. Hann höfuðkúpubrotnaði, en er ekki í neinni lífshættu eða slíku. Það blæddi inn á eyrað, eitthvert holrúm við hljóðhimnuna og er óttast að hann heyrnin sé ef til vill sködduð. Það kemur vonandi fljótlega í ljós hvort það er. Það var jafnaldri hans sem veitti honum höggið. Ég veit ekki meir um aðdraganda málsins. Stráksi fær að fara heim með ömmu sinni í kvöld þar sem hann getur verið í ró og hægt er að fylgjast með honum.
Systa tekur ekki símann í kvöld. (...ekki að það sé eitthvað nýtt...fyrir þá sem þekkja hana...)
Ljós og friður...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
29.3.2007 | 09:43
200 metrar
Jamm, bætti mig um heila 50 metra í sundinu! Og fór í pottinn á eftir og náði að biðja og hugleiða áður en einhver maður kom í pottinn. Magnað hvað sumt fólk ÞARF að spjalla í pottinum. En það var nú bara gaman að spjallinu. Hann yfirheyrði mig, hvaðan ég væri, hvað ég væri að gera og bla bla bla. Svo þegar ég sagði honum að ég væri að ljúka hjúkrunarfræðinámi í sumar frá Danmörku þá kom náttúrlega upp úr dúrnum að konan hans er dönsk OG hjúkrunarfræðingur!!
Annars er allt gott að frétta. Fór í bæinn (sko höfuðborgina) í gær, að hitta nokkrar vinkonur og svo skelltum við okkur á fund á eftir. Hitti bara 1 sem ég þekki þar, en örugglega 100 manna fundur og rosa gaman. Sveif heim.
Jæja, ætla að leggjast í meiri greina-leit, fékk fiff frá Salný mágkonu minni, í athugasemd við síðustu færslu. Ekki amalegt að hafa fjölskyldumeðlimi í faginu ...svo síma ég kannski bara í föðursystir mína (sem er líka í faginu...og á MINNI deild) og ath hvort ég megi koma og hnýast á netið hjá þeim...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.3.2007 | 11:40
Sit við tölvuna...
...og þá er erfitt fyrir mig að halda mér burtu frá Bloggheimum...
En ég er sko mest að lesa ýmsar greinar fundar á PubMed. Finnst það reyndar ekki mjög gaman, þ.e.a.s. að leita að greinum og finna kannski ekkert í langan tíma...en svo er voða gaman þegar það dettur inn ein grein sem KANNSKI er hægt að nota...en til að vita það þurfum við (ég og Annemarie) að panta greinina frá bókasafninu í skólanum...þar sem það er yfirleitt bara hægt að sjá úrdrátt úr greininni á netinu. Ég ætti kannski að heyra í hjúkkunum "mínum" á geðinu og heyra hvort þær séu með fullan aðgang að PubMed á deildinni...þá gæti ég kannski fengið að liggja aðeins á netinu þar og prenta og prenta og prenta...
En þetta var alls ekki það sem ég ætlaði að skrifa um, datt þetta bara í hug meðan ég var að skrifa...svona er ég, veð úr einu í annað...
Hins vegar ætlaði ég að segja ykkur snilld, eða sem mér finnst snilld, komst sko að því í morgun að mér þætti það snilld og bara gleymdi að segja ykkur það þegar ég var að monta mig eftir sundið!! En það er sko þetta: Meðan ég sat og hafði það náðugt í pottinum datt mér í hug að þetta væri ef til vill kjörinn staður fyrir bæn og hugleiðslu. Ég var jú ALEIN í pottinum og enginn til að trufla mig, hvorki með mali eða augnagotum (já, ótti minn við álit annara alltaf að dúkka upp...). Og þar sem ég get ekki farið á hnén (eins og ég hef ótal oft sagt ykkur...) þá er þetta kjörið. Og gekk bara svona ljómandi vel. Svo ég var endurnærð og LÍKAMA OG SÁL þegar ég fór upp úr.
Farin að læra...
Ljós og kærleikur til ykkar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.3.2007 | 10:23
Spurning um að sleppa...
Dönskum karlmönnum á miðjum aldri hættir til að detta úr stiga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2007 | 09:30
Neðan beltis...
Ung og falleg kona var á leið heim úr verslunarferð í útlöndum. Hún spurði prestinn sem sat við hliðina á henni í vélinni hvort hann gæti mögulega gert sér greiða.
"Að sjálfsögðu barnið mitt" sagði klerkurinn, "hvað get ég gert fyrir þig?"
"Sko, ég keypti rándýra hárþurrku í útlöndum og ég er hrædd um að ég verði stoppuð í tollinum" sagði konan. "Er nokkur leið að þú farir með hárblásarann í gegnum tollinn. Þú gætir til að mynda geymt hann undir hempunni."
"Ég vil endilega aðstoða þig vina mín, en ég mun hins vegar ekki ljúga fyrir þig" sagði presturinn.
Eftir að vélin var lent og þau komu að tollinum fór presturinn á undan.
Tollvörðurinn stöðvaði prestinn og spurði hann hvort hann væri með eitthvað sem gera þyrfti grein fyrir.
"Ég er ekki með neitt slíkt frá mitti og upp úr" sagði presturinn
"Hvað ertu með neðan beltis?" spurði tollvörðurinn.
"Þar er ég með magnað tæki sem er hannað til að gagnast konum, en er enn sem komið er ónotað."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.3.2007 | 09:04
Ég er orðinn sundgarpur!!!
Eða í dag amk...!!
Ég fór sem sagt í sund þegar ég var búin að fara með strákana í skóla og leikskóla. Jóhannes var mjög fljótur að sleppa mér í dag, hann er búinn að ákveða að hann ætli að æfa sig í að vera fljótur að sleppa mér því hann langar að ég geti einhverntímann keyrt hann fyrst á morgnana!!! Svo nú hefur hann sína rúsínu í sínum pylsuenda að keppast við að ná og það léttir okkur báðum lífið, held ég.
En í sund fór ég. Og ekkert smá dugleg - að eigin mati! Ég synti heila 150 m sem mér finnst ansi gott, m.a. í ljósi þess að ég hef ekki synt síðan vorið 1993 og þá synti ég álíka mikið - í EITT SKIPTI og síðan ekki söguna meir...Og svo náttúrlega líka vegna þess að ég hef lítið sem ekkert getað hreyft mig (hlaupið, hjólað, labbað eða neitt annað) í ca 1½ ár út af blessuðu hnénu mínu.
Ég fann strax þetta: Ég get ekki synt bringusund, það er vont fyrir hnéð! Og svo að ég er ekki sérlega góð í skriðsundi...þyrfti kannski að rabba við einhvern þjálfarann og fá góð fiff...ef það er ekki námskeið fyrir öldunga hér í bæ...!!
EN þetta var mega hressandi. Fór svo í nuddpottinn á eftir og lét streyma heitt vatn á aumu vöðvana mína. Og ekki nóg með það, heldur dýfði ég mér ofan í sundlaugina eftir pottinn, áður en ég fór upp úr þar sem ég var að leka niður! Það er eitthvað sem ég hef staðfastlega neitað að gera þegar ég hef verið beðin um það!
Já, ég er sko HETJA dagsins!!! Ægilega ánægð með mig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.3.2007 | 18:35
Ekki góður matur
Svo þið fáið ekki uppskrift í þetta sinn!! Skítt með það. Ég tók mig hins vegar saman í gær og fór í gegnum allar uppskriftirnar á lausum blöðum sem hafa sankast að mér undanfarið hálft ár. Ótrúlegt hvað ég get safnað af uppskriftum...hvort sem það er matar, köku, prjóna, sauma, scrap...eða hvað sem er...bara UPPSKRIFTIR!!!
Byrjaði á bók með uppskriftum frá Sollu og Café Sigrúnu. Elska þessar sykurlausu kökur þeirra. Eiginlega finnst mér þær betri en þessar með sykrinum...en ég er fíkill svo ég er bara á "fylleríi" þessa dagana...en það hlýtur að renna af mér fyrr en síðar...vonandi...!! En ég er amk ánægð með að vera komin með sérstaka bók fyrir þessar uppskriftir "mínar". Svo reyndar hef ég prófað að breyta uppskriftum líka, taka sykurinn út og setja t.d. döðlumauk...jamm, ég get svo sem alveg talað lengi um mat...og NAMMI!!! Ok, ég er FÍKILL!!! Arrrggg...
Farin...
Ljós og friður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.3.2007 | 17:15
Afmælisbarnið
Við fórum til Ömmu Báru áðan. Ég sótti Einar í vinnuna svo við gætum skroppið, svo er hann að fara í höfuðborgina á fund á eftir nefinlega.
Ólöf Ósk gerði flotta "scrap"-mynd handa afmælisbarninu og svo keypti ég voða sætan páskakertastjaka.
Þetta vakti þvílíka stormandi lukku hjá Ömmu Báru. Hún var ægilega glöð og ánægð með gjafirnar en ekki minna glöð yfir að við skildum koma til hennar.
Hún er svo voða yndisleg, þessi gamla kona. Hún er svo alsæl með að ég sé að fara að vinna á Höfða en hún býr þar. Svo það er nú gott.
Jæja, maturinn er að verða tilbúinn...er að prófa eitthvað sem ég fann á einhverri bloggsíðu...vona að það bragðist vel...það sem ég prófaði um daginn (af blogginu) var allavegana hreinasta snilld...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.3.2007 | 10:41
Afmælisbarn dagsins
Bára Pálsdóttir, í daglegu tali kölluð Amma Bára, er afmælisbarn dagsins. Amma Bára er amma Einars (míns elskulega eiginmanns). Amma Bára er 91 árs í dag.
Þar sem ég veit að Amma Bára les ekki bloggið mitt, þá sendi ég henni ljós og góða strauma í huganum og gef henni svo stórt knús seinna í dag, þegar við förum til hennar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar