Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
27.3.2007 | 08:26
Ég er í klessu!!
Mér er ILLT!!! Í bakinu, og ég er með hnút aftan á hálsinum...neðanverðum hnakkanum, ég held ég hafi aldrei fengið svona mikla vöðvabólgu áður. Veit núna smá hvernig Lilju sys líður en hún er með vöðvabólgu allsstaðar. Ég væri til í að komast í nudd...
Svo eins og það sé ekki nóg þá er mér bara ógeðslega illt í hnénu!! Held ég þurfi að panta mér tíma hjá blessuðum bæklunarlækninum sem skar mig og fá hann til að kíkja á þetta mál. Mér finnst fjandi hart að borga 18.000 kr fyrir aðgerð sem svo virkar ekki baun!!! Eins gott að hnéð eigi eftir að lagast!!!
Ólöf Ósk er líka ennþá lasin, er enn mjög illt í maganum...vona ennþá að við hin sleppum...!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.3.2007 | 22:13
Gleymdi mér...
...á netinu. Að skoða hinar ýmsu flicr-síður...allskonar föndur og prjón og saum...sem mér finnst svo spennandi. Var að skoða síðuna hjá einni danskri bloggvinkonu og þar datt ég um þessar líka sætu babúskur...og link inn á hinar og þessar handavinnusíður...og ég bara gleymdi mér...ooohhh, gaman, gaman. Ég er með allskonar skemmtilegar hugmyndir að jólagjöfum...nýjir lesendur, haldið ykkur...já, að jólagjöfum. Við erum náttúrlega byrjuð á nokkrum...en svo koma "hele tiden" upp nýjar hugmyndir sem er bara gott, þetta er svo stór fjölskylda sem að okkur stendur og þess vegna margar gjafir að gefa.
Jamm, held samt ég hætti núna og leyfi tölvunni að hvíla sig...búin að vera á fullu í allan dag, litla greyið...
Ég ætla að setja hreint á rúmið, og skríða svo upp í...kannski bara með einhverja bók - eitthvað annað en skólabók!!! (Efast samt um að ég nenni því...)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.3.2007 | 17:12
Æðruleysi
Kona nokkur vaknaði einn morgun, leit í spegilinn og sá að það voru aðeins 3 hár eftir á höfði hennar. "Best að setja fléttu í hárið" sagði hún, setti fléttu í hárið, fór út og átti frábæran dag.
Daginn eftir vaknaði hún, leit í spegil og þá voru bara tvö hár eftir. "Best að skipta í miðju", sagði hún, gerði svo, fór síðan út og átti annan frábæran dag.
Þriðja daginn vaknaði konan, leit í spegilinn og sá að aðeins eitt hár var eftir. "Best að setja tagl í hárið" sagði konan, setti tagl í hárið og fór út og átti enn einn frábæran dag.
Fjórða daginn leit konan í spegilinn, sá að nú var ekkert hár eftir og öskraði af gleði; "YES, ég þarf ekki að setja hárið í dag!!", fór út og átti enn einu sinni FRÁBÆRAN dag!!!
Já, það er hamingjan.
Ást og ljós til ykkar allra...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.3.2007 | 15:31
Búin í dag
Búin að ná í Jóhannes, svo ég læri ekki meir í dag. Frá 1. apríl fer hann í 8 tíma vistun, þá næ ég kannski 7 tímum á dag eða svo. Með pásum, sem Á að taka reglulega. Gleymdi því í dag og upp úr hádeginu var ég orðin gjörsamlega tóm, ekki búin að hreyfa mig frá tölvunni í einhverja tíma. Fattaði svo allt í einu afhverju ég var svona tóm, tók mér góða pásu og fór í heita sturtu...lét leka sjóðheitt vatn á auma bakið mitt og það var ferskandi og endurnýjandi. Svo ég gat skrifað helling á eftir...vonandi eitthvað af viti...búin að senda það til Annemarie til ritskoðunar...
Nú er ég farin að þrá að komast út að hreyfa mig. Finn aukna þörf með hækkandi sól. Langar SVO að komast út að hlaupa aftur...en það þarf að gerast mikið með hnéð mitt áður en sú ósk rætist. Áður en ég fór í aðgerðina gat ég farið á hnén í rúminu eða t.d. á gólfinu með púða undir. Læknirinn lofaði mér að 4 vikum eftir aðgerð gæti ég farið á hnén...en ég get það EKKI ENN og það eru rúmar 6 vikur liðnar núna!! Hef reynt að fara á hnén í rúminu og bara get það ekki, er t.d. vön að skríða upp í rúm frá fótendanum (eitthvað sem ég vandi mig á þegar við vorum í svo litlu herbergi að það var ekki hægt að komast upp í rúmið öðruvísi...) en get það ekki .
Svo er Einar farinn að nota bílinn að hluta til í vinnuna, þar sem hann er liðstjóri á einhverjum vöktum og þá þarf hann að mæta fyrr. Það þýðir að ég er oft bíllaus...svo nú vantar mig hjólið mitt. Er að spá í að ná í það fljótlega, en tengdamamma fékk það lánað í vetur þegar ég gat ekki hjólað. Held reyndar ekki að hún hafi notað það mikið því að strax í fyrstu ferð þá reiddist hjólið eitthvað og kastaði henni af baki...þess ber að geta að þetta er ansi sjálfstætt hjól...!! Ég held það hafi eitthvað reiðst henni að vera að drösla því út í hálku og óveður...
Svona getur lífið verið stundum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.3.2007 | 13:10
Afmælisbarn dagsins
Garðar er afmælisbarn dagsins. Garðar er sjötugur í dag.
Elsku Garðar, til hamingju með afmælið. Njóttu dagsins, og kvöldsins í faðmi konu, barna, tengdabarna og barnabarna.
Knús til þín frá mér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 11:32
Alkóhólismi
Sit og les og les um alkóhólisma og ýmsar greinar (mest á dönsku) tengdar honum. Er að safna kjarki, orku og einhverju fleiru til að ráðast í skriftir. Er búin að taka að mér að skrifa um:
- Hvad er alkoholisme?
- Behandlingsmuligheder.
- Økonomiske bekostninger (herunder sygehusindlæggelser)
- Personlige omkostninger (herunder; med hensyn til alkoholikeren selv, familie og omgangskreds)
Vona að þið skiljið dönsku annars bara leiðinlegt fyrir ykkur að missa af þessu!!
----
Ólöf Ósk er enn slöpp og sloj. Er reyndar hressari, amk er hún að borða smá núna. Svo skellti hún sér líka í bað og lá þar hátt í klukkutíma. Las 139 bls í *jumbobog* (Syrpa á íslensku).
Jæja, ætla að skella mér í ritgerðarskriftina...
Ást og ljós...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.3.2007 | 21:44
Veikindi
Prinsessan á bænum er orðin lasin. Hún fór að fá illt í magann og upp úr hádeginu kom 1. gusan. Einhverju síðar kom 2. gusan og svo sú 3. Svo núna er hún komin með hita, 39,3°. Greyið litla, henni líður ósköp illa. En nú er hún komin inn í holuna hans pabba síns og ætlar að kúra hjá mér í nótt (Einar að fara á næturvakt).
Ég vona að allir gestirnir okkar sleppi, en í dag hafa ansi margir komið. Strákarnir fengu sitt hvorn vininn í heimsókn, svo komu Raggý og Inga og síðan kom Lára (vinkona mín héðan af Skaganum) og svo var pabbi hjá okkur líka (kom í gærmorgun). Þannig að það er aldrei að vita nema fullt af fólki leggist í bælið...vona þó ekki. Mér er reyndar sjálfri óglatt núna...en það getur víst alveg eins verið út af þessum rúmlegu 100 grömmum af Síríus rjómasúkkulaði sem ég var að TROÐA í mig...
Jóhannes á erfitt með að það er farið að vera bjartara á kvöldin. Ef það er bjart þá ER DAGUR!!! Og hann vill ekki - og segist ekki geta - sofna. En hann geispar samt og gapir og sofnar um leið og hann hættir að þrjóskast, því svefnþörfin hefur ekki snarminnkað...þótt hann vildi það helst. Ég vona að hann eigi eftir að venjast þessu...þar sem það á bara eftir að verða bjartara...og bjartara... Ég verð að segja að ég elska þessa birtu, veit fátt yndislegra en þegar það er bjart allan sólarhringinn (og hlæ að dönum sem tala um sínar "björtu nætur"...það verður samt kolniðamyrkur í einhverja tíma!!). Vorið er yndislegur tími, allt að lifna við...og þó það sé kalt þá er AÐ BIRTA!!!
Jæja, ég ætla að spjalla aðeins við manninn minn áður en hann fer að vinna...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.3.2007 | 15:59
Góðir gestir...
...LOKSINS!!
Loksins komu Raggý og Inga í heimsókn. Frábært að hitta þær. Við lofuðum hver annari að það muni ekki líða 9 mánuðir...eða eitt og hálft ár þangað til næst!
Á milli þeirra á myndinni er Hulda, mamma Raggýar og stjúpföðursystir mín. Fallegar konur þarna á ferð, allar þrjár.
Við Raggý þekktumst vel í *gamla daga* en svo þegar við urðum *fullorðnar* þá misstum við sambandið. Hittumst örsjaldan. EN þökk sé BLOGGINU þá náðum við sambandi aftur. Já, ég get þakkað tækninni ýmislegt.
Raggý hafði *föndrað* handa mér yndislega mynd, sem er samansafn af myndum frá því við vorum börn. Allskonar myndir af mér, henni, Lilju sys. og Alla (bróðir Raggýar) og svo myndir af *litlu* systkinum mínum, Aðalsteini og Maríu. Alveg æði. Stelpur, ástarþakkir bæði fyrir myndina en ekki minnst fyrir heimsóknina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.3.2007 | 10:50
Handavinnan mín...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.3.2007 | 09:04
Kjúklingaréttur og eftirréttur frá Lilju sys.
Kjúklingaréttu Tótu:
Sósa: 1 dós kókosmjólk, satay-sósa, karrímauk (sletta).
Kjúklingur: steiktur eða soðinn áður.
Grænmeti: paprika, ananas, sveppir, laukur.
Grænmeti steikt á pönnu. Sósugutlinu blandað saman á pönnu (pott), steikta grænmetinu og foreldaða kjúklingnum bætt út í og hitað.
Nauðsynlegt að hafa hrísgrjón með, jafnvel brauð og hrásalat.
Og í eftirmat mælum við með þessu:
Uppskrift fyrir fjóra til sex:
4 bananar
100 g hveiti
25 g smjör - bráðið
125 ml. kókosmjólk
150 ml. ólífuolía
salt
Hrærið saman hveitinu, smjörinu, kókosmjólkinni og smá salti þar til komið er mjúkt deig. Bætið við smá vatni ef þarf. Skerið banana í helminga og skerið svo hvern helming langsum. Þekið hvern bananabita vel með deiginu og steikið í olíunni á pönnu, þrjá til fjóra bita í einu (eða eins marga og pannan rúmar ;-), í tvær til þrjár mínútur eða þar til bitarnir verða gylltir að lit. Hægt er að strá flórsykri yfir til skreytingar (sælkeranum mér finnst það möst). Borðið svo með vanilluís - heitt eða kalt (ég mæli með því að hafa þetta heitt).
Ég held að þetta sé indverskur eftirréttur - a.m.k. ekki íslenskurBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 178853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar