Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Svínalund...

...að hætti Gunster.

Svínalundir og parmaskinka 

    Hráefni fyrir u.þ.b. 4 fer eftir græðgi ;)
  •     1 svínalund 
  •     1 pk parmaskinka
  •     1 pk sveppir
  •     Matreiðslurjómi
  •     Pipar (helst nýmalaður)
  •     Sósujafnari, ef þarf
  •     Kraftur (grænmetis og/eða kjöt)

    Aðferð

    Skerið lundina í u.þ.b. 2 - 3 cm breiða bita. Fletjið bitana út með hnefanum í þunnar sneiðar c.a. lófa stórar (ekki nota kjöthamar, hann skemmir kjötið). Piprið sneiðarnar eftir smekk. Leggið skinkusneiðarnar á kjötið og nælið fast með tannstöngli. Sneiðið sveppina í þunnar sneiðar. Setjið olíu á pönnuna og hitið. Steikið kjötið fyrst á skinkuhliðinni og snúið því við þegar að skinkan hefur fengið lit og er orðin stökk. Snúið kjötinu við og klárið steikinguna (ath. svínakjöt á að gegnumsteikja). Þegar kjötið er fullsteikt takið það af pönnunni og leggið til hliðar og haldið heitu. Setjið sveppina á pönnuna, bætið við olíu ef þarf og steikið þá uns  þeir verða mjúkir. Hellið loks rjómanum samanvið og sjóðið örlítið niður. Smakkið til og bætið kjötkrafti og/eða grænmetiskrafti ef þarf. Athugið að parmaskinka er í eðli sínu mjög sölt svo mjög ólíklegt er að rétturinn þarfnist söltunar. Þykkið sósuna ef þörf krefur og leggið svo sneiðarnar í sósuna og mallið við lágan hita í skamma stund. Upplagt er að reiða fram heimabakað hvítlauksbrauð og salat hússins með þessum rétti. 
Ég reyndar skar kartöflur í báta og velti þeim upp úr matarolíu og salti og bakaði í ofni, ásamt sætum kartöflum sem ég skar í tvennt og bakaði með.

Snilldargóður matur.  Pabbi og Einar slefuðu... 

 


SÆLGÆTI!!

Íslenskt sælgæti er gott!!  Ég er búin að gúffa töluvert í kvöld...og er eiginlega alveg að springa...ekki gott.

Er búin að rabba við ÆM og biðja hann að hjálpa mér með þetta...enn eina ferðina.  Veit að það gengur...en ég er ekki mjög viljug...en þannig hefur það verið áður.  

S.l. sumar þegar sykurinn átti mig síðast, deildi ég þessu með "ykkur" líka...tengdó las það og sagði eitthvað á þá leið; "Úff, var að lesa bloggið þitt elskan...mikið áttu erfitt"!!! LoL

Já, það er ekki alltaf auðvelt að vera með raddir...græna karla...engla Halo og djöbba Devil að slást...í hausnum...

Færsla skrifuð 18. ágúst 2006:

Ég er að kafna úr sykurleðju!!! Hluti af mér er að klikkast á þessu, buxur farnar að þrengjast (og skyldi engan undra!!!) og hausinn á mér á 100 alla daga; "ekki nammi í dag, það er ekkert mál" en svo spilast þessi rulla í hausnum á mér þar til ég fæ mér sykur!!! ojojoj. En svo er hinn hlutinn af mér sem bara er að fíla þetta í tætlur og langar sko ekki baun í bala að hætta að borða sykur aftur. Og segir, "hvaða máli skipta nokkur kíló til eða frá?!" En þetta skiptir allt máli, útlitsþráhyggjan að drepa mig en tilhugsunin um að borða ekki þetta gómsæta ÍSLENSKA nammi er að drepa mig líka. Veit ekki hvern fjandann ég á að gera (eða hvað, kannski veit ég það alveg...)!!!
En hugsið ykkur t.d. gómsætan BRAGÐAREF, úff...nei...þetta gengur ekki...alveg sama hvaða leið ég vel...buhuuuuuu.....

Túttilú...

önnur færsla skrifuð 19. ágúst 2006:

það er allt að verða vitlaust...

...eða er orðið það!!! Það er allt á fullu í hausnum á mér, hann er á 100 allan daginn. Ég er að klikkast. Ég veit hvað ég þarf að gera. Ég verð að hætta borða sykur :( hausinn á mér þolir ekki sykur. Ég verð geðveik af honum. SYKUR ER EITUR!!! Amk. fyrir hausinn á mér.

Ég ætla að hætta að "drekka" á morgun...eða hinn...eða hinn...

Ég var að hugsa þetta í morgun og þá kom upp þessi hugsun: "Ég verð að fá mér BRAGÐAREF í dag, ég verð líka að fá mér STÓRAN poka af APPOLLÓ lakkrís".

Ég veit. Þau ykkar sem ekki eiga við þetta vandamál að stríða, þið skiljið þetta ekki. En ég veit að það eru líka þau ykkar sem skilja mig, sem betur fer. Ég er ekki ein.

Nú ætla ég að vinda mér í morgunmatinn...Swiss Miss!!!


Túttilú...

Já, það er ca svona sem hausinn á mér fungerar í dag...24. mars 2007.  Ég vona að mér eigi einn góðan veðurdag eftir að takast þetta...að vera sykurlaus einn dag í einu...alla ævi!!!  En nú er ég farin í bælið!!!


Bakverkur áááái

Hef ekki fengið í bakið í mörg ár.  Ekki síðan ég fór að lifa því lífi sem ég lifi í dag.  Komst að þeirri niðurstöðu að verkurinn var andlega tengdur.  Spurning hvort svo sé nú?  Mér finnst ég reyndar vera í mjög góðu formi andlega.  (Fyrir utan smá afturhvarf til fortíðar í ca hálftíma á fimmtudagskvöldið þegar Einar var ekki eins og ÉG vildi hafa hann...hann spurði mig blíðlega hvort ég vildi að hann keypti múl og beisli svo ég gæti haft hann í taumi...!!!LoL ég vildi það ekki!!!)

Hallast á að verkurinn sé mest eftirköst eftir að hafa sofið í 90 cm rúmi með Jóhannesi í heilan mánuð...fyrir utan 3 nætur...eina þeirra svaf ég með bæði Jóhannes og Jón Ingva í rúminu...og hinar tvær næturnar var Jón Ingvi með mér í rúminu...!!  Finnst ég hafa verið búin að blogga um þetta...en skítt "pyt".  

Stefni ennþá á sund á morgnana...en hef hreinlega ekki treyst mér að fara að synda meðan það ersund_800x600 svona mikið rok...kannski það sé bara léleg afsökun?  Hver veit.  Það á að fara að lægja eftir helgi...strax á morgun held ég reyndar, svo nú fer þessi afsökun að verða ógild.  

Svo held ég að það sé líka sárt fyrir bakið að sitja svona mikið eins og ég geri.  En veit ekki hvernig ég kemst hjá því meðan ég er að lesa og skrifa næstu 10 vikurnar eða svo...þannig að þið sjáið að sund hlýtur að vera málið!!!  

 


Súellen!!

Langt síðan ég hef hugsað um Súellen.  Rakst inn á bloggsíðu áðan og þar er einmitt lag með Súellen í tónlistarspilaranum.  Súellen er sko frá Norðfirði...alveg eins og ég Wink Og Gummi, söngvari Súellen, var með mér í bekk í 7.-9. bekk...eftir að ég fór í skólann í bænum (var í sveitaskólanum í miklu öryggi fyrstu skólaárin).  

Að rekast á Súellen þarna inni setti gang í minningabankann og það er magnað hvað gerist í hausnum á mér þegar ég rekst á eitthvað frá gamalli tíð.  Gaman að því...svona yfirleitt Shocking

En í tilefni af því að það er laugardagur og ég ekki alveg búin að ná botninum í mínu sælgætisáti...þá ætla ég að verða að ósk yngri sonar míns og skella mér út í Krónu og kaupa...NAMMI!!! 


Lørdag

Jæja, þá í þetta sinn.  Ég og dóttir mín gláptum sandra-tiff-6
á einhverja bíómynd í gær, Love potion #9 með Söndru Bullock. Ansi skondin mynd, alger þvæla.  Ekta svona mömmu/stelpu-kvöldsmynd. Fullt af nammi með...

Og mér hefnist fyrir það, nammið sko...í dag er ég með hausverk og ristillinn í mér er EKKI hrifinn af sykri...svo er ég komin með hina margumtöluðu ÞRÁHYGGJU og hugsa ekki um annað en sykur-nammi-sykur-nammi...allan daginn.  Sem sagt aldrei þögn í hausnum á mér.  Held svei mér þá að ég hætti aftur í sykrinum...vonandi fæ ég nóg mjög fljótlega...  Þeir sem þekkja þetta vita að það er erfitt að hafa aldrei þögn í hausnum... 

Svo er hérna ein Fyrir þá sem freta mikið... Sick


við mægður...

Picture 62...splunkunýjar myndir...teknar á webcameruna mína...Picture 64

Mikil fegurð hér á ferð Wink sérstaklega á þessari seinni!!!


Ég er búin að sitja hér...

...og reyna að vera kreativ...=reyna að byrja á byrjuninni á verkefninu okkar...en það gengur ekki.  Tek mér kannski pásu til morguns...eða mánudags...

...svo ég held ég gefi ykkur bara beljukoss...Myspace layouts

og kveðji að sinni... 

 

...tek einn beljudans fyrir ykkur líka...Myspace layouts

 


Ætliði á McDonalds um helgina?

Satt eða logið? Hvað segið þið?

Ég skil amk betur afhverju við fáum illt í magann þegar við borðum á Mac D.  Það eru reyndar bráðum 2 ár síðan síðast...börnin hafa ekki viljað fara þangað síðan...við fengum öll í magann...ojojoj...

The Burger Museum


221 bls.

Jæja, þá er ég búin að lesa 221 bls. af þessum 12-1500...  Það er ekki eftir sem búið er LoL

Fékk leiðinlegar fréttir áðan.  Vinkona mín, sem er 34 ára, fékk blóðtappa í heila um helgina.  Hún er sem betur fer á batavegi, en þetta var mikið áfall fyrir hana og fjölskylduna hennar, eðlilega.  Hún er með í bænum mínum.   

Þetta er alveg ótrúlegt, og minnir mig á að ég er ekki ódauðleg.  Engin veit sína ævina fyrr en öll er.  Og eins og ég skrifaði í morgun, þá er lífið stutt og ófyrirsegjanlegt.  

Fyrir nokkrum árum fannst mér fólk í kringum mig endalaust vera að fá krabbamein.  Maður æskuvinkonu minnar dó úr krabbameini, vinur mágs míns og góður kunningi minn dó á svipuðum tíma.  Systir mín fékk krabbamein og fór í gegnum geislameðferð.  Og fleiri, mamma vinkonu minnar greindist með krabbamein.  Þetta var voða nálægt mér alltsaman.  

Þetta gerði mig mjög meðvitaða um lífið og dauðann.  

Í því lífi sem ég lifi í dag reyni ég eftir fremsta megni að lifa einn dag í einu, koma fallega fram við alla sem ég mæti, og þá ekki síst þá sem ég elska.  Stundum mistekst mér, en þá er ég líka fljót að biðjast afsökunar og bæta fyrir brot mín.  Ég vil lifa í sátt og samlyndi og ást, lifa lífinu lifandi - og vakandi.  Ég vil ekki vakna upp einn daginn og hugsa; "Ef ég hefði nú bara...".  

Sun 04Sendi ást og ljós til ykkar allra þarna úti.

Sól úti, sól inni, sól í Heart, sól í sinni, sól bara sól.  


Fjör á föstudegi...

...dóttir mín var í afmæli í gærkvöldi og kom ekki heim fyrr en að ganga 10...sem þýðir of lítill svefn og skapofsi í framhaldinu.  Hún var hundleiðinleg við Jón Ingva, urraði á hann...og mig líka reyndar.  En þessi skotta má eiga það að hún fer ekki ósátt í skólann.  Hún reyndar rauk út en kom svo aftur skömmu síðar og baðst afsökunar.  Það er eitt sem við höfum alltaf lagt áherslu á, nefninlega að fara ekki í fússi og fýlu, hvorki út né að sofa.  

Ég man þegar ég fór einu sinni í fússi frá pabba.  Daginn eftir var hringt í mig, hann hafði fengið blóðtappa í hjartað og var mjög veikur... Ég hét því þá að þetta myndi ég aldrei gera aftur.  Lífið er of stutt og ófyrirsegjanlegt til þess.

Ætla að láta þetta duga í bili...og lesa smá...og dreka smá kaffi...og spjalla smá við Annemarie núna kl 10...og lesa svo meira...og drekka meira kaffi (því það er allt í lagi að drekka mikið kaffi!!!)...og já, bless í bili...!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband