Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
22.3.2007 | 20:54
Íslenskt já takk...
Three men were sitting together bragging about how they had given their new
wives duties.
The first man had married a Woman from Colorado and had told her that she
was going to do the dishes and house cleaning. It took a couple days, but on
the third day he came home to a clean house and dishes washed and put away.
The second man had married a woman from Nebraska He had given his wife
orders that she was to do all the cleaning, dishes, and the cooking.
The first day he didn't see any results, but the next day he saw it was
better. By the third day, he saw his house was clean, the dishes were done,
and there was a huge dinner on the table.
The third man had married a girl from Iceland . He told her that her duties
were to keep the house cleaned, dishes washed, lawn mowed, laundry washed
and hot meals on the table for every meal. He said the first day he didn't
see anything, the second day he didn't see anything, but by the third day
some of the swelling had gone down and he could see a little out of his left
eye, enough to fix himself a bite to eat and load the dishwasher.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.3.2007 | 20:49
Crazý weður!!!
Veðurhorfur næsta sólarhringinn
Spá gerð 22.03.2007 kl. 19:08
Jæja, ætla að skella mér út í óveðrið og sæka elskuna mína á fund...ekki hægt að láta hann ganga heim...hann myndi kannski fjúka til fjalla...ekki vil ég það!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2007 | 13:28
Angakarlinn...
Þetta er frekar dularfullt og vonandi finnst skýring á þessu svo hægt sé að hjálpa barninu.
Okkar strákar voru 10 kg. 5 mánaða (ekki 3ja mánaða eins og þessi drengur)...og þótti mörgum nóg um. Mágur minn spurði eitt sinn; "Hvað gefiði drengnum [Jón Ingvi] að borða? Trölladeig?". En nei, það var nú bara kjarngóð brjóstamjólk...
![]() |
Eins árs og 25 kg að þyngd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.3.2007 | 11:30
íslenskir danir...
Er einhver ykkar sem lumar á uppskrift að dönsku rúgbrauði? Ekki hverju sem er...það mega ekki vera kjarnar í...og það á að vera "Mørk, maltet"!! (Svona eins og Coop framleiðir...ef þið eruð einhverju nær...)
Væri mjög þakklát fyrir að fá uppskrift. Jón Ingvi elskar svona rúgbrauð en getur ekki borðað íslenskt rúgbrauð...þetta SÆTA SULL...!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.3.2007 | 09:50
Óvæntir gestir
Veðurguðirnir sjá okkur fyrir gestum þessa dagana. Fyrst komu Erla og Birgir Elís, veðurteppt í nokkra tíma. Í gær var svo bankað og úti stóðu Benni (tengdapabbi) og Jóna. Á leið heim til Akureyrar, en voru veðurteppt. Svo við græddum fengum að hafa þau í heimsókn í nótt...og ef til vill áfram í dag (Benni er að tala við veðurstofuna). Gaman að fá gesti.
Ég tók mig til og hrærði í bollur í gærkvöldi, skellti deiginu í ísskápinn og vaknaði 6.15 til að skella bollum á plötu og kveikti á ofninum. Skreið svo inn í rúm í korter...fram aftur til að setja bollurnar inn og svo inn í rúm í 18 mínútur!! Svo fórum við á fætur og gátum gætt okkur á nýbökuðum bollum. Þvílík snilld. Svo eru þær ekkert sérlega óhollar heldur, svo ekki er það verra.
Hér kemur uppskriftin ef þið viljið:
1½ dl haframjöl
3 dl vatn
1/2 pk þurrger (eða 25 gr pressuger)
2 dl rifin gulrætur
1-2 dl jógúrt
2 msk olía
1 tsk salt
ca 500 gr hveiti
Setjið haframjöl og vatn í pott og sjóðið í 1-2 mín og hrærið í á meðan. Þegar þetta er orðinn hafragrautur er potturinn tekinn af hellunni.
Kælið grautinn þar til hann er kaldur. Setjið gulrætur, jógúrt, olíu og salt í og hrærið vel saman. Blandið hveitinu og gerinu saman og hrærið saman við grautinn. Deigið á að vera frekar blautt og klístrað. Setjið svo deigið í ísskápinn og látið hefast þar yfir nótt.
Formið bollur með skeið. Látið þær hefast á bökunarplötu í 15 mín.
Bakið v. 200°C í ca 18 mín. í miðjum ofni.
Gerðu þína eigin uppskrift:
Prófaðu að setja
1 dl rúsínur í deigið eða
4 msk hörfræ eða
1 dl heslihnetuflögur.
Mæli með þessari. Hún sló amk í gegn hérna hjá okkur í morgun. Svo er Latte ómissandi...að mínu mati!!
Benni og Jóna eru farin af stað. Ætla að freista þess að komast yfir Holtavörðuheiði áður en fer að hvessa meira...það er sannkallað vetrarríki hér á Fróni þessa dagana.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2007 | 13:01
Aum í bakinu...
...ég held ég sé búin að halda of mikið á Jóhannesi í Danmerkurferðinni og svo það að sofa í heilan mánuð á 90 cm með lítinn orm í rúminu hjá mér sé ástæðan fyrir bakverkjum. Íhuga að fara að synda á morgnana þegar ég er búin að skila Jóhannesi í leikskólann...það er víst gott fyrir vöðvabólgu...bara ekki bringusund...
...það hins vegar veldur mér smá hugarangri þar sem ég hef aldrei lært almennilega að synda skriðsund...eða mér finnst það ekki. Ætti kannski að prófa. Ég hef alltaf verið svo upptekin og hrædd við álit annara að ég hef aldrei þorað að synda. Skrítin skrúfa ég... Eins og fólk sé eitthvað að glápa á sundtæknina hjá mér...og ef það gerir það, hvað með það þá?
Hef stundum íhugað að skrá mig á sundnámskeið fyrir fullorðna, en kannski þarf ég þess ekkert, kannski þarf ég bara að demba mér í sund og SYNDA!!! Hluti af þessu er líka vatnshræðslan mín. Lenti nefninlega í "voldsommri" kaffæringu áður en ég var orðin synd og var hræðilega hrædd. Svo held ég bara svei mér þá að ég hafi drukknað í fyrra lífi!
Jæja, nóg bull í bili og nógu löng pása...ætla að halda áfram að LESA!!! Um alkohólsima...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.3.2007 | 10:59
Framtíðarlandið Ísland
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2007 | 08:53
Ég og morgnar...
...við eigum ekki samleið. Ég á svo erfitt með að vakna á morgnana að það hálfa væri nóg. Það er sama hvort ég fer seint eða snemma að sofa. Ég held að ef ég væri ein og barnlaus að ég myndi bara vinna kvöldvaktir...
Fór með Jóhannes í leikskólann. Einni starfskonunni er mikið í mun að taka hann um leið og við komum inn um dyrnar. Mér mislíkar það, ég vil að hann fái þann tíma sem hann þarf. Ég fer gjarnan 10 mín fyrr út á morgnana til að geta gefið honum þennan tíma.
Besti vinur Jóhannesar í leikskólanum kom skoppandi fram þegar við komum og þeir féllust í faðma, vinirnir. Frekar sætt. Svo Jóhannes er alls ekki ósáttur og hann brosir alltaf þegar ég fer, ég fer aldrei frá honum grátandi þarna, svo ekki er hann ósáttur við að vera þarna. Skil þetta ekki. Ætti kannski bara að hætta að spá í þetta og bara leyfa þessu að vera. Nema starfsfólkið fari að pressa of mikið á...ég var búin að segja þeim að svona værum við vön að hafa þetta, að hann fái þann tíma sem hann þarf og punktur!!! Svo þá fengum við líka frið...þangað til í morgun...vona að þetta sé uppáfallandi...!!
Nóg um leikskólamálin.
Er að fara að lesa. Fæ vonandi bókina "Den Gode opgave" fljótlega.Pippi ætlaði að versla hana fyrir mig og senda mér. Þar er uppskrift að verkefnum, góð ráð og fleira. Við ákváðum í sameiningu, ég og Annemarie, að við ætlum að styðjast við þessa bók. Gott að vera með sömu rammana þegar við erum að skrifa sama verkefnið...í sitthvoru landinu!!!
En ekki meir í bili...ætla að skella mér í lestur...
kannski ég hiti mér samt Latte fyrst...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2007 | 20:49
Fyrsti dagur í lestri...
...að kveldi kominn. Búin að lesa 25 bls. af 1200...svo nóg að gera framundan.
Yfirhjúkkan á Höfða hringdi í dag. Vildi staðfesta að ég kæmi til hennar í vinnu!! Hún vill ekki kannast við að það sé erfið vinnan hjá þeim, en hins vegar mikil ábyrgð. Ég fer í aðlögun einhverja daga í maí og svo tek ég einhverjar vaktir í júní og svo bara allt á fullt 2. júlí. Spennandi.
En það er jú eitt stykki BA-ritgerð sem þarf að ljúka í millitíðinni...
Annars lítið að segja, en segi samt; Lífið er ljúft, eintóm hamingja að kúra í armi á hverri nóttu. Hvers meira er hægt að óska sér?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2007 | 17:51
Ég græddi...
Erla systir hafði komið á Skagann í morgun og komst ekki heim fyrr en löngu eftir hádegið. Svo ég græddi, fékk heimsókn
Gaman að því.
Gott að hún æddi ekki af stað. Enda vita þeir sem hana þekkja að það hefði hún aldrei gert!!!
Annars fauk víst Skagavagninn út af á Kjalarnesinu í morgun...sem sagt brjálað veður hér sunnan/vestan heiða...
![]() |
Ekkert ferðaveður á Sandskeiði, Kjalarnesi eða undir Hafnarfjalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar