Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
31.10.2007 | 15:36
ááiiiii
Ég fór til tannlæknis í dag að láta laga eitt stykki jaxl. Ég er sko ekki jaxl þegar kemur að tannlæknum... Var ég ekki búin að tjá mig um danska tannlækninn sem ég var hjá í eftirliti á 6 mánaða fresti?? Samt var ég með stóra holu...undir fyllingu...því sá danski tók bara myndir 2. hvert ár... Og ekki nóg með það heldur er þessi jaxl sem var verið að laga innsti jaxlinn (12 ára jaxl) í efri góm og lítil beinfesta fyrir hann því það var fræst svo mikið af beininu þegar endajaxlinn var tekinn...þannig að kannski þarf bara að láta hann flakka í ruslið við tækifæri...ojojoj... = meiri deyfing...og mér er meinilla við sprautur!!!
---
Nóg um það. Ég og Jóhannes erum búin að dúlla okkur heima í dag. Hann skrapp á leikskólann rétt á meðan ég fór til tannsa (byrja ég aftur...) og er búinn að vera alsæll hér heima síðan kl. 10!! Ég dreif í að sauma GRÆNAR buxur á hann...ég fékk grænt flísteppi í Ikea í sama lit og íþróttaálfsbuxurnar hans voru! Svo nú er hann alsæll í grænu buxunum sínum Hef ekki tíma til að setja inn mynd af honum núna því ég er að fara að vinna...vaktaskipti hérna...Einar kemur og ég fer.
Á morgun byrja Einar og Ingvar að setja glugga í húsið!! Spennandi!!
---
Over and Out...!! Love & Peace...!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.10.2007 | 22:12
TAKK!!!
Takk kærlega fyrir allar kveðjurnar til snúllu minnar, og okkar allra.
Og já, hún þykir lík pabba sínum...hann gæti víst ekki hlaupið frá neinu barna sinna...ekki heldur að hann vilji það ;)
---
Annars allt gott að frétta. Benni og Jóna komu og borðuðu hjá okkur í kvöld. Það var voða gaman og stefnum við á að hóa oftar í þau en við höfum gert. Þarf ekki að vera eitthvað fansý, bara borða saman og eiga notalega stund. Njóta þess að hafa þau svona nálægt okkur.
---
Ég var fljót að ná Jóni Ingva fram úr í morgun, reyndar er hann sá morgunsprækasti hér svo það er svo sem sjaldan eitthvað mál. En í morgun sagði ég; "Prófaðu að kíkja út um gluggann" og hann HENTIST niður úr kojunni... Það var hvít jörð...og það heyrðist; "Það er SNJÓR...en ekki nóg til að gera snjókarl"!!!
Snjórinn var horfinn upp úr hádeginu, enda bara smá föl.
---
Einar byrjaði að setja pappa á þakið í dag. Mjög spennandi allt saman. Skoðaði gluggana í gær, þeir eru geðveikt flottir. Ooooohhh, þetta er bara spennó!!!
---
En núna ætla ég að ná þreytta, þreytta manninum mínum upp úr baðinu...annars verður vatnið orðið ískalt þegar hann vaknar...hann er svoooooo þreyttur, þessi elska.
---
Knús&kærleikur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.10.2007 | 12:08
HÚN Á AFMÆL´ Í DAG...
HÚN Á AFMÆL´ Í DAG, HÚN Á AFMÆL´ ´ÚN ÓLÖF ÓSK, HÚN Á AFMÆL´ Í DAG!!!!
Ótrúlegt, hún er orðin 12 ára!!! Þessi yndislega stelpurófa okkar. Þegar hún varð 10 ára skrifaði ég smá um hana, og ætla að láta það fyglja hér, því það er enn við gildi og verður áfram þó árin bætist við, því það verða alltaf fleiri ár til að gleðjast yfir.
já, það eru 10 ár síðan lítil prinsessa leit dagsins ljós, og ljósmóðirin sagði, eftir að hafa séð pabbann; "ég hef oft séð barn sem líkist öðru hvoru foreldrinu, en ALDREI eins mikið og þetta!" og það er engin lygi, eða eins og einn góður vinur okkar orðaði það; "það er bara gamli kalkipappírinn!"
10 ár síðan henni var skellt upp á magann á mömmu sinni og ljósmóðirin sagði; "þetta er lítil stelpa" aðeins til að segja þegar hún setti hana á vigtina; "nei, þetta er STÓR stelpa". vigtin sagði 4250 gr og lengdin var 54 cm.
það er margt sem kemur upp í hugann þegar mamman hugsar um þessi 10 ár. lítil prinsessa í grasinu á Ormsstöðum, með hundunum, með fyrstu sólgleraugun á nefinu. hvernig hún sat sjálf 6 mánaða, á 1. páskunum. hvernig hún réðist á páskaeggið strax þá, 6 mánaða, viss um að þetta væri eitthvað gott!! og majistönglarnir sem hún var brjáluð í, sandurinn sem hún borðaði í fjörunni í Vaðlavík, þá var hún á 1. ári. hvað hún alltaf var kát og glöð, og er það reyndar oftast enn. Maddý amma hafði aldrei fundið eins mjúka húð eina og á þessari litlu prinsessu.
1½ árs flutt til Danmerkur, burt frá öllu sem hún þekkti. en það kom fljótt í ljós hvernig hún er gerð, hversu auðvelt hún átti með að aðlaga sig. þar sem mamma hennar gat ekki ákveðið sig hvar hún vildi vera, ja, það gerði að þessi litla prinsessa var á 4 leikskólum. en hún tók því alltaf með jafnaðargeði, var bara spennt yfir að prófa eitthvað nýtt. það hefðu ekki öll börn sætt sig við þetta rót. hún eignast alltaf vini, um leið. það hefur hún alltaf gert. ef hún hefur fólkið sem hún elskar í kringum sig, þá er allt gott.
hvernig hún, 3½ hljóp á eftir barnavögnum og sagði; "mamma, svona barnavagn eigum við að kaupa handa litla barninu okkar". hún óskaði heitar en allt að fá lítið systkini. það rættist þegar hún var að verða 5 ára og hún var svo hamingjusöm með litla bróðir. þegar annað yngra systkin var á leið í heiminn óskaði hún þess heitt og innilega að það yrði systir, EKKI annan lítinn bróðir! en það kom lítlill bróðir og hennar fystu viðbrögð voru: hún stappaði í gólfið og sagði "oohhh", kom svo upp á spítala, sá hann og var seld. fannst hann það sætasta sem til var.
þetta er svona smá brot af þeim minningum sem koma upp í hugann í dag. með gleðitárum yfir að hafa fengið þessu yndislegu stelpu að láni, við ætlum að halda áfram að passa eins vel upp á hana og við getum. halda áfram að fylgjast með henni vaxa og þroskast. taka þátt í sorgum og gleði með henni.
hún er rósin okkar, hún er Óskin okkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
27.10.2007 | 20:58
Ótrúlega upptekin kona hér á ferð...
...jamm, mikið búið að vera um að vera hjá mér.
Sko...þegar ég kom heim úr vinnunni í gær þá fór á fullt undirbúningur fyrir afmælið okkar Ólafar Óskar sem við héldum í dag, fyrir allra nánasta...sem sagt foreldra okkar hjóna og systkini okkar hjóna og viðhengi. Þrátt fyrir að slatti af mínum systkinum búi hinu megin á landinu þá er þetta alveg töluverður fjöldi sem næst okkur stendur... Svo það var mikið bakað...og búnir til heitir réttir í löngum bunum.
Ég var svo heppin að mamma kom í gær, og fékk ég mikla aðstoð frá henni. Algerlega æðislegt. Takk, mamma þú ert best.
Í dag kom svo hersingin...eða hersingarnar...og það var gaman. Ólöf Ósk sem sagt bauð í afmælið sitt og mitt...svo ég var svo heppin að fá fullt af pökkum líka... Ég fékk t.d. rúmföt á rúmið okkar Einars, en við áttum bara eitt sængurver eftir að við keyptum stóru sængina. Snilld. Svo fékk ég grifflur og baðdót (svona slakandi freyðibað og svoleiðis), og ég fékk blómvendi og blómavasa.
En ekki óska mér til hamingju strax, ég á ekki afmæli fyrr en 8. nóv. Þetta var bara svona fyrirfram
Allt í allt, algerlega frábær dagur. Og draumur að hafa mömmu hjá okkur svona lengi. Hún gistir aftur í nótt, fer í höfuðborgina seinnipartinn á morgun og svo heim í sveitasæluna á mánudaginn.
Get bara alls ekki skrökvað neinu að ykkur í dag. Elska ykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.10.2007 | 19:46
Prófa að setja inn myndband...
Þetta er frekar krúttlegt. "Stal" þessu hjá Ásdísi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
24.10.2007 | 17:26
Rok og rigning...
...en það er allt í lagi þegar ég þarf ekki að fara út að labba!!! Ég er mjög þakklát fyrir að eiga bíl og ég er mjög þakklát fyrir að eiga heimili sem er vatns- og vindþétt!!
Þetta er samt bara tvennt af fjölmörgu sem ég er þakklát fyrir.
---
Ég er þakklát fyrir daginn í dag.
Í dag er ég búin að eiga yndislegan morgun með börnunum mínum.
Ég átti góða stund í ræktinni, ein með sjálfri mér innan um fullt af konum. Ég var óhrædd og húllaði af hjartans list inni í miðjum hringnum og var alveg sama hvort þær sæu á mér rassinn og hvernig hann er í laginu = FRELSI!!!
Ég fór til tannlæknis og dó ekki úr ótta. Og komst að því að ég er ekki með fullt af skemmdum..sem ég óttaðist...en vissi samt innst inni að gat ekki verið þar sem ég hef farið reglulega til tannlæknis og passa tennurnar mínar...(einn minn stærsti ótti í lífinu eru TANNLÆKNAR!!!).
Ég fór og sótti Jón Ingva í skólann og gladdi prinsinn minn með pyslu og maltöli í hádegismat!! Vakti mikla lukku hjá mínum manni.
Ég fór, ásamt Jóni Ingva, í sumarbústaðinn til Guggu frænku, þar voru Gugga frænka og mamma. Átti yndislega stund með þeim systrum.
Núna er ég búin að skutla Jóhannesi og Ólöfu Ósk í íþróttahúsið og er að baka á fullu fyrir afmæli prinsessunnar. Hún verður sko 12 ára á sunnudaginn!!!
---
Svona er lífið mitt í dag. Alveg yndislegt. Fyrir það er ég svo óendanlega þakklát.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.10.2007 | 21:35
Gelgjan er yndisleg...
...og tekur á taugarnar...!!!
Jamm, og hugsið ykkur, við eigum eftir að vera með gelgjur í húsinu í MÖRG ár!!
---
Skruppum í borgarferð í dag, ég og börnin. Það var sko vetrarfrí í gær og dag í Grundaskóla, svo öll börnin voru heima. Við fórum fyrst í Ikea, það vantaði smá...eiginlega tvennt...ég gleymdi að kaupa annað (er að fatta það núna þegar ég skrifa þetta...!!) og keypti hitt...og svo ýmislegt fleira sem var EKKI á listanum...en sem mig örugglega BRÁÐvantaði!!!
Síðan fórum við í Smáralindina og hittum Lilju sys og Eystein, já og litla sæta Ými. Bröltum um Smáralindina með þeim í nokkra tíma...eyddi fullt af peningum sem ég ætlaði EKKI að eyða...en þurfti nauðsynlega......grínlaust!!
Tók m.a. völdin af mínum heittelskaða og keypti handa mér afmælisgjöf frá honum!!! Þá þarf hann ekki að spá í það...og ég fékk einmitt eitthvað sem mig vantaði og langaði í!!! Mjög praktískt!!
Svo fórum við upp í íbúð með Lilju og fj. og áttum þar huggulega stund...áður en við skelltum okkur í Kringluna...
Þetta var góður dagur, þó ég sé ekkert brjálæðislega hrifin af búðarrápi...en þetta var í góðum félagsskap og ýmislegt spjallað.
---
Svo að lokum vil ég aftur minna ykkur á undirskriftalistann!!!
---
Ást...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.10.2007 | 22:52
Kanilterta frá mömmu
350 gr hveiti
350 gr sykur
350 gr smörlki - mjúkt
2 egg
1 ½ tsk kanill
4 botnar
20 mín 175°c
á milli:
2 p rjómi
súkkulaðispænir
rjóminn þeyttur, súkkulaðispónum blandað saman við og sett á milli botnanna.
krem:
4 eggjarauður
60 gr flórsykur
50 gr smjörlíki
100 gr súkkulaði - dökkt
Eggjarauður og fljórsykur þeytt saman, smjör og súkkulaði brætt saman og hellt yfri eggjablönduna og þeytt. Kremið er sett á efsta botninn og beint í frysti.
Tekið úr frysti 24 tímum áður en borið fram.
---
Sorrý, Ásdís...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.10.2007 | 22:44
Jæja...
...það tók "bara" 6 tíma að setja 6 myndir inn á barnanetið!! Frekar lélegt...en þannig var það í þetta skiptið. En nú eru komnar nokkrar myndir af þakinu!! Reyndar bara bílskúrsþakinu...það var svo ógeðslega kalt og hvasst að ég lagði ekki í að labba bakvið húsið...geri það þegar lægir!!!
Gluggarnir væntanlegir á þriðjudaginn...eða fimmtudaginn...man ekki alveg hvað Einar sagði...gluggarnir koma nefninlega og svo Ingvar...ekki allt á sama tíma...!!
En gluggarnir koma bráðum!! Svo það fer aldeilis að styttast í að það verði fokhelt, og þá verður hægt að drekka kaffið inni í húsinu!!! Já, og auðvitað verður þetta alger lúxus að geta unnið inni í vetur! Aðallega fyrir minn heittelskaða, þar sem hann er mest í þessu.
---
Svo er það Kaloríubomban...:
3-4 eggjahvítur
150 gr sykur
100 gr möndluspænir
Sykur og eggjahvítur stífþeytt, möndlum blandað varlega saman við.
Bakað í eldföstu móti eða álformi.
150° C í 45-60 mín.
3-4 eggjarauður
75 gr sykur
2 stór daim
1 peli þeyttur rjómi
Eggjarauður og sykur þeytt vel saman. Daim sett út í og rjóminn. Látið ofan á kalda kökuna og fryst.
Borið fram beint úr frysti.
Ég held að það væri mjög gott að blanda 50/50 rjóma og soyarjóma, þá verður ísinn ekki eins grjótharður. Bara hugmynd...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.10.2007 | 16:41
Núðlukjúlli
Skinnlausar kjúklingabringur 200g,
1 laukur,
3 hvítlauksrif,
1 msk rifið ferskt engifer (eða þurrkað),
40 ml Hoisin-sósa,
Ólífuolía 2 msk,
1 sítróna,
250 g Kínverskar eggjanúðlur,
250 g frosin kínversk grænmetisblanda,
smáskvetta af Ketjap Manis sósa (sæt sojasósa).
1. Skerið kjúklingabringurnar í strimla eða litla bita.
2. Hellið 2 matskeiðum af sítrónusafa yfir kjúklinginn ásamt 1 matskeið af rifnu engifer og 1 matskeið af Hoisin-sósu.
3. Látið marinerast (gjarnan yfir nótt í kæli).
4. Skerið laukinn og hvítlaukinn. Hitið olíuna á pönnu og mýkið laukinn og engiferið í olíunni þar til laukurinn er orðinn glær.
5. Takið af pönnunni.
6. Sjóðið eggjanúðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
7. Bætið olíu á pönnuna og gegnum steikið kjúklinginn. Takið af pönnunni.
8. Steikið grænmetisblönduna á pönnunni, bætið síðan öllu á pönnuna og hrærið vel saman. Setjið smáskvettu af Ketjap Manis yfir.
Salat til að hafa með:
2 perur, 1 appelsína, 1 agúrka - skerið perurnar, appelsínuna og agúrkuna frekar smátt og blandið saman og berið fram með núðluréttinum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Uppskriftir
- Uppskriftir frá vinum
- Möndlu-marens
- Döðluterta
- Mörtu-terta
- múslíkonfekt og súkkulaði
- Kókoskúlur
- Afmælisdöðluterta
- Súkkulaðikaka með mangókremi
- Súkkulaðikakan með jarðarberjakremi
- Appelsínukaka
- Jarðarberjaterta með súkkulaði
- Lífrænar súkkulaði og hnetusmákökur
- Kókossmákökur
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Gulrótar- og döðluterta
- Jólakaka Sollu
- Ostakaka Hemma&Birnu
- Epla- og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka CaféSigrún
- Jónu-ís
- Grétu-brauðréttur
- Einn bragðsterkur
- Gulrótarmúffur
- Bananabrauð
- Kryddbrauð
- Jólabrauð Rakelar
- bollur a la LE
- Haframjölsbollur
- Örnu-brauð
- Eddu-brauð
- Stellu-brauð
- Pizzasnúðar og pylsuhorn á ísl.
- Pølsehorn
- Pizzasnegle
- Mini pizzur
- Margrétar-pizza
- ávaxtagrautur
- Mexíkönsk súpa
- Brúðkaupssúpa og bollur
- Kjúklingasalat Særúnar
- Pestó&FetaKjúlli
- Núðlukjúlli
- Kjúlli með íslenskum ostum
- Kjúkl. & eftirréttur Lilju
- Kjúllinn hans Gústa
- Paella frá Hrönn
- Lilju-fiskur
- Pabba-fiskur
- Karrýýsa með grænmeti
- Siggu-Báru-ömmu-fiskur
- Ásdísar-lasagne
- Lasagne
- Hakkréttur með piparosti
- Beikonbollur
- Einn fljótgerður
- Kjötbollur
- Ostabollur
- Lifrarbuff
- Svínakjöt Janne
- gúllas með kókosmjólk
- Svínalund
- Kartöflukrás
- Bakaðar kartöflur að hætti Hugarflugu
- Nachos
- Örnu-snakk
- Sinnepsósa Úrsúlu
- Uppskriftir í WORD
- Shit...gæster!!
- Súkkulaðikaka Maju
- Kanilterta
- Ein dísæt
- Frönsk súkkulaðiterta
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar