Leita í fréttum mbl.is

HÚN Á AFMÆL´ Í DAG...

afmælisstelpan okkarHÚN Á AFMÆL´ Í DAG, HÚN Á AFMÆL´ ´ÚN ÓLÖF ÓSK, HÚN Á AFMÆL´ Í DAG!!!!

Ótrúlegt, hún er orðin 12 ára!!!  Þessi yndislega stelpurófa okkar.  Þegar hún varð 10 ára skrifaði ég smá um hana, og ætla að láta það fyglja hér, því það er enn við gildi og verður áfram þó árin bætist við, því það verða alltaf fleiri ár til að gleðjast yfir. 

 

já, það eru 10 ár síðan lítil prinsessa leit dagsins ljós, og ljósmóðirin sagði, eftir að hafa séð pabbann; "ég hef oft séð barn sem líkist öðru hvoru foreldrinu, en ALDREI eins mikið og þetta!"  og það er engin lygi, eða eins og einn góður vinur okkar orðaði það; "það er bara gamli kalkipappírinn!"

10 ár síðan henni var skellt upp á magann á mömmu sinni og ljósmóðirin sagði; "þetta er lítil stelpa" aðeins til að segja þegar hún setti hana á vigtina; "nei, þetta er STÓR stelpa".  vigtin sagði 4250 gr og lengdin var 54 cm. 

það er margt sem kemur upp í hugann þegar mamman hugsar um þessi 10 ár.  lítil prinsessa í grasinu á Ormsstöðum, með hundunum, með fyrstu sólgleraugun á nefinu.  hvernig hún sat sjálf 6 mánaða, á 1. páskunum.  hvernig hún réðist á páskaeggið strax þá, 6 mánaða, viss um að þetta væri eitthvað gott!!  og majistönglarnir sem hún var brjáluð í, sandurinn sem hún borðaði í fjörunni í Vaðlavík, þá var hún á 1. ári.  hvað hún alltaf var kát og glöð, og er það reyndar oftast enn.  Maddý amma hafði aldrei fundið eins mjúka húð eina og á þessari litlu prinsessu. 

1½ árs flutt til Danmerkur, burt frá öllu sem hún þekkti.  en það kom fljótt í ljós hvernig hún er gerð, hversu auðvelt hún átti með að aðlaga sig.  þar sem mamma hennar gat ekki ákveðið sig hvar hún vildi vera, ja, það gerði að þessi litla prinsessa var á 4 leikskólum.  en hún tók því alltaf með jafnaðargeði, var bara spennt yfir að prófa eitthvað nýtt.  það hefðu ekki öll börn sætt sig við þetta rót.  hún eignast alltaf vini, um leið.  það hefur hún alltaf gert.  ef hún hefur fólkið sem hún elskar í kringum sig, þá er allt gott. 

hvernig hún, 3½ hljóp á eftir barnavögnum og sagði; "mamma, svona barnavagn eigum við að kaupa handa litla barninu okkar".  hún óskaði heitar en allt að fá lítið systkini.  það rættist þegar hún var að verða 5 ára og hún var svo hamingjusöm með litla bróðir.  þegar annað yngra systkin var á leið í heiminn óskaði hún þess heitt og innilega að það yrði systir, EKKI annan lítinn bróðir!  en það kom lítlill bróðir og hennar fystu viðbrögð voru:  hún stappaði í gólfið og sagði "oohhh", kom svo upp á spítala, sá hann og var seld.  fannst hann það sætasta sem til var. 

þetta er svona smá brot af þeim minningum sem koma upp í hugann í dag.  með gleðitárum yfir að hafa fengið þessu yndislegu stelpu að láni, við ætlum að halda áfram að passa eins vel upp á hana og við getum.  halda áfram að fylgjast með henni vaxa og þroskast.  taka þátt í sorgum og gleði með henni. 

hún er rósin okkar, hún er Óskin okkar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með snúlluna

Hrönn Sigurðardóttir, 28.10.2007 kl. 12:37

2 identicon

Innilega til hamingju með Ólöfu Ósk!

Jóhanna (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 17:54

3 identicon

Skilaðu innilegum afmæliskveðjum til prinsessunnar frá okkur á Mýrargötu 7, nesk.

Salný (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 18:26

4 Smámynd: Úrsúla Manda

Til hamingju með stúlkuna ykkar. Gaman að lesa það sem þú skrifaðir um hana.

Úrsúla Manda , 28.10.2007 kl. 18:50

5 Smámynd: hofy sig

Til hamingju með stelpuna, svo fallegt hvernig þú skrifar um snúlluna þína.

Knús og kærar kveðjur í kotið ykkar.

hofy sig, 28.10.2007 kl. 21:29

6 identicon

Hjartanlega til hamingju með gullmolann ykkar,

Bestu kveðjur af efstu hæðinni

(kíki reglulega hér inn, það er æðislegt að lesa þetta hjá þér )

Inga

Inga UPPI (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 22:02

7 identicon

til hamingju með prinsessuna kv ingvar

ingvar (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 23:02

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með þessa fallegu stúlku.  Fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá myndina, noh sú er laglega lík pabba sínum. EIgið góðan dag saman. 

Ásdís Sigurðardóttir, 29.10.2007 kl. 11:18

9 identicon

Til hamingju með prinsessuna!

koss á ykkur 

jóna björg (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hér skrifar

SigrúnSveitó
SigrúnSveitó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband